This topic contains 4 replies, has 3 voices, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 11 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Nei, ég er ekki að tala við fjárhirðana utan við Betlehem,
(eru það kannski gangnamenn við Skeiðamannafit?)Hvað um það.
Ég hef oft verið að ræða við menn um beinar innspýtingar á vélum og viðkvæðið er oft að mönnum finnst þetta erfitt og flókið, og því eru menn hálfhræddir við þetta.En í grunnin er það ekki svo.
Ég stal að láni mynd af netinu og fjarlægði allt nema þá skynjara og tól sem grunnprinsippin byggja á;
Þetta eru í rauninni aðeins fimm skynjarar auk eins þráðar frá háspennukeflinu, og svo tvö pör af spíssum og segulloki til að halda hægagangi uppi þegar vélin er köld.
Sex hlutir sem tölvan les af og tvennskonar dót sem hún stýrir.
Mörg eldri kerfi voru svona einföld.
Einn skynjari sem mælir lofthita inn á vélina.
Annar sem mælir hitann á kælivatninu.
Síðan er súrefnisskynjarinn í pústinu.
Maf-sensor mælir loftþrýsting (sog) í loftinntakinu.
TPS-sensor mælir stöðuna á inngjafarspjaldinu.
Svo er tekinn aukavír frá háspennukeflinu til að mæla snúningshraðan á vélinni.Upplýsingarnar frá þessum sex hlutum eru svo notaðar til að stýra spíssunum og segullokanum fyrir hægaganginn.
(segullokinn er reyndar notaður þegar vélin er köld til að AUKA VIÐ hægaganginn)
Persónulega finnst mér þetta einfaldara heldur en að reyna að stilla stóran blöndung, með öllum þeim flotholtum, vakúmslöngum og -pungum, loftskrúfum, örmum og hitafjöðrum sem þeim fylgja.
Þar að auki er aldrei hægt að fá blöndung til að gefa sér skriflega skýrslu um það hvort allt sé í lagi, hver bensínblandan sé, eða hvað álagið hefur verið á vélinni.Ég vona að þessi pistill skýri hlutina eitthvað fyrir mönnum, annars…
Verið óhræddir-
við að spyrja nánar út í þetta.
You must be logged in to reply to this topic.