Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vetni inn á soggrein
This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Loftur Jónsson 13 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.11.2009 at 18:15 #207928
Sælir
Ég hef verið að velta fyrir mér hvort einhverjir hér hafi gert tilraunir með vetnisbúnað í bílum sínum.
Hér má sjá myndband um þetta dæmi. http://www.youtube.com/watch?v=oxO6YRjU1wo&feature=related
Gaman væri að heyra frá einhverjum sem væri búinn að prófa þetta.
Kveðja
Þorvaldur Helgi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.05.2011 at 13:03 #664816
Nei þorvaldur ég þarf ekki að hafa hljótt um mig.
það sem ég hef umfram ýmsa er að ég er búinn að prufa þetta og búinn að sjá þetta virka og gera gagn.
Ég gerði mér grein fyrir því hvað þarf til þess að þetta virki þ.e hvernig búnað og hverju þarf að blanda samanvið til að ná sem bestri leiðni/framleiðslu á sem minstri ampertölu. Þú hefur hinsvegar ekkert í höndunum nema eitthvað píp í þröngsýnum efasemdarmönnum, ekki gleyma því að það er líka gríðalega stór hópur sem er búinn að prufa þetta með mjög jákvæðum niðurstöðum og líka eru aðrir búnir að prufa þetta með miður góðum niðurstöðum og geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þeta virkaði ekki hjá þeim sem eiga sér eðlilegar skýringar sem gætu verið m.a lélegur búnaður, léleg eða röng blanda út í sellu, settu ekki tölvu við bíl sem var með skinjara sem geta flippað (segja bíltölvu að dæla meira eldsneiti á móti meira/breyttu súrefnismagni) út þegar vetni er bætt við etc… það er ekki nóg að fara bara út í skúr og búa til einhverja krukku henda svo matarsóda út í vatn og búast við einhverju stórkostlegu, þetta er ekki svona einfalt og það skilja bara ekki allir.
Notest! ég á ekki hagsmuni að gæta hvað varðar sölu á svona búnaði!
27.05.2011 at 20:25 #664818Ég lenti einu sinni í því að keyra í svartaþoku frá Öxnadalsheiði alla leið í Borgarfjörð, það var ekki stiku skyggni og meðalhraðinn 60-70 og viti menn, í staðinn fyrir að eyða 20 +/- 10% eftir vindátt fór trukkurinn í 14 á hundraði!
Það má vel vera að vetni eða einhverjar aðrar gastegundir auki nýtingu bensíns eða díselolíu, en á meðan að þær eru framleiddar með rafmagni frá altenator bílsins gengur dæmið einfaldlega ekki upp í minum huga.
Ég skora á þig Benni, draslið í Dino-bekk og alvöru mælingu með og án kerfis, það þarf ekki langan tíma eða mikinn kostnað til að klára það dæmi.
Það er kannski ástæða fyrir því að enginn af meðmælendunum/framleiðendunum getur framvísað slíkum gögnum?
En mælt þú vonandi manna heillastur, ég yrði fremstur í röðinni til að ná inn 10-15% sparnaði.
B.Rich
28.05.2011 at 01:05 #664820Jú jú það eru til fullt af dyno testum á netinu og má sjá verulega aukningu á afli þar í sumum tilfellum en ég hef alltaf haft takmarkaða trú á að aflið sem slíkt aukist mikið, má vera í einhverjum tilfellum að mikill munur finnist.
Hér eru 2 video annað (það efra) unnið af sjónvarpsstöð (á sennilega fyritækið sem framleiðir þennan búnað). Búnaðurin sem þeir nota hér er af gamla skólanum og mér persónulega finnast þessar tölur ótrúlegar en hvað veit maður[youtube:1d0vhro6]http://www.youtube.com/watch?v=EDau1G9ul1I&feature=related[/youtube:1d0vhro6]
[youtube:1d0vhro6]http://www.youtube.com/watch?v=BoyF1jcOWJY&feature=watch_response_rev[/youtube:1d0vhro6]
28.05.2011 at 09:56 #664822Góðan dag.
Ég er einn af "vitleysingunum" sem keypti eitt svona sett með öllu, þar með talið tölvu sem gerir skynjara bílvélarinnar virka með vetnisbúnaði.
Ég setti þetta í Kia Sportage V6 2008 árg.
Strax við fyrstu prufu fannst töluverður munur á því hvernig bíllinn hagar sér í uppkeyrslu þegar Cruise Control var notað. Áður ef þú lést bílinn keyra sig upp úr c.a. 50 km upp í 95km þá setti hann bara allt í botn og skipti sér á 6000sn.
Eftir ísettningu þá gerir hann þetta bara eins og maður myndi gera þetta sjálfur allt í rólegheitunum, skiptingar mýkri og allt þægilegra, þessi munur gæti verið að einhverju leiti tölvunni að þakka.
Við tókum okkur til um síðustu helgi og prófuðum þetta eftir því sem okkur fannst eins hlutlaust og við gátum.
Ég byrjaði á því að fara á bensístöð og dæla þangað til að dælan sló sjálf út, þá keyrðum við hring sem var 83,2 km eftir GPS með Cruise Control stillt á 95km.
Kom aftur á sömu bensínstöð á sömu dælu og dældi aftur þangað til að dælan sló út, og dældi ég þá 9,94 lítrum.
Þá aftengdi ég tölvuna og slökkti á vetninu og við keyrðum sama hring með Cruisið stillt aftur á 95.
Einu sinni enn komum við á sömu dælu og þá dældum við 10,82 lítrum.Ef ég reikna þetta út þá munar þetta 11 %.
Þessi mæling er gerð með ampertöluna stillta á 10 amper.
Ég á eftir að prófa mig áfram með aðrar ampertölur bæði hærri og lægri bara til að sjá hvað gerist.
Auðvitað hefði ég vilja sjá tölur upp á 20-30% en ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri hæpið, mér finnst samt 11% vera allt í lagi, miðað við þetta og akstur á ári verður þetta búið að borga sig upp á einu og halfu til tveimur árum, og erum við nokkkuð sáttir við það.Kveðja
Gunnar Már
30.05.2011 at 21:59 #664824Sælir félagar.
Bara til að vera viss.
Eruð þið búnir að taka lyfin ykkar.
Kv,
Elli.
31.05.2011 at 01:23 #664826
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ágætis tilraun þetta með Kiuna.
Eitt sem þarf þó að vara sig á varðandi bílatölvur er að þær eru nokkurn tíma að stilla sig miðað við nýtt eldsneyti, breytta hluti s.s. púst og annað. Tekur kannski 2 daga í venjulegri notkun fyrir þær að rétta sig af miðað við breytingar. Þetta má vel merkja t.d. ef maður endursetur tölvuna (geymasmaband af nokkrar mínútur eða svo), þá eru bílar oft ósköp asnalegir í smátíma meðan tölvan er að "læra" á vélina uppá nýtt.
Kannski er þetta orðið mikið hraðvirkara í nýjustu bílum, en vélin þarf allavega að sjá flestar gerðir af álagi áður en þetta er orðið sæmilega gott.….og hvað hefur þetta með tilraunina að ofan að gera?
Jú, byrjað var með bílinn á tilteknu kerfi, tilraun framkvæmd, og svo önnur með annað kerfi í beinu framhaldi. Það er vel hugsanlegt að í seinni tilrauninni hafi tölvan ekki verið búin að finna bestu "parametera" fyrir þá uppsetningu.Þetta er bara svona til að hafa í huga í næstu tilraun, ég er ALLS EKKI að segja að þetta hafi verið slæm tilraun, endilega haldið áfram að prófa, mæla og pósta hérna inn. Án tilrauna þróast ekki nokkur skapaður hlutur.
Bestu kveðjur
Grímur
31.05.2011 at 18:34 #664828Það er nú svo sem ekki eins og bíllinn hafi aldrei verið mældur áður.
Þessar tölur stemma alveg við það sem hefur fengist út á síðustu tveimur árum sem bíllinn hefur verið í okkar eigu.Kveðja
Gunnar
02.06.2011 at 08:31 #664830Sælir félagar
Þessi umræða er öll hin fróðlegasta. Þegar ég reyni að draga saman niðurstöður hennar virðist mér að "sparnaður af vetninu" geti numið 10%-15%. Tilraunir án vetnis og með vetni gefi gjarna þá niðurstöðu. Vitaskuld vanda menn aksturinn í slíkri tilraun og jafvel meira í þeirri tilrauninni sem gerð er eftir að vetni er blandað saman við. Menn vilja jú helst fá jákvæða niðurstöðu út úr fjárfestingunni.
[b:2jtkjwcs]Vistakstur[/b:2jtkjwcs] er aksturmáti sem líka sparar eldsneyti. Auðvelt er fyrir vistaksturskennara að sýna öllum fram á að þeir geti sparað með því að breyta akstursvenjum sínum í þá átt. Og haldið ykkur nú: Sparnaðurinn frá venjulegum akstursmáta yfir í vistakstursmáta fer oftast í 10%-15% og jafnvel allt upp í 25%. Í kennslubílnum er mælitæki sem sýnir þetta nákvæmlega.
Síðan er aftur spurningin um hvort menn viðhalda þessum aksturháttum eftir tilraunina.Kveðja, Pétur Þórðarson ökukennari (vistaksturskennari)
03.06.2011 at 00:56 #664832Já veistu þetta er alveg rétt hjá þér,þegar ég mældi bílin hjá mér ók ég um eins og brjálaðingur en þegar ég ók honum með vetnið lét ég konuna íta honum til að spara meira eldsneitið. Pétur! heldur þú að við séum algerir hálfvitar?
"Vistakstur", ég er samt sammála með að það sé mjög mikið til í þessu hjá þér.
03.06.2011 at 09:05 #664834Til að mælingar á svona dóti séu raunhæfar, og um þetta eru allir þeir sem annast vísindalegar rannsóknir sammála, verður að mæla við algerlega sambærilegar aðstæður. Í því felst, ef tækjunum er að einhverju leyti handstýrt, að tryggt sé að hegðun ökumanns, eða prófanda sé hin sama. Eina leiðin til þess er að tryggt sé að hann viti ekki hvort búnaðurinn er tengdur eða ekki við upphaf tilraunar, svokallað „blind test“ á útlensku. Jafnvel er gengið svo langt að sá sem leggur tilraunina fyrir veit það ekki heldur; „double blind test“. Það liggur nefnilega ljóst fyrir, og hefur ekkert með greind eða heiðarleika að gera, að menn fá gjarnan þá niðurstöðu sem prófandinn vill ef ekki er rétt að prófi staðið. Maður sem keypt hefur rándýran búnað fær út að búnaðurinn virki, hvort sem hann virkar eða ekki, enginn vill láta það um sig spyrjast að hafa látið plata sig. Þeir sem fara í rándýra einkaskóla ná miklu betri árangri að eigin mati hvort sem það passar eða ekki. Sá sem kaupir rándýrt lyf fær bata, jafnvel þótt lyfið sé sykurpillur. Þess vegna verður að beita ákveðinni aðferðafræði til allra prófana svo þær séu marktækar.
Hvað snertir tilraunina hér að framan með sama hringinn, og vafalaust hefur hún verið gerð af hreinskilni og góðum vilja, er ákveðið atriði í lýsingunni sem getur auðveldlega skýrt mismuninn.
„Strax við fyrstu prufu fannst töluverður munur á því hvernig bíllinn hagar sér í uppkeyrslu þegar Cruise Control var notað. Áður ef þú lést bílinn keyra sig upp úr c.a. 50 km upp í 95km þá setti hann bara allt í botn og skipti sér á 6000sn.
Eftir ísettningu þá gerir hann þetta bara eins og maður myndi gera þetta sjálfur allt í rólegheitunum, skiptingar mýkri og allt þægilegra, þessi munur gæti verið að einhverju leiti tölvunni að þakka.“
Þessi nýja tölva breytir hegðun skiptingarinnar og losar skriðstillinn við stórar og harkalegar inngjafir. Sem sagt hann fer að aka vistakstur. Ætli hundurinn liggi ekki grafinn þarna?
03.06.2011 at 09:44 #664836Það er ólíklegt að nokkurn tímann verði gerð almennileg rannsókn á þessu, einfaldlega af því að slíkar rannsóknir kosta pening, og það hefur enginn nægjanlega peningalega hagsmuni til þess að vera tilbúinn að henda slíkum pening í rannsóknir. Þeir einu sem hugsanlega væru til í að stja slíkan pening í þetta eru seljendur nýrra bíla til að afsanna að þetta virki. Og þá er gott að hafa í huga að jafvel seljendur svona búnaðar hafa sagt að þetta geri ekki gagn á nýjum bílum (t.d. hafa þessir með bláu díóðuna sagt að þetta geri ekkert gagn á common-rail vélum).
Og við eigum örugglega aldrei eftir að sjá neina rannsókn um hvaða áhrif þetta hefur á endingu vélarinnar (jákvæð eða neikvæð). Til þess þarf það stórar og kostnaðarfrekar rannsóknir.
En tilaunirnar sem við höfum heyrt af hér virðast benda til þess að þetta geri gagn á eldri bílum, meira að segja ekki svo gömlum bensínbílum, eins og KIA tilraunin bendir til (hafi þetta dót fengið krús kontrollið til að stunda vistakstur, er engin ástæða til að taka það af því..).
Telji menn svo að þetta geri gagn eftir að hafa skoðað þessar tilraunir og fleiri sem eru í gangi verða menn svo að vega og meta hvort menn vilji stökkva til. Aflaukning ein og sér gæti dugað sumum, aðrir reikna hve lengi búnaðurinn er að borga sig í eldsneytissparnaði. Til þess að vera fullkomlega heiðarlegur í slíkum útreikningi mætti svo bæta við vöxtum á upphafskostnaðinn og líka því að búnaðurinn virki kannski ekki altaf (t.d. gæti gleymst að fylla á með vatni).
Sjálfur tel ég fulla ástæðu til að fylgjast vel með þessum tilraunum. Svo kemur í ljós hvað maður gerir.
kv.
ÞÞ
03.06.2011 at 12:55 #664838Fyrir nokkrum árum vann ég aðeins fyrir VW. Þá sá maður aðeins hvað þessi stóru bílaframleiðendur leggja geðbilaðar upphæðir í hönnun og þróun hjá sér. Þetta var fyrir tæplega tíu árum, og þá unnu tíu þúsnd manns (10.000) bara við hönnun og þróun hjá VW. Þátt fyrir það, kaupa þeir helling af búnaði frá öðrum fyrirtækjum eins og Bosch.
Að halda því fram að maður geti smíðað eitthvað drasl út í bílskúr sem minkar eyðslu um 10% er auðvitað frekar fyndið.
Ég mæli frekar með Snákaolíu og Hákrlalýsi.
Góðar stundir
03.06.2011 at 18:07 #664840Ef það væru 10.001 að vinna hjá Vw þá kannski gengi þetta eitthvað hjá þeim! Spurning um að ráða réttu mennina. EN skrítið að efasemdarmenn setja alltaf inn í dæmin sín að nýtni véla sé 70% og þar af leiðandi kosti mikla orku til að framleiða vetni. Sníst málið ekki um að nýta þessi 30% sem annars nýtast ekki og það gæti alveg eins verið einhver að gera tilraunir í bílskúr eins og maður í vinnu hjá bílaframleiðanda eins og vw….
03.06.2011 at 21:12 #664842Það eru ekki 70% orkunnar sem nýtast í bensínvél, heldur 30%!
Þú ert sumsé með tölurnar á hreinu en í öfugum hlutföllumÞví miður má útskýra það svona (af Wikipedia):
Otto engines are about 30% efficient; in other words, 30% of the energy generated by combustion is converted into useful rotational energy at the output shaft of the engine, while the remainder being losses due to friction, engine accessories, and waste heat.
Það er ekkert óbrunnið eldsneyti sem veldur þessu orkutapi (þ.e. að orkuinnihald bensínsins skili sér ekki út í hjól) og því get ég ómögulega skilið hvernig brunahvati gerir nokkuð gagn í nútímavélum. Ef óbrunnið bensín mælist í pústinu í skoðun fær maður skömm í hattinn og endurskoðun. Getur einhver útskýrt þetta frá eðlisfræðilegu sjónarhorni?
Súrefnisskynjarar sjá til þess að blanda bensíns og lofts sé því sem næst fullkomin til að benínið brenni 100% í brunahólfinu. Ef aukaeldsneyti er bætt við, t.d. vetni, verður bruninn ófullkominn þangað til meira loft kemur til móts við það. Jú, eða hitt, vélartölvan dregur úr bensíninu til að fullkomna brunann. Hvað gerist þá? Minnkar bensíneyðslan? Hvaðan kom þetta vetni aftur?Vetnið var búið til með því að brenna bensín! Í fullkomnum heimi, án núníngs- og hitataps, væri hægt að umbreyta bensínlíter í 100% orkujafngildi sitt í vetni. Hverju myndi þá skila að brenna það vetni í stað bensíns? Í mínum huga [b:2dinf6bb]nákvæmlega sömu[/b:2dinf6bb] eyðslu og áður. En við búum fjandakornið ekkert í fullkomnum heimi, því er nú ver og miður.
Ég tek það fram að mér þætti frábært að sjá þetta virka, en hausinn minn litli nær bara ekki utan um þetta. Vill einhver útskýra?
Að auki veit ég að minn bíll rokkar auðveldlega um 10-15% í eyðslu í aðstæðum sem virðast vera návæmlega eins og þá á ég við mælingar á heilum tanki. Tek þó ofan fyrir aðferðum Kia eigandans, hann lagði greinilega metnað í að gera þetta vel, en tvær 80km ferðir finnst mér hreinlega of lítið til að taka mark á.
Ég tek líka undir það að allar mælingar sveigjast að óskaniðurstöðu þess sem framkvæmir, það hefur ekkert með greind eða heiðarleika að gera, okkur er þetta eðlislægt og það hefur verið sýnt fram á það með rannsóknum (eins kaldhæðnislega og það hljómar).
Súkkukveðjur,
Gísli Sveri.
03.06.2011 at 22:49 #664844Ef menn vilja fá góða nýtingu á eldsneitinu, þá er það lítið mál. Það er bara að smíða vél sem getur gengið ca 600 til 700 gráðu heit. Menn hljóta að fara létt með það, eða flytja hana inn frá Kína.
Mest af orkuni við að brenna venjulegt eldsneiti í venjulegri vél, fer í að búa til hita sem engum nýtist.
Góðar stundir
03.06.2011 at 23:54 #664846Má vera að það hafi víxlast tölurnar og skal alveg kingja því en efast samt um 100% bruna samt sem áður þar sem eru alveg dæmi um að þyngri og aflmeiri bílar séu að eyða minna en aflminni og léttari. það er eitt svona dæmi í mínu heimili og ég var að aflmeiri bílnum og var ekki í sparakstri. Hef ekki trú á að viðnám í aflrás eða eitthvað slíkt spili svona stóran hluta..
03.06.2011 at 23:54 #664848Það er alveg með ólíkindum hvað menn geta verið með mikið loft og tómarými inn í hauskúpunni, ég sé alveg kaldhæðnina hjá þér Hlynur, mér er skapi næst að segja við þig, Hlynur, að þú sért heimsGur og með ólikindum að það sé ekki búið að innleiða þig í viðeigandi/ákveðið félag :)…
Af hverju er þetta ekki í öllum bílum ef þeta virkar svona "svaðalega"…mjög auðvelt að svara því, bílaframleiðendur leitast EKKI eftir því að framleiða bíla þar sem kaupandinn þarf ekki að vera með nefið niður í húddi ca tvisvar í mánuði til að fylgjast með einhverju vetnisdóti og þá um leið fellur þetta um sjálft sig eða hvað…?Fyrir aðra litla hausa Hér er ein stutt handa þér. Hvernig getur staðið á því að eftir að sumir bílar fá tölvukubba þá fara þeir að eyða minna eldsneyti… getur verið að tölvan sem var fyrir (orginal) með alla sína fínu skynjara var svona góð eða hvað heldur þú?
Þetta er ekkert flókið, vetnisbúnaður kallar á ákveðið aðhald eða viðhald og það myndi ekki ganga að hafa þetta sem staðalbúnað í bílum sem þetta gæti virkað í, þótt framleiðandi hefði áhuga á því.
Fyrir litlu hausana.
Þú mátt alveg trúa því að sá hugbúnaður sem er í tölvukvikindinu í bílnum þínum er ekki 100% fullkominn og þá allra síst í VW sem ansi margir hafa rekið sig á, endalaus villuboð og ferðir í umboð að láta "rísetta" (getur líka verið út af skynjurum) spurning hvort þetta var hannað af/þegar Hlynur "vann" hjá VW…og tölvan jafn gáfuð og Hlynur…?Að lokum…fyrigefðu Hlynur! Þú veist að mér þykir vænt um þig, ég hef alltaf fundið til með þér þegar ég hef séð þig á þessum Nissan hlunk þínum og enn meira jafnvel þegar maður skoðar myndir af þér föstum hér þar og allstaðar
04.06.2011 at 11:17 #664850Sælir
Þetta er sölumennska dauðanns, að kalla menn heimska fyrir að trúa ekki á söluvarninginn eða tilraunir seljandans.
En hvernig er það með ykkur höfuðborgarbúa, af hverju eru þið að velta fyrir ykkur að framleiða vetnið sjálfir þegar þið eruð með vetnisafgreiðslustöð í túnfætinum? Ég myndi halda að það lægi beint fyrir ykkur að troða kút undir framsætið og tengja með þrýstijafnara á sogreinina. Þannig væruð þið lausir við þá breytu úr dæminu að orkan verði til í bílnum úr öðru eldsneyti og ættuð þannig að fá örlítið skaplegri niðurstöðu.
Ég hefði líka haldið að tilraunin þyrfti ekki að kosta slík ósköp því að þessi græja gæti verið í bíl og stýrt á rofa sem bíleigandinn/ökumaðurinn myndi ekki vita hvort væri á eða af. Þá væri einhver annar sem myndi sinna tækinu og áfyllingum og notandinn grunlaus. Eins mætti senda tvo eins bíla hringinn í kringum landið með sama rofa og víxla síðan og láta þannig hvorn ökumann keyra tvo hringi, einn með búnaðinn tengdann og hinn með búnaðin aftengdann og hann myndi ekki vita hvort og hvenær hann er tengdur.
Þetta er fjögurra daga vinna fyrir þrjá.
Þarna kæmu inn flestar breytur sem máli skipta t.d. veður, aksturslag, huglæga breytan sem vistaksturskennarinn talaði um o.s.frv. 2.400 kílómetrar hljóta að gefa einhverja mynd.
Kv Jón Garðar
P.s. annars gleðst ég alltaf yfir því að menn séu að prófa eitthvað til að spara eldsneyti og allar hugmyndir sem eru ekki mjög vitlausar pottþétt tilraunarinnar virði.
04.06.2011 at 11:34 #664852Ég ók mínum nissan haug fyrst tæpa 80 km og tankaði á milli ekki ólíkt kia eigandanum.
Síðan ók ég 4 tanka þ.e tankað upp í stút og vetni á og svo tankað upp í stút og vetni af eða 2 tankar með vetni á og 2 með það áf.
Meðal sparnaður var 14%. Sparnaður var meiri á snattinu en á langkeirslu eða ca 12% og 16% sirka. 12% á lang og 16% á snattinu innanbæjar. Svona kom þetta út hjá mér hvort sem mönnum líkar það betur eða ver. Það skal aðveg viðurkennast að maður verður svolítið fúll þegar maður er sjálfur búinn að prufa svona (og vanda sig við það!) og sjá þetta virka að hér komi menn og beinlínis segi mann ljúga, frekar dapurt. Ég ítreka það sem ég ef alltaf sakt að það er ekki sjálfgefið að þetta bara virki og því síður að þetta virki í öllum bílum.
06.06.2011 at 22:52 #664854Tek undir með þér Benedikt! alveg óþolandi þegar menn koma alltaf með þetta "ef þetta virkar af hverju er þetta ekki í öllum bílum". væntanlega værum við enn á hestvögnum ef allir hugsuðu svona..
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.