Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Verndaráætlun staðfest af umhverfisráðherra
This topic contains 78 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 13 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.02.2011 at 16:52 #217677
Þá kom það loksins, Svandís hefur samþykkt verndaráætlunina um Vatnajökulsþjóðgarð. Sá fyrirvari er þó gerður að að æskilegt sé að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skoði betur þann kafla áætlunarinnar sem lýtur að samgöngum, í samstarfi við helstu hagsmuna- og umsagnaraðila.
Enn og aftur er lokað máli hjá stjórnvöldum sem snýr að okkar hagsmunaumhverfi án þess að nokkuð tillit sé tekið til okkar athugasemda. Hvað þarf eiginlega til að stjórnvöld fari að vinn að þessum málum í samráði og samvinnu við hagsmunaaðila eins og Ferðaklúbbinn 4×4. Þurfum við kannski að breyta einhverju hjá okkur?
Á meðan okkar hagsmunir eru fótum troðnir eru hagsmunir gönguelitunnar hafðir í hávegum og ákveðnir hagsmunaaðilar þar eru búnir að yfirtaka flestar okkar ferðamannaperlur og komnir vel á veg með að loka þessu öllu fyrir sig.
Nú er kominn tími til að breyta áherslum og nota aðrar og árangursríkari leiðir til að vinna að okkar hagsmunamálum.
Guðmundur G. Kristinsson
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.02.2011 at 18:33 #721516
Klúbburinn verdur ad fara alla leid med thetta mál, upp í hæstarétt ef á tharf ad halda, sama hvad thad kostar. Nú er kominn tími á ad ráda okkar gamla formann Bjørn Thorra og tækla thetta mál. Hann er vanur ad vinna og Svandís er vøn ad tapa svo kýla á thad, ef ekki má alveg eins leggja klúbbinn nidur.
Kvedja frá Noregi, thar sem allt er bannad, nema thad sé sérstaklega leyft.
Heidar
28.02.2011 at 18:46 #721518Ég verð að segja að ákvörðun Svandísar veldur miklum vonbrigðum. Ég hélt að ráðherra vissi hvað hann væri að gera, en eins og alltaf þá er eins og lög (stjórnsýslulög) séu eingöngu fyrir okkur smælingjana þeir hinir háu herrar þurfa ekki að fara eftir þeim. Nú er bara næsta skref að fara alla leið..
Þetta mál verður ekki gefið eftir, klúbburinn er tilbúinn að fara með málið alla leið.Stöndum saman um að stöðvum þessa vitleysu.
Sveinbjörn Halldórsson
28.02.2011 at 18:57 #721520Stjórnsýslukæran hlýtur að vera kominn í póst
28.02.2011 at 19:13 #721522Hvernig líst þér á Jón, ert þú búin að lesa greinagerðina þar sem framm kemur að öllum hafi verði svarað með almennum hætti??????
Hvar var það sem Svandís missti þráðinn?
Einnig var sagt að vegna hugsanlegra fjölgunnar göngumanna….Hvaða rugl er þetta, er þetta fólk ekki í lagi.
28.02.2011 at 19:15 #721524Það hlýtur að stefna í stórferð í sumar, t.d. um Vonarskarð og/eða Vikrafellsleið …… Kannski stikun á þessum fallegu leiðum ?
kv. Óli
28.02.2011 at 19:19 #721526Það er mikið að hjá Svandísi, henni er reyndar slétt sama um sannleikan. Þarf ekki að pósta honum hérna inn
28.02.2011 at 19:36 #721528Svartur dagur! Ef ég ætti fánastöng væri flaggað í hálfa. Hins vegar dettur manni hugtakið borgaraleg óhlýðni í hug sem gerist ekki oft.
Slæmar stundir
Tryggvi
28.02.2011 at 19:47 #721530Réttast er að kæra Þjóðgarðinn strax fyrir brot á verndaráætluninni enda hefur þjóðgarðurinn brotið af sér við byggingu herfilegs skýlis landavarða við Lakagíga, sem stingur íllilega í stúf við allt umhverfis.
Að staðfesta verndaáætlununina til 10 ára og seigjast beina tilmælum til stjórnar garðsins um að endurskoða hluta áætluninnar, er bara að sama og seigja hundruðum að éta skít.Þetta er ófyrirleitið og ósmekklegt og sýnir okkur slæmt innræti þessarar manneskju sem hefur mottóið: "Tilgandurinn helgar meðalið"
Kveðja Dagur
28.02.2011 at 20:46 #721532Áttuð þið virkilega von á einhverju öðru frá Svandísi. Það stóð aldrei til af hennar hálfu að breyta nokkrum hlut. Allar athugasemdir hennar í þá veru að taka tillit til okkar voru og eru bara til þess að losna við okkar málstað af borðinu um hríð. Og enn er hún að með einhverjum hugmyndum um að hugsanlega mætti athuga einhverja þætti og þá einhverjir aðrir en hún. Ég verð að segja að ég reiknaði aldrei með að nokkrum hlut yrði né verði breytt. Þess vegna mætti ég í jarðarför ferðafrelsins síðastliðið haust, af því að það var jarðað og verður þannig.
Þessi rikisstjórn kann bara að banna og skattleggja!
Kveðja:
Erlingur HarðarSvo segi ég enn og aftur; Burt með þessa ríkisstjórn.
28.02.2011 at 21:02 #721534Ekki eru minni vonbrigði við að lesa greinargerð ráðherra þar sem reynt er að skýra gerðirnar. http://www.umhverfisraduneyti.is/media/ … erdpdf.pdf
Þar segir ma að leið almennings til að hafa áhrif á áætlunina hafi verið í gegnum athugasemdaferlið. Þar sem mörg hundruð ábendingar, spurningar og mótmæli voru borin fram. Ekki var tekið tillit til einnar einustu athugasemdar, þetta kallar ráðherra góða og gilda stjórnsýslu
Smári Sigurðsson
28.02.2011 at 23:16 #721536Þetta fór eins og ég óttaðist. Svandís tók stjórnarmönnum F4x4 vel í haust og bað menn að fara ekki gegn sér í fjölmiðlum á meðan hún væri að athuga málið. Í veikri von um réttsýni og skynsemi af hennar hálfu var henni hlíft við árásum vegna fáránlegra fyrirætlana stjórnar Vatnsjökulsþjóðgarðs um takmarkanir á ferðafrelsi almennings.
Svo liggur málið hjá henni í nokkra mánuði og fyrirvaralaust stingur hún okkur núna i bakið með því að staðfesta þessa lögleysu án þess að ræða frekar við okkur. Ég tel næsta víst að hún hafi allan tímann ætlað að gera þetta, bara verið að bíða þess að umræðan hægðist aðeins.
Ráðherran vílar greinilega ekki fyrir sér að skrifa uppá augljós lögbrot í stjórnsýslunni.
Og það í beinu framhaldi af því að vera gerð afturreka fyrir hæstarétti með annað lögbrot.Ekkert er eftir nema stjórnsýsluákæra af hálfu F4x4 og samstarfsfélaga sem berjast fyrir ferðafrelsi einstaklinga á Íslandi.
Nú dugar ekkert nema harkan gegn þessu liði sem vill sölsa hálendið undir ofurvald embættsimanna og hagsmunaðila undir fölskum merkjum náttúrunverndar.
Svandís hefur nú sýnt í verki að hún bakkar upp vinstraliðið sem hatast útí þá sem hafa dug í sér til að byggja faratæki og ferðast sá eigin vegum um okkar harðbýla og víðáttumikla land. Því miður er það svo að hagsmunaöflin sem vilja taka hálendið af okkur nýta sér óvild vinstrimanna i okkar garð, óvild sem er byggð á þeim misskilningi að leiðin til að vernda íslenska náttúru sé að hefta ferðafrelsi almennings.
Snorri Ingimarsson,
fyrrverandi frjáls ferðamaður
01.03.2011 at 00:10 #721538Sæl
Ferðafrelsi hélt stjórnarfund núna í kvöld þar sem kosið var í stjórn og búið til nýtt verkfæri sem heitir HERRÁÐ og er eingöngu skipað mönnum til að setja saman aðgerðaráætlun og mótmæli gegn þessu skýlausa broti ráðherra gagnvart okkur. Mig minnir að á einum fundin með ráðherra þá leit málið mjög vel út og Svandís ættlaði að skoða okkar mál og finna lendingu, hvað fengum við jú brotlendingu.
Ég lofaði á þeim fundi að Ferðaklúbburinn 4×4 og aðildarfélög færu ekki gegn ráðherra meðan hann væri að skoða plögginn, nú er hann búinn að skoða og skrifa.
Friðurinn er búinn, við sættum okkur ekki við úrskurð ráðherra, hann hefur sjálfur skemmt fyrir stofnun stæðsta þjóðgarðs Evrópu. Meðan málin eru svona verðum við alltaf á móti stofnun þjóðgarðsins og allt er honum viðkemur. Stjórnvöld hafa sýnt og sannað að álit einstaklinga eins og okkur, sem erum stæðsti hópur notenda hálendis Íslands, hefur ekkert að segja við erum bara að pípa.
Í álitsgerð er sagt að okkur hafi verið svarað á málefnalegan hátt ????? Ef þetta svar frá stjórn Vatnaökulsþjóðgarðs er málefnalegt að mati ráðherra þá spyr ég hvað er ómálefnalegt.Ég er orðin efins um að Svandís sé hæf til að stýra því ráðuneyti sem hún hefur, má þar nefna nýliðinn útskurð Hæstaréttar svo ekki sé minnst á upphlaupið vegna nýju náttúruverndalagana. Verða þau afgreidd á sama hátt og Vatnajökulsþjóðgarður.
Verða Þjórsárverin stimpluð og undirrituð án samráðs við útivistarfélög.Síðan spyr ég einnar spurningar er göngufólk betra útivistarfólk en aðrir. Af hverju þurfum við endalaust að taka tillit til þeirra en þeir ekki til okkar. Skotveiði er bönnuð við Snæfell því það er möguleiki á að umferð göngumann aukist á svæðinu.
Eitt að lokum þeir sem vilja aðgerðir eru beðnir um að koma á fund upp á Höfða á miðvikudaginn næsta.
Nú er komin tími til að sýna tennurnar. Látið heyra í ykkur tökum höndum saman og gerum eithvað, mótmælum ákvörðun Svandísar og mótmælum stofnun þjóðgarðsins í þeirri mynd, sem verið er að koma á laggirnar.Fáum þjóðgarð fyrir alla Íslendinga en ekki einhvern fámennan hóp sem er búin að hreyðra um sig í skrifræðinu og stjórnar því hvort og hernig við getum skoðað náttúru Íslands.
Þetta er gott í bili en ég gæti haldið endalaust áfram..
Kveðja
Sveinbjörn Haldórsson
formaður Ferðaklúbbsins 4×4
01.03.2011 at 10:13 #721540Athugið.
Fundurinn er á miðvikudaginn 9. mars upp á Höfða kl. 20:00
Kveðja
Sveinbjörn
01.03.2011 at 11:01 #721542Hef sett upp sorgarslaufu… spurning að fá límmiða sem eru þannig að flaggað sé í hálfa stöng.
01.03.2011 at 12:01 #721544"Guttenberg segir af sér" Þarna í Þýskalandi eru alvöru stjórnmálamenn, stela nokkrum setningu úr kennibókum, viðurkenna og taka pokann sinn.
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2011/0 … ir_af_ser/
Hér mega þingmenn drulla yfir menn, svívirða, ljúga, koma dónalega fram, brjóta lög marg oft, vera dæmdir af Hæðstarétti (og einnig fyrir þjófnað), bróta á mér persónulega lög eins og fleiri sem sendu einn umsögn vegna V.J.Þ. og ég veit ekki hvað en !, allt í lagi ?, þeir sitja sem fastast og gefa okkur skrælingjunum bæði tunguna og fingurinn og segja hreint út sagt "þið eruð vitleysingar sem ekkert hafa vit á neinu og ykkur kemur þetta ekki við".
Þannig upplifi ég stjórnmálamenn sem nú sitja við völd.
Fjármálaráðherra hljómaði í mín eyru svona "ykkur er nær að hafa ekki sparað meira í góðærinu og ef þið eruð eitthvað að kvarta yfir bensínverði, fáið ykkur bara sparneytnari bíla". Ég er viss um að Gaddafi hafi ekki verið svona móðgandi við þjóð sína.
kv. alveg brjálaður vals.
01.03.2011 at 15:45 #721546http://www.dv.is/frettir/2011/3/1/sjalf … svandisar/
Sjálfstæðismenn gera athugasemdir við stjórnsýslu Svandísar
01.03.2011 at 15:50 #721548http://eyjan.is/2011/03/01/vilja-leggja … rdafrelsi/
komið á eyjan.is og Sveinbjörn verður á stöð 2 og ruv 2
kv Ofsi
01.03.2011 at 17:30 #721550Sveinbjörn góður á Bylgjunni !!!
01.03.2011 at 18:04 #721552Stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands hrósar Svandísi fyrir að stinga okkur í bakið og vinna gegn ferðafrelsi almennings:
[url:1mr1b4vj]http://www.dv.is/blogg/pall-asgeir-asgeirsson/2011/2/28/skorungurinn-svandis/[/url:1mr1b4vj]Hann skrifar meðal annars: "Með þessari aðgerð staðfestir skörungurinn Svandís að hún lætur ekki hávær mótmæli og frekjulegan framgang þrýstihópa víkja sér af réttri stefnu heldur siglir ótrauð áfram með hagsmuni náttúruverndar, ferðamennsku og útivistar að leiðarljósi."
Ég geri ekki ráð fyrir að Ferðafélag Íslands muni styðja okkur mikið í báráttunni gegn skertu ferðafrelsi og ef hann ræður einhverju innan FÍ munu þeir beinlínis vinna gegn okkur.
01.03.2011 at 19:22 #721554Ágæt umfjöllun og gott viðtal við Sveinbjörn í fréttum Stöðvar 2.
kv. Óli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.