This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Jæja alltaf tekst mér að búa til vesen. Nú BRÁÐVANTAR mig boltana sem halda kambinum við mismunadrifshúsið. Þannig er að ég er að setja NoSpin læsingu í 8“ Toyotuhásingu (LC70) og boltarnir sem halda kambinum er of stuttir þegar kamburinn er kominn á NoSpinið. Orginal boltarnir eru 20mm langir frá haus en mig vantar bolta sem eru ca. 25mm langir. Er búinn að athuga víða, Arctic Truck, Stál og Stansar, Jeppasmiðjan og Fossberg en enginn á þetta til því þetta eru svolítið spes boltar því ummálið á þeim er 11mm, 17mm boltahaus og gengjur eru millimetragengjur.Mikið rosalega væri nú gott ef einhver ætti þetta í dóti hjá sér eða vissi hvar hægt er að fá svona bolta. Eftir því sem ég kemst næst hafa menn verið að nota stuttu boltana með því að herða þá munn minna en gefið er upp en mér finnst það ekki alveg vera að gera sig að leysa þetta þannig.
Svona líta þeir stuttu út og mig vantar eins bolta nema lengri ca. 25mm (frá haus)
You must be logged in to reply to this topic.