Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Vesen með Yamha Viking II
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinn Gíslason 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.02.2008 at 11:49 #201974
Nú er ég búinn að reyna að koma jálkinum í gang en ekkert gerist það er að segja að hann fær ekki bensín inn á vélina. Ég er búinn að taka blöndunginn úr honum allavega þrisvar hreinsa hann allann, búinn að fara í gegnum allar bensín leiðslur, skipta um kerti og þræði og búinn að taka bensíndæluna og hreynsa hana alla en ekkert gerist, hvað er til ráða?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.02.2008 at 12:14 #615482
Svenni .. þú átt bara að fá þér polaris 😉 hehehe
28.02.2008 at 12:43 #615484Sæll .
Er neisti á kvikindinu .
dælir besíndælan ef þú startar með hana ótengda við blöndungin ?
Er inntaksnálin í blöndung laus og hrein ?
Er hosan milli blöndungs og vélar heil ?
Bleytir hann kertin ?
Ef ekki , Hefurðu prófað að setja bensínslettu ofan í kertagötin og prófa svo ? með kertin í , að sjálfsögðu
Prófaðu þetta og láttu svo heyra frá þér hvað gerist .
Kv. Valli .
02.03.2008 at 20:01 #615486Er neisti á kvikindinu . já
dælir besíndælan ef þú startar með hana ótengda við blöndungin ? þessi dæla er ekki rafmagnsdæla heldur virkar hún bara með sogi (ég held að þetta kallist membrudæla) er búinn að prófa að sjúga slönguna frá dælu að blöndung og það kemur bensín.
Er inntaksnálin í blöndung laus og hrein ?já
Er hosan milli blöndungs og vélar heil ?já
Bleytir hann kertin ?já
Ef ekki , Hefurðu prófað að setja bensínslettu ofan í kertagötin og prófa svo ? með kertin í , að sjálfsögðu :)já og hann tekur alltaf smá við sér en ekki nóg til að komast í gang.
02.03.2008 at 20:03 #615488Hver þarf Polaris þegar maður á það öflugan VIKING sem dregur bíla upp heimreiðina í Botni.
Mér þætti gamann að sjá þig á Gamla reyna það
03.03.2008 at 01:39 #615490prufaðu að setja þrýsting á bensíntankinn (bara blása í hann) ég er búinn að lenda í þessu veseni marg oft með pollan minn og köttin hjá pabba membru dælan á það til að festast en svo geturu prufað að hringja og maður ætti að getað séð af smá tima til að aðstoða ef þú villt
kv.Atli
03.03.2008 at 08:13 #615492Bensínið getur orðið of gamalt, hef lent í bensíni sem kveiknaði ekki í, sleðinn var búinn að standa lengi. Þú getur prófað að kveikja í smá dreittli.
03.03.2008 at 12:18 #615494Það er varasamt að prófa bensín með því að kveikja í því og getur valdið slysum.Einfalt er að prófa að setja smáskammt af nýju bensíni niður um kertagötin og athuga hvort hann fari í gang.
Skipta um eldsneyti í tank og koma því að blöndung.Athuga MJÖG vel allar rásir í blöndungnum,til hliðar við við aðalnálina eru ein eða
tvær aðrar rásir sem þurfa að vera vel hreinar.Ef allt er hreint,bensin kemur inn á blöndung og neisti er til staðar.(Kveikjuspólan í svinghjólinu hefur oft gefið sig í Viking). Þá fara böndin að beinast að pakkdósum á sveifarás. Stundum hefur neyðarrofinn á stýrinu verið með stríðni.Prófa má að aftengja hann til reynslu. MUNA AÐ TENGJA AFTUR EÐA ENDURNÝJA EF ÞARF.
Kv. Birgir s.894 8242
04.03.2008 at 19:46 #615496Þakka ykkur fyrir þetta, ég prufa þetta með bensínið og að blása í tankann.
04.03.2008 at 21:08 #615498ekki margir sleðar sem að rúmma 4 fullorðna karlmenn i sæti:D hahaha …
stofnum yamaha viking klúbb… ferðumst, 3 á hverjum sleða, sigla um fjöllinn á 50 km hraða:) það er grand..
04.03.2008 at 23:38 #615500Já þetta eru fínir sleðar að því leitinu til, en ég kemst nokkurn veginn það sem ég vill komast á mínum (þegar hann er í lagi) og hann kemst nú aðeins hraðar en 50kmh.
04.03.2008 at 23:46 #615502sælir já ég er ekkert að grínast… stofnum viking klúbb, förum víkinga ferð á langjökul eithvern laugardaginn, …
þetta eru finir sleðar til síns brúks:)minn fór samt bara uppi 50 km hraða þegar við vorum 4 á honum:D annars dröslar maður þessu eithvað yfir hundraðið lítið klæddur með vind!
04.03.2008 at 23:54 #615504Skiptu um allt bensín . það sem veldur því að hann fer ekki í gang er trúlega of mikið gamalt ónýtt bensín í sveifarhúsinu sem nær þó að bleyta kertin og eyðileggja þau .
Kveikti á perunni þegar þú seigir að hann fari í gang augnablik og drepi svo á sér og bleytir kertin .
Dæmigert fyrir svona , að gamalt ónýtt bensín er í sveifarhúsinu og stundum er tappi neðaná til að tappa af sveifarhúsinu. Annars er bara að starta með sleðann kertalausann og blása lofti nyður um kertagötin til að þurka upp .
Setja svo ný kerti og nýtt bensín (slettu) í kertagötin og láta einhvern halda kvikindinu í botni og tosa svo duglega . Gott að hafa beltið á lofti
Ef kertin blotna , þá bara halda áfram og þurka þau með lofti eða skipta þangað til kvikindið gefur sig .
05.03.2008 at 08:53 #615506ég hef lennt í þessu bæði með gamlan Kawasaki invader og Artic cat Jag. þá var það pakkdósin á sveifarásnum. þetta er frekar algengt ef sleðinn stendur lengi ónotaður.
Kv.
Helgi Biering
09.03.2008 at 12:40 #615508Ég er allveg til í að fara upp á Langjökul einhvern laugardaginn ef ég kem drossíunni í gang. En einsog er ég að reyna koma bílnum í gagnið (skipta um öxul og hjöruliði í ´99 Trooper sem er ekki að gera sig hjá mér þar sem ég kem ekki nýja öxllinum beynt að).
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
