This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Jack Hrafnkell Daníelsson 19 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Ég var að tala við Benna(hmm)og var hann staddur í Hrauneyjum,Vetrarslúttfarar voru að renna af stað inn í Landmannalaugar en þeir stoppuðu aðeins í Hrauneyjum og ræddu málin við Vatnajökullsfara.
Benni talaði um að það hefði snjóað í Landmannalaugum í nótt en snjórinn hefði tekið fljótt upp.
Áætlaði Benni að Vatnajökullshópurinn legði af stað eftir um það bil háltíma af stað inn í Jökullheima og þaðan yrði stefnan tekin á Grímsfjall.
Ef allt gengi eftir áætlaði hann að vera kominn á Grímsfjall uppúr kl 17,00,en þó með fyrirvara um hvernig Tungnaá væri yfirferðar.
Kveðja,
Jóhannes
You must be logged in to reply to this topic.