Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › VHF
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergur Bergsson 23 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.10.2001 at 17:21 #191175
AnonymousHvernig er það eiginlega, getur Ferðaklúbburinn ekki reynt að semja við einhvern einn aðila um góðan afslátt á kaupum félagsmanna á VHF stöðvum gegnt því að það séu sem dæmi 50 eða 100 manns sem kaupa stöðvar í einum pakka?…Eða jafnvel fleiri.
Ég held að þetta gæti verið góður kostur til að sem flestir geti fengið sér svona stöð. Og er eitt af því sem klúbburinn getur unnið að fyrir félagsmenn!
Eða hvað finnst mönnum eiginlega??
Kveðja
Siggi Frikk -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.10.2001 at 18:00 #457480
Vel mælt Sigurður!
Kv,Glanni
09.10.2001 at 11:09 #457482Sælir Snake og Glanni.
Mér finnst hugmyndin ykkar góð og hvet ykkur eindregið til að bretta nú upp ermarnar og standa sjálfir fyrir því að ná saman stórum hópi og betri afslætti en nú er í boði!
Ferðaklúbburinn hefur þegar samið um góða afslætti af VHF stöðvum fyrir félagsmenn (auk þess heimild til að nota endurvarpa Sigga Harðar o.fl.), þannig að talsvert hefur nú verið gert. Það vantar alltaf fríska menn eins og ykkur til að starfa f.h. klúbbsins, enda er þar allt unnið í sjálfboðavinnu eins og þið þekkið. Endilega komið með lista í Mörkina og/eða hvetjið menn til að skrá sig á heimasíðunni. Setjið ykkur í samband við fjarskiptanefndina og fáið hana í lið með ykkur, semjið um afsláttarkjör við söluaðilana (t.d. 10% aukaafsláttur ef 50 kaupa, 15% ef 100 kaupa o.s.frv.).
Þetta er að mínu viti miklu betri hugmynd en dekkjainnflutningurinn sem þið voruð að velta fyrir ykkur um daginn.
Allir í VHF!
Með ferðakveðju, BÞV
P.s. Glanni, ert þú ekki félagsmaður í F 4×4, ég sé ekkert félagsnúmer í skráningunni þinni???
09.10.2001 at 21:21 #457484Ég skráði mig fyrir nokkrum árum í klúbbinn en var ekki virkur
meðlimur þannig að ég geri ráð fyrir að ég sé ekki í honum lengur.
Hins vegar sótti ég um inngöngu í gegnum þessa fínu heimasíðu um daginn en ég
hef ekki fengið neitt "feedback" á það.(bíð bara rólegur)
Kv.Glanni
11.10.2001 at 16:37 #457486
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mig langar að benda á í sambandi við verð á vhf stöðvum að
úti í Canada kostar svona stöð um það bil 200 dollara.
200×100,4=20.080 kr.
Á heimsíðu Sigga Harðar kostar stöðin 52.246 kr.
Samkvæmt símtali kostar hún 48500 kr til 4×4
mismunurinn er 3746 kr. ca 7% adsláttur.Það dugar reyndar fyrir félagsgjaldinu, gott fyrir Sigþór.
Fyrir nokkuð mörgum árum kostaði CB stöð 25-30.000
en í americu kostaði hún 5000 á sama tíma.Það eru hæpin rök að allt eigi að vera dýrt í breyttan jeppa vegna þess að það er dýrt að breyta.
Vonandi koma fleiri með þessar stöðvar því þær eru mun betri heldur en CB,maður heyrir í Ítalíu og allt en ekki í næsta bíl nema kalla út um gluggan !!
kveðja
25.10.2001 at 13:39 #457488
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kanadadollar er á gengingu 66,52 þannig að þú ert væntanlega að tala um 200×66,52=13.304 kr. sem er enþá betra er það ekki…
25.10.2001 at 23:59 #457490Sælir drengir og takk fyrir að nenna að spjalla.
Ég er hrifinn af umræðunni um lægri kostnað fyrir ferðamenn til að eignast búnað. En, hvað þurfa menn að borga í vörugjöld, skatt og virðisauka samtals, ef þeir fara út í að flytja þetta inn sjálfir?
Er hægt að fá þjónustuaðila hér heima til að setja rásirnar okkar inn í stöðvar sem við flytjum inn sjálfir?
Bara svona smá pæling…
Með ferðakveðju,
BÞV
26.10.2001 at 15:04 #457492
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvaða vandamál ætti að vera að fá þjónustuaðila til að stilla stöðvarnar þannig að við getum notað þær…Ef þeir eru ÞJÓNUSTUAÐILAR þá eiga þeir að veit þér þessa þjónustu. Annars gef ég lítið fyrir viðkomandi ÞJÓNUSTUaðila.
Þetta eru stöðvar sem maður þarf að skrá ef maður ætlar að nota þær þannig að það er engum sem kemur við hvar eða hvernig maður kaupir þær á meðan það er gert á heiðarlegan hátt.
Eða er ég kanski að bulla??…Í mínum eyrum er þetta allaveganna rökrétt. Þjónusta er þjónusta…sama her selur eða kaupir hlutinn.
Kveðja
SNAKE
26.10.2001 at 18:00 #457494
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Úr því þú minnist á þetta varð ég að gá.
uppl. 560 0366 upplýsingarfulltrúi
VHF stöðvar senda og móttaka fara í tollflokk
8525 undirflokk 2009.Þetta þýðir á mannamáli 24.5% vsk sem bætist á SIF verð vörunnar.
SIF verð er innkaupsverð og flutningskostnaður.Þetta þýðir að stöðin ætti ekki að kosta meira en 20.000kr.
Auðvitað geta þessir aðilar þjónað þessu en snýst þetta ekki um uppbyggingu á kerfinu því þessar stöðvar þurfa jarðstöðvar.?
Ég notaði dollar og það er einmitt ca. þetta verð.
RADÍÓkveðjur
30.10.2001 at 16:26 #457496Þetta er mjög gott framtak ef þetta gengur en ég vil ráðleggja ykkur að hafa samband við Fjarskiptaeftirlitið því þeir væru vísir til að stoppa ykkur af.
Það er nefnilega svoleiðis að sumar gerðir af VHF stöðvum (amatörstöðvar) þarf amatörleifi til að flytja inn og eiga.
Aðrar stöðvar hafa einungis skipatíðnirnar inni og gagnast okkur ekki. Auk þess þarf einhver skipsstjórnarréttindi til að meiga eiga slíka stöð.
annað sem ber að varast er að stöðvarnar þurfa að vera stöðugar á rásinni og með hámarksstyrk 25 w. Stöðvarnar sem Siggi Harðar er að selja okkur eru afmarkaðar á þær rásir sem við meigum nota og því þarf ekki amatörleifi en einungis að vera félagi í 4×4 klúbbnum.
Ekki flytja inn eitthvað sem getur verið tekið af ykkur eða nýtist ekki.
Gangi ykkur vel.
31.10.2001 at 08:35 #457498Það er ekki alveg svona auðvelt að flytja inn VHF stöðvar t.d. frá usa, ýmsir annmarkar sem þarf að varast sem og fjarskiptaleyfi íslenskra embættismanna.
Hvað með VHF handstöðvar ? þær eru mun ódýrari og þær eru "portable", hefur einhver reynslu af slíkum stöðvum ? þær ættu að koma vel að notum milli bíla idet mindste.
Jon
01.11.2001 at 11:03 #457500Ég hef notað VHF handstöðvar talsvert og þær hafa virkað ágætlega. Ég veit að menn notuðu handstöð í handstöð þar sem 68 km voru á milli. Það var þó á mörkunum að það gengi. Ég hef notað handstöð í bíl þar sem loftnetsstöng á toppnum var notuð við hana og virkaði það mjög vel.
Handstöð getur þó ekki virkað eins vel og bílstöð þar sem sendiafl hennar er 5W en 25W í bílstöð.KG
01.11.2001 at 11:23 #457502Þakka þér KG, er þá nokkuð til fyrirstöðu fyrir mig og sennilega aðra sem vilja ekki leggja í of mikinn kostnað að nota VHF handstöðvar, þessi fjarskipti eru jú mest á milli bíla og 68 km fjarlægð er nokkuð gott næstum of gott miðað við handstöðvar.
Hvað ætli slíkar stöðvar kosti hér heima með þeim rásum sem t.d. okkar klúbbur er stilltur inn á ???Js
01.11.2001 at 11:44 #457504Ég hef notað VHF hand- og bílstöðvar töluvert síðustu svona 13 árin eða svo. Munurinn á langdrægni er verulegur þarna á milli.
Handstöð getur undir bestu skilyrðum dregið verulega langt, en getur undir öðrum skilyrðum ekki náð yfir litla sæta hólinn við hliðina á þér. Sendistyrkur handstöðvanna er reyndar mismunandi, algengt 1-6 wött.
Þar að auki held ég að heildarkostnaður við eina handstöð sé lítið minni en af bílstöð.
VHF samskipti eru miklu meira en bara á milli bíla. Með enduvörpunun og góðri stöð ertu að tala á milli landshluta.Með kveðju
Rúnar, Hjálparsveitarnörd.
01.11.2001 at 19:00 #457506Sælir félagar.
Ég tek undir með Rúnari, sem öryggistæki ættu menn hiklaust að kaupa bílstöð með 25 w sendistyrk. Það er mun skynsamlegri búnaður, m.a. með tilliti til þess að nokkur spotti er oft í næsta endurvarpa.
Bílstöðvarnar eru ódýrari held ég, á tilboðum söluaðilanna til Ferðaklúbbsfélaga heldur en handstöðvar.
Reyndar er best að eiga hvorttveggja, eina handstöð til að geta spjallað við coarann þegar hann er úti í kolvitlausu veðri að reyna að finna leiðina á undan…
með feðakveðju,
BÞV
06.11.2001 at 19:53 #457508Ég tek undir með Rúnari og BÞV, þetta er öryggistæki og þess vegna ættu menn að kaupa þessar stöðvar úti og "smegla" þeim, þá fá menn ódýrar stöðvar (200$)og geta valið milli 10 og 40 w styrk . Allar upplysingar um hvernig þarf að breyta þeim eru á netinu, ef menn vilja fá lista yfir allar (flestar) rásir og týðnir þá get ég látið menn hafa svoleiðis
11.11.2001 at 18:34 #457510
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eg hefði gaman af að fá þennan lista hja þér
Heyrumst
Helgi u-112 austurlandsdeild
11.11.2001 at 18:36 #457512
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
posturinn er reddarinn á hotmail.com
14.11.2001 at 22:54 #457514
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér finnst þessar umræður vera komnar á hættulegt stig.
Ég ætla að vona að Siggi Harðar sjái ekki það sem fram fer hérna. En eins og flestir vita þá er hann aðal innflutnings aðili að VHF stöðvum og fleiru sem við getum notað í okkar jeppa.
Siggi Harðar er búin að styrkja klúbbinn mjög mikið í gegnum árin meðal annars með því að gefa talstöðvar, hjálpa okkur við uppsetningu kerfisins, halda námskeið og kynningar á VHF og ýmislegt fleira. Ég held ég fari rétt með að hann hafi gefið VHF stöð í Setrið.
Allavega geta menn ekki nefnt einhverjar tölur í dollurum og haldið að það sé það eina sem tækið kostar.
Þeir sem eitthvað þekkja til innflutnings ættu að vita að það eru allskynns gjöld og tollar sem leggjast á vöruna hjá þeim sem eru með heiðarlegt fyrirtæki. Síðan kemur uppsetning á stöðinni, sem er alltaf smá kostnaður og ísetning með loftneti og svo þarf að sjá um leifi fyrir öllu saman.
Ég tek það fram að ég hef engra hagsmuna að gæta í þessu sambandi og þekki manninn varla í sjón. Það er mikil lennska hjá mörgum að halda að fyrirtæki þurfi ekki að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Hvernig geta menn ætlast til að þjónustan sé til staðar. Var verðið sem Arny sá á netinu ekki íkomið með öllu! Eða gleymdist að kanna það.Mér finnst gott mál að menn taki sig saman og semji um afslætti en ekki fara út í einhverjar óeyrðir.Halli R1644
ps. CB talstöðvar kosta að ég held í dag hámark 12-15,000
14.11.2001 at 23:55 #457516
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er sammála Halldóri,
Þetta er ekki eins og að kaupa sér vasadisko og Siggi Harðar rekur enga góðgerðarstofnun, það þarf að skrá stöðina þegar hún kemur inn í landið, það kostar pening og það þarf að fá leifi fyrir henni, það kostar pening og svo að sjálfsögðu að borgja gjöldin einu sinn á ári til Póst og fjarskiptastofnunar.
Ekki nóg með það að ef menn vilja endilega kaupa stöðvar úti og smigla inn þá þurfa menn að þekkja einhvern úti sem rekur verslun sem selur svona, vegna þess að það er hellings vesen að flitja talstöð úr landi í USA, alskonar pappírsvinna.
Svo er það meira en að segja það að setja tíðnirnar inn á stöðvarnar, maður þarf þá að þekkja einhvern sem getur það, því menn sem geta það gera það ekki fyrir hvern sem er.
Kveðja Finnur
18.11.2001 at 19:51 #457518datt í hug að benda á síðu á netinu þar sem eru myndir og smá fróðleikur um vhf
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.