Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Verkfæri.
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 17 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.10.2007 at 02:32 #200894
Sælir.
Er að forvitnast um hvað svona alvöru jeppakallar taka með sér í jeppaferðirnar? Allt frá verkfærum og varahlutum. Væri gaman að fá að vita hvað menn væru að taka með sér ferðirnar. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.10.2007 at 08:32 #598342
Sko, ég veit ekki hvað þú flokkar sem "alvöru jeppakalla" en það sem menn eru helst að taka er, verkfæri á flesta bolta og eitthvað af rafmagnsviðgerðarverkfærum, krossa í sköft, viftureimar, öryggi, ef menn vita um veika hlekki í bílnum er gott að hafa eitthvað af slíkum búnaði, kanski drif og öxla og svo líka skóflu, spotta og álkall. Þetta er náttúrulega enganvegin tæmandi upptalning en gefur smá hugmynd og það koma sjálfsagt fleiri sem telja upp fleiri atriði. Svo má nátúrulega ekki gleyma smá bjór og föt til skiftana og góðan utanyfirfatnað, myndavél og góða skapið. Hugsanlega getur verið gott að grípa svefnpoka ef maður skildi þurfa að gista í bílnum, vona að þetta komi þér af stað, Stefán
01.10.2007 at 10:17 #598344Svo má ekki gleyma hjólalegum og tappasetti og einhverju til að koma lofti í dekk, dælu eða kolsýrukút. Smurolíur og sjálfskiftivökva, hann má nota á flest í neyð. Síðan er bara að nota skynsemina og taka það sem maður telur sig þurfa, mat og þvíumlíkt, það er svo breitilegt hvað menn eru að taka með sér á fjöll og fer mikið eftir manninum og græjunni!! Stefán
01.10.2007 at 10:58 #598346Undir Fróðleikur -> Hjálparsveit er [url=http://www.f4x4.is/new/files/archive/gatlisti_farid.pdf:3o7o66f6]Gátlisti úr Farinu[/url:3o7o66f6]. Síðan var á sveimi listi frá Freysa sem var … "alvöru" held að hann sé [url=http://slydda.a47.net/article.php?story=20050930122030331:3o7o66f6]hér[/url:3o7o66f6].
01.10.2007 at 17:09 #598348Ef þú ert á Patrol þarftu ekki að hafa neitt með þér nema ef þú vilt hjálpa hinum sem eru á Toyotum.
Þá er gott að hafa hlífðarföt. En hjöruliðskrossa, öxla og svoleiðins drasl er alger óþarfi að hafa með á Patrol. pattinn er auðvitað konungur jeppanna og það stenst enginn bíll samanburð við hann.Kveðja:
Erlingur Harðar
Sem á ekki Patrol… því miður!
01.10.2007 at 17:21 #598350Er ekki nauðsynlegt að hafa aukavél með samt….
01.10.2007 at 17:23 #598352Aukavél… nei nei. Skiptir bara um hana áður!
Kveðja:
Erlingur Harðar
01.10.2007 at 17:57 #598354ekki það að ég sé eitthvað að lofsama Pajero en ég man ekki betur enn að Hekla hafi alltaf auglýst þá sem konung jeppanna.
01.10.2007 at 18:20 #598356Á ég að trúa því að þú sért búinn að selja þennan dýrindis bíl!!! Sem aldrei bilar og aldrei klikkar til fjalla!!! Það eru skrítnar tvíbökur nema þú ætlir að fá þér Amerískt eða kanski Toyota!
pease man!!
01.10.2007 at 20:52 #598358Já Stefán, ég er búinn að því. Maður verður að leyfa öðrum að njóta líka, annað er eigingirni. Það þarf líka að boða fagnaðarerindið.
Nú er bara verið að leita að bíl. Einhverjum almennilegum! Veistu um eitthvað sniðugt?[img:3vjg77kn]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5580/44159.jpg[/img:3vjg77kn]
Kannski endar maður í einhverju svona. Þetta er eða var bíllinn hans Lúdda. (Veit ekki hvort hann á hann ennþá) Flottur bíll hjá kallinum en líklega of dýr!Kveðja:
Erlingur Harðar
01.10.2007 at 21:11 #598360Já kanski það en mér er nú samt spurn, hví ekki Patrol aftur, svona til að vera málstaðnum trúr! Annars líst mér vel á Raminn, þú værir flottur á svona bíl! En ég veit svo sem ekki um neitt sem er til sölu en er svo sem ekki flest til sölu fyrir rétt verð og svo er spurning hvað er of dýrt, er það ekki afstætt? Ætli menn væru í þessu sporti ef menn væru að velta því of mikið fyrir sér!! Það ætti allavega að vera næganlegt pláss á pallinum fyrir varahlutina sem þú þarft ekki að hafa með í Patrol!!
Mbk, Stefán
01.10.2007 at 21:17 #598362Já þú hittir naglann á höfuðið núna Stebbi. Þetta er ástæðan að þessir Amerísku eru með pall, hann er fyrir varahlutina!
Kveðja:
Erlingur Harðar
01.10.2007 at 22:31 #598364er þetta ekki næst skref
þegar við fáum að kaupa litaðsjá [url=http://www.youtube.com/watch?v=v9NJZyIXeqY:2li8v4ux][b:2li8v4ux]hér á youtube[/b:2li8v4ux][/url:2li8v4ux]
[img:2li8v4ux]http://www.howeandhowe.com/ripics/Rip-pics/Rip-1webHQ.jpg[/img:2li8v4ux]
bara crasssssssssssssy
skari
01.10.2007 at 23:46 #598366Akkurat Elli, sjáðu bara bílinn hjá mér, nóg pláss fyrir varavélina og kassana + hásinguna og öxlana, verst að maður er alltaf að dröslast með sama dótið fram og til baka í mörg ár!! Efast um að nokkuð af þessu virki eftir að hafa velst um í bílnum allan þennan tíma!!
22.10.2007 at 14:45 #598368Þakka fyrir þessi comment. Svo var maður líka að spá í hvort væri ekki sniðugt að skifta verkfærum og öðru slíku niður á bíla svo það séu ekki þeir sömu með það sama til að þyngja ekki bílana af óþörfu líka.?
22.10.2007 at 16:18 #598370Þessir listar eru sjálfsagt mismunandi og alltaf að bætast við í hvert skipti sem maður lendir í því að að eitthvað vantar. Hvað varðar varahluti þá fer það reyndar svolítið eftir því hjá mér hvað ég á til hverju sinni, en ég reyni gjarnan að vera með sett af hjólalegum og hjöruliðskrossa. Gamall stýrisendi liggur gjarnan í kassanum hjá mér, einhver sem ég tók úr bílnum eftir athugasemd í skoðun, en myndi duga til að bjarga sér heim. Eitthvað meira er af slíku dóti fær að liggja þarna Millibilsstöng í Rover virðist vera veikur punktur þegar komið er á 38 tommu þrátt fyrir styrkingar og því er ein slík að staðaldri í bílnum, þannig að listarnir eru sjálfsagt mismunandi eftir tegundum. Svo er ég alltaf með dollu með einhverjum graut af boltum, róm og skinnum sem hægt er að leita í eftir þörfum. Kemur sér oft vel.
Með verkfæri þá eru það auðvitað helstu lyklar, topplyklasett, skrúfjárnin, lítill meitill, splittistangir, krafttöng, stór skiptilykill og fleira slíkt. Rörtöng, slaghamrar (ágætt að hafa tvo ef þarf að rétta felgu), felgujárn og/eða kúbein, strappa, járnsög. Örugglega eitthvað fleira af þessum staðalbúnaði sem ég er að gleyma, en mikið af þessu á bara sinn fasta stað í bílnum hjá mér.
Með að skipta niður búnaði þá getur það verið sniðugt með þunga og fyrirferðamikla hluti eins og spil eða drullutjakk. Allavega óþarfi í góðum hóp að slíkt sé í hverjum bíl, en samt þarf að hafa í huga að það ýmislegt getur breyst í túrum og hugsanlegt að einhverjir þurfi að taka sig út og fara t.d. fyrr til byggða. Því ekki alltaf víst að þú getir fengið lánað hjá Sigga eða Jóni.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.