FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Verndaráætlun staðfest af umhverfisráðherra

by Guðmundur G. Kristinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Verndaráætlun staðfest af umhverfisráðherra

This topic contains 78 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón G Snæland Jón G Snæland 14 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 28.02.2011 at 16:52 #217677
    Profile photo of Guðmundur G. Kristinsson
    Guðmundur G. Kristinsson
    Participant

    Þá kom það loksins, Svandís hefur samþykkt verndaráætlunina um Vatnajökulsþjóðgarð. Sá fyrirvari er þó gerður að að æskilegt sé að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skoði betur þann kafla áætlunarinnar sem lýtur að samgöngum, í samstarfi við helstu hagsmuna- og umsagnaraðila.

    Enn og aftur er lokað máli hjá stjórnvöldum sem snýr að okkar hagsmunaumhverfi án þess að nokkuð tillit sé tekið til okkar athugasemda. Hvað þarf eiginlega til að stjórnvöld fari að vinn að þessum málum í samráði og samvinnu við hagsmunaaðila eins og Ferðaklúbbinn 4×4. Þurfum við kannski að breyta einhverju hjá okkur?

    Á meðan okkar hagsmunir eru fótum troðnir eru hagsmunir gönguelitunnar hafðir í hávegum og ákveðnir hagsmunaaðilar þar eru búnir að yfirtaka flestar okkar ferðamannaperlur og komnir vel á veg með að loka þessu öllu fyrir sig.

    Nú er kominn tími til að breyta áherslum og nota aðrar og árangursríkari leiðir til að vinna að okkar hagsmunamálum.

    Guðmundur G. Kristinsson

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 78 total)
← 1 2 3 4 →
  • Author
    Replies
  • 01.03.2011 at 20:05 #721556
    Profile photo of Heiðar S. Engilbertsson
    Heiðar S. Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 414

    Ég er ordinn illa pirradur út í PÁÁ og er búinn ad henda øllum bókunum hans sem ég átti í kamínuna og er ordinn svo illa innrættur ad ég vona ad hann fái svona eitt stykki mús í hné, thannig ad hann geti ekki gengid langtímum saman med fullvaxinn bakpoka. Ég get thad ekki eftir tvo bakuppskurdi.

    Einn pirradur í Noregi

    HSE





    01.03.2011 at 20:30 #721558
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Maður sem felur augun bak við þykk sólgleraugu þekkir eigið innræti.

    Kv. SBS.





    01.03.2011 at 20:32 #721560
    Profile photo of Árni Freyr Rúnarsson
    Árni Freyr Rúnarsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 298

    Eftir að hafa lesið skrif PÁÁ er ég nánast orðlaus.
    Stjórnarmaður í FERÐAfélagi Íslands er stoltur af henni Svandísi og þakkar henni fyrir að skerða FERÐAfrelsi okkar, þetta er ekki alveg að ganga upp í hausnum á mér, ætti ferðafélag ekki að standa vörð um ferðafrelsi og leggjast gegn svona skerðingu ferðamanna í heild sinni, þetta skerðir ferðafrelsi göngumanna ekkert, en hvað með ferðafrelsi jeppamanna, hestamanna og skotveiðimanna á að vanvirða okkur og troða á okkur.

    Nú skulum við reikna dæmið til enda.
    Það þarf fleiri starfsmenn í stækkaðan þjóðgarð og það kostar sitt, svo þurfa þessir starfsmenn væntanlega farskjóta til að komast leiðasinna í þjóðgarðinum, bíllinn kostar sitt, en þeir ferðast varla um á hesti, en góður hestur kostar jú svipað og sæmilegur bíll.
    Þá þarf eldsneyti á þetta farartæki, hei fyrir hestinn eða einhverja olíu/bensín ef þeir fá bíl, viðhald á bílnum já eða ummhirðu á hrossi.
    En ef eithvað kemur uppá þá er ´buið að loka mörgumleiðum svo landverðir komast seint ef þeir komast yfir höfuð og hver á þá að sinna þessu óvænta, er það þyrlusveit landhelgisgæslunnar, og hvað kostar það?

    Þannig að þegar öllu er á botninn hvolft þá þýðir þetta skattahækkun eða skerðingu á þjónustu annarstaðar, td meira óöryggi fyrir sjómenn, eða skerta heilbrygðisþjónustu því ekki lækka þeir launin sín og ekki fækkaþeir vinnuhópum eða nefndum, nei þeir fjölga vinnuhópum og nefndum frekar.

    Þannig að þetta er vanvirðing við ferðamenn Íslands og óbein árás á landsmenn alla.
    Og ættu stjórnarmenn Ferðafélags Íslands að sjá hag sinn í að berjast fyrir réttindum síns markhóps, sem virðist vera göngumenn engöngu og trússarar.

    Og að lokum til að "tryggja" mig vill ég byðjast velvirðingar ef ég særði einhvern FERÐAMANN.

    Með sorgarkveðju
    Árni F.





    01.03.2011 at 20:36 #721562
    Profile photo of Þorvarður Hjalti Magnússon
    Þorvarður Hjalti Magnússon
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 170

    Heggur sá er hlífa skyldi.

    Nú hefur umhverfisráðherra staðfest hina mjög svo umdeildu Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
    Ætla mætti að hún og allt það fólk sem að þessum gerningi stendur séu hörðustu virkjanasinnar landsins.
    Við sem ferðumst með börnin okkar um landið, bæði hálendi sem og sveitir landsins, erum að ala upp náttúruverndarfólk framtíðarinnar.
    Við kynnum þeim landið og kennum þeim að umgangast það af virðingu.
    Við notum jeppa til að koma þeim til fjalla og förum stuttar gönguferðir til að skoða áhugaverða staði.
    Við ferðumst með þau bæði sumar og vetur. Þau skynja vel að við foreldrarnir erum ákafir föðurlandsvinir og náttúruunnendur þó svo að við ferðumst á jeppum.
    Þessi börn geta ekki farið í margra daga gönguferðir.
    Gerir umhverfisráðherra sér grein fyrir hvað’ hún er að taka af æsku landsins.
    Þau vilja geta notið landsins þegar þau fullorðnast og skilja vel nauðsyn þess að ganga vel um í hvívetna.

    Stendur í raun til að koma upp kynslóðum íslendinga sem verður alveg sama um landið okkar vegna þess að þau fá ekki tækifæri til að kynnast því?

    Með þessu er verið að slæva, og í framtíðinni eyða náttúruvitund unga fólksins.

    Þetta unga fólk mun ekki standa vörð um náttúruna í framtíðinni ef það fær ekki að kynnast kenni að eigin raun.

    Það er skylda allra sem að þessu koma að ná sátt um Vatnajökulsþjóðgarð.

    Hjalti R-14





    01.03.2011 at 20:56 #721564
    Profile photo of Friðrik S. Halldórsson
    Friðrik S. Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 17
    • Svör: 129

    Sæl öll.

    Ég verð að segja að maður er hálf dofinn. Hvernig er hægt að láta fámennann hóp göngumanna loka fyrir aðgengi almennings að stórum hluta hálendisins. Það, að ráðherra skuli staðfesta þetta er dæmi um yfirgang og hroka gagnvart meginþorra landsmanna.
    Það er verið að loka á fullt af fólki sem hefur gaman af að ferðast, en getur ekki eða vill ekki ferðast fótgangandi. Hvernig á barnafólk að ferðast, ekki ber það ungviðið langar leiðir á bakinu um svæði þar sem ekkert húsaskjól er að fara í.
    Það er bara verið að loka þessum svæðum, það er niðurstaðan úr þessu. Líklega gleymast þau í tímans rás þar sem enginn getur farið um, nema örfáir útvaldir sem ferðast á mjög svo takmörkuðu ferðatímabili (júlímánuður).
    Það er alveg ljóst að þetta er bara byrjunin, nú eiga bara fleiri svæði eftir að koma.

    Ég spyr
    Fyrir hvern er verið að loka ? Þetta er eins og í James Bond mynd þar sem menn loka eyðimörk,
    til þess eins að geta falið í ró og næði, úrgangi.
    Hverjar eru viðbótartekjurnar fyrir Ísland að gera þetta mikla "víðerni"?
    Hafa menn séð áætlanir um fjölda göngumanna um þetta svæði og því hverju hver göngumaður skilar í búið fyrir Íslendinga?

    Þetta er svo mikið bull að ég á erfitt með mig.
    Við verðum að fylgja þessu fast eftir.
    kveðja
    Friðrik





    01.03.2011 at 23:36 #721566
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sælir
    Eru menn búnir að sjá hve margir hafa sent inn mótmæli vegna undirskriftar Svandísar, nú síðast Veiðileiðsögumenn.
    Ég hjó eftir því í viðtalinu hjá Svandísi eftir undirskriftina minntist hún á að auðvita ættu einhverjir eftir að mótmæla, þessu var kastað fram eins og við sem vorum að mótmæla skiptum ekki máli.
    Hvernig er það orðið með stjórnsýsluna er þessum mönnum orðið alveg lífsins ómugulegt að gera einhvað af viti.

    Nú er mál hjá okkur að láta í okkur heyra við verðum að mótmæla og gera það kröftuglega. Látum ekki menn eins og Pál Ásgeir pirra okkur maður sem fer hamförum um málið, situr í stjórn FÍ sem ætti að vera félag sem stæði við hlið okkar en samkvæmt mínum skilningi situr í hópi andstæðinga okkur. Ekki hef ég heyrt hósta né stunu úr herbúðum FÍ bara séð pistlana frá stjórnarmanni þess félags. Margir aðilar velta fyrir sér stöðu okkar gagnvart FÍ. En ekki meira um það það er þeirra mál að hreynsa til hjá sér.
    En eins og áður sagði gerum einhvað og gerum það flott, fundurinn á miðvikudaginn verður með lögfræðingum okkar og nýja herráðinu. Allir þeir sem vilja gera eitthvað og hafa áhuga eiga að mæta. Fundurinn er opin fyrir alla sem vilja legg málinu lið.

    Kveðja
    Sveinbjörn





    01.03.2011 at 23:56 #721568
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Sælir.

    Gott viðtal í kvöld. Sveinbjörn; eru þið með fjarfundabúnað þar sem þið verðið annað kvöld?
    Við í Eyjafjarðardeild verðum á sama tíma með fund í ferðafrelsisnefnd, væri gaman að geta sameinað fundina í gegnum fjarfundabúnað.

    Kveðja
    Elli.





    02.03.2011 at 00:23 #721570
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sæll Elli fundurinn er á miðvikudaginn eftir viku, það væri asskoti flott að setja svona búnað upp. skoðum málið.

    sjáumst á föstudaginn.

    Kveðja
    Sveinbjörn





    02.03.2011 at 00:40 #721572
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Sæll Sveinbjörn.

    Ok. Við verðum búnir að rýna vel fyrir föstudag.

    Sjáumst.
    Kv; Elli.





    02.03.2011 at 07:16 #721574
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Samráðsleysið við Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneytið, er orðið að löngu ritsafni um nánast ekki neitt nema klúður . Allavega ekki neinu sem skilað hefur neinum árangri hjá útivistarfólki sem notar annan ferðamáta en tvo jafnfljóta. Við höfum lent í hreinu raðtapi í baráttu okkar fyrir samráði og skinsamlegum lausnum. Ferðaklúbburinn 4×4 hefur ávalt verið boðin og búinn til þess að axla ábyrgð og taka þátt í öllum þeim verkefnum sem Umhverfisráðuneytinu hefur dottið í hug á hverjum tíma. Án fárra undantekning hefur ráðuneytið slegið á útréttar hendur útivistarfólks. Vatnajökulsgarður er þar ekkert einsdæmi. Reykjarnesfólkvangur er kannski gleggsta dæmið. Í átaksverkefni vegna Reykjarnesfólkvang sem Svandís var að hrinda af stað, þá buðu bæði Slóðavinir og F4x4 fram aðstoð sína. Umhverfisráðherra fagnaði þessu með pósti fyrir tveim árum, síðan hefur ekkert heyrst. Þrátt fyrir að eftir því hafi verið gengið. Stækkunarferlið í Þjórsárverum hefur verið með sama hætti. Þar sem Ferðaklúbburinn 4×4 er án nokkurs vafa helsti hagsmuna aðilinn. Og sá eini sem á fasteign á staðnum og eini aðilinn sem viðheldur slóðakerfinu í og við friðlandið. Þrátt fyrir það. Var ákveðið, loks þegar F4x4 fengu loks aðkomu að málinu, eftir nokkra ára tuð. Að fulltrúar F4x4 fengju 7 mínútur og 30 sekúndur til þess að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum. 7 mínútur og 30 sekúndur segi ég aftur ef einhver skildi halda að þetta væri innsláttarvilla. Hvað varðar samráðið í meintum þjóðgarði sem kenndur er við Vatnajökul. Þá má þakka þeim Ingibjörgu hjá háskólasetrinu á Höfn og Eydísi oddvita ásahrepps fyrir það litla sem við höfum fengið að segja um málefni verndaráætlunina. Ég hvet alla að mótmæla á þessum link hérna að neðan. http://www.facebook.com/home.php?sk=gro … 6804191951
    Siv Friðleifsdóttir
    Lagði fram fyrirspurn um verndaráætlun vegna Vatnajökulsþjóðgarðs á þinginu í gær http://www.althingi.is/altext/139/s/0941.html

    Fyrirspurn til umhverfisráðherra um verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.
    Frá Siv Friðleifsdóttur.
    1. Gáfu stjórnvöld í aðdraganda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs og vinnslu verndaráætlunar fyrir hann fyrirheit um að hefðbundnum nytjum, svo sem veiðinytjum á grundvelli sjálfbærrar nýtingar, yrði viðhaldið innan þjóðgarðsins? Ef svo er, í hverju voru þau fyrirheit fólgin og í hvaða skýrslum eða öðrum gögnum koma þau fram?
    2. Var haft samráð við útivistarhópa, svo sem Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) og Ferðaklúbbinn 4×4, við gerð verndaráætlunar fyrir Vatnajökulsþjóðgarð? Ef svo er, í hverju fólst það samráðsferli?
    3. Hver er að mati ráðherra ástæða þess að útivistarhópar, svo sem Skotvís og Ferðaklúbburinn 4×4, líta svo á að þeir hafi verið blekktir og telja að samráðsferlið hafi verið algerlega ófullnægjandi?
    4. Mun ráðherra beita sér í því að ná sáttum við þá útivistarhópa, svo sem Skotvís og Ferðaklúbbinn 4×4, sem eru óánægðir með núverandi verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð? Kemur til greina að endurskoða áætlunina?
    Skriflegt svar óskast.





    02.03.2011 at 21:09 #721576
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Ég hef verið að velta fyrir mér hver sé raunverulegur hvati að stofnun þjóðgarða og ég kem bara auga á 3 atriði.

    1. Tryggja að ekki sé virkjað á svæðinu.
    2. Tryggja embættismönnum ofurvald yfir svæðinu.
    3. Ferðaþjónustan fái stimpil á rassinn um að hér séu "ósnert víðerni" og þjóðgarðar.

    Fyrir þessi markmið á að banna almenningi að ferðarst á eigin vegum um fjölmargar leiðir þar sem ekki er nokkur hætta á landspjöllum.

    Í lögum um náttúrvernd koma fram markmið um að auðvelda aðgengi almennings. Þetta fólk sem starfar að VÞJ hefur gengið þvert gegn þessu markmiði með því að takamarka mjög ferðafrelsi almennings og beitt við það valdníðslu sem nú mun verða látið reyna á fyrir dómstólum hvort sé lögmæt. Mín skoðun er sú að best væri að spara skattgreiðendum launakostnað þess fólks með því að leggja störf þess niður.





    02.03.2011 at 21:35 #721578
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Sælir félagar
    Ofsi og Snorri góðir.
    Kveðja,
    Elli.





    02.03.2011 at 21:40 #721580
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    það verður opinn fundur á föstudag. sjá meira hér:

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/ … araaetlun/





    02.03.2011 at 21:44 #721582
    Profile photo of Trausti Kári Hansson
    Trausti Kári Hansson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 320

    Er það rétt að Ferðafélag Íslands sé að vinna gegn okkur í þessu máli

    http://eyjan.is/2011/03/02/tolvubref-ah … %E2%80%9C/
    Ef svo er þá er spurning að segja sig úr því félagi

    Kveðja Trausti





    02.03.2011 at 22:02 #721584
    Profile photo of Sigurbjörn H. Magnússon
    Sigurbjörn H. Magnússon
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 207

    Eftir áralangt hlé ákvað ég í fyrra að ganga aftur í Ferðafélag Íslands og var það einkum glæsileg árbók félagsins, sem freistaði mín. Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki hugsað mér að vera í félagi þar sem títtnefndur Páll Ásgeir situr í stjórn.
    Ég hef því ákveðið að skrá mig úr félaginu. Mér sýnist einnig að Útivist sé mun skárri kostur. Þar er þó alltént jeppadeild, sem býður upp á ýmsar áhugaverðar ferðir að mér virðist.

    Kv. Sigurbjörn.





    02.03.2011 at 22:43 #721586
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Ég mæli eindregið með, að þið sem eruð í bæði í Ferðafélagi Íslands og Ferðafélagi 4×4 takið stöðu með eða á móti ferðafrelsi á Íslandi með því að skrá sig úr öðru félaginu.

    Hagsmunir þessara félaga virðast ekki fara saman lengur. Skýrasta dæmið er að
    FÍ vinnur nú markvist að því að laga vegi og jafnvel malbika að skálum sínum en er á sama tíma að vinna gegn því að f4x4 geti ekið að Setrinu.





    02.03.2011 at 23:17 #721588
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/ … araaetlun/

    Er þetta upphafið að endalokum Svandísa Svavarsdóttur





    03.03.2011 at 00:07 #721590
    Profile photo of Ágúst Þór Guðbergsson
    Ágúst Þór Guðbergsson
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 702

    Er hún ekki ein af þessum læðum á Alþingi með níu lif. ? Hvað eru mörg eftir. ?





    03.03.2011 at 00:14 #721592
    Profile photo of Hörður Birkisson
    Hörður Birkisson
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 94

    Tvent í þessari stöðu Mæta á aðalfund allir þeir sem eru í 4×4 og eru í FÍ og hreinsa til þar
    eða allir sem einn félagar í 4×4 að skrá sig úr félaginu FÍ . Hvor leiðin er betri ?





    03.03.2011 at 00:22 #721594
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Sælir.
    Mæli með fyrri aðferðinni.
    Kveðja.
    Elli.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 78 total)
← 1 2 3 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.