This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnþór Þórðarson 11 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Fyrirhuguð er vettfangsferð í Nýjadal laugardaginn 24.nóvember. Ætlunin er að félagar hittist í Nýjadal á laugardagsmorgni uþb um 10-11 leytið og skálarnir verði skoðaðir eins og hægt er meðan birta leyfir. Skálana þarf að skoða m.t.t. endurbóta samkvæmt samstarfssamningi og einnig að sjá hvort allt er til staðar svo hægt verði að nota þá í vetur. Eyjafjarðardeild og Skagafjarðardeild ætla upp í Laugarfell föstudagskvöldið 23.nóv, gista þar og aka svo að morgni í Nýjadal. Skemmtilegast væri ef félagar úr flestum deildum komi. Svo hægt sé að skoða skálana vel þarf einhver verkfæri til að sjá undir gólfborð og innfyrir klæðningu.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hér á þræðinum og hvaða verkfæri menn hafa.
fh Eyjafjarðardeildar
Björn Pálsson
You must be logged in to reply to this topic.