This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 16 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Daginn, mig langar til að deila með ykkur sögu af góðri þjónustu.
Ég keypti mér hjólatjakk í haust og hef svo sem lítið þurft að nota hann, en þegar ég notaði hann þá seig hann alltaf niður sem er auðvitað ekki gott. Ég fór með hann þangað sem ég keypti hann og þegar við prófuðum hann þar hélt hann alveg án vandræða.
ég fór heim ekkert sérstaklega sáttur því hann hafði alltaf svikið fram að þessu. núna nýlega sá ég hins vegar fram á að þurfa að nota hjólatjakk Ég prófaði þennan tjakk með því að tjakka upp tvær gangstéttarhellur og sjá hvort hann héldi þeim, ónei hann var alveg siginn niður þegar ég kannaði það.þar sem þetta er ekkert dýr búnaður þá var ég eiginlega kominn á þá skoðun að ég nennti ekki að eiga við Verkfærasöluna og ætlaði bara að kaupa mér tjakk annarstaðar, en ákvað samt að senda þeim tölvupóst og kanna hvort þeir væru til í að gera eitthvað fyrir mig og viti menn, fékk einfaldlega óskasvarið.
„Komdu með tjakkinn og við látum þig hafa nýjan.“
Þeir sem veita svona þjónustu eru að fjárfesta til framtíðar, það í raun skiptir mig ekki máli hvort verkfærið sem mig vantar kosti þúsundkalli meira eða minna, það sem skiptir mig mestu máli er að þegar eitthvað er að að ég komi ekki að tómum kofanum, og þarna fékk ég betri þjónustu en ég hafði gert mér vonir um.
Þórður
You must be logged in to reply to this topic.