Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Verndaráætlun staðfest af umhverfisráðherra
This topic contains 78 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 13 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.02.2011 at 16:52 #217677
Þá kom það loksins, Svandís hefur samþykkt verndaráætlunina um Vatnajökulsþjóðgarð. Sá fyrirvari er þó gerður að að æskilegt sé að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skoði betur þann kafla áætlunarinnar sem lýtur að samgöngum, í samstarfi við helstu hagsmuna- og umsagnaraðila.
Enn og aftur er lokað máli hjá stjórnvöldum sem snýr að okkar hagsmunaumhverfi án þess að nokkuð tillit sé tekið til okkar athugasemda. Hvað þarf eiginlega til að stjórnvöld fari að vinn að þessum málum í samráði og samvinnu við hagsmunaaðila eins og Ferðaklúbbinn 4×4. Þurfum við kannski að breyta einhverju hjá okkur?
Á meðan okkar hagsmunir eru fótum troðnir eru hagsmunir gönguelitunnar hafðir í hávegum og ákveðnir hagsmunaaðilar þar eru búnir að yfirtaka flestar okkar ferðamannaperlur og komnir vel á veg með að loka þessu öllu fyrir sig.
Nú er kominn tími til að breyta áherslum og nota aðrar og árangursríkari leiðir til að vinna að okkar hagsmunamálum.
Guðmundur G. Kristinsson
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.03.2011 at 00:30 #721596
Þurfum að koma saman og ræða þann möguleika alvarlega að skrá okkur sem flestir í F.Í. Það má síðan fá lánaðann reykræstibúnað hjá slökkviliðinu og mæta á aðalfund hjá þeim og lofta út skítalyktinni í því félagi.
Logi Már.
03.03.2011 at 09:34 #721598Langar að benda mönnum á málsgrein á bls. 173 í nýju árbók Ferðafélags Íslands:
[b:2441l01l]"Vélsleðar eru undratæki og opna landið þannig að á svipstundu er hægt að skjótast á staði sem tæki marga daga að ganga á. Hitt verður að viðurkenna að mengun og hávaði fylgir sleðunum þannig að mörgum þykja þeir spilla þeim verðmætum sem felast í kyrrð, friði og tign öræfanna. Þá er því heldur ekki að neita að þeir skilja eftir sig brautir sem ýmsum finnast spilla órofinni fannbreiðunni."[/b:2441l01l]
Hvernig er hægt að verjast svona málflutningi, þetta er forseti FÍ sem skrifar þetta? Hvað skyldu margir vera gangandi á Fjallabakssvæðinu frá október til apríl á hverju ári, miðað við þá sem eru á ferðinni á sleðum og jeppum? Ég hef aldrei rekist á gangandi menn á Fjallabakssvæðinu á þessum tíma. Ég var næstum búinn að segja mig úr Ferðafélaginu þegar ég las þetta.Ég held ad vid séum nógu mørg í F4x4 sem erum einnig í FÍ til ad gera breytingar, ég held ad vid í Sudurnesjadeildinni sem eru einnig í FÍ séum nógu mørg til ad mæta á adalfund og gera breytingar, thad voru 51 á sídasta adalfundi FÍ.
Hef adallega verid í FÍ út af árbókinni og skálagjøldunum, thví ég á allar árbækurnar frá upphafi, en sídustu árbækur hafa eiginlega verid hálfgerdar langlokur og frekar leidilegar aflestrar, thannig ad thad er spurning hvort madur segi sig ekki úr félaginu og kaupi frekar bækurnar í Kolaportinu. Mér sýnist ad ég eigi miklu meiri samleid med Útivist heldur en FÍ.Kvedja frá Noregi, thar sem fjøllin og heidarnar eru nánast ónotadar vegna banna.
Heidar
03.03.2011 at 10:56 #721600Það er stórkostlegur munur á því hvernig menn líta á þessi mál og út frá hvaða hagsmunum menn eru að tala hverju sinni. Til að mynda þá er títtnefndur stjórnarmaður í FÍ með mjög öfgakenndar skoðanir sem stjórnar af hans hagsmunum. Hann er ferðamaður og leiðsögumaður og stjórnarmaður í FÍ og þar liggja hans hagsmunir, bæði í hans áhugamáli og auðvitað fjárhagslegir hagsmunir. Vísa í þennan nokkurra ára gamlan fyrirlestur sem er mjög fróðlegur. [url:1ncngtwv]http://www.ferdamalastofa.is/upload/files/pall_asgeir.pdf[/url:1ncngtwv]
Hann nýtir auðvitað tækifærið til að hnýta í aðra ferðahópa enda þjónar það hans hagsmunum en sýnir einnig svart á hvítu hver hans markmið eru með Vatnajökulsþjóðgarði, þetta snýst ekkert um náttúruvernd heldur einungis um að ferðamannavæðingu svæðisins. Þetta fer auðvitað mjög vel saman við markmið FÍ (og Ríkisvaldsins en þeir vilja auknar tekjur af ferðamönnum) og það er því ekki erfitt að álykta að FÍ eru hoppandi glaðir með þessa þróun. Þarna stjórna peningalegir hagsmunir ferðinni, draumur um gönguparadís sem þeir geta selt inn á, Landmannalugar 2, þetta snýst alls ekki um náttúruvernd.
Mín sýn á þessi mál er að ég vil hafa óbreytt ástand, ég vil hafa þessi svæði óaðgengileg með það að markmiði að halda þeim ósnertum, ég vil ekki eyðileggja þessi svæði með stígum og böndum, að setja kamar í Snapadal er ekki náttúruvænt, ég vil hafa hálendið útaf fyrir mig, fyrir Íslendinga og aðra erlenda ferðamenn sem nenna að leggja eitthvað á sig, gangi eða akandi. Að sama skapi þarf að vinna áfram að því að koma í veg fyrir skemmdir, auka fræðslu en yfirvöld og önnur útivistarfélög gætu gert heilmikinn skurk í þessum málum ef þau vildu, mín vegna þá væri það frábær hugmynd að loka vegaspottanum inn í Snapadal.
Ég vil hafa hálendið spennandi, eins ósnert og hægt er og helst án ferðamanna eins bjánalega og það hljómar. Það er nú þegar búið að fórna mörgum stórkostlegum stöðum eins og Landmannalaugum og Lakagígum á altari Túristmans og þessir og margir aðrir staðir þurfa svo sannarlega á því að halda að verða Þjóðgarðsvæddir og verndaðir enda eru þeir yfirfullir af fólki.
Ég skil bara ekki þá nálgun að taka lítið snert svæði, gera það að þjóðgarði með það að markmiði að fylla það af ferðamönnum. Ég hélt að þetta ætti að vera öfugt !
kv / AB
03.03.2011 at 13:26 #721602Sælir.
Það er nú ekki annað hægt en að vera sammála Agnari, það að ætla að ferðamannavæða VÞJ er ekki það sem við erum að leita eftir. Mig minnir að einhverjir hafi verið að tapa sér út af umgengnini við Landmannalaugar, þar er ágángur túrista orðin allt of mikill (haft eftir túristaökumönnum), gönguslóðar út um allt og orðið hættulegt að velta við steinum (einnig inn við Strútslaug).
Í öllum viðtölum okkar við ráðherra, Landvernd og fl. sem að málinu komu þá létum við alltaf í það skína að við værum tilbúnir í að setjast að samningarborðinu, en áður en lögin yrðu samþykkt. Á fyrsta fundi með Svandísi þá var okkur boðið upp á þann gjörning að drögin yrðu samþykkt til 10 ára, en því var snarlega hafnað og var málið útskýrt fyrir henni (Útivistarfólk myndi ekki sætta sig við þessar lokanir). Í þessum drögum er verið að setja fram gífurlegar lokanir og bönn sem er erfitt að fylgja eftir (eins og við sögðum af hverju að setja lög sem ekki er hægt að fara eftir né fyrir stjórnsýsluna að fylgja eftir, svæðið er stórt og erfitt yfirferðar). Á þeim fundi óskaði ég eftir því að Umhverfisráðherra friðaði hinn íslenska jeppamann, þar sem hann væri að verða útdauður (vegna ágangs lokanna á hálendinu).
Þegar ráðherra kallaði okkur til sín aftur til að skamma okkur fyrir aðgerðir (krossferðina á Kistuöldu) þá gáfum við henni það loforð að við skyldum gefa henni vinnufrið til að hún gæti farið yfir málið, mér fannst á ráðherra að þessum tíma yrði varið í yfirlestur og samninga áður en að ákvörðun yrði tekinn. En það var þvert á móti, eftir að við höfðum gefið henni allan þann tíma sem hún vildi stingur hún okkur í bakið og skrifar undir reglugerðina og gerir hana að lögum. Ekki fannst henni neinu máli skipta það heiðursamkomulag sem við gáfum henni. Að ræða við okkur eða finna lausn á vandanum eða hreint og klárt að láta okkur vita að það ætti að staðfesta dröginn áður en við fréttum það í fjölmiðlum (hún er ekki skuldbundin til að gera það en við vorum kallaðir á nokkra fundi út af málinu gefum henni frest en fáum ekkert til baka nema ….). Í þessu tilfelli er Stjórnsýslan alltaf að tala um gagnsæi og góð samskipti, við erum boðaðir á fund efir fund sem virðat eingöngu vera settir upp til að hægt sé að segja að við hefðum haft einhvað um málið að segja. Þessir fundir voru samkvæmt niðurstöðu algerlega óþarfir, lögin voru samþykkt eisn og þau komu frá Stjórn VÞJ með lítlsháttar breitingum (búum til nýja nefnd eyðum meiri tíma og peningum því þá þegja útivistarmenn á meðan).
Þau vandamál sem herjað hafa á þetta mál er eindreginn ásetningur þeirra sem ráða þessu máli að útiloka okkur (íslenskt útivistarfólk) frá náttúruperlum svo hægt sé að selja útlendingum svæðið.
Einnig kemur manni á óvart allt laumuspilið sem varð þegar drögin voru í vinnslu hjá svæðisráðum og stjórn VÞJ. Ég veit að tveir fulltrúar útivistarfólks börðust fyrir opnun Vonaskarðs en stjórn VÞJ hundsaði algjörlega þeirra hugmyndir.Takk fyrir í bili ég hef frá miklu meirra að segja en það bíður betri tíma.
Sveinbjörn
03.03.2011 at 18:49 #721604Hugleiðingar um ferðafrelsið:
Við búum í mjög sérstöku landi. Miklar víðáttur eru í óbyggðum og náttúruöflin eru óblíð. Fáar þjóðir státa af slíku. Þessar aðstæður kalla á vélvæddan ferðamáta ef við viljum að fleiri en fullfrískir á besta aldri geti notið hálendisins.
Víðáttur og óblíð veðrátta sjá til þess að ferðir um hálendið án aðstoðar eða nálægðar vélknúninna ökutækja eru með öllu óraunhæfar fyrir venjulegt fólk.
Frelsi ofurmenna með endalausan tíma til gönguferða um landið er ekki ferðafrelsi eins og við viljum sjá það.
Eitt af aðalsmerkjum íslensks samfélags er frelsið. Þar á meðal er frelsi einstaklinga til ferða og athafna. Hálendi landsins er hættulegt, bæði að sumri og vetri. Einn þáttur í búsetu manna á Íslandi felst í að ná tökum á ferðum um hálendið allt árið. Skammt er síðan ferðir um hálendið voru nær óþekktar að vetri til og jöklaferðir voru eingöngu á færi sérhæfðra leiðangra. Nú er þetta gjörbreytt, almenningur hefur náð tök á ferðatækni sem opnar þessi hættulegu svæði á öruggan hátt. Stór skýring á því er almennt frelsi til ferðalaga um hálendið. Nú er þessi nýja ferðatækni orðin verðmæt útflutningsvara. Sem dæmi má nefna að nú er um tugur sérsmíðaðra jeppa frá Íslandi í ýmsum verkefnum á Suðurskautslandinu.
Takmarkanir á ferðafrelsi almennings í Vatnajökulsþjóðgarði er bara byrjunin. Ef svo fer fram sem horfir, þá mun ferðafrelsi almennings verða heft svo mikið að almenn þekking til að fara um hálendið mun glatast ásamt því öryggi og þeim tækifærum sem því fylgja.
Snorri Ingimarsson
R16
03.03.2011 at 20:18 #721606Það er þó ágætt að hún gerir sér grein fyrir hvaða eini hópur það er sem hún "hefur gert til hæfis" með þessari áætlun:
http://visir.is/ekki-allir-kolvitlausir … 1110309650
03.03.2011 at 20:57 #721608Svandís segir á visir.is:
"En það eru nú töluvert margir aðilar, sem kannski hafa að jafnaði lægra í samfélaginu, sem eru þeir sem fara gangandi um hálendið, sem hafa verið sáttir við þessa verndaráætlun,"Þar með undirstrikar pólitíkusinn sem stakk okkur í bakið þá skoðun sína að einungis þeir sem geta ferðast fótgangandi um óravíðáttur Vatnajökulsþjóðgarðs skuli fá að fara þar um.
Hversu stórt hlutfall þjóðarinnar er það sem mun ferðast fótgangandi á þessari leið ?
[attachment=0:syiln7q4]IMG_3059.jpg[/attachment:syiln7q4]Þarna eru margir kílómetrar, jafnvel tugir km, í næsta drykkjarvatn og útilokað fyrir venjulegt fólk að ferðast þarna um fótgangandi.
Þarna er örfoka sandur og öll ummerki eftir umferð eru horfin eftir nokkrar vikur.Þetta er gott dæmi um þá öfga og ofstopa sem ríkir í þessum "lágstemmda" hópi Svandísar, hópi sem er ánægður með að einungis fótgangandi megi ferðast um hálendið.
Hversu margir skyldu eiga eftir að fara þessa fallegu leið eftir að Svandís er búin að loka henni ?
Snorri Ingimarsson
R-16
03.03.2011 at 21:49 #721610Ætla f4x4 menn og konur að storma á fund í alþingishúsinu á morgun kl 16:00 þar sem kerlingar álkan ætlar að hella úr viskubrunni sínum hvers vegna þetta mál er eins og það er af hennar völdum.
Kv. Ragnar Páll
03.03.2011 at 22:44 #721612Um margt ágæt umræða en auðvitað eru margar hliðar á málinu. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fara um landið á skíðum, oftast laus við hávaða ökutækja eða för eftir þau. Þetta hefur verið draumi líkast. Enginn annar ferðamáti sem ég hef upplifað get ég sett í samanburð við þetta. Frá Fjallabaki og Suðurjöklasvæðinu eru mögnuðustu minningarnar. Ferðir á jeppa, fólksbíl, vélsleða eða snjóbíl yfir jökla og öræfi landsins hafa flestar verið frábærar en skilja lítið eftir í samaburði við góða gönguskíðaferð á sömu slóðir.
Að vera á skíðum í mikilli umferð vélsleða og jeppa er lítt skemmtilegt og fer illa saman. Fólk á ökutækjum tekur kannski lítið eftir þessu en göngumaðurinn kemst ekki hjá því að upplifa hávaðann.
Þá er um tvennt að velja. Að velja sér leið þar sem þú rekst ekki á umferðaræðar eða reyna að halda þessu aðskildu með öðru móti. Aksturbann á Öræfajökli hefur að mínu mati komið vel út. Einfaldlega af þeirri ástæðu að það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það að arka fótgangandi neðan úr byggð til þess eins að mæta vélknúinni umferð á síðustu metrunum.
Það er ekki sjálfgefið að mínu mati að vélknúin ökutæki eigi umgengnisrétt um allt landið allan ársins hring eins og verið hefur. Hvað um rétt hinna sem vilja fá að fara um, laus við hávaða og mengun ökutækjanna a.m.k. einhvern smá tíma ársins á einhverjum smá snepli af landinu?
Ég hef ekki kynnt mér þetta Vatnajökulsþjóðgarðsmál mikið. Óháð því og án þess að vilja skerða ferðafrelsi jeppamanna að óþörfu þá tel ég að einhverjar takmarkanir á vélknúinni umferð séu eðlilegar í nánustu framtíð. Tíðarandinn er þannig og 2007 er líka liðið.
Tekið skal fram að ég er enginn talsmaður FÍ eða annarra ferðaþjónustuaðila sem ég tel reyndar að séu með verstu óvinum öræfanna í sumum málum. T.a.m. með of miklum byggingaframkvæmdum á öræfunum , stuðning við byggingu uppbyggðara heilsársvega, lagningu varnargarða o.s.fr. Snúast með og á móti náttúruvernd eftir því hvað þjónar fjárhagslegum hagsmunum þeirra. Þórsmörkin er gott dæmi.
Menn verða seint sammála um alla hluti en málefnaleg umræða án mikilla upphrópana leiðir venjulega til skástu niðurstöðu. Sumir klúbbfélagar þyrftu að tileinka sér aðeins meiri víðsýni. Rörsýnir menn fara venjulega halloka í rökræðum. Vonum að það verði ekki jeppamönnum að falli.
Kv. Árni Alf.
03.03.2011 at 23:45 #721614Ég get tekið undir það með Árna að reglur sem gilda um Öræfajökul séu ágætlega heppnaðar, þær taka að nokkru tillit til allra hópa án þess að neinn fái einkarétt á svæðinu. Þær reglur bötnuðu að vísu mikið við breytingar sem voru gerðar í samræmi við tillögur útivistarfólks, viðmiðunardagsetningar og markalínur færðar til. Þá kaus ráðherra að hafa samráð og taka mark á því sem kom út úr því samráði. Þarna erum við með svæði þar sem er mikil umferð göngumanna stuttan tíma á ári og Sveinbjörn vitnaði einmitt í þetta mál í útvarpsviðtali í gær sem dæmi um að það er hægt að semja um hlutina með því að setjast niður og ræða þá að einhverju viti.
Hvað Vonarskarðið varðar kom fram tillaga sem var í þessa átt. Enginn hefði einkarétt á svæðinu, en lokað fyrir akstur í tiltekinn tíma en á öðrum tímum væri hægt að fara þarna um á ökutækjum. Semsagt ágæt málamiðlun var á borðinu og studd flestum (þó ekki öllum) útivistarfélögum og samkvæmt því sem ég kemst næst var þessi tillaga studd af svæðisráði vestursvæðis þjóðgarðsins. Stjórn þjóðgarðsins ákvað hins vegar að líta framhjá þessu öllu og setja reglur þannig að aðeins mætti ganga þarna, gönguhópar án trúss fengju einkarétt á svæðinu. Ég held að þetta tiltekna mál sé það sem valdi mestum hita gagnvart þessari verndaráætlun og þessi ákvörðun er að spilla verulega fyrir þjóðgarðinum sem slíkum.
Þetta er samt ekki eina málið og það er ýmislegt fleira sem hin ýmsu útivistarfélög gerðu athugasemdir við. Til að nefna eitthvað eru ákvæði um tjöldun sem eru í hæsta máta óeðlileg og í þeim ákvæðum koma höfundar reglnanna svolítið upp um sig því þar er ferðafólki beinlínis mismunað eftir ferðamáta. Ekki það að þar sé aðeins mismunað eftir því hvort menn séu gangandi eða akandi heldur líka eftir því hvernig gangan er skipulögð. Ég veit um að minnsta kosti tvo aðila sem gerðu athugasemd við þetta og bentu á mismunina en þær athugasemdir fengu ekki náð fyrir augum.
Eiginlega veit ég bara um eina athugasemd varðandi umferð ferðafólks sem skilaði árangri og það er varðandi akstur inn Heinabergsdal, en þar var það reyndar þannig að svæðisráðið var búið að leggja til að leiðin væri opin þannig að það er spurning hvort það teljist með. Semsagt nánast öllum athugasemdum sem ég hef séð var hafnað, en engum þeirra svarað með rökstuðningi heldur var staðlað innihaldslaust bréf sent í stað svars. Þetta er í mínum huga kjarni málsins. Bæði fulltrúar frá SAMÚT og 4×4 fóru á fund ráðherra og lýstu óánægju með þetta og fengu þau svör sem Sveinbjörn hefur gert skil hérna.
Þetta snýst því í raun ekki um það Árni hvort einhvers staðar sé hægt að skíða eða ganga án truflunar frá vélknúinni umferð heldur um það hvort slík skilyrði séu sköpuð með samræðu við þá sem ferðast. Auðvitað er víða hægt að ferðast á skíðum að vetri án truflunar ef maður velur svæði og leiðir í samræmi við það. Umferðin um hálendið er í raun ekki svo mikil að það þurfi að vera vandamál. Skemmtilegt dæmi að í fyrra þegar stórferð 4×4 fór um Brúarjökull voru á sama tíma nokkrir gönguskíðamenn á leið í gagnstæða átt yfir Brúarjökul og hvorugur hópurinn varð var við hinn. Á hinn bóginn er ekkert óalgengt að gönguskíðamenn á Vatnajökli velji að fara eftir ferlum jeppamanna í öryggisskyni og eru þá meðvitaðir um að mögulega muni þeir mæta eins og einum jeppahóp og hafa ekki sérstakar áhyggjur af því. Þó það geti vissulega verið óspennandi að fara t.d. á gönguskíðum eftir Mælifellssandi um páska þegar akandi umferð er hvað mest þar, þá er hins vegar hægt að fara t.d. úr Landmannalaugum í Strút að öllum líkindum án þess að sjá nokkurn bíl, ja nema bílinn sem þú varst búinn að fá til að sækja þig. Það er oft verið að gera þetta að miklu stærra vandamáli en það raunverulega er, en með því, og svo vinnubrögðum eins og voru viðhöfð við gerð verndaráætlunarinnar, er þetta gert nánast að óleysanlegu vandamáli. Umræðan gengur alltof mikið út frá tveimur öfgahópum, þ.e. göngumönnum sem fríka út ef þeir frétta af ökutæki í 5 km radíus og svo jeppamönnum sem telja að minnstu takmarkanir á akstri séu gróft mannréttindabrot. Ég held að þessir tveir hópar séu fáránlega litlir og við séum flest þarna einhvers staðar á milli. Ef lausnirnar væru hugsaðar út frá hinum breiða fjölda þarna á milli er þetta nokkuð auðleyst mál.
Kv – Skúli
03.03.2011 at 23:59 #721616Sæll Árni og takk fyrir innleggið þitt.
Margt sem sagt er er rétt og á vel heima í þessari umræðu, þú hittir þarna naglann á höfuðið, það er að taka tillit til hvors annars, en ekki bara til annars aðilans. Við sem höfum farið til fundar ráðherra og annarra aðila höfum verið að leita eftir málamiðlun, ma. að Vonarskarðið sé lokað fyrir jeppamönnum fram í september þannig að þeir sem vilja ganga um og njóta nátturunnar (án þessara þungu umferða sem um skarðið fer) án hávaðamengunnar, geta gert það á þeim tíma sem best henntar til gönguferða um það svæði, eða um sumartíma, einnig viljum við loka Snapadal (vegna heitu lauganna) og hafa einhverjar hömlur á Vikrafells leið (sem ég skil ekki, því þar vildi ég alls ekki verða bensínlaus) á þeim tíma sem gönguhópar fara þar um. Við sem fórum fyrir klúbbnum í þessu ferli vorum ekki með ofstopp eða kröfur, það eina sem við sættum okkur ekki við voru vinnubrögð stjórnar Vþj í undurbúningsvinnu við gerð dragana sem Svandís Svavarsdóttir samþykkti. Það er mjög skrítið eð þegar talað er um víðerni og hálendi Íslands þá er eins og ef einn göngumaður álpast yfir einhvað svæði þá er bara að loka því fyrir öðrum. Það er njög furðulegt að svæði eins og Vjþ. skuli stofnaður án þess að leitað sé sátta við stæðstu notendur garðsins þ.e.a.s. okkur, íslenskt útivistarfólk (göngumenn, jeppamenn , vélsleðamenn, hjólamenn, skotveiðimenn, hestamenn og aðra útivistarunnendur).
Ef litið er á ummæli Svandísar á Visir.is "Ekki allir kolvitlausir" þá verður manni orfall, er ekki frábært að stofna stæðsta þjóðgarð Evropu og vita til þess að ekki urðu allir kolvitlausir bara ca 90 %.
Spurningin sem varpað er framm eigum við að sætta okkur við svona vinnubrögð?
Hvað gerist með Þjórsár verin?
Síðan er bara lítill rani á milli … Tekur því nokkuð að sleppa honum úr sameinum bara Vþj og þjórsár verin….
Það er allt í lagi "Ekki allir kolvitlausir"Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
04.03.2011 at 08:12 #721618Árni og Skúli hafa hér rétt fyrir sér varðandi það að samræðu er þörf varðandi tillit á milli úrtivistarhópa.
Stjórn Vatnajökulsþjóðarðs hefur hins vegar sýnt í verki að þeir hafa ekki áhuga á samráði eða sanngirni. Bara lokunum og miðað við það sem fyrir liggur virðist sem driftin sé óvild og heift gegn öllu vélknúnu og stutt af öflugum aðilum sem hafa hagsmuni af því að fækka frjálsum ferðamönnum og koma þeim öllum undir hópferðir á þeirra vegum.
Miðað við siglinguna á þessu liði, þá er þetta bara byrjunin. Ætlun þeirra virðist vera að gera Ísland eins og Noregur hefur verið lengi. Loka öllu. Veltið fyrir ykkur hvers vegna Norðmenn kaupa íslenskt hugvit við smíði á jeppum fyrir sín yfirvöld. Frelsið hér hefur skapað þekkingu og færni, atvinnu án stóriðju og virkjana.
Og það sem meira er, nýsköpun án nokkurrra opinberra styrkja !
VinstriGrænir ættu að gleðjast yfir þessu og styðja en ekki jarða.Þegar við vorum að byrja vetraferðir á jeppum, ég held hreinlega að það hafi verið áður en umhverfisráðuneytið var stofnað, þá gerðum við farsælan samning við útivistarfólk. Þetta var reyndar þegar meiri snjór var hér á veturna. Þeir sem fóru fyrir skíðasvæðinu í Bláfjöllum báðu okkur um að ferðast frekar norðan Hellisheiðarvegar heldur en sunnan hans til að sýna skíðafólki tillitssemi. F4x4 hélt þessu samkomulagi á lofti á félagsfundum og þetta gekk vel. Ef misbrestir urðu á var unnið í málinu af hálfu F4x4 og báðir undu við sitt árum saman.
Ástæðan fyrir hörðum skrifum okkar nú er ekki "rörsýni" eins og Árni varar við, heldur erum við brýnd af óbilgirni þeirra sem vilja hreinlega jarða ferðafrelsi almennings á Íslandi. F4x4 gekk af fullum heilindum til samræðu og vinnu við skipulag á svæði VÞJ. Ég hvet fólk til að kynna sér sögu þeirrar vinnu og hvernig opinberir embættismenn högðu sér í því "samstarfi". Sú arfavitlausa aðgerð að loka Vonarskarði fyrir umferð annara en gangandi afhjúpa skýrt og greininlega hvað núverandi yfirvöld ætla sér.
Snorri Ingimarsson
R-16
04.03.2011 at 09:46 #721620Þakka málefnalega umræðu og upplýsingarnar. Nokkuð ljóst að það eru brotalamir á samskiptum og samráði aðila í þessu ferli öllu. Alveg rétt hjá Skúla, þessir hópar eru varla svo stórir og fjölmennir að til árekstra þurfi að koma. Sennilega ekki svo ólíkir hópar og skoðanir þegar öllu er á botninn hvolft. Enda margir í þessu öllu í bland. Menn þurfa bara að tala saman á sanngirnisgrundvelli.
Tek sérstaklega undir það sem Agnar Benónýsson sagði hér að ofan. Er eins og mælt úr mínum munni. Endalaus fjölgun ferðamanna er áhyggjuefni. Ísland á fyrst og fremst að vera fyrir Íslendinga. Flokkast líklegast undir þjóðrembu og rasisma.Kv. Árni Alf.
04.03.2011 at 09:51 #721622Ágætu félagar
Eftir að hafa fylgst með skrifum ykkar langar mig að leggja nokkur orð í belg.
Fyrir utan að vera jeppamaður að upplagi er ég faglærður leiðsögumaður með langa reynslu af ferðalögum um landið, bæði á láglendi og hálendi, vetur sem sumar á flestum gerðum faratækja, nema grasmótorum. Ég starfaði sem ökuleiðsögumaður með erlenda ferðamenn um árabil og var mikið í ferðum á staði þar sem aðgangur almennings er takmarkaður að einhverju leyti, oftast vegna náttúrlegra aðstæðna eða einfaldlega vegna staðsetningar (úr almannaleið).Einhvernveginn hef ég aldrei litið svo á að landið tilheyri frekar einum hópi en öðrum, en aftur á móti henta mismunandi árstíðir og landsvæði, mismunandi ferðamennsku. Það að það sé einhver þörf á að loka fyrir aðgengi einstakra hópa ferðamanna á í rauninni ekki að eiga sér stað í nútíma þjóðfélagi þar sem hamrað er á jafnrétti til allra mögulegra hluta í daglegu lífi landsmanna. Aftur á móti er ekkert athugavert við að ferðamenn taki tillit til hverra annarra á ferðum sínum um landið og það á náttúrulega að gilda fyrir alla ferðamenn; einhver einn hópur getur ekki átt meiri rétt en annar, það er klárt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Hinsvegar getur verið full þörf á að takmarka umferð um viðkvæm svæði, annaðhvort tímabundið, árstíðabundið eða til frambúðar, en það er ekki endilega umferð vélknúinna ökutækja sem getur þurft að takmarka. Einnig verður að taka með í reikninginn úrgang sem ferðamenn skilja eftir, hann hefur áhrif á náttúruna og er þar einfaldast að benda á Laugaveginn, milli Lanmannalauga og Þórsmerkur.
Það að einum hópi ferðamanna sé gert hærra undir höfði en öðrum bendir til að viðkomandi hópur hafi hærra og láti meira til sín taka í umræðunni. Eins eru líkur á að viðkomandi hópur hafi einhver þau tengsl innan stjórnkerfisins sem duga til að hafa áhrif án þess að það komi fram á opinberum vettvangi. Nú er ég ekki að segja að göngumenn hafi þessi áhrif, en maður hlýtur að spyrja sig hversvegna einmitt þeim hópi sé gert hærra undir höfði en öðrum. Kannski heldur ráðherra að einmitt þessi aðgerð sé gott fordæmi séð til framtíðar í skipulagi svæða utan alfaraleiða. Það er öllum sem það vilja sjá, ljóst; að eigi að banna eða takmarka mjög umferð vélknúinna ökutækja mun það leiða til mikillar skerðingar á ferðafrelsi almennings og ekki síst erlendra ferðamanna sem koma til landsins í þeim tilgangi að skoða einstaka náttúru landsins.
Mér hefur fundist allt í kringum stofnun og úfærslu laga og reglugerða í sambandi við Vatnajökulsþjóðgarðs einkennst af fljótfærni og einstrengingslegum viðvaningshætti þeirra sem að hafa komið. Sú yfirlýsing ráðherra að þetta sé gert í sátt við hagsmunaaðila stenst enga skoðun, eins og þeir vita sem hafa kynnt sér málið.
Með því að afhenda stjórn þjóðgarðsins ákvörðunarvald í sambandi við nánari útfærslu reglna er einfaldlega ódýr redding ráðherra á eigin orðstír, sem not bene, er ekki alltof góður fyrir. Það er von mín og vissa að hagsmunaaðilum muni takast að fá þar til bæra ráðamenn til að endurskoða allt ferlið svo önnur eins ósköp eigi ekki eftir að dynja yfir mig og mína í framtíðinni.
Með ósk um gott gengi til handa ferðafólki framtíðarinnar.
Steinmar
04.03.2011 at 09:56 #721624Rétt Árni. Skilgreina má túrista sem mengun.
Hér er svo smá heimadæmi:
Hvað skyldi hver túrsiti sem flogið er með hingað valda mikilli mengun ?
Hvað eru margir lítrar af eldsneyti brenndir til að koma honum hingað út á eyjuna og heim aftur?
Við félagarnir höfum aðeins skoðað þessar tölur og þær afhjúpa hvað það er mikil hræsni sem felst í þeirri náttúruvernd að banna umferð jeppa á grundvelli mengunar en hvetja til fjölgunar erlendar ferðamanna sem látnir eru kaupa leiðsögn gangandi um landið.
Svo er hér samviskuspurning til þeirra sem gengið hafa um í fjallakyrðinni á hálendinu. Þið voruð truflum með hávaða frá vélum.
Hvort voru það jeppar eða flugvélar sem trufluðu oftar ?
Svo ég tali nú ekki um sjónmengunina af völdum þoturákanna.Nefni þetta til að sýna fáránleikann í allsherjarbanni við akstri einum og sér.
Snorri Ingimarsson
R-16
04.03.2011 at 10:00 #721626"Einfaldlega af þeirri ástæðu að það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það að arka fótgangandi neðan úr byggð til þess eins að mæta vélknúinni umferð á síðustu metrunum".
Ég verð eiginlega að segja að ég skil ekki svona rök. Áttu við að sá sem seldi í gönguferðina hafi lofað einhverju öðru. Sjálfur hef ég verið að stunda göngu talsvert en að ég láti það pirra mig að sjá fólk á bílum er kjánalegt. Mín hugsun er frekar sú að við búum í frjálsu landi og allir hafa rétt á að ferðast á þann máta sem þeir kjósa. Hvaða kosti hef ég til þess að fara um hálendið gangandi með konuna, börnin (1 árs, 4 ára og 9 ára). Þetta er svo fjarstæðukennt að loka landinu nema fyrir gangandi umferð, líka á veturnar. Þetta er að verða eins og einn stór gólfvöllur, eingöngu ætlaður fyrir útvalda og þá sem eru barnlausir.
Sjálfur var ég stuðningmaður þess sem vinstri grænur voru að gera en það er liðin tíð, svona einstrengis ákvarðanir eru til þess að stimpla svona flokka út. Og svarið við því að lækka ekki eldsneytisverð var að við getum bara keypt okkur nýjan bíl og látið metanvæða hann. Kostar ekki nema nokkrar milljónir ofan á þær sem lánin okkar hafa hækkað.
Jæja best að hætta þessu rausi og halda áfram að vinna fyrir reikningunum.
Kveðja, Theodór.
04.03.2011 at 12:22 #721628Ég hef svolítið gengið um landið, milli fjalls og fjöru, og staðreynd málsins er sú að maður þarf ekki að fara langt til að vera algjörlega laus við alla vélknúna umferð, einfaldlega vegna þess að það tekur ekki nema stundarkorn að komast á staði þar sem vélknúin umferð einfaldlega kemst ekki. Það er nóg að fara yfir einn skurð eða upp í fjallshlíð og þá er engin hætta á að maður verði fyrir ónæði akandi umferðar, en það er eins víst að maður gæti hrasað skeinipappír ef maður passar sig ekki.
Kv. Steinmar
04.03.2011 at 14:00 #721630"Einfaldlega af þeirri ástæðu að það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það að arka fótgangandi neðan úr byggð til þess eins að mæta vélknúinni umferð á síðustu metrunum".
Verður fólk þá rosalega pirrað af því að það var að arka eitthvað sem það gat ekið?
Er fólk að arka frá A-B til þess eins komast að B en ekki til þess að njóta þess að arka á milli A og B?
Er fólk ekki þá eitthvað að miskilja ferðamennsku yfir höfuð?Kveðja
Jeppakall sem elskar að arka milli A og B.
04.03.2011 at 14:09 #721632Ég hef ferðast um hálendi Íslands að sumri og vetri í áratugi og átt þar góðar stundir hvort sem er akandi eða gangandi. Aldrei hef ég upplifað að aðrir ferðamenn væru að trufla mig á einhvern hátt og í raun var það bara góð upplifun að vita af einhverjum á ferðinni í kringum sig.
Það sem nú er verið að gera með verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð að mismuna ferðafólki eftir því hvernig verið er að ferðast, nær engri átt í nútíma samfélagi. Hvers vegna ættu ferðamenn sem ferðast gangandi að hafa forgang? Hvers vegna ættu þeir sem eru gangandi að hafa forgangsrétt til að eiga frátekin svæði á hálendinu fyrir sig? Hvers vegna hafa ekki aðrir ferðamenn sem fara um með öðrum hætti, líka forgang á sín eigin svæði á hálendinu? Það hljóta allir skynsamlegir aðilar að sjá hversu fáránleg þessi mismunun er.
Það sem vekur furðu eru að markmið og tilgangur stjórnvalda með stofnun á Vatnajökulsþjóðgarði virðist vera að ferðamannavæða hálendið. Gæti verið að í þeim efnum fari sameiginlegir hagsmunir stjórnvalda og Ferðafélags Íslands saman og þess vegna hafi þessi einagrunarstefna um lokuð svæði fyrir göngufólk komið til. Í framtíðinni verður þá lílklega ekki hægt að ferðast um hellstu náttúruperlur landsins nema í skipulögðum gönguferðum á vegum Ferðafélags Íslands, sofa í skálum eða á tjaldsvæðum sem rekið er að þeim og ganga örna sinna í kömrum á þeirra vegum og greiða gjald fyrir. Það fer þá ekkert á milli mála að [u:yhdc1qp3]verið er að úthluta Ferðafélagi Íslands hálendi Íslands til framtíðar, svipað og gert var með kótann á sínum tíma.[/u:yhdc1qp3]
Við verðum að stíga niður fæti og stoppa þessi mál af áður en þau fara lengra. Við erum með ný náttúruverndarlög, landnýtingarráætlun, stækkun Þjórsárvera, stofnun Geo Park vísindagarða og fleira á leiðinni. Það er búið að sýna sig að ekkert samráð á að vera við almenning eða félagasamtök og öfgastefnu umhverfissinna í Vinstri grænum og Ferðafélags Íslands skal hrundið í framkvæmd með kjafti og klóm. Það er búið að troða á okkar hagsmunum í öllum málum til þessa og sýna okkar sjónarmiðum það mikla fyrirlitningu að nú höfum við frítt spil. [b:yhdc1qp3]Það er kominn tími til að við setjum okkar baráttu í þann búning að stjórnvöld og Ferðafélag Íslands skilji að okkur er alvara með okkar baráttu fyrir ferðafrelsi.[/b:yhdc1qp3]
Guðmundur G. Kristinsson
04.03.2011 at 17:06 #721634Þá vitum við það, allt fullkomlega löglegt og samráð eins og best verður á kosið er niðurstaða opins fundar umhverfisnefndar með umhverfisráðherra. Þetta var eiginlega sama bullið og hefur verið sett á borðið hjá okkur í gegnum allt ferlið. Við hlustum á ykkur, lofun að vinna með ykkur, en keyrum þessi mál í gegn eins og okkur hentar.
Hvers vegna var sáttatillögunni um Vonarskarð hafnað, þar hefðu allir aðilar geta farið sáttir frá málinu og hægt hefði verið að aka um Vonarskarðið seinni hluta sumars. Hvers vegna þarf að loka Heinabersdal og Vikrafellsleið? Engin svör við þessu endurspegla hrokan sem einkennir alla framkomu stjórnvalda í þessum málum. Stjórnvöld telja sig ekki þurfa að rökstyðja málin eða yfirleitt svara neinum athugasemdum sem gerðar eru.
Við sem viljum ferðast um öðruvísi en fótgangandi vorum svikin af fulltrúum Ferðafélags Íslands í svæðaráðunum í undirbúningi að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, en það eru þeir aðilar sem vísað var til á fundinum að haft hefði verið löglegt samráð við. Við sitjum uppi með þetta og getum líklega engu breytt um þessa niðurstöðu. Við þurfum að læra af þessu að eiga aldrei samstarf við Ferðafélag Íslands í framtíðinni og vinna okkkar mál af festu innan landsamtakanna Ferðafrelsi, þar er vettvangurinn.
Samút er með fund þann 10. mars og hverjir verða settir inn á þeim fundi sem fulltrúar í svæðisráð og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs? Þarna má ekki sofa á verðinum og við verðum að tryggja að nýir fulltrúar verði úr okkar röðum, en ekki frá FÍ. Þarna má ekki gefa neitt eftir, ef við fáum ekki okkar fulltrúa inn, þá verðum við að hafna þessu fyrirkomulagi og krefjast þess að koma inn aðilum frá landsamtökunum Ferðafrelsi.
Guðmundur G. Kristinsson
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.