This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 17 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Vantar mönnum ekki erfið verkefni fyrir sumarið, en það er nú þannig að eftir sem maður grúskar meira í hálendinu. Þá kemst maður bara að því að maður veit nánast ekki neitt. Ég allavega sanka bara að mér óleistum málum. Þetta er eiginleg nákvæmlega eins og stjörnufræðin. Eftir sem þú sér lengra, þá sérð þú í raun minna, eða þannig.
Ég er að leita mér upplýsinga um fjall sem heitir Skúti og hvort einhverjir hafi verið þar á ferð og orðið varir við einhver skálabrot á staðnum.
Nánari upplýsingar um Blágnípuver er að verið er vestan undir Blágnípu við Hofsjökul.
Slóð liggur norðan við verið nánast inn að Blágnípu, en leiðin er kennd við girðinguna sem ekið er rétt framhjá við vað á Blöndu, þegar haldið er inn á Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls. Og hefur Vilhjálmur Freyr félagi okkar kallað leiðina einfaldleg girðingarleið. Þar sem leiðin fylgir henni. Þarna var syðsti varðskáli ( sauðfjárveikivarnaskáli ) Skagfirðinga.
PS upphaf slóðans í Blágnípuver N64 43.020 W19 27.738
You must be logged in to reply to this topic.