This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Æ æ æ… er með 4runner ’91 með 3 lítra bensínvélinni. Í honum var air-condition loftdæla fyrir loftlæsingu og dekkjaloft en hún var komin á tíma og gafst upp stuttu eftir að ég fékk bílinn.
Ég fékk aðra dælu, úr hilux ’88, en hún passar ekki á festingarnar sem eru á vélinni hjá mér. Bæði eru götin fyrir boltana sem fara í gegnum dæluhúsið aðeins öðruvísi staðsett og eins er trissan öðrivísi byggð upp og passar ekki við reimadótið í bílnum.
Dælurnar eru þó keimlíkar í útliti og frá sama framleiðanda, Delton eða eitthvað álíka (er ekki með dælurnar heimavið).
Mig langaði að athuga hvort einhver kannast við að þetta séu orginal dælur úr þessum bílum og þá hvaða nöfnum þær kallast, hvor fyrir sig (ef ég reyndi að nálgast dælu eins og var í honum).
Eins langaði mig að vita hvort það sé einhver glóra að kaupa varahluti í svona dælur. Planið á öxlinum er misslitið og líklega þyrfti ég nýjar „snertur“ á ventlana líka. Á maður að leita til umboðsins eða leggja áherslu á að fá aðra dælu?
Að lokum: Ég vil helst losna við mix og maus og frekar fá dælu eins og þá sem var í honum. Er einhver varapartasala öðrum fremur með loftdælur?
Vona að einhver kunni svörin.
Kv.
Einar Elí
You must be logged in to reply to this topic.