This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Guðjónsson 15 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég fékk þá (kannski óraunhæfu) hugmynd í höfuðið að 4×4 gæti átt ákveðin verkfæri sem félagsmenn eru ekki alltaf að nota en gætu haft hag að því að leigja frá klúbbnum gegn sanngjörnu gjaldi.
Sem dæmi, þvinga til að skipta um spindilkúlur, kostar um 100 dollara í USA en fæstir hafa fyrir því að kaupa hana, en væru kannski til í að leigja fyrir 2.000-3.000 kr. helgina (sparar honum vesen og pening við að verða sér útum þetta og þvingan borgar sig upp fyrir 4×4 á stuttum tíma).
Þessi hugmynd byggist reyndar á því að það sé starfsmaður hjá 4×4, sem gæti afgreitt þetta í hjáverkum, en ég veit ekki hvort það sé svo.
Þetta þyrfti ekki að vera stórt í sniðum (þó það gæti svo sem orðið það) en gæti samt verið aukin þjónusta við félagasmenn og skilað einhverjum krónum í kassann.
Eins og ég sagði þá er þetta kannski óraunhæft en stundum geta vitlausar hugmyndir skilað einhverju sniðugu, allavegana sakar ekki að spjalla um það
kv. Jón H.
You must be logged in to reply to this topic.