This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Hallgrímsson 15 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2009 at 21:41 #203742
Eins og stendur hér á aðalsíðunni, þá er ætlun okkar að fara seint í apríl vestur á firði í jeppatúr. Nú þegar eru skráðir um 20 bílar í ferðina, flestir frá Reykjavíkur“deild“, nokkrir frá Vesturlandsdeild, einn frá Vestfjarðardeild og einn frá Vestmannaeyjum (hvaða deild er þar??).
Svo fékk ég eina umsókn frá manni sem vantar bæði bíl og ökumann. Vill endilega koma með, er klár að borga helming í eldsneyti, ef einhver er klár og ekki búninn að finna coara.
Endilega senda mér línu á netfangið phh@askja.is og skráið ykkur. Vill fá nafn allra sem ætla með, tegund bíls, stærð dekkja, símanúmer og eitthvað fleira…
Svo kynnum við listann seinna meir hér á spjallinu.
Kv
Palli og co -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.04.2009 at 12:39 #640122
Erum nokkrir að hugsa um að reyna að fara uppá Glámu frá patró til að berja SAS augum en það fer eftir hvort bílarnir verði komnir af langlegudeildinni.
En Palli, hver er þetta á patró sem ætlar frá dynsunni eða þingmannaheiðinni?
Kv Vilhelm
08.04.2009 at 13:02 #640124Sælir heimamenn.
Ég vissi að ég myndi hrista uppí ykkur ;o)
Óli, átt þú ekki trökk ? Líka yfir í Skálavík, uppá heiði, út að Galtarvita ? ég þarf þetta allt, stefnum á að eiga góðan Laugardag :o)
Ég veit að Siggi Óskars ætlar með og Barði. Er með Gunnar Þór og Brynjar skráða. Heimamenn að sunnan, er ég og Róbert bróðir (reynar á sama bílnum), Vagn Jóhannes og fl.
Búi á Patró hitti mína fögru frú í Kaupfélaginu áðan, talaði um að hann langaði…
Kv
Palli
08.04.2009 at 18:05 #640126Já talaði einmitt við Búa í fyrradag og hann var heitur fyrir þessari ferð en er ekki örugglega verið að tala um föstudaginn 24 fyrir glámuferðina?
Kv Villi
08.04.2009 at 19:46 #640128Jú, við erum að tala um þá helgi.. Annar í sumri…. Og sumardaginn fyrsta á jökli…
Ertu að taka feil ? Þú mátt ekki alveg fara á taugum, þótt ég sé á Patró í dag ;o) Og djöfull er að sjá Datuninn, standandi svona á skurðarskífunum…
En ég ætlaði mér að fara héðan á föstudag og til Ísafjarðar, veit ekki hvaða leið ég fer,amk verður Hrafnseyrarheiðin ekki fær. En Vegagerðarmenn sneru frá vegna snjóflóðahættu..
Kv
Palli
08.04.2009 at 23:42 #640130Mussó
Ram
Patrol
xx
Landcruiser 90
xx
4runner
Willis
Willis
Willis
Wrangler
Rubiicom
Ford
Ford
Pajero
Hilux
Izuzu
Izuzu
Trooper
Patrol
Landcruiser
Patrol
Hilux DC
Partol
Landcruiser 100
Landcruiser 120
Landcruiser 120
Patrol
Landcruiser 80
Patrol
Sprinter
Pajero
Pajero
Pajero
Pajero
Landcruiser 100
Patrol
Landcruiser 80
Musso
Patrol
Patrol
Hilux DC
Navara
Tacoma
Hilux ExtraCap
Patrol
Landcruiser 80
Landcruiser 80
Landcruiser 90
Tacoma
Landcruiser 120
Landcruiser 80
Patrol
Landcruiser 90
Wagoneer
Chevrolet
09.04.2009 at 10:07 #640132Palli, ég á bara sleðatrökk. Talaðu við Einar Má, 8642102, Eggert Stefánsson 893 3895. Svo gæti verið til í Tindabílnum.
09.04.2009 at 13:53 #640134Sælir stefni á það að koma með ykkur vestur ef ég verð búinn að setja kannta fyrir 38.
Þegar við fórum þessa ferð í apríl vorum við á 33 og upp í 38 og var það lítið mál fyrir okkur að elta stóru dekkinn
Hér er ferðin sem við fórum 2005 og held að þetta sé eitthvað svipuð leið sem og farinn verður.
Þar má sjá vídeó sem er á heimasíðuni minni af þessari ferð og einnig er kort af leiðinni.
Kveðja Hjalti R.
[url=http://hjaltir.com/bilar/jeppa.htm:2ohppgnl][b:2ohppgnl]2005[/b:2ohppgnl][/url:2ohppgnl]
13.04.2009 at 22:32 #640136Sælir félagar.
Ég skrapp vestur um páskana og kíkti á Glámu og Sjónfríð. Fór af Dynjandisheiði uppá Glámu, færi ágætt og nægur snjór. Komst uppá topp Glámu, skyggni var þá ekki mikið. Ágætis veður, en himinn og jörð runnu saman í eitt og lítið annað að sjá en beint niður með bílstjórahurðinni. Stefnan var tekin beint yfir á Snjónfríð, en það mistókst alveg hjá mér og endaði ég að lokum með að slá undan beint niður hlíðar Glámu, til að koma mér úr púðursnjó sem var hlémegin í fjallinu. Það var því asskoti erfitt að koma sér beint uppá Sjónfríð á ný, upp þennan púðurpitt…
Til að gera langa sögu stutta, þá komst ég ekki þangað upp, þrátt fyrir mikla þolinmæði ökumanns og ekki síst farþeganna. Hringdi ég þá í Sigga Óskars á Ísafirði til að koma á móti mér og búa til för niður að bílnum mínum. Hann ætlaði að koma eftir 3 – 4 tíma, en komst ekki heldur upp á Sjónfríð hinu megin frá. Með honum í för voru gamlir félagar mínir og vinir úr Björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal (Maggi Helga, Gummi Páll, Eyjólfur og Sæmundur), bæði á eigin bílum og bíl sveitarinnar. Enda sleppa menn þarna fyrir vestan ekki góðu basli ef það bíðst.
Og á meðan við famelían biðum eftir aðstoð, tók ekki betra við hjá mér eftir 6 tíma lóggírsvinnu við brekkuna góðu. Bíllinn steindauður og vill ekki í gang aftur. Og þá var lítið annað að gera en að bíða eftir Sigga og co. Og það endaði þannig að við fórum labbandi þessa 600 m sem voru á milli okkar, og frúin og stelpurnar voru fegnar að komast í koju á Ísafirði kl 5 á aðfararnótt laugardagsins. En kallinn þurfti að vakna aftur eftir 2 tíma, því Ísfirðingar voru búnir að ákveða að fara uppá Glámu og því upplagt að breyta þeirri jeppaferð í björgunartúr. Þar voru fremstir í flokki, Barði Önundar, Einar Már, Árni Þór, Bjössi Finnboga, Toggi, Raggi Gámur, Eyjólfur og fl góðir. Og viti menn, þessir öðlingar létu sig ekki muna um að kippa mér með og kippa bílnum upp brekkuna góðu og draga mig niður á veg. Við vorum reyndar með viðgerðatölvu með okkur, en hún sagði okkur að bíllinn væri í lagi, enginn bilun væri til staðar. Svo var Sprinter settur í hús á Ísafirði og fór auðvitað í gang daginn eftir heitur og fínn. Hugsanlegt er að ég hafi fengið einhvern vibba í tankinn er ég fyllt´ann snemma á föstudaginn langa. Það má því segja eins og er, að þessi föstudagur var mér langur. Ég vill nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem hjálpuðu mér um helgina. Án ykkar væri ég ekki kominn suður. Og flott er myndin sem ég á, þar sem 7 jeppar í röð koma mér uppá brúnina. Set hana inn við tækifæri.
En þetta segir okkur að það er nægur snjór enn fyrir vestan og mig hlakkar til að komast á Glámu á ný og klára túrinn ;o) Einnig er nægur snjór á Drangajökli og á svæðinu þar í kring. Ég vona reyndar að hann blotni smá næstu daga, svo færið verði okkur hagstæðara. Frétti af mönnum sem voru þarna á ferðinni fyrir nokkrum dögum og gekk ferðin seint, vegna púðurs á jökli.
Skráningu líkur á morgun þriðjudag og það er fundur með öllum þátttakendum kl 19:30 í Öskju Krókhálsi, þar sem raðað verður í hópa og farið yfir eitt og annað. Minni alla á það enn og aftur, að skráning telst ekki gild, fyrr en upphæðir vegna gistingar og fl hafa verið lagðar inn á viðkomandi reikning. Sjá meil síðan á þriðjudaginn var.
Kv Palli.
Ps, svo er ég afar stolur af eiginkonu minni, en hún hélt við drullutjakkinn í 40 mínútur, þegar ég í klaufagangi mínum affelgaði vinstra megin að framan efst á Glámunni. Og heppinn var ég að koma dekkinu einn á aftur… og bíllinn ruggaði allan tímann…
P
14.04.2009 at 22:48 #640138Hæ aftur.
Um 30 manns mættu á fundinn í kvöld og tókst hann vel. Farið var yfir ferðaplan, brottför rædd, sagt frá ferðum helgarinnar, snjóalögum fyrir vestan, björgunartúrum, olíunotkun, sýndar nokkrar myndir, svarað spurningum og fl og fl.
Rétt er þó að minnast á að hægt er að fá morgunmat í Reykjanesi (kostar 800 kr á mann per morgun) og kvöldmat (hugsanlega steikt ísa og súpa) á 1900 kr. Einnig er hægt að fá uppbúin rúm, en þetta þarf að panta í tíma hjá þeim í Reykjanesi. Þeir eru komnir með þennan lista eins og hann stendur í dag, en reynar eiga margir eftir að greiða (19 áhafnir hafa greitt nú þegar) Það setur skipulag aðeins úr skorðum, td gagnvart hópamyndun og fl. Hvet ég því ykkur sem ætlið pottþétt með, að greiða sem fyrst.
Jópal ehf, kt 610597-2389, banki 0313 26 009779. Setjið í skýringu nafn/nöfn þeirra sem greitt er fyrir.
Búið er að hringja í alla sem við eigum númer hjá og hafa ekki greitt, sumir svöruðu ekki. Menn detta út af lista kl 20 á fimmtudagskvöld. Amk treysti ég mér ekki að vera með listann lengur opinn fyrir svo marga sem raun ber vitni. Að 1 – 5 bílar væru óákveðnir á fimmtudag og ég veit af þeim aðilum, þá get ég beðið með slíkan fjölda fram á hádegi á sunnudag. Ég á nefnilega líka eftir að útbúa bíl og það allt saman. Og munið að vinir okkar í Reykjanesi eru ekki alveg í næsta nágrenni við bakarí og fl, svo mér finnst sanngjarnt að hafa þetta allt saman í tíma.
Hugsanlega erum við að tala um 4 – 5 hópa. Skýrist um leið og fleiri greiða. Minni menn á að taka með sér ísvara, en næg olía er til á Reykjanesi, bíllinn fyllti þar á tanka fyrir ca 2 vikum síðan. Sú olía á að vera góð ;O) Búast má við að tankurinn dugi daginn, en auðvitað líður öllum mjög vel með auka 20 L á brúsa ;o)
Miðar eru klárir og eru þeir afhentir af mér í Öskju Krókhálsi, ef menn eiga leið hjá. Einnig geri ég ráð fyrir að vera á opnu húsi á fimmtudagskvöld (gæti klikkað hjá mér…, langaði á þetta hér: http://www.heimilin.is/varnarthing/inde … =56:fundir ) Hvet ykkur líka að hlusta á Bjössa vin okkar í fyrrmálið, en hann verður á Bylgjunni uppúr kl 8:00.
Nóni og fl eru fóru vestur á jökul í dag til að ná í tvo bíla sem voru skildir eftir fyrir viku síðan. Einnig eru fleiri á leið á jökul um næstu helgi á sleðum, og þá fáum við góðar fréttir af færð. En eins og staðan er í dag, þá tel ég víst að við munum öll fara uppá jökul frá Blævardalsvirkjun rétt fyrir utan Hallstaði. Mikill og erfiður snjór er á Ófeigsfjarðarheiði og á jökli. Kaldalón er ófært jeppum (hliðarhalli og einn mikill skafl alveg niður í fjöru..) Að sama skapi tel ég að allur hópurinn mun fara af Hestkleif (Eyrarfjalli) upp að/á Glámu og fara niður á Hrafnseyrarheiði. Laugardagurinn verður óvissuferð að hætti Ísfirðinga.
Jói mun senda í fyrramálið þau trökk sem eru í boði á meili til þátttakenda.
Annars bara allt fínt.
Meira síðar.
Kv
Palli
22.04.2009 at 14:44 #640140Hæ.
Styttist í brottför, og nú eru 43 bílar skráðir. Veðurspáin hefur aðeins verið að pirra okkur, en misvísandi spár hafa sést sl daga.
Einn nýr skráði sig rétt áðan og það er pláss fyrir nokkra enn, ef menn vilja með. Hringið í okkur, ef þið viljið koma með, eða bara mætið í Reykjanes í kvöld. Sameiginlegur kostnaður við gistingu og einn kvöldverð á laugardagskvöldið er 11.000 kr per mann.
Vonandi verður einhver á fréttavaktinni um helgina.
kv
Palli sími 664 2103, 854 6088, Jói sími 892 7800, 852 7800.
22.04.2009 at 15:37 #640142Hæ.
Þeir sem fara Dalina, er bent á að Skeljungseldsneyti fæst á Skriðulandi. Og það er opið til kl 22.00 í kvöld, ef menn vilja kaffi að auki.
Erum með formlegt leyfi að aka um Arnkötludal frá Reykhólasveit, yfir á Hólmavík, ef menn vilja fara þá leiðina. Þessi vegur er í smíðum en Ingileifur verktaki leyfir okkur að fara. Drulla er efst á heiðinni.
kv
Palli
23.04.2009 at 12:51 #640144Eru engar fréttir?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.