Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vetni inn á soggrein
This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Loftur Jónsson 13 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.11.2009 at 18:15 #207928
Sælir
Ég hef verið að velta fyrir mér hvort einhverjir hér hafi gert tilraunir með vetnisbúnað í bílum sínum.
Hér má sjá myndband um þetta dæmi. http://www.youtube.com/watch?v=oxO6YRjU1wo&feature=related
Gaman væri að heyra frá einhverjum sem væri búinn að prófa þetta.
Kveðja
Þorvaldur Helgi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.11.2009 at 19:41 #664776
Nú ætla ég að koma með mín 50 cent varðandi þetta.
Sko, þetta hljómar rosalega vel, og virðist vera góð hugmynd. Það er alveg ljóst að vetnið og súrefnið sem verður til við rafgreiningu fer inn á vélina og brennur með bensínblöndunni. Hljómar bara vel ekki satt?
En bíddu nú við: Til að framleiða þetta vetni þarftu svona 20 ampera straum (alternator í jeppa getur framleitt kanski 60-80 A). og 20 amper við 12 volt eru 240 wött, og alternatorinn er með 90% nýtni, og rafgreiningin er með kanski 90% nýtni (vatnið hitnar). Þannig að þú ert að[b:3kny4zli] TAKA FRÁ[/b:3kny4zli] vélinni 240/(0,9*0,9) [b:3kny4zli]=296 Wött.[/b:3kny4zli] Þessi orka kostar bensín.
[i:3kny4zli]Sumir halda það að alternatorinn framleiði alltaf "hvort sem er" þann rafstraum sem hann er gefinn upp með. Þetta er rangt, hann tekur meira afl frá vélinni t.d. ef maður er með afturrúðuhitarann á.[/i:3kny4zli]
Þá ertu að mata vélina af 240 watta afli í formi vetnis og súrefnis, en nýtnin í vélinni er u.þ.b 30% þannig að úr þessum 240 wöttum verða 240*0,3 = 72 wött .
72-296 = -224wött.
Þetta segir mér að þessi búnaður er að taka afl frá vélinni og eykur eyðsluna, og í besta falli er eyðslan sú sama.Eðlisfræðin segir að það sé ekki hægt að búa til orku úr eingu. Það hefur a.m.k ekki verið hægt hingað til.
02.11.2009 at 19:59 #664778Ég hef öðru hverju lesið pistla þarsem að menn keppast við að lofa þetta og aðra þarsem að menn keppast við að segja að þetta virki ekki.
Ég efast um að venjulegir menn sem að eru að gera svona tilraunir í forvitni heima í skúr séu að ljúga til um niðurstöðurnar, veit ekki afhverju þeir ættu að gera það.
Ég hef mínar efasemdir um að þetta virki en verð að viðurkenna að ég er ekki eðlis eða efnafræðimenntaður þannig að ég vil ekki fullyrða að þetta virki ekki.
Ég spyr því eins og fávís bjáni þá sem eru efnafræðimenntaðir. Hvernig varð vatnið til? Er engin orka fólgin í því? Hvað varð til þess að vetnis og súrefnissameindirnar sameinuðust og urðu vatn? Fór engin orka í það? Hvað varð um þá orku? Getur verið að með þessum aðgerðum sé verið að virkja þessa orku aftur?
Ég ítreka að ég veit ekkert um þetta, skil samt ekki hvernig sumir menn virðast endalaust komast að þeirri niðurstöðu að þetta virki á meðan aðrir fullyrða að þetta sé bull.
02.11.2009 at 20:15 #664780Bragi
Eitt sem mér finnst vanta inn í dæmið hjá þér. Vetni er mjög eldfimt og þegar það kemur inn í brunahólfið þá brennur það og orka leysist úr læðingi. Það er bara spurning hversu mikil orka verður til við það og hvort hún er meiri en sú sem fer í að knýja þetta aukna álag á altenatorinn.
Nú er ég ekki trúaður á að svona einfaldur hlutur virki eins vel og ég hef lesið mér til um en í núverandi efnahagsástandi fer hugurinn að reika…
Kveðja
Þorvaldur Helgi
02.11.2009 at 20:42 #664782Sælir félagar.
Það sem Bragi er að segja er "rétt" en þó er ýmislegt sem getur haft áhrif á brennslu eldsneytis.
Það sem menn eru að gera, er að framleiða HHO, það er að rafgreina vatn þannig að þeir fá vetniseindir til að verða eins og nokkurskonar brunahvati í brunaferli vélarinnar.Ég er einn af þeim bílskúrsköllum sem prófaði þetta sl. sumar. Klárlega skilaði búnaðurinn ekki marktækum niðurstöðum eftir tæplega tveggja mánaða tilraun. Ég notaði ca 45 A við framleiðsluna og var með aluminium skaut sem prufu (vegna rafleiðni). Virkaði vel í fyrstu en álskautin voru ekki heppileg (tærðust) (betra að nota ryðfrítt stál)
Ég er í ágætu sambandi við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og þær fregnir sem ég hef þaðan þá hefur teymi verkfræðinema gert ýmsar prófanir og tilraunir með rafgreiningu sem þessa og það besta sem komið hefur út úr því er 3% eldsneytissparnaður. Ýmsar sannanir eru þó undir þessum þremur prósentum.
Enn og aftur, spurning um hönnun véla, virkni búnaðar tengdum vélinni og ELDSNEYTI.
Kveðja.
Elli.
02.11.2009 at 20:46 #664784Ef ég skil hlutina rétt eru 300 wött að jafngilda ca 0.4 hestöflum. Ef aflið sem fæst úr vetninu er 1 hestafl eða meira er hluturinn að virka. að vísu er þetta ekki þess virði ef aflið sem úr þessu kæmi væri einungis 1 hp.
Ég er samt ekkert viss um að þeg sé að skilja þetta rétt.
Kveðja
Þorvaldur Helgi
02.11.2009 at 21:37 #664786Sæll Þorvaldur.
100 ha mótor gæti skilað í mesta lagi 103 ha eftir vetnisvæðingu.
þá er eftir að reikna kostnaðinn við framkvæmdina.kv.
Elli
02.11.2009 at 22:49 #664788Eðlisfræðin segir manni að þetta geti ekki staðist, maður er klárlega ekki að fá meira afl út úr brunanum sem slíkum (í formi hita) heldur en maður er að taka út úr vélinni.
En það sem þeir, sem lofa þetta hvað mest, halda fram er að hvataáhrifin sem verða við að brenna vetninu valdi fullkomnari bruna á hinu eldsneytinu og þannig náist meira afl út úr vélinni.
02.11.2009 at 22:54 #664790Elli
Enda er ekki hugmyndin að auka aflið í vélinni heldur skipta einhverju af hinu hefðbundna eldsneyti út fyrir vetni sýnist mér á öllu. Ég er samt ekki að sjá hvernig þetta ætti að virka eins og myndbandið segir til um enda ekki flókið að skreyta útkomuna þar þessum búnaði í hag. Reyndar eru sparnaðartölurnar sem er talað um að náist með þessu algerlega út úr kortinu.
Takk fyrir svörin.
Kveðja
Þorvaldur Helgi
02.11.2009 at 23:35 #664792ég prófaði svona á hilux 90 og fan voða lítin mun eða bara eingan
03.11.2009 at 10:56 #664794Sælir,
Ég er ekki búin að prófa þetta sjálfur en hef kynnt mér fræðin eða hugmyndirnar að baki þessu.
Það sem voðalega margir gleyma að taka með í útreikningana hjá sér er það að brunavélin sem býr til rafmagnið sem býr til vetnið í þessu dæmi er ekki með fullkomin bruna.
Reyndar eru þessar brunavélar ekki með nema ca.40% nýtni.Ef vetnið eða HHO blandan í þessu tilfelli hefur einhver áhrif á brunan í brunahólfinu sem eykur heildarnýtnina, þá kæmi það út sem minnkun í eyðslu per ekin km.
Þannig að spurningin í þessu tilfelli þarf að snúast um það hvort bruninn sé betri í brunahólfinu með HHO eða án.
Ég hef séð þau rök fyrir því að þetta geti virkað sem felast í því að vetni brennur miklu hraðar en bensín eða dísel.
Ef vetni er meðal þeirra efna sem fara inn í brunahólfið þá gæti það sprungið á undan hinu eldsneytinu og stuðlað að því að það kvikni jafnar og fyrr í restinni af eldsneytinu og því sé líklegra að það hafi allt náð að brenna áður en að þennsluferlið er búið.Þar með væri nýtingin hærri og sparnaður komin fram.
Hinsvegar er þetta nokkuð sem mjög litlar rannsóknir hafa verið gerðar á af einhverjum orsökum og því frekar óstaðfest.
Bara mitt innlegg í þessar umræður.
Jens
03.11.2009 at 20:00 #664796Ég útbjó vetnistæki úr ryðfríum rörum líkt og margir af þeim sem sýna svona á Utube hafa gert. Vetnið eða HHO gasið, sem reyndar er blanda af vetni og súrefni bobblaði ágætlega úr þessu, lauslegar mælingar voru ca 0,5 l/mín.
Þótt ég léti díselbílinn minn anda þessu að sér gat ég ekki merkt að hann bætti neitt við snúningshraða í tómagangi.
Næst tengdi ég þetta inn á Briggs og Stratton sláttuvélarmótor og einnig prófaði ég að láta lítið vélorf sem ég á anda gasinu að sér og niðurstaðan var alltaf sú sama. Engin merkjanleg breyting á hraða. Á Briggs vélunum er sjálfvirkur hraðastillir, sem ég aftengdi að sjálfsögðu meðan á prófuninni stóð.
Á Utube myndböndunum eru flestir að sýna að þeim tekst að rafgreina vatn það hefur verið gert í efnafræðitímum í flestum skólum heimsins, en ég hef ekki séð eitt einasta myndband þar sem svörun vélarinnar þegar opnað er og lokað er fyrir gasið kemur fram. Það væri einfaldasti hlutur í heimi að leyfa manni að heyra það ef tómagangshraðinn breytist við að fá gasið.Ég eyddi ca 2-3000 krónum í efni og einhverjum klukkustundum í smíðina. Ef einhver trúir enn að þetta virki þá er tækið falt á kostnaðarverði.
Ágúst
16.11.2009 at 21:27 #664798þannig enginn hérna hefur neitt jákvætt um þetta að segja?
16.11.2009 at 23:14 #664800Ég veit nú ekki betur en að vélar í dag brenni nánast allt eldsneyti sem inn á þær fer, þ.e. nýtni eldsneytisins í brunanum sé sem næst 100%. Aftur á móti nýtist sú orka sem losnar ekki nema í besta falli um 40% sem hreyfiorka ( eitthvað nálægt 30% í venjulegum bílum). Restin fer svo í að hita umhverfið, aðallega gegnum pústið og kælikerfið.
17.11.2009 at 09:09 #664802Ef menn vilja auka nytni vélar er best að setja túrbínu á vélina því þar notaru hitatapið í afgasinu þetta hefur verið gert í 100 ár. Ég er á því að framþrófun í vélum verði þegar við hendum ottovélinni. Það hefur nánast ekkert breist í ottovélinni síðan hún var fundin upp.
Kveðja Magnús
17.11.2009 at 15:15 #664804Ein spurning til efasemdarmanna, var það bara lýgi að þetta hafi verið notað í flugvélar í seinna stríði til að auka flugdrægni? Eða hefur eitthvað breyst í vélunum í dag sem veldur því að þetta getur ekki virkað? Eins og ég skil þetta er þetta gas HHO ekki hugsað sem sérstagt eldsneyti heldur eykur gasið orkunýtinguna í eldsneytinu.
Allavega fann ég mun á bílnum hjá mér þegar ég setti þetta í bílinn, en svo hætti ég að finna fyrir því aftur vegna þess að ég notaði bara aflið sem bættist við og varð samdauna eins og gerist manni finst alltaf vanta meira. Svo skeði það að búnaðurinn eiðilagðist hjá mér og reif ég hann úr en þá fann ég hvað ég hafði haft togið minkaði aftur talsvert.
kv Jói
17.11.2009 at 16:51 #664806[url:jd5g08y4]http://www.popularmechanics.com/automotive/how_to/4310717.html[/url:jd5g08y4]
Lesið þetta og eyðið svo tíma ykkar í eitthvað aðeins gáfulegra til að minnka eyðsluna, smyrja bílinn oftar, takið tengdamömmuboxin af toppnum, passið hvernig þið keyrið eða jafnvel skellið smá bóni á bílinn. Allt þetta hefur margfalt meiri áhrif á eyðsluna en þetta HHO kjaftæði (nema kannski bónið).
Þetta er sárt en þetta er bara peningaplokk af auðtrúa fólki.
25.05.2011 at 23:02 #664808[b:2igvxv9q]Enn um vetni sem framleitt er með rafli bílsins og sent um soggreinina inn á vélina.[/b:2igvxv9q]
Er einhver sem getur fullyrt að þetta gefi 20-30 prósent eldsneytissparnað eins og fullyrt er af framleiðanda tækisins?
Mér var sagt af sölumanni fyrirtækisins að búið sé að væða á annað hundrað bíla með þessari tækni. Einhverjir hljóta að hafa skráð hjá sér árangurinn.
Þeir sem það hafa gert. Vinsamlega fjallið um málið hér á spjallinu.Kveðja,
Pétur
26.05.2011 at 11:46 #664810Ég sé að það er til nóg af efasemdar mönnum hér .
Til að svara spurningu, virkar vetnisbúnaður = já hann gerir það klárlega!
Virkar hann í öllum bílum, ekki endilega.
Hver er líkast til að hann virki án þess að þurfa auka tölvu við búnaðin, á disel bílum sem ekki eru með mikið af skinjurum.Hverjar eru forsemdurnar fyrir því að hann virki:
Þú þarft góðan og vandaðan búnað sem getur framleitt vel af vetni á innan við 10 Amperum (helst ekki minna en 1 líter), þegar menn eru komnir í sem dæmi 45 amper eru menn algerlega á rangri leið og ef búnaðurin framleiðir ekkert af viti nema á 20 amperum eða meira þá er það bara vísan um hve slæmur búnaðurin er.Eins og mörgum er kunnug um þá hefur Kaupfélagið flutt inn svona búnað sem er mjög góður og ég get alveg fullirt mun betri en sá sem er framleiddur hér heima og þetta er komið í 3 bíla og ALLIR finna mun, bæði er eyðsla minni og eins er tog upp brekkur aðeins betra.
Þessi búnaður er á leið í fleiri bíla og við munum koma með nákvæmari niðurstöður um leið og þær berast, ég sjálfur er búinn að nota þetta á patrol disel 1993 og með mjög ásættanlegri niðurstöðu og mér sýnist sparnaður vera í kringum 14% meðaltal, ég á eftir að reikna þetta betur út.
Þess má geta að þetta var sett í v6 bensín Kia ásamt tölvu og þar kom sparnaður upp á 11% ásamt því að bíllin fór að haga sé mun betur þ.e skiptingin í honum fór að vinna öðruvísi, hætti að þenja sig mikið eins og hann átti til með að gera ef ég hef skilið eigandan rétt. Við reiknuðum með að sjá engar stórkostlegar tölur í þessum bíl en það munar um 11%!.
Ekki má gleima því að svona vetnisbúnaður er hugsaður sem eldsneitis hvati, ekki eldsneiti sem slíkt og það þarf mjög vandaðan búnað til þess að þetta virki, að búa til eitthvað rör og eða krukku heima í bílskúr er visir að slæmum árangri, það eru 2 ár síðan menn hættu að nota hringlaga "áhöld" í gerð svona búnaðar. Einnig skiptir máli efnisval, það verður að nota 316 stál í þetta, 304 virkar sem dæmi ekki nógu vel þ.e það leiðir betur á 316 (hefur eitthvað að gera með molí blöndun í stálinu að gera), einnig þarf stálið sérstaka meðhöndlun áður en það er búið til vetnis "sella" úr því. Einnig skiptir mikklu máli hvaða efni eru notuð út í vatnið til þess að auka leiðnina. Svo er annað sem hefur áhrif líka, það er hækt að fá (eins og við erum með) straum stillir fyrir HHO eða bara apparat þar sem hækt er að auka og minka ampertöluna með einum takka en það sem þessi græja gerir líka er að hún sendir púlserandi straum inn á vetnisselluna og við verður til svokallað orto gas (orto vetni) en gæðin í því eru mun betri en venjulegu vetni. Ég var í sambandi við einn náskildan ættingja minn sem vinnur hjá raunvísinda stofnun og það skal viðurkennast að þar á bæ hafa þessi gaukar ekki hunds vit á þessu í mjög stuttu máli sakt og hafa ekki lakt í mikkla vinnu að spá í þetta, vitna meira í gömul erlend test á gömlum búnaði og nota það sem hálfgerða biblíu sem vissulega virkar ekkert miðað við þann búnað sem í boði er í dag, EN það eru mjög fáir sem bjóða upp á góðan búnað, þú finnur hann ekki á ebay!
Þeir bílar sem búið er að setja þetta í og ég get staðfest að þetta gerir gagn er Nissan patrol disel, Kia v6 bensín, Toyota HDJ80 disel.
Svo að lokum vill ég biðja þá sem fullirða að þetta virki ekki að stein h…. kj…i því þið hafið í raun ekki hugmynd hvað þið eruð að tala um
26.05.2011 at 16:38 #664812Takk fyrir gott svar
26.05.2011 at 17:24 #664814„Svo að lokum vill ég biðja þá sem fullirða að þetta virki ekki að stein h…. kj…i því þið hafið í raun ekki hugmynd hvað þið eruð að tala um :)“
Andskoti eru margir sem þurfa að steinhalda kjafti sbr. þessa síðu:
http://www.popularmechanics.com/automot … 10717.html
En úr því þetta virkar svona ofboðslega vel væri þá ekki ráð að fá einhvern óháðan aðila, sem kann á málband og tommustokk, til að taka þetta út. Þar mætti nefna rannsóknarstofnanir háskólanna og sömuleiðis er mér kunnugt um að Borgarholtsskóli á dyno bekk sem hægt væri að nota í svona rannsókn. Em þangað til slík rannsókn hefur verið gerð og niðurstöður hennar birtar opinberlega ættu fleiri að steinhalda kjafti en þeir sem efast.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.