This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 17 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Hvar get ég fengið VHF með ísetningu??
You must be logged in to reply to this topic.
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
||||
Menu |
Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › VHF
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 17 years, 9 months ago.
Hvar get ég fengið VHF með ísetningu??
Benni endilega bókaðu mig á listann fyrir alvöru loftnet þetta kolaportsnet er bara della að mínu mati!! en þessi loftnet skrúast bara í fótinn sem ég er með ekki satt??
Kv Davíð Karl
ég held að ég sé alveg búinn að ná þessu takk takk
Hafsteinn, ég lími contactanna ekki saman, heldur aðeins smá lím á litar skrúfur sem ganga þvert á netið svo leiðni inn í spólurnar verður óbreytt.
Benni, ef þetta er loftnetið sem þú vísar í á þræðinu "VHF rules":
"
Loftnet
28. október 2006 – 18:56 | Benedikt Sigurgeirsson, 940 póstar
Þetta eru þær uppl fem ég hef um loftnetið sem ég er að prufa núna.
"
Þá sést á tækniuppl að þrátt fyrir að þetta loftnet sé stillanlegt til að vinna á sviðinu 145-175Mz þá þarf að klippa það á réttum stað til að velja eina tíðni á þessu sviði. Svo er það bara með 6Mhz bandvídd (með innan 1:2 standbylgju) eða 3Mhz í hvora átt.
Í VHF kerfi f4x4 þurfum við að fá loftnet sem vinna á bilinu 153-164Mhz (eða hafa 11Mhz bandvídd). Þetta þýðir að ef loftnetið er stillt til að vinna best á 156 Mhz, þá dugar það á 6Mhz tíðnisviði eða niður í 153Mhz og upp í 159Mhz. Þannig að ef þetta loftnet er stillt til að geta talað t.d. á rás 45 (sem er á ca 153Mhz), þá er það ekki gott til að tala við endurvarpa á rás 44 (sem hlustar á um 164Mhz).
Reyndar er hægt að nota þessi loftnet á breiðara tíðnisviði en þá verður rafsegulbylgjan sem send er bara miklu veikari vegna þess að hluti hennar fer ekki út í loftið heldur endurkastast aftur inn í talstöðina (SWR eða standbylgjuhlutfallið verður stærri en 2). Margar talstöðvar draga sjálfvirkt niður í sendistyrk þegar þetta gerist til að hlífa útgangsrásunum sem gerir þetta enn verra utan þeirra tíðna sem loftnetið virkar best á.
Snorri
R16 og TF3IK
You must be logged in to reply to this topic.