FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

by Jón G Snæland

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833 Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833 15 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.02.2010 at 17:11 #210981
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant

    Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

    Framundan eru kynningarfundir vegna verndaráætlunar vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við. Efni hennar er fjölþætt og tekur jafnt til verndunar og nýtingar á því landi sem tilheyrir þjóðgarðinum.

    Mikilvægt er að heimafólk og aðrir hagsmunaaðilar kynni sér vel innihald verndaráætlunarinnar, en í henni skal, skv. lögum um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, gera grein fyrir markmiðum verndar á einstökum svæðum innan þjóðgarðsins; einstökum verndaraðgerðum, landnýtingu og mannvirkjagerð, vegum, reiðstígum, göngubrúm og helstu gönguleiðum, umferðarrétti almennings, aðgengi ferðamanna að svæðinu og veiðum. Í verndaráætlun er einnig gerð grein fyrir reiðhjóla- og reiðleiðum, auk mengunarvarna og fleiri þátta.

    Fundirnir verða haldnir sem hér segir:
    Þriðjudaginn 23. febrúar í Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri
    Miðvikudaginn 3. mars í Tunguseli, Skaftártungu
    Fimmtudaginn 4. mars á Laugalandi í Holtum
    Fundirnir hefjast klukkan 20:00.
    Fundargestum gefst kostur á að koma ábendingum og athugasemdum við drögin á framfæri.

    Á eftirfarandi slóð er að finna upplýsingar um fundina, auk þess sem hægt er að sækja útdrátt með samantekt um stöðu, framtíðarsýn og vöktun á svæðinu:
    http://www.kbkl.is/wordpress/?p=62#more-62 Skjalið er einnig að finna hér í viðhengi. Athugið að um drög er að ræða.

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 23.02.2010 at 22:12 #684736
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég tók eftir því í þessum úrdrætti að það virðist vera búið að ákveða að loka Vonarskarði fyrir umferð. Bílastæði verði við Gjóstuklif annars vegar og Svarthöfða hins vegar….

    Ég keyrði þarna á milli á sunnudaginn – reyndar á snjó… En eins gott að maður drífi sig þarna næsta sumar til að sjá þetta að sumarlagi líka – ekki hef ég nægjanlega heilar lappir í að labba þetta. Þannig að þarna stendur greinilega til að útiloka mig og aðra ógangfæra frá því að njóta svæðis sem að hefur lengi verið opið… Húrra fyrir labbakútum – þeir eiga þetta greinilega skuldlaust…





    23.02.2010 at 22:35 #684738
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    [i:ldm07n97]"Ef ákveðið verður að heimila akstur vélknúinna ökutækja eftir slóðum á Tungnaáröræfum eða að haustlagi um Vonarskarð milli Gjóstuklifs og Svarthöfða þarf að gera viðeigandi ráðstafanir (sbr. samantekt starfshóps um Vonarskarð og nágrenni)."[/i:ldm07n97]

    Þá höfum við það á prenti að það verður líklega ekki hægt að aka Bárðargötu og hluta af Vonarskarði að sumri til.

    Þetta þjóðgarðshugtak er alltaf að fara meira og meira í taugarnar á mér. Ég hélt alltaf að markmiðið með þjóðgörðum væri að koma í veg fyrir landspjöll og vernda landið okkar. Ónei, í staðinn er bara að koma meira og meira í ljós að aðalmarkmiðið er að auka ferðamannstraum með öllum tiltækum ráðum. Til að ná því markmiði þarf að eyða sandi af peningum í landvarðamiðstöðvar, vegagerð, merkja gönguleiðir og afmarka ferðaleiðir. Nú af því að fjölgunin á eftir að verða svo mikil þá komast þjóðgarðspostularnir að þeirri niðurstöðu að það sé nauðsynlegt að takmarka umferð um svæðið, afmarka þurfi gönguleiðir og hefta ónauðsynlegt ágengi á viðkvæmt svæði þjóðgarðsins !!! Svo geri ég fastlega ráð fyrir að vandinn sem þessir menn muni búa sér til leiði til enn meiri takmarkana, ferðamenn á illa búnum bílum hætti sér á slóðir sem þeir eiga líklega ekki að vera á og því þurfi nú að takmarka umferð enn meira. Og í öllu þessu batteríi tapa venjulegir Íslendingar frjálsu og óheftu aðgengi að sínu eigin landi sem hingað til hefur verið sjálfbært einungis út af því að aðgengið er erfitt. Þvílíkt rugl !

    Þjóðgarðar eru sniðugir fyrir land sem eru nú þegar undir miklu álagi. Lakasvæðið er dæmi um svoleiðis svæði en Jökulheimar, Bárðagata og Vonarskarð verja sig alveg sjálf 😉

    kv/AB





    24.02.2010 at 09:25 #684740
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Iðnaðargarður er rétta orðið fyrir þennan garð. FerðamannaIðnaðargarður :)

    Rúnar.





    24.02.2010 at 12:35 #684742
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Ég kýs að kalla þetta að virkja landið, bara fyrir ferðamenn en ekki fallvötn ….





    24.02.2010 at 18:14 #684744
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Þessar verndaráætlanir eru grafalvarlegt mál fyrir allt ferðafólk og það setur að mér verulegan ugg við að lesa það sem þegar er komið fram.

    Það liggur ljóst fyrir að það versta sem maður óttaðist á að verða að veruleika – en það er að ferðamenska þeirra sem ferðast án vélknúinnar aðstoðar eigi að fá að ganga fyrir annarskonar ferðamensku og að þannig eigi að mismuna fólki eftir þeim ferðamáta sem það vill nota sér.

    Þannig eru tillögur í verndaráætlun norðursvæðis Vatnajökuls sem að miða að því að banna umferð vélknúina ökutækja á ákveðnum leiðum, líka á snjó og frosinni jörð…. til að trufla ekki umferð gönguskíðafólks.

    Einnig veit ég að það hefur verið áhugi hjá þjóðgarðsvörðum að merkja inn ákveðnar leiðir sem að má aka uppá og eftir jöklinum en aðrar séu lokaðar – svona nokkurskonar ríkisleiðir….

    Að mínu mati er það sök sér ef að einum og einum slóða er lokað yfir sumartímann – enda eru til nokkrir slóðar sem hafa lítin tilgang og eru villuslóðar. Eins fagnar ég því ef að það á að gera gangskör í því að merkja slóða og þá vonandi stika þá til að menn eigi auðveldara með að fylgja þeim. Hins vegar finnst mér skelfileg tilhugsun ef að loka á slóðum bara til þess að koma í veg fyrir að göngumenn verði fyrir truflun.

    Tökum Vonarskarðslokunina milli Gjóstuklifs og Svarthöfða sem dæmi. Þar á að loka til að koma í veg fyrir truflun göngufólks. Þetta á að gera þó svo að núverandi gönguleiðir komi hvergi nærri þessum slóða og þeir sem eru á gangi á þessu svæði yrðu aldrei fyrir ónæði bíla sem ækju á milli Svarthöfða og Gjóstuklifs.

    En það versta þykir mér þó vera ef að það á að fara að loka fyrir hinar og þessar akstursleiðirnar á jökli og utan hans yfir vetrartímann þegar snjór er og frosin jörð. Þetta hefur þegar verið gert með algeru akstursbanni við Hvannadalshnjúk og á Skeiðarárjökli og með tímabundnu akstursbanni á Öræfajökli og í Kverkfjöllum. Og núna liggja fyrir tillögur um bann við akstri á ákveðnum leiðum við Öskju.

    Það er þarna sem að við jeppamenn og konur þurfum virkilega að beina sjónum okkar og berjast af krafti fyrir því að halda frelsi okkar til að aka um landið að vetri – enda skilur slíkur akstur ekkert eftir sig í náttúrunni og rökin fyrir banni byggja öll á mismunun milli aðila eftir því hvernig þeir kjósa að ferðast og slíkt er óþolandi og í raun finnst mér að klúbburinn ætti að setja kraft í að láta reyna á fyrir dómi hvort slík bönn standist almenn lög og mannréttindi.

    Ég veit að það er í dag lögð hellings vinna í að verja rétt okkar til að halda þessum slóðanum eða hinum opnum til aksturs að sumarlagi, en þarna held ég að kröftum okkar sé alls ekki nógu vel varið því að það er okkur mun mikilvægara að verja rétt okkar til að aka á snjó hvar sem er – því að ef að það verður bannað að einhverju eða öllu leiti þá leggst jeppasportið af í núverandi mynd. Ekki það að ég sé að gera lítið úr mikilvægi þess að verja slóðana, heldur er ég að benda á að á hinum vetvangnum höfum við að vissu leiti verið sofandi – sbr. núverandi lokanir á Vatnajökli.

    Benni





    24.02.2010 at 18:33 #684746
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Smá viðbót…

    Nú fer umræða um utanvegaakstur svo gríðarlega mikin, bæði í bloggheimum og fjölmiðlum, að maður gæti haldið að ákveðnir aðilar hafi ákveðið að setja af stað áróðursherferð til að sporna við akstri vélknúinna farartækja um landið. Má þar nefna nokkra aðila sem hafa hvað hæst í sínum skrifum og eru þetta atvinnublaðamenn og rithöfundar sem manni rennir í grun að hafi hreinlega verið ráðnir til áróðurstarfa af goretexmafíunni.

    Ég sat í gær og las skrifin eftir þessa aðila og eins og er er spjótunum mest beint að mótorhjólamönnum og bændum. En þess er varla langt að bíða að böndin berist að hryðjuverkamönnum á jeppum.

    Þannig eru flest öll skrif sem maður sér til þess fallin að ráðast að frjálsri ferðaennsku á fjöllum og um leið gera ferðamensku á tveimur jafnfljótum hærra undir höfði.

    Meira að segja þegar óhöpp verða þá fer allt upp í loft og skikka á þá sem ferðast um hálendið á jeppum eða sleðum til að kaupa sérstakar tryggingar og jafnvel banna ferðir um hálendið.

    En á sama tíma er aldrei skammast yfir því þegar björgunarsveitir eru hvað eftir annað að sækja göngufólk hingað og þangað… Og enginn ræddi um að banna fjallgöngur eftir hörmulegt slys í Skessuhorni fyrir nokkru… Eða banna uppgöngu á Herðubreið þegar maður lést þar…. En ef að viðkomandi hefði látist í jeppaslysi um vetur við rætur Herðubreiðar hefið væntanlega allt annað verið uppi á teningnum.

    En það sem að ég er að segja með þessu er að áróðursmeistarar goretexmafíunnar eru á fullu í að níða skóinn af þeim sem vilja ferðast um hálendið á vélknúnum farartækjum – hvort heldur er að sumri eða vetri… Og mann rennir jafnvel í grun að þeir séu á launum við verkefnið, slík er eljan.

    Ég legg því til að klúbburinn leiti innan sinna raða eftir PR meisturum eða hreinlega ráði slíkan til starfa til að svara fyrir okkur.

    Benni





    24.02.2010 at 20:47 #684748
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Ha….?
    Til að trufla ekki gönguskíðafólk?
    Hvaða gönguskíðafólk?

    Sá nú reyndar slatta af gögnuskíðafóki þar síðustu helgi, en það telst nú varla með, það sem ég var staddur í Hlíðarfjalli.





    24.02.2010 at 21:04 #684750
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    http://blog.eyjan.is/pallasgeir/





    24.02.2010 at 21:43 #684752
    Profile photo of Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Keymaster
    • Umræður: 32
    • Svör: 604

    Mikið er ég sammála þér Benni, það er full þörf á því að við fáum öfluga penna í lið með okkur. Almenningur og þar með taldir fréttamenn því þeir eru jú líka almenningur virðast ætla að kokgleypa þetta með miklu hallelúja. Það eru til nokkrar útgáfur af þjóðgörðum og það virðist stefna í að öfgamenn keyri þennan þjóðgarð lengra en manni óraði fyrir að unnt væri. Ég hef ekkert á móti "léttum útgáfum" af þjóðgörðum, þeir ganga aðallega út á að vernda náttúruna og koma í veg fyrir misnotkun.

    Kv. hsm





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.