Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Versta svidl sem ég hef séð
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 23 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2001 at 11:10 #191185
AnonymousÉg leit á þessa síðu sem var auglýst í smáauglýsingunum
http://notendur.centrum.is/~rafnkell
Og þetta eru þær alverstu lygar sem ég hef nokkurntíma séð í auglýsingu! Að halda því fram að hægt sé að kjúfa vetnið og kolefnið í eldsneyti með því að játa það streyma gegnum segul. Ef svo væri myndi vera stórhættulegt fyrir mann að vera með heyrnartól á hausnum. Ég vissi ekki betur en svona lygar væru bannaðar í auglýsingum.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.10.2001 at 13:54 #457586
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
gaman væri að fá viðbrögð frá söluaðila fyrir þessu og sjá hverju hann svarar…
24.10.2001 at 09:31 #457588
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég mundi nú fara farlega í að upphrópa menn eða fyrirtæki lygara. þarana er greinilega verið að tala um hluti sem þú veist greinilega lítið um ef þú ert að bera saman heirnartól á hausnum á þér og samsettan segulkubb sem væntanlega er samsettur eftir ákveðinni formúlu til að valda ákveðnum breytingum á efni sem fer ákveðna leið á milli segulsviða.TD er blöndungurin sem vara að fá verðlaun hjá Iðnaðarráðuneitinu bygður upp á því að splundra eldsneitinu á eigin tíðni þannig að brunin og samlögun við súrefni verður margfalt betri en úr venjulegum úðara.(verður notaður í smávélar til að byrja með) þar er líka notað segulsvið eða tíðni. svo eru forsendur fyrir prófunum misjafnar og niðurstöður ransókna örugglega misjafnar eftir vélum,framleiðandi miðar að sjálfsögðu við bestu útkomurnar. ATH ég hef engra hagsmuna að gæta og hef ekki prófað þessa segulkubba, en örugglega breyta þeir ferlinu eða stöðu mólekúla í vökvanum sem fer í gegn um segulsviðið
24.10.2001 at 15:21 #457590
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það sem ég dreg í efa eru þessar stóru tölur!!
Það má vel vera að þetta virki en tæplega 30% eyðslu minkum,
allt að helmingi minni mengun og svo framvegis finnst mér hljóma soldið vafasamt!!""Super FuelMAX er hægt að nota á vélar allra bifreiða, vinnuvéla og skipa, bensín og dísel vélar, til að draga úr eldsneytisnotkun um allt að 27,44% og dregur úr mengun um allt að 46%. Það er auðvelt að koma honum fyrir utan um eldsneytisleiðslu – án verkfæra. Super FuelMAX er mjög áhrifaríkur búnaður til að draga úr eldsneytisnotkun, minka mengun, auka afl og auka endingu véla. ""
Svona soldið ótúverðugt en hver veit kannski verðum við allir komnir með segulstál eftir ár og teljum það eðlilegt, en þangað til ég sé einhvað méra um þetta en svona texta þá læt ég bara alíusíurnar duga á olíuleiðslurnar!!
E.Har
25.10.2001 at 08:29 #457592
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig væri að fá umboðsaðilann til að fá t.d. MÓTOR á skjá einum til að prófa þetta fyrir sig …sýna að þetta virki???…Er það ekki eitthvað sem kanski gæti lýst þessu hvað þetta væri?
Kveðja Snake
25.10.2001 at 13:17 #457594Ef þetta virkar eins og sagt er, mætti þá ekki gera ráð fyrir því að virtir bílaframleiðendur sem eiga í mikilli samkeppni hver við annan myndu nota svona búnað til að selja meira. Þætti gaman að sjá þetta prufað. Ef rétt reynist að þá væri nú ekki slæmt að aka um á 2 tonna 38" díseljeppa sem eyddi svona um það bil 9 lítrum á hundraðið. Að ég tali nú ekki um reykjarskýið, það mynda bara hverfa.
25.10.2001 at 13:39 #457596
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fyrir ca. 10 árum fékkst einhvað svipað efni (og fæst kannski enn) sem ég prufaði á Bronco.
Þetta þrælvirkaði,besínið rann mun hraðar í gegn án þess að einhvað annað virkaði betur.Nei nei satt að segja fann ég engan mun á þessu.
En einsog segir í póstinum á undan, ef þetta er svona einfalt,ódýrt og þekkt í mörg ár. Af hverju eru ekki allir
bíla-og vélaframleiðendur með þetta ?arny
25.10.2001 at 14:05 #457598
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég ber ábyrgð á auglýsingunni og efninu á síðunni sem vitnað er í og ég er að sjálfsögðu tilbúinn til að rökræða það, mér finnst svona spjallrás reyndar vera svolítið óheppilegur vetvangur. Ummæli ?jong?eru ekki málefnaleg og ég tel ásakanir hans um ?lygar? og ?versta svindl? ekki svaraverðar. Það væri sambærilegt ef hann mundi auglýsa Toyotuna sína til sölu og lýsa þeim búnaði sem í henni væri og ég mundi ásaka hann um lygi og stórfellt svindl, draga allar lýsingar hans í efa og vitna í staðalbúnað í T-Ford máli mínu til stuðnings.
Ég tel að til að ?jong? geti tjáð sig heiðarlega um auglýsinguna, efnið og virkni búnaðarinns þurfi hann að gera mjög ítarlega rannsókn á virkni umrædds búnaðar. Það er greinilegt að hann misskilur þetta alveg rosalega, FuelMAX og Super FuelMAX eru ekki hefðbundnir seglar eins og notaðir eru í ?heyrnartól?. Ég tel reyndar að neikvæðir (dómharðir) menn hafi alla tíð staðið í vegi fyrir framförum og þróun. Ég er sannfærður um að upplýsingarnar sem koma fram á umræddri síðu og auglýsingin standast fyllilega landslög.
1952 var tveimur bandarískum vísindamönnum úthlutað Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir vinnu sína með segla á eigin tíðni (resonans). Á sjötta áratugnum komst annar bandarískur vísindamaður að því að hægt var að breyta hefðbundnu ástandi vetnis í mun orkuríkara ástand með öflugu segulsviði. Í framhaldi af þessum uppgötvunum hóf International Research and Development framleiðslu á FuelMAX um 1980, það eru nokkuð ítarlegar lýsingar á þessum búnaði á umræddum síðum.
Varðandi ummæli Einars þá er til afar fjölbreytt úrval af ólíkum vélum, þannig að erfitt er að gefa upp einhverja eina tölu, sem gildir fyrir allar. Tölurnar um 27,44% minni bensín notkun og 46% minni mengun, koma fram í mjög ítarlegri rannsókn framkvæmdri að aðila vottuðum af EPA, á Jeep Grand Cherokee með 4,7 lítra V8 vél. Cherokee var valinn vegna þess að hann var talinn vera með fullkomnasta eldsneytiskerfi og mengunarvörn á markaðinum, sem dæmi er hann með 3 hvarfakúta.
Ég er allveg sammála þér að 30% minni eldsneytisnotkun er mjög mikið, þetta er engu að síður árangur sem hefur náðst, en algengara er að menn séu að tala um 8 ? 20% minni eldsneytisnotkun, en það fer mikið eftir vélategundum og ástandi þeirra.Ég vil að sjálfsögðu bjóða ykkur öllum FuelMAX og Super FeulMAX á góðu verði, það er þá að miklu leiti undir ykkur komið og ástandi ykkar ökutækja hvaða árangri þið náið. Það er eðlilegra að gefa öðrum kost á að lesa um skoðanir ykkar þegar þið hafið aflað ykkur þeirrar þekkingar sem nauðsynleg er til að ræða þetta málefnalega,
heldur en að forsendurnar byggji allar á hugdettum.
25.10.2001 at 14:19 #457600
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig lýst þér á þetta svar??…Mér fannst þetta rökrétt og er viss um að enginn sé svo vitlaus að vera að selja vöru á Íslandi sem rennur ekki út eins og mjólk vera að svindla á viðskiptavinum sínum….Ekki á þennan hátt sem þú sagðir alla veganna.
Ég meina ef þetta virkar þá er þetta bara flott…Og þá er pottþétt að ég fæ mér svona þar sem að ég ek um á 8 cýlindra bíl sem eiðir kanski ekki svo miklu miðað við vélarstærð og þunga bílsins en engu að síður meiru enn hefðbundinn hrísgrjónadolla með álíka stóra vél og startarinn er í jeppanum mínum…
Ég tel að menn ættu aðeins að vanda orðaval sitt í staðinn fyrir að kalla einhverja aðila svindlara og lygara. Það er nú ekki rétt aðferð til að nálgast þær upplýsingar sem maður sækist eftir.
Með von um lægri eldsneytis kostnað.
Kveðja
SNAKE
26.10.2001 at 09:45 #457602
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig stendur á því að ekki er nokkursstaðar hægt að finna niðurstöðurnar úr þessari EINU rannsókn sem vitnað er í í auglýsingunum? Og af hverju er aðeins um EINA rannsóknarstofu að ræða?
Ef ég sé rannsóknarskýrslu frá fleiri en tveim virtum og viðurkenndum rannsóknarstofum þá fyrst skal ég viðurkenna að eitthvað sé til í þessu
29.10.2001 at 08:36 #457604
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessi grein; http://skepdic.com/inset.html
sannar kannski hluta af því sem ég hélt fram, það er
áður búið að reyna að vera að selja þetta, fyrirtækið hét þá annað og þegar einhver fór að athuga þetta betur þá hættu þeir bara starfsemi, fluttu sig annað og héldu áfram undir öðru nafni.
24.11.2001 at 22:59 #457606Ég held að þú ættir bara að halda þig við trén jong þar er þín þekking það er ekki eins og þú sért mentaður í þessum málum. Þetta virkar!!!!
27.11.2001 at 13:05 #457608
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Athugið þessa vefhlekki;
http://www.ftc.gov/opa/2001/11/gadget.htm
http://www.consumeraffairs.com/news/fuelmax.html
http://www.ftc.gov/bcp/conline/pubs/autos/gasave.htmÍ stuttu máli;
The marketers of the Super FuelMAX automotive fuel-line magnet, advertised as providing dramatic fuel-saving and emissions-reducing benefits, have agreed to settle Federal Trade Commission charges that their claims were unsubstantiated.
Á íslensku þýðir þetta að þeir urðu að éta ofaní sig
eigin auglýsingatexta…
03.12.2001 at 16:33 #457610Þar sem ég er með háskólapróf í eðlisfræði, þykist hafa
nægilegt vit á viðfangsefninu til að fullyrða að það
hefur engin áhrif að elsneytiseyðslu eða afl, að hengja
segul á besnínslönguna.Ég get líka tekið undir það að ég man ekki eftir því að hafa
séð svona fáránlegar lygar í auglýsingu áður eins og eru
á þessari vefsíðu eða sem komu fram hjá umræddum aðila á
mánudagsfundi.Það er hægt að kljúfa öll efni með
breytilegu segulsviði af viðeigandi tíðni og styrk, en það
gerist ekkert slíkt þegar fastur segull er hengdur á
eldsneytiskerfið. Búnaður sem notaði breytilegt
segulsvið til að kljúfa eldsneyti væri flókinn og dýr og
myndi nota meiri orku en sem svarar hugsanlegri aukningu á
orkuframleiðslu vélarinnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.