Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Verndaráætlun Vatnajökulsgarðs
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergur Kristinn Guðnason 14 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.03.2010 at 19:07 #211488
Hér gefur að líta verndaráætlun fyrir austur svæði Vatnajökulsgarðs. Þetta er athyglisverð samantekning. Kv Ofsi
Ælta aðreyna að setja inn viðhengið í næsta þráð. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.03.2010 at 19:58 #687290
Skyldi vera til einhverjar tölur um hverjir nýta jökulinn á veturna, t.d. frá okt – mai, þá skipting milli gangandi (skíðum), vélsleða eða jeppa. Mín tilfinning er sú að gangandi séu eitthvað brot úr prósenti. Ég hef nú stundað vetrarferðamennsku í 18 ár og aldrei hitt göngufólk. Félagar mínir eru flestir í sömu sporum, nema ég veit um eitt tilfelli að þeir hirtu upp einhverja útlendinga á leið í Jökulheima illa hrakta og mjög þakkláta fyrir að komast í skjól.
Er ekki verið að fórna hagsmunum fjöldans í þessari áætlun fyrir fáeina sérvitringa sem stunda vetrarferðir á skíðum.Kveðja frá Noregi, þar sem allt er bannað, nema það sé sérstaklega leyft.
Heiðar
16.03.2010 at 20:14 #687292Það er rétt hjá þér, þessi skírsla er 136 síður af forræðishyggju. Og takamarkanir á jeppaferðum á jöklum. Ég segi þetta þó með þeim fyrirvara að vera ekki búinn að lesa þetta vel. Ég kem hvorki inn viðhenginu né copy-paste texta inn í þráðin. Ég reyni aftur þega minna álag er á vefnum. PS kom fyrstu 105 síðunum inn hjá Slóðavinum
kv Ofsi
16.03.2010 at 20:22 #687294[color=#800000:1b2k57ad]Hér má sjá LOKADRÖG að tillögum um verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarð Austur. Hún gengur út á það í megindráttum að raða mismunandi ferðahópum í sér hólf eftir því hvar þeir mega fara um á jöklinum og á fyrirfram skilgreindum tíma. [/color:1b2k57ad]
[b:1b2k57ad]8.3. Vetrarakstursleiðir og akstursleiðir á jökul [/b:1b2k57ad]
[i:1b2k57ad]Helstu markmið: [/i:1b2k57ad][b:1b2k57ad]a. Að afmarka belti fyrir helstu vetrarakstursleiðir utan jökla og á jökli.[/b:1b2k57ad]
Mikilvægt er að skilgreina betur helstu vetrarakstursleiðir á hálendinu og á jökli. Það minnkar líkur á árekstrum milli mismunandi útivistarhópa, eykur öryggi ferðamanna og minnkar líkur á að ferðamenn valdi spjöllum á náttúrunni. Í framhaldinu þarf að afmarka akstursbelti (og gönguskíðabelti þar sem það á við) þar sem vetrarakstur getur rúmast með góðu móti út frá öryggissjónarmiðum, náttúruverndarsjónarmiðum og án þess að trufla skíðafólk.[b:1b2k57ad]b. Að afmarka helstu akstursleiðir á Vatnajökul.[/b:1b2k57ad]
Ekki er hægt að aka á Vatnajökul hvar sem er. Vitað er að nú er ekið á Vatnajökul á nokkrum stöðum á austursvæði þjóðgarðsins, frá Geldingafellsjökli, frá Brúarjökli bæði austan og vestan megin og Kverkjökli(17. mynd). Eina leiðin að sumri til er þó við svonefndan Búðahrauk við austanverðan Brúarjökul.
Til framtíðar er mikilvægt að afmarka betur helstu akstursleiðir upp á jökulinn eða setja sérstakar viðmiðunar- og vinnureglur fyrir starfsmenn og gesti um það hvar og hvenær má aka á jökul. Þær reglur ættu að mótast af sjónarmiðum um náttúruvernd, hagsmunum mismunandi útivistarhópa og öryggi ferðamanna. Tillaga að verndaráætlun fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs 9217. mynd. Þekktar vetrarakstursleiðir utan jökuls og uppá jökul, á austur- og norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
[url:1b2k57ad]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=276922[/url:1b2k57ad]
Jeppa-, mótorhjóla, fjórhjóla- og vélsleðaferðir ásamt umferð á vélknúnum bátum teljast til vélknúinnar útivistar. Upplýsingar skortir einnig um þessa tegund útivistar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Umferð vélknúinna ökutækja er aðeins leyfð á skilgreindum vegum og slóðum og um akstur á snjó gilda annars vegar náttúruverndarlög og hinsvegar sérreglur á mismunandi svæðum þjóðgarðsins (sjá kafla 8 og kafla 5).
Það er mikilvægt að skipuleggja þjóðgarðssvæðið þannig að komið verði í veg fyrir árekstra milli mismunandi útivistarhópa ásamt því að setja reglur sem koma í veg fyrir spjöll af völdum útivistar. Sérstaklega þarf að huga að mismunandi þörfum þeirra sem stunda hefðbundna útivist og hinna sem kjósa vélknúna útivist þannig að sem flestir eigi kost á að njóta dvalarinnar í þjóðgarðinum. Sérstakar reglur um útivist og umferð þurfa þó að gilda á svæðum sem njóta sérstakrar verndar (sjá kafla 5).[i:1b2k57ad]Helstu markmið og aðgerðir [/i:1b2k57ad]
[b:1b2k57ad]a. Að tryggja gestum aðstöðu og aðgengi til náttúruskoðunar án þess að náttúran beri skaða af.[/b:1b2k57ad]
16.03.2010 at 21:57 #687296
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
[img:1ev0htot]http://www.f4x4.is/g2/themes/matrix/images/nav_last.gif[/img:1ev0htot]
17.03.2010 at 13:17 #687298Inn á síðu ferðafrelsisnefndar má finna [color=#800000:3cjraqdm]LOKADRÖGIN [/color:3cjraqdm]að tillögum um verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs AUSTUR
[url:3cjraqdm]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1070:lokadroeg-ae-verndaraaetlun-vatnajoekulstjoegares&catid=144:fereafrelsisnefnd&Itemid=243[/url:3cjraqdm] sjá pdf/zip skjal neðst.
Þetta skjal er um 9mb og getur tekið tíma að hlaðast niður.
Hvet alla þá 300 bíla sem eru um 600 manns sem verða á ferð á og við Vatnajökul (innan meints Þjóðgarðs) um helgina til að kynna sér þetta og segja sína skoðun.
Mér skilst hins vegar að það séu alveg uppundir 7 gönguskíðamenn á rölti á Vatnajökli um helgina svo í guðsbænum ekki koma nálægt þeim ef þið skilduð sjá í þá.
Hér má finna verndaráætlun fyrir verstari hluta Vatnajökulsþjóðgarðs
[url:3cjraqdm]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1036:verndaraaetlun-vatnajoekulstjoegares&catid=144:fereafrelsisnefnd&Itemid=243[/url:3cjraqdm]
23.03.2010 at 00:52 #687300Hvet menn eindregið til að lesa þessa Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs NORÐURS. Það er spurning hvað er verið að vernda fyrir hverjum. Og hverjir koma til með að fá að einoka ÞJÓÐGARÐINN sem er í reynd ekki fyrir þjóðina.
Þið sem haldið að þið komið til með að geta ferðast um landið innan meints Þjóðgarðs eins og þið hafið ferðast hingað til sem frjálsir ferðamenn og njótendur náttúrunnar. Á ykkar jeppum í fjölskylduferðum.
LESIÐ skýrsluna eða R.T.F.M
SJÁ LOKADRÖG NORÐURSVÆÐIS… fæ ekki linkinn beint á skjalið til að virka í augnablikinu.
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … Itemid=243
https://old.f4x4.is/attachments/1074_Lok … _vernd_Norður_minni.pdf
Norðursvæðið
[b:1vqgsyxu]c. Askja[/b:1vqgsyxu]
Forsendur fyrir sérstakri verndun. Í Öskjukerfinu er megineldstöðin Dyngjufjöll með sigdældinni Öskju og a.m.k. tveimur öðrum öskjusigum, annað þeirra er sjálft Öskjuvatnið. Í Öskju er háhitasvæði og í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um mat á verndargildi háhitasvæða er lagt til að svæðið við Öskju fái hámarksvernd en þar segir um svæðið. „Formhrein megineldstöð með stórri öskju. Lítil askja
og Öskjuvatn mynduðust í stórgosi 1875. Ljósar vikurbreiður frá gosinu lita landið sem annars er grásvart og brúnt. Í gosinu myndaðist m.a. flikruberg sem er fágætt á landsvísu.“ (bls. 40).
Verndargildi svæðisins er metið hátt með tilliti til jarðfræði, landslags, útvistar, upplýsinga- og efnahagslegs gildis. Askja var áður friðlýst sem náttúruvætti og samkvæmt reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð gilda þar sérstakar reglur. Askja er vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á hálendinu norðan Vatnajökuls.[b:1vqgsyxu]Um svæðið gilda eftirfarandi sérreglur:[/b:1vqgsyxu]
[color=#800000:1vqgsyxu]Tjöldun er óheimil.[/color:1vqgsyxu] Undantekningar eru háðar leyfi þjóðgarðsvarðar.
[color=#800000:1vqgsyxu][b:1vqgsyxu]Akstur á snjó er óheimill milli 1. maí – 31. október.[/b:1vqgsyxu][/color:1vqgsyxu] Undantekningar eru háðar leyfi þjóðgarðsvarðar.Sjá markmið og aðgerðir í kafla 6.3.[b:1vqgsyxu]d. Vonarskarð (á vestursvæði)[/b:1vqgsyxu]
Forsendur fyrir sérstakri verndun. Vonarskarð liggur milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls og stendur í um 900-1300 m hæð yfir sjávarmáli. Þar er háhitasvæði og innan þess fjögur jarðhitasvæði. Þar er meðal annars kolsýruhverasvæði með hátt verndargildi og þar finnast einnig sjaldgæfar háplöntu- og mosategundir. Í skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um mat á verndargildi háhitasvæða er verndargildi svæðisins metið hátt með tilliti til fjölbreytileika og upprunaleika jarðfræði,
fágæti og fjölbreytileika í jarðhitaummerkjum, heild og upprunaleika gróðurs og fágæti, stærð, heild og upprunaleika víðerna. Svæðið er fremur viðkvæmt og þarf ekki mikla umferð til að valda varanlegri röskun á svæðinu. [/color][color=#800000:1vqgsyxu][b:1vqgsyxu]Aukin jeppaumferð er í gegnum Vonarskarð og þar eru ljót ummerki utanvegaaksturs.[/b:1vqgsyxu][/color:1vqgsyxu][color=#800000:1vqgsyxu][b:1vqgsyxu]Um svæðið gilda eftirfarandi sérreglur:[/b:1vqgsyxu]
Akstur, annar en vetrarakstur er óheimill milli Gjóstuklifs og Svarthöfða.
Sjá markmið og aðgerðir varðandi vegi í kafla 8.2. en að öðru leyti vísast til tillagna á vestursvæði.[/color:1vqgsyxu][b:1vqgsyxu]e. Hraunhellar í Ódáðahrauni[/b:1vqgsyxu].
Forsendur fyrir sérstakri verndun. Ekki er um eiginlegt svæði að ræða heldur einstaka hraunhella með einstökum og viðkvæmum dropasteinsmyndunum sem friðlýstir eru með reglugerð nr. 120/1974. Margir hellarnir hafa verið hnitsettir, nema þeir allra viðkvæmustu og getur almenningur komist að þeim.[b:1vqgsyxu]Sérstækar verndaraðgerðir eru því nauðsynlegar.[/b:1vqgsyxu]
Um umferð í hraunhella gilda eftirfarandi sérreglur: Hellarnir eru lokaðir almenningi og sérstakt leyfi þjóðgarðsvarðar þarf til að fara í þá.
Sjá nánar um markmið og aðgerðir í kafla 6.3.[b:1vqgsyxu]c. Víðerni Dyngjufjöll og svæðið þar norður af.[/b:1vqgsyxu]
Svæðið nær yfir suðurhluta Dyngjufjalla og stórt svæði þar norður af, langt norður fyrir þjóðgarðsmörk. Örlítill hluti þess skarast við Öskjusvæðið sem þarfnast sérstakrar verndar. Á svæðinu eru móbergsfjöll, dyngjur og hraunabreiður, sannkallað eldfjallalandslag. Stór hluti svæðisins er erfiður yfirferðar vegna hrauna en þar má þó finna hentugar gönguleiðir milli svæða og Biskupaleið liggur um svæðið norðanvert. [b:1vqgsyxu][color=#800000:1vqgsyxu]Vetrarakstur er helst á Dyngjufjallasvæðinu en svæðið er fremur snjólétt og erfitt yfirferðar að vetri.[/color:1vqgsyxu][/b:1vqgsyxu][b:1vqgsyxu]Um svæðið gilda eftirfarandi sérreglur:[/b:1vqgsyxu]
[b:1vqgsyxu][color=#800000:1vqgsyxu]Akstur á snjó óheimill á Öskjusvæðinu frá 1. maí – 31. október.[/color:1vqgsyxu][/b:1vqgsyxu]Vetrarakstur heimill samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaga.[b:1vqgsyxu][color=#800000:1vqgsyxu]d. Að fækka slóðum svæðisins sem standa utan vegakerfis Vegagerðarinnar; merkja opna slóða en loka öðrum.[/color:1vqgsyxu][/b:1vqgsyxu]
Í töflu 8.1. er lagt til hvaða slóðar skuli vera opnir. Þessa slóða þarf að merkja vel og setja inn á opinbera kortagrunna. [color=#800000:1vqgsyxu]Öðrum slóðum þarf að loka með markvissum aðgerðum sem lúta að því að loka aðgangi að þeim, afmá slóðana eins og kostur er og fjarlægja þá af kortagrunnum [/color:1vqgsyxu]í samráði við alla hagsmunaaðila.e. Að koma í veg fyrir utanvegaakstur með aukinni fræðslu, merkingum og eftirliti.
Sumarið 2009 hófst átak sem miðar að því að koma í veg fyrir akstur utan vega á hálendinu með samstarfi ýmissa hagsmunaðila. Átakið felur í sér að koma upp 30 fræðsluskiltum á helstu leiðum inn og á hálendi Íslands. Mikilvægt er að þjóðgarðurinn fylgi þessu átaki eftir með aukinni fræðslu innan þjóðgarðsins, frekari merkingum og auknu eftirliti á helstu leiðum. Þá þarf þjóðgarðurinn að móta sér vinnureglur varðandi tilkynningu um og kærur vegna utanvegaaksturs í samráði við yfirvöld löggæslu.[b:1vqgsyxu]f. Að skilgreina veghaldara/ábyrgðaraðila fyrir alla vegi þjóðgarðsins og setja vinnureglur um opnun og lokun hálendisvega.[/b:1vqgsyxu]
Allir vegir og slóðar þjóðgarðsins þurfa skilgreinda veghaldara og ábyrgðaraðila. Í töflu 8.1 eru settar fram tillögur um veghaldara þeirra slóða sem haldast skuli opnir. Í samráði við Vegagerð ríkisins þarf að setja vinnureglur um opnun og lokun hálendisvega og tryggja þarf að samræming sé milli mismunandi umdæma Vegagerðarinnar hvað þessa þætti varðar.[b:1vqgsyxu]g. Að erfiðleikagráða landsvegi þjóðgarðsins með tilliti til vegtegunda Vegagerðar (F1,F2,F3)[/b:1vqgsyxu]og gera þá flokkun aðgengilega fyrir gesti þjóðgarðsins.
Hálendisvegir þjóðgarðsins eru ekki allir eins og þeir eru miserfiðir yfirferðar. Sumir henta eingöngu fyrir breytta bíla. Til að auka öryggi umferðar og koma til móts við mismunandi þarfir bílaumferðar er nauðsynlegt að erfiðleikagráða alla hálendisvegi þjóðgarðsins eins og Vegagerðin hefur gert fyrir hluta veganna. Þá flokkun þarf að merkja á staðnum og setja inn á aðgengileg kort fyrir gesti þjóðgarðsins.
Á mynd 8.3. má sjá erfiðleikagráðu fyrir hálendisvegi og slóða.[color=#800000:1vqgsyxu][size=150:1vqgsyxu][b:1vqgsyxu]8.3. Vetrarakstursleiðir og akstursleiðir á jökul[/b:1vqgsyxu][/size:1vqgsyxu][/color:1vqgsyxu]
[b:1vqgsyxu][color=#800000:1vqgsyxu][size=150:1vqgsyxu]Helstu markmiða. Að afmarka akstursbelti fyrir helstu vetrarakstursleiðir utan jökla[/size:1vqgsyxu].[/color:1vqgsyxu][/b:1vqgsyxu]
[b:1vqgsyxu][color=#800000:1vqgsyxu]Til að valda ekki árekstrum milli mismunandi útivistarhópa er nauðsynlegt að skilgreina betur helstu
vetrarakstursleiðir á hálendinu norðan Vatnajökuls og afmarka skýr akstursbelti (og gönguskíðabelti) þar sem vetrarakstur getur rúmast með góðu móti án þess að trufla umferð skíðafólks (sjá mynd 8.4. yfir helstu núverandi vetrarakstursleiðir og akstursleiðir á jökli). Á eftirfarandi svæðum er vetrarakstur utan vega bannaður eða takmarkaður (sjá ennfremur viðauka 12): Jökulsárgljúfur[/color:1vqgsyxu][/b:1vqgsyxu][color=#800000:1vqgsyxu][b:1vqgsyxu]Askja[/color:1vqgsyxu][/b:1vqgsyxu]
[color=#800000:1vqgsyxu] [b:1vqgsyxu]b. Að afmarka helstu akstursleiðir á Vatnajökul eða setja sérstakar reglur um tilhögun leiðanna.[/color:1vqgsyxu][/b:1vqgsyxu][color=#800000:1vqgsyxu][b:1vqgsyxu]Ekki er hægt að aka á Vatnajökul hvar sem er og sumar leiðirnar eru ófærar að sumri til. Vetrarleiðir á jökulinn á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eru um Gæsavötn, hjá Kistufelli og um Kverkfjöll en á sumrin fara jeppamenn upp á jökulinn um Köldukvíslarjökul en hann er á vestursvæðinu (sjá mynd 8.4.). Til framtíðar er nauðsynlegt að afmarka helstu akstursleiðir upp á jökulinn eða setja sérstakar viðmiðunar- og vinnureglur fyrir starfsmenn og gesti um það hvar og hvenær má aka á jökul. [/color:1vqgsyxu][/b:1vqgsyxu]Þær reglur þurfa að lúta að náttúruvernd, [color=#800000:1vqgsyxu]umferð mismunandi útivistarhópa[/color:1vqgsyxu] og öryggi gesta. [color=#800000:1vqgsyxu][b:1vqgsyxu]Skilgreina þarf sérstakt svæði ákeyrslu þó ákveðinn sveigjanleiki þurfi að vera til staðar vegna breytinga af völdum hlýnandi loftslags á aðkomu og aðgengi að jöklinum.[/b:1vqgsyxu][/color:1vqgsyxu]NNA-1002 Norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs .
Tillaga að verndaráætlun 100[color=#800000:1vqgsyxu][b:1vqgsyxu]c. Að afmarka skilgreind akstursbelti á Vatnajökli.[/b:1vqgsyxu]
[b:1vqgsyxu]Til að valda ekki árekstrum milli mismunandi útivistarhópa er nauðsynlegt að skilgreina og afmarka sérstök akstursbelti á Vatnajökli umfram það sem gert er í reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Þau akstursbelti þurfa að vera sveigjanleg til að taka mið að þeim breytingum sem geta orðið á jöklinum vegna hlýnandi loftslags.
Mynd 8.4. Helstu núverandi vetrarakstursleiðir og akstursleiðir á jökli á norður- og austursvæði þjóðgarðsins. [/b:1vqgsyxu] [/color:1vqgsyxu]Viðhorf gesta í Jökulsárgljúfrum til mismunandi gerðar útivistar var könnuð sumarið 2008. Þar kom fram jákvæðni í garð óvélknúinnar útivistar en neikvæðni í garð vélknúinnar útivistar
23.03.2010 at 22:26 #687302Það er í raun ótrúlegt að lesa þessa steypu. Það á að vaða á skítugum gönguskónum yfir þá sem ekki geta ferðast um á tveim jafnfljótum.
Jafnframt stendur til að afmarka ákveðin svæði til hinnar nýskipuðu útivistarelítu íslands – göngufólks. Þessi uppskipting landsins er gjörsamlega fáránleg og ég get illa ímyndað mér að það standist að hægt sé að meina fjölda fólks aðgang að ákveðnum svæðum landsins vegna þess að það á ekki möguleika á að ganga og með því að aka þá truflar það gönguelítuna.
Hvað með flugumferð – hún hlýtur líka að verða bönnuð, enda truflar vélarhjóðið væntanlega elítuna.
Og svo er það þetta með að banna vetrarumferð á ákveðnum svæðum – hvernig dettur fólki þetta í hug ? Um þessi svæði ferðast kannski um hálft prósent þjóðarinnar án þess að treysta á vélar til að koma sér áfram, á meðan um 10 prósent stunda vélknúna vetrarútivist á sömu svæðum…. Það er með ólíkindum að leyfa sér að leggja þetta til – en auðvitað er allt gert fyrir gönguelítuna.
Gott dæmi er að um síðustu helgi voru a.m.k á þriðja hundrað útivistarunnenda að ferðast um vatnajökulssvæðið á vélknúnum farartækjum – en vitað var um sjö gönguskíðamenn. En auðvitað hefðu þessir gönguskíðamenn að eiga meiri rétt á að ferðast um svæðið af því að þeir tilheyra útivistarelítunni.
Það versta er að í þeim nefndum sem leggja þetta til er meintur fulltrúi útivstarfólks – en sumir þeirra fulltrúa eru alls ekki fulltrúar alls útivistarfólks – heldur er þar um að ræða fulltrúa Ferðafélags Íslands sem að virðist hafa það leynt og ljóst á stefnu sinni að útiloka vélknúin farartæki sem mest frá hálendinu ef að marka má umræðu og skrif sumra stjórnarmanna í því félagi.
Ég lít svo á að ef að þessar tillögur verða að raunveruleika þá sé verið að brjóta á rétti mínum sem þegns í þessu landi til þess að skoða og njóta útivistar á þann hátt sem mér hentar og í samræmi við núgildandi lög og reglur.
Það ætti að vera öllum ljóst að göngufólk er ekki merkilegra en annað fólk – þó svo að sumir innan þess hóps telji sig vera það.
Ég vona að klúbburinn fari að bíta harkalega frá sér í þessu máli og berjist gegn þessu einelti sem verið er að leggja jeppamenn í.
Benni
23.03.2010 at 22:47 #687304Þar sem nöfn þessara aðila komu ekki fram í pistli Benna. Þá vill ég endilega koma nafni Samút fulltrúans á norðursvæði á framfæri “Ingvar Þóroddsson”, samkvæmt tilnefningu Samtaka útivistarfélaga.
Svæðisráð rekstrarsvæðis 1Rúnar Þórarinsson, formaður, samkvæmt tilnefningu Norðurþings
Böðvar Pétursson, varaformaður, samkvæmt tilnefningu Skútustaðahrepps
Friðrika Sigurgeirsdóttir, samkvæmt tilnefningu Þingeyjarsveitar
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, samkvæmt tilnefningu umhverfisverndarsamtaka
Ingvar Þóroddsson, samkvæmt tilnefningu Samtaka útivistarfélaga
Yngvi Ragnar Kristjánsson, samkvæmt tilnefningu Ferðamálasamtaka NorðausturlandsHinn aðilinn sem Benni nefnir ekki er: Páll Ásgeir Ásgeirsson en hann fer hamförum á bloggi sínu á eyjan.is. Þar hefur hann ráðist á jeppamenn, mótorhjólamenn, og þá sem ruddu brautir í upphafi jeppa og bílaaldar, bændur hafa fengið sinn skammt og nánast allir aðrir en gulldrengirni á réttu gönguskónum. Það er þó ekki sama hvaða gönguskóm þeir klæðast. Því gönguskór Útivistar eru ekki eins merkilegir og gönguskór Páls og félaga.
24.03.2010 at 09:12 #687306Jæja, hér færist allt meira og meira í átt til stöðunnar sem er uppi í Noregi í dag. Þar er ein helsta útivistar paradís í heiminum fyrir mótorsport en allt bannað og þurfa Norðmenn að sækja sitt sport og sína útivist (ef mótortengd) til Svíþjóðar. Því er hins vegar ekki til að dreifa hér að við getum auðveldla fært okkur yfir landamæri.
Ég er einn þeirra sem hef tekið heilshugar undir mikið af takmörkunar umræðunni yfir sumartímann. Akstur utanvega hefur staðið í stað, reyndar minnkað að mínu mati hlutfallslega miðað við þann fjölda ökutækja sem nú er á ferðinni yfir sumartímann, en það þarf að sjálfsögðu að draga úr slíkum skemmdum enn frekar.
Það er gríðarlegur fjöldi ferðamanna á göngu um hálendið á sumrin, og skiptir sá fjöldi tug þúsundum. Sem dæmi að þá ganga um 150 manns "Laugaveginn" á dag í um 9 vikur á árinu. Það gera um 9000 manns yfir sumarið bara á þeirri leið. Þar eru að megninu til útlendingar á ferð. Sömuleiðis er fjödli annarra leiða afar vinsæll og þá sérstaklega á fjallabakssvæðinu. Þess vegna hef ég skilning á þessari umræðu í því samhengi.En að ætla að LOKA Á VETRARUMFERÐ vegna þeirra kannski 50 manna sem kjósa að ganga langar vegalengdir á hálendinu EINHVERSSTAÐAR yfir vetrartímann er fásinna og gegn því verður að berjast af hörku. Það verður að gera utan þessarar nefndar Umhverfisráðuneytisins því að þar eiga gönguhóparnir allan rétt. Það er reyndar svo að stór hluti þeirra sem gefa málaflokknum athygli í Samfó og VG ERU göngufólk og því eiga þeirra hagsmunir mjög sterkt forskot til ráðamanna.
Baráttan okkar þarf að fara fram á gamla góða mátann. Við þurfum að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri hversu gríðarlegur fjöldi fólks þetta er sem stundar vetrarferðir á vélknúnum farartækjum og þá meina ég HVERSU GRÍÐARLEGA MÖRG ATKVÆÐI það eru í húfi þar fyrir pólitíkusa og lobbíista.Ég veit að ferðafrelsisnefndin er byrjuð að vinna að málinu en þetta er svo stórt mál og alvarlegt að ég tel að stærstur hluti allra starfandi félaga klúbbsins verði að setja athyglina á þetta mál og fátt annað, að minnsta kosti þar til að störfum þessarar verndaráætlunar nefndar er lokið.
Er ekki hægt að halda formlegan fund fljótlega um aðeins þetta mál og koma í gang öflugum baráttuhópi til að styðja við ferðafrelsisnefndina í hennar starfi?
24.03.2010 at 12:43 #687308Eru til einhverjar tölur yfir fjölda gönguskíðafólks sem fer upp á hálendið á vetri hverjum ? Ég veit um tvo þjóðverja sem koma hingað árlega til að ganga yfir hálendið og þekki annan sem var að krossa hálendið hér um daginn þannig að líklega eru þetta einhverjir tugir sem ferðast á þennan máta, kannski 100-200 !
Maður veltir því nú líka fyrir sér, eru göngumenn sáttir við að vera settir í einhver belti í sinni ferðamennsku, vilja þeir ekki hafa sama frjálsræði og aðrir ferðamenn á jeppum og sleðum. Er einhver búinn að spyrja þá áltis á þessari vitleysu !
24.03.2010 at 15:05 #687310Agnar þú ert að misskilja þetta.
Göngumenn, skíðagöngumenn og aðrir sem tilheyra útivistarelítunni meiga að sjálfsögðu fara um hvar sem þeim sýnist.
Það erum við hinir sem tiheyrum vélknúna hyskinu sem eigum að halda okkur á sérstaklega afmörkuðum svæðum – enda bara umhverfissóðar sem erum hvort sem er bara í torfæruleik en ekki að njóta náttúrunnar líkt og elítan.
Benni
24.03.2010 at 22:54 #687312nei nei, enginn misskilningur Benni….
Ef við erum settir í akstursbelti þá forðast göngumenn þessi svæði væntanlega sem fangar þá sjálfkrafa í þeirra eigin beltum – nema náttúrulega þá göngumenn sem er slétt sama um aðra vélræna umferð og finnst bara fínt að hitta nokkra jeppakalla einu sinni í ferðinni til tilbreytingar (grunar að þetta eigi við um fleiri göngumenn en ykkur grunar) – sem aftur gerir akstursbannið algjörlega óþarft fyrir þann hóp göngumanna !
Ég hreinlega velti því fyrir mér hvort þessum göngumönnum sem eru í raun að ferðast um hálendið að vetri til sé ekki bara slétt sama um aðra umferð. Þeir hitta hvort eð er varla nokkurn mann nema þá kannski um helgar við skálana ! Eru þetta ekki bara einhverjir sófagöngupésar sem eru að semja þessar reglur með einhverjar ímyndaðar væntingar göngumanna í huga. Maður bara spyr sig …..
27.03.2010 at 11:29 #687314segir ekki allt sem segja þarf um þetta lið sem setur saman þessa skýrslu að þar stendur "Sérstaklega þarf að huga að mismunandi þörfum þeirra sem stunda hefðbundna útivist og hinna sem kjósa vélknúna útivist þannig að sem flestir eigi kost á að njóta dvalarinnar í þjóðgarðinum." semsagt þeir sem labba eða skíða eða eitthvað álíka sutnda HEFÐBUNDNA útivist, en við sem eigum jeppa stundum einhverja "vélknúna" útivist
Kv Beggi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.