Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Verndaráætlun staðfest af umhverfisráðherra
This topic contains 78 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 13 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.02.2011 at 16:52 #217677
Þá kom það loksins, Svandís hefur samþykkt verndaráætlunina um Vatnajökulsþjóðgarð. Sá fyrirvari er þó gerður að að æskilegt sé að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skoði betur þann kafla áætlunarinnar sem lýtur að samgöngum, í samstarfi við helstu hagsmuna- og umsagnaraðila.
Enn og aftur er lokað máli hjá stjórnvöldum sem snýr að okkar hagsmunaumhverfi án þess að nokkuð tillit sé tekið til okkar athugasemda. Hvað þarf eiginlega til að stjórnvöld fari að vinn að þessum málum í samráði og samvinnu við hagsmunaaðila eins og Ferðaklúbbinn 4×4. Þurfum við kannski að breyta einhverju hjá okkur?
Á meðan okkar hagsmunir eru fótum troðnir eru hagsmunir gönguelitunnar hafðir í hávegum og ákveðnir hagsmunaaðilar þar eru búnir að yfirtaka flestar okkar ferðamannaperlur og komnir vel á veg með að loka þessu öllu fyrir sig.
Nú er kominn tími til að breyta áherslum og nota aðrar og árangursríkari leiðir til að vinna að okkar hagsmunamálum.
Guðmundur G. Kristinsson
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.03.2011 at 17:54 #721636
Eftir fundinn hjá Umhverfisnefnd alþingis. Þá brenna sérstaklega á mér spurningar til Kristveigar Sigurðardóttur formanns stjórnar Vatnajökulsgarðs. Kristveig fjallaði sérstaklega um 3 fundi sem fulltrúar Samút í svæðisráðunum héldu hver fyrir sig. Þar sem Kristveig var með langan lista um öll samráðin. Þá langar mig að spyrja.
1 Hvenær voru þessir fundir haldnir
2 Hvar voru fundirnir haldnir
4 Hverjir voru boðaðir
5 Voru fulltrúar f4x4 boðaðir sérstaklega
6 Fulltrúar hvaða hópa mættu á fundina
7 Hvar og hvernig var boðað til fundanna.
Samkvæmt mínum skilningi eiga þetta að vera 12 fundir.
04.03.2011 at 17:57 #721638Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þennann fund í umhverfisnefnd og er alveg á sama máli og Guðmundur Kristins,svörin sem Kristján og Sif ásamt Birgir fengu voru klisjur og undanbrögð,allt í lagi að svara ítarlegum athugasemdum með stöðluðum athugasemdum,ekki hægt að gera svo allir séu sáttir,menn geta ekki búist við að kröfum þeirra sé mætt að fullu,ferðaslóðar innann garðsins hafi verið um 160km fyrir stofnun garðsins en verði um 600 eftir stofnun.
Beinni spurningu um hvort tilit og samráð verði haft um lausn þessa mála,svarið verndaráættlunin er til 10 ára og nýsett og verður ekki breytt strax,en við skulum tala við ykkur yfir kaffibolla við tækifæri.
Kveðja
Laugi
04.03.2011 at 18:14 #721640Ég er sammála því að mér fannst ekki mikið gagn vera af þessum fundi. Af hverju var t.d. stigi garðsins breytt, náði e-r því svari? Það situr alla vega ekkert eftir í mínum þvera hausi hvaða rök voru fyrir því.
kv. hsm
04.03.2011 at 18:38 #721642Ég er ósammála því að ekkert gagn hafi verið af þessum fundi. Þessi fundur er liður í baráttunni og þó fleiri fulltrúar klúbbsins hefðu mátt vera á staðnum, var þetta tilvalinn vettvangur fyrir okkur að hitta þá sem standa með okkur í baráttunni og koma okkar sjónarmiðum á framfæri við þá sem aðra, eftir að útsendingu fundarins lauk.
Öll umfjöllun er af hinu góða því þá helst umræðan í gangi og því lengur sem hún er í gangi þeim mun meiri líkur á að árangur náist og réttlætinu verði fullnægt.
Kv. Óli, sem var á fundinum (en reyndar í hliðarsal)
04.03.2011 at 18:39 #721644Ég verð nú að vera sammála síðustu ræðumönnum varðandi þennann fund. Ekki skildi hann mikið eftir af svörum eða útskýringum. Bara einhverjar margtuggnar klisjur sem svara ekki neinu.
Ég er að spá í hvernig þeir ætla að framfylgja þessum lokunum í praksís;
Á að grafa skurði á öllum vegamótum lokaðra leiða, hrúga niður skiltum út um allar trissur, (Snyrtileg umhverfisvernd það), koma á vopnuðum þjóðgarðsvörðum á breyttum jeppum, Stórauka fjárútlát til gæslunnar fyrir flug- og þyrlueftirlit Gera öll eldri ferðakort og GPS-tæki upptæk og ráða eitthvert gæðingafyrirtækið til að gefa út nýtt, ( því ekki fá LMÍ það) ????? og svona mætti lengi spá og spekúlera
Við skulum vona að þetta lofaða SAMRÁÐ við samgönguþáttinn verði EITTHVAÐ BETRA EN SAM….. HINGAÐ TIL.Kv.
Magnús G.
04.03.2011 at 18:44 #721646Góður Maggi. Rétt Óli dropinn holar steininn.
kv Ofsi
04.03.2011 at 20:45 #721648
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta var nú ljóta yfirborðskennda klisjukjaftæðið. Nánast allt sem var sagt á fundinum var þannig borið fram að því fylgdi engin ábyrgð og frekar gufukenndar staðreyndir. Ef ég hefði verið á þessum fundi hefði ég haldið að ég væri í partíi með einstaklingum sem svifu skýum ofar. Hvernig stendur á því að óþroskað fólk vegna aldurs er treist til að setja stóreflis takmarkanir á athafnir íslendinga á sínu eigin landi til frammtíðar. Ætla síðan að flytja inn flugleiðis útlendinga með göngustafi með allri þeirri mengun sem því fylgir. Fólk sem nánast því hefur aldrei farið úr inniskónum eða migið í saltan sjó. Það er von að illa sé komið fyrir þjóðinni.
Þetta inniskóafólk veit greinilega ekki að ferðamennska um hálendi Íslands er dauðans alvara. Nú er komin tími til að grafa upp atgeirinn.Kv. SBS.
04.03.2011 at 21:19 #721650Í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1993, bls 89, er þessi texti:
"Uppi á Öræfajökli skynja menn hvers virði það er að varðveita kyrrð og hreinleika íslenskra jökla. Þeir þurfa að vera lausir við vélagný og örtröð, nema þá á sérstökum svæðum sem tekin eru sérstaklega til slíkra nota samkvæmt skipulagi. Öllu dapurlegri fréttir berast ekki af hálendi Íslands en þegar vélaherfylki vaða þar yfir og hefur jafnvel Hvannadalshnúkur ekki sloppið við slíkan liðsöfnuð"
04.03.2011 at 21:45 #721652Og síðan hefur þessari ójöfnu á landinu verið breytt í bílastæði. – Eða hvað?
04.03.2011 at 23:17 #721654Markmið Ferðafélags Íslands eru (skv heimasíðu þeirra):
[b:2c1iayn5]Markmið Ferðafélags Íslands er að hvetja til ferðalaga um Ísland og greiða fyrir þeim.
Jafnframt að vekja áhuga Íslendinga á landinu sínu , náttúru þess og sögu og efla vitund þeirra um nauðsyn varfærni í samskiptum manns og náttúru.[/b:2c1iayn5]Þessi markmið hljóma í besta falli eins og lélegur brandari þegar þau eru borin saman við mikla baráttu gegn okkur og yfirlýsta ánægju stjórnarmanns FÍ með alveg galnar lokanir í VÞJ og algjöra þögn annara forsvarsmanna FÍ, ( ég túlka það sama og samþykki).
Ég sé hvergi neitt um stjórnskipulag hjá FÍ á vef þeirra eða hvernig venjulegur félagamaður getur rætt skoðanir sínar og kosið fólk í stjórn.
Ég hef verið þarna félagsmaður í mörg ár og man ekki eftir neinu einsasta fundarboði.Kannski getur einhver upplýst okkur ?
Annars tala ég bara við þá efir helgi og kemst að því hvernig þetta er hjá þeim.
05.03.2011 at 08:14 #721656Þykki samráðsbunkinn
Í gær beitti Kristveig Sigurðardóttir, gömlum aðferðum um meint og mikið samráð. Var hún mætt með þykkan bunka af skjölum sem áttu að sanna að um mikið samráð hafi verið að ræða. Voru þetta fundir, netpóstur og símtöl. Þessari aðferð höfum við séð áður breitt gegn rökum okkar um lítið samráð. Þar var beitt þeim aðferðum að lista upp öll samskipti sem höfðu átt sér stað milli Umhverfisráðuneytisins og félagsmanna í f4x4. Jafnvel þó samskiptin hefðu verið innhringinga óánægðra til ráðuneytisins vegna ýmissa mála, var þetta allt listað upp sem samráð. Einnig voru á listanum netpóstar þar sem krafist var meira samráð, þeir voru að sjálfsögðu flokkaðir sem samráð. Mér þætt því eðlilegt eftir að þessi gögn væru lögð fram og að farið væri í gegnum gögnin, fyrst þau eru til. Með stjórn þjóðgarðsins, f4x4, Skotvís og einhverjum óháðum aðila. Þá fengist botn í málið.
05.03.2011 at 14:55 #721658Nú mótmæla Skotreyn menn einnig.
[url=http://www.skotvis.is/index.php?option=com_content&task=blogsection&id=6&Itemid=79:24ux6nga]Sjá yfirlýsingu Skotreyn hér[/url:24ux6nga]
Kv. Óli
05.03.2011 at 15:26 #721660Þar sem Birgitta Jónsdóttir í umhverfisnefnd alþingis virtist koma af fjöllum í málefnum Vatnajökulsgarðs þá sendi ég henni þennan pistil í morgun.
Er það ekki brot á jafnræðisreglu að gangandi maður megi tjalda en ekki akandi! Í Vatnajökulsþjóðgarði. Í Vatnajökulsþjóðgarði er fólki á ökutækjum beint í gistingum hjá Ferðafélagi Íslands, „sem vel að merkja eru með dýrustu skálagistingu á íslandi“. Ferðafélag Íslands er að ná algjörri einokunaraðstöðu í Vatnajökulsþjóðgarði og eru þeir með skála sem raða sér í þjóðgarðinum. Þeir sem sjá um að reka fólk í gistingu hjá Ferðafélagi Íslands eru þjóðgarðsverðir, og það vill svo vel til fyrir Ferðafélag Íslands að Þjóðgarðurinn greiðir hluta af launum skálavarðanna. Þeir sitja því beggja vegna borðsins. Hæ þú manst nýja ísland og spillingin burt, hér á þessum rottuklaka norður í ballarhafi hefur ekkert breyst. Ferðfélag Íslands er með Þjóðgarðsráðið í vasanum enda er forseti Ferðafélags Íslands atvinnu plottari (fyrrverandi þingmaður X-B Ólafur Örn) og stjórnarmaður Ferðafélags Íslands nýlega hætt er Sigríður Anna fyrrverandi umhverfisráðherra. FÍ eiga þjóðgarðinn og svæðisráðin enda er FÍ með 75% af fulltrúum útivistarfólks í svæðisráðunum. Svo er einhver hissa á því að aðrir útivistahópar sé brjálaðir.
Ég get líka sagt þér Birgitta að allar tölur um kílómetra í þjóðgarðinum (sorrý ég meina í Vatnajökulsgarði FÍ) er tóm þvæla. Og rökin um að vegakerfið sér eitthvað sérlega stórt innar garðsins heldur ekki vatni. Ég get líka bætt því við að blaðabunkinn sem formaður þjóðgarðsins hafði undir höndum, og átti að vera sönnun um samráð er tóm STEYPA, við höfum séð svona vinnubrögð áður. Einhver vísir af samráði var einungis á einu svæði af 4, þ.e í vestursvæðinu, reyndar kom nákvæmlega ekkert út úr því annað er 100% tap. Öll undirbúningsvinnan við garðinn er hreint og klárt raðklúður, klíkuskapur og ofstæki.
Kv Jón G Snæland jeppakarl
05.03.2011 at 16:07 #721662Mikill misskilningur virðist vera á því hverjir standa að þessum lokunum í Vatnajökulsþjóðgarði.
Margir halda að þetta sé göngufólk sem vilji hafa landsvæðin útaf fyrir sig.
Nei þetta eru aðilar sem hafa fé af göngufólkinu.
Þetta er harður bissness þar sem keppst er um að hafa flottustu svæðin, þar sem hægt er að tryggja að útlendingarnir verði ekki varir við nokkur ummerki eftir manninn og helst ekki annað göngufólk.
Einnig eru þetta ferðamálasérfæðingarnir, komnir hingað frá útlöndum, þar sem ágengi mannmergðarinnar er helsta vandamálið, með humyndir hvernig skal vernda landið fyrir fólkinu.
Nú skal umbylta ferðamennsku á hálendinu og koma í veg fyrir að venjuleg Íslensk fjölskilda fái að setjast upp í fjölskildubílinn, keyra upp á hálendið, tjalda og fara í gönguferðir frá tjaldsvæðinu og njóta náttúrinnar.
Því miður virðist þetta stefna þeirra sem sömdu þessa hræðilegu „Verndaráætlun“, en er þetta það sem Íslensk þjóð vill?Þetta skrifaði ég fyrir fund Umhverfisnefndar Alþingis með Umhverisráðherra og á þeim fundi staðfesti Ólafur Þór Gunnarsson VG þessa skoðun mína.
06.03.2011 at 09:46 #721664Mótmælum brottrekstri almennings úr Vatnajökulsþjóðgarði
Á þessari síðu getur þú tekið þátt í því að styðja baráttu þeirra sem vilja ekki loka landinu fyrir almenningi.
http://www.facebook.com/home.php?sk=gro … 6804191951
06.03.2011 at 10:35 #721666Vatnajökulsþjóðgarður, stjórnarfundur
Stjórnunar- og verndaráætlun (sogv)
Símafundur haldinn þann 30. apríl 2010 kl. 8:00 – 9:30
Anna Kristín setti fundinn.
Vonarskarð – vegalagning og opnun vegar
• Tekin upp umræða frá síðasta fundi, þar sem ný gögn hafa borist stjórn víðsvegar að.
• Anna Kristín opnaði umræðuna og kvað að erfitt gæti orðið að halda vegi um Vonarskarð opnum
hluta af sumri. Kvað sannfærandi rök fyrir því að málamiðlun gangi ekki.
• Í umræðunni kom fram að [color=#FF0000:1aqof2nm][b:1aqof2nm]Samút hefur samþykkt einróma að vegurinn verði alveg lokaður[/b:1aqof2nm][/color:1aqof2nm] og að
Vonarskarð verði gönguland. Þó eru enn skiptar skoðanir innan vébanda 4×4. Magnús lagði
áherslu á að hagur garðsins væri hafður að leiðarljósi í þessu sambandi og tók Þórunn undir það.
• Niðurstaða að Þórður taki saman umsagnir sem fyrir liggja í dag og sendi stjórnarmönnum,
þannig að stjórnin hafi öll gögn sem borist hafa. Umræðu frestað til næsta fundar.Á þessum fundir var Magnús Hallgrímsson sem er fulltrúi Samút í þjóðgarðsráði. Hann vissi að ekki var samstaða innan Samút um að loka Vonarskarði. Af hverju kemur þá hið gagnstæða fram í fundargerðinni. Svör óskast frá formanni Samút
06.03.2011 at 13:08 #721668Kann ekki skýringu á þessari klausu í fundargerðinni en ljóst að þarna er farið rangt með afstöðu innan Samút. Samút fjallaði á tveimur fundum um Vonarskarð út frá tillögu að álitsgerð sem skrifuð var af mér og fulltrúa samtakanna í svæðisráði Vestursvæðis. Í þeirri álitsgerð var mælst til þess að akstursleið yrði í gegnum Vonarskarð. Á fyrri fundinum komu ekki fram neinar athugasemdir við þessa álitsgerð, en á þeim síðari lýsti fulltrúi FÍ því yfir að hann gæti ekki staðið að þessu áliti. Það er því ljóst að önnur félög sem mættu á þessa fundi voru tilbúin til að styðja álit sem gerði ráð fyrir akstursleið þarna. Mér er hulin ráðgáta hvernig þessi fullyrðing komst í fundargerð stjórnarinnar, en hef óskað eftir skýringum.
Kv – Skúli
06.03.2011 at 13:16 #721670Takk fyrir þetta Skúli. Það verður áhugavert að heyra frá stjórn Vatnajökulsgarðs. Líkurnar eru því miður ljósár frá því að vera innsláttarvilla eða misskilningur. Þarna er heldur betur slagsíða á fulltrúa útivistarfólks í þjóðgarðsráði
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.