This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Viðar Örn Hauksson 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
22.01.2004 at 13:14 #193545
Getur einhver gefið mér skýringu á því af hverju það munar svona miklu á verði að fara í ferð með 4×4 eða Jeppaklúbbi Útivistar?
Helgarferð með Útivist fyrir ári síðan kostaði 9900 á mann og 1/2 gjald fyrir börn!!!!!!!
8700 fyrir félagsmenn.
á ekki klúbburinn bara að fara að gera útá þetta?
Í hverju er verðið fólgið??
er Útivist að bera meiri ábyrð á bílunum eða fólkinu í ferðunum?
Kveðja Lella -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.01.2004 at 13:46 #485450
Sæl Lella,
Þetta eru svolítið ónákvæmar fullyrðingar sem þú setur fram Lella. Þar sem það er mismunandi verð á ferðum hjá Útivist en ekki eitt helgarverð. Verð getur t.d. verið háð hvar sé gist í eigin skálum eða hjá öðrum félögum. Ef um 2 nátta gistingu er að ræða þá 2.500-3.500kr væntalega gistigjöld, er kvöldmáltíð innifalinn?
Ef ég man rétt þá kostaði 2.500 eða 3.000kr í þrettánda ferð Jeppadeildar Útivistar í Bása, gisting innifalinn.
Í ferðum Útivistar eru farastjórar sem fá greiddan kostnað auk uppihalds. Og flestar ferðir eru í járnum að standa undir sér +/-.
Gróðavon? varla!
Bestu kveðjur,
Viðar Örn,
Fyrverandi stjórnarmaður í Jeppadeild Útivistar og farastjóri í nokkrum ferðum á þeirra vegum.P.s. Líklega er best Lella að hafa samband við skrifstofu Útivistar og fá það sem réttara reynist.
22.01.2004 at 14:11 #485452
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Munurinn liggur líka í því að 4×4 er ferðaklúbbur áhugamanna en Útivist ferðafélag. Það þýðir að Útivist býður upp á ferðir með fararstjórn og rekur töluverða starfsemi í kringum þetta, m.a. skrifstofu með fastan opnunartíma sem sér um skipulag ferðanna, skráningu og annað utanumhald. Fararstjórar þar fá greidda dagpeninga og útlagðan kostnað og um leið hægt að gera kröfu til þeirra að þeir viti hvað þeir eru að gera og hafi auga með öllum hópnum og leiðbeini og liðsinni.
Á hinn bóginn er 4×4 ferðaklúbbur og þar taka menn sig saman um að fara einhverjar ferðir saman. Þó einhverjir gamlir refir (eða rottur ef því er að skipta) séu í forsvari og gegni hlutverki fararstjóra er það með öðrum hætti en fararstjórar hjá Útivist. Þó menn geri það auðvitað yfirleitt með glans og sjái til þess að allir fái sem mest útúr ferðinni, er það gert af áhugamennsku og þeim sjálfum til skemmtunar. Gera raunar miklu meira en hægt er að ætlast til, eðli málsins samkvæmt.
Klúbburinn gæti sjálfsagt gert útá þetta með, ég gæti trúað að það sé nóg eftirspurn eftir svona skipulögðum ferðum undir leiðsögn. Hins vegar myndi það þýða stefnubreytingu hjá klúbbnum og breytingu á eðli starfseminnar.
Kv – Skúli
22.01.2004 at 14:59 #485454Ég hringdi í Útivist til að athuga með Vatnajökulsferð sem þeir eru með í apríl. Ekki komið verð á hana, en sambærileg ferð kostaði í fyrra 9900 var mér sagt. Matur laugardagskvöld í boði Arctic Trucks. Annað fæði kemur þú með sjálfur.
Ég myndi þurfa að borga 29700 fyrir að fá að fara með.
Mér finnst það bara full mikið.
22.01.2004 at 15:36 #485456
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að það sé ekki rétt að þessi ferð hafi verið svo dýr. Ég fór þessa ferð í fyrra og minnir að verðið hafi verið þetta fyrir tvo og þá ekki félaga í Útivist. Það var enginn matur skaffaður en ferðin var 3 nætur í skálum þar sem þarf að borga skálagjöld. Með var frábær fararstjóri sem gerði þessa ferð alveg einstaka. Ég hef farið í aðrar ferðir með öðrum fararstjórum og sé ekki eftir því að þurfa að greiða fyrir góða fararstjórn og þekkingu svo ég tali ekki um skálagjöldin í þessum líka ágætu skálum.
kveðja
eyjolfur
22.01.2004 at 16:53 #485458
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í ferðir hjá jeppadeild Útivistar er verðið yfirleit pr. bíl en ekki mann. Síðan þarf að borga til viðbótar gistigjöld fyrir farþega.
Kv – Skúli
22.01.2004 at 17:12 #485460Mikið að borga lítið létt í vasa!
Ég held reyndar að fólk reikni þetta ekki alveg til enda!
Vatnajökulsferð hjá Útivist er yfirleitt með dýrari ferðum vegna margra þátta. Lengri ferð hefur verið 3-4 dagar yfirleitt, farastjórn dýr þar sem flestir vilja jú vera ferðast sjálfir þá þessum bestu tímum um páska og síðla vetrar.
Dæmið sem er tekið hér að ofan 9.900kr segir svo sem ekkert um hvað sé innifalið sé það nokkuð annað en farastjórn?
29.700 er gjald fyrir 3 fullorðna samkvæmt þessu, en venjan hefur verið sú að það séu aðeins 2 fullorðnir í bíl + unglingar eða börn, vegna þyngdar bíla og annara öryggisþátta sem taka þarf í reikninginn.Jæja 2.475kr á dag fyrir farastjórn???? er það há tala???
Eins og ég sagði hér að ofan MIKIÐ AÐ BORGA LÉTT Í VASA.(þ.e. ferðin er á mörkum þess að standa undir sér)
Annars er svolítið skrítið að ræða verðlagningu Útistar á vef fyrir 4×4 félaga. Nær væri að fá betri upplýsingar um hvað sé innifalið, þ.e. hjá Útivist.
kv,
Viðar
22.01.2004 at 17:49 #485462Sæl öll sömul
Réttir útreikningar að mínu viti (leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér).
Ég fór í ferð í haust með Útivist, þetta var tveggja nátta ferð sem kostaði ca 5.000 kr pr. bíl (fyrir fararstjórn og skipulagningu, enginn matur innifalinn). Gisting í 2 nætur kostaði ca 2.000 kr/mann. Samanlagt gerði þetta ca 9.000 kr. fyrir okkur hjónin (4.500 kr/mann) fyrir sérdeilis fína helgarferð (fararstjórn og gisting innifalin).
Út frá þessum tölum má áætla að 4 daga ferð á Vatnajökul kosti ca. 10.000 kr/bíl og tveir farþegar borga ca. 8.000 kr í skálagjöld. Þetta gerir samanlagt rétt um 20 þús. Þetta er 10.000 kr/mann fyrir 4 daga ferð með fararstjórn og gistingu!
Athugið að hlutfall kostnaðar fyrir gistingu er nær helmingur alls kostnaðar (kostnaður sem maður þarf að greiða hvort sem maður fer með Útivst eða á eigin vegum). Þetta finnst mér nú bara alls ekkert okurverð fyrir þá sem kjósa að ferðast í stórum hópi fólks með góðri fararstjórn.
bestu kveðjur
Agnar
22.01.2004 at 18:43 #485464hjá Útivist að ferðin hefði kostað þetta í fyrra 9900 á mann. við erum 2 fullorðin og 2 börn þannig að við þurfum að borga 29700 sem mér finnst mikið fyrir gistingu og fararstjórn.
Jæja 2.475kr á dag fyrir farastjórn???? sinnum hvað?
Hvað eru margir í þessum ferðum?
Það var tekið fram við mig hjá Útivist að verðið væri á mann og ferðin væri ekki fyrir yngri en 6 ára börn sem borga 1/2 gjald.
23.01.2004 at 08:26 #485466Megin reglan með jöklaferðir er að það séu ekki fleiri en ca: 10 bílar. Ef fjöldinn fer fram yfir það er bætt við aðstoðarfarastjóra. Það er mjög erfitt fyrir einn fararstjóra að halda utan um stærri hóp.
Þó er mjög misjafnt hvað það eru margir bílar í jeppaferðum hjá Útivist. Algengt 6-8 bílar. En í styttri vinsælum og þá ódýrari ferðum geta þetta verið allt að 18-20 bílar.
Enn kemur ekki fram í þessari umræðu hvað er innfalið í 2.475,-kr, per dag: Og enþá er verið að tala um dýrustu ferð vetrarinns!
kv,
Viðar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.