This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833 14 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Framundan eru kynningarfundir vegna verndaráætlunar vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við. Efni hennar er fjölþætt og tekur jafnt til verndunar og nýtingar á því landi sem tilheyrir þjóðgarðinum.
Mikilvægt er að heimafólk og aðrir hagsmunaaðilar kynni sér vel innihald verndaráætlunarinnar, en í henni skal, skv. lögum um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, gera grein fyrir markmiðum verndar á einstökum svæðum innan þjóðgarðsins; einstökum verndaraðgerðum, landnýtingu og mannvirkjagerð, vegum, reiðstígum, göngubrúm og helstu gönguleiðum, umferðarrétti almennings, aðgengi ferðamanna að svæðinu og veiðum. Í verndaráætlun er einnig gerð grein fyrir reiðhjóla- og reiðleiðum, auk mengunarvarna og fleiri þátta.
Fundirnir verða haldnir sem hér segir:
Þriðjudaginn 23. febrúar í Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri
Miðvikudaginn 3. mars í Tunguseli, Skaftártungu
Fimmtudaginn 4. mars á Laugalandi í Holtum
Fundirnir hefjast klukkan 20:00.
Fundargestum gefst kostur á að koma ábendingum og athugasemdum við drögin á framfæri.Á eftirfarandi slóð er að finna upplýsingar um fundina, auk þess sem hægt er að sækja útdrátt með samantekt um stöðu, framtíðarsýn og vöktun á svæðinu:
http://www.kbkl.is/wordpress/?p=62#more-62 Skjalið er einnig að finna hér í viðhengi. Athugið að um drög er að ræða.
You must be logged in to reply to this topic.