Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Verð á umfelgun?
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhjálmur Arnórson 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.10.2006 at 19:31 #198833
Sælir félagar.
Ég er að forvitnast um verð á umfelgunum þessa dagana.
Hvað kostar t.d. að umfelga 38″ ,44″ gang og jafnvægisstilla.Kv. Ragnar Karl
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.10.2006 at 20:21 #565632
———
– Dekk 36-38", jafnvægisstilling 4 stk. Verð: 4.950 ISK
– Dekk 36-38", negling 1 stk. Verð: 6.900 ISK
– Dekk 36-38", samsetning og jafnvægisstilling 4 stk. Verð: 6.100 ISK
– Dekk 36-38", umfelgun 1 stk. Verð: 2.950 ISK
– Dekk 38" AT405 Skipting, jafnvægisstilling og hunter 4 stk Verð: 19.900 ISK
– Dekk 38" Skipting, jafnvægisstilling – Ekki huntertest 4 stk Verð: 14.900 ISK
– Dekk 39-44", umfelgun 1 stk. Verð: 4.300 ISK
– Dekk 39-44", borun og negling 1 stk Verð: 12.500 ISK
– Dekk 39-44", negling 1 stk Verð: 7.900 ISK
– Dekk 39-44", samsetning og jafnvægisstilling 4 stk Verð: 20.000 ISK– Dekk míkróskurður 36"-38" Verð: 3.611 ISK
– Dekk míkróskurður 44" Verð: 3.984 ISK– Dekkjaskipting 36-38", umfelgun og jafnvægisstilling 4 stk. Verð: 10.900 ISK
– Dekkjaskipting 39-44", umfelgun og jafnvægisstilling 4 stk Verð: 12.900 ISK.Vona að þeir taki þessu ekki ílla upp.
Kv
JÞJ
29.10.2006 at 00:33 #565634Jæja nú verð ég nú bara að uppljóstra fávisku minni og spyrja: Hvað í ósköpunum er hunter? og hvernig eru huntertest framkvæmd?
29.10.2006 at 00:37 #565636sammála síðustu spurningu … hvað er huntertest… en ég er líka með svar… eitthvað sem gerir ballanseringuna 5000 kalli dýrari hjá þér …. og skiptir engu máli eftir að þú ert búinn að hleypa úr einu sinni…
29.10.2006 at 00:45 #565638Þú færð ballenseringu og 4stk þætti með Hunter á VHS…………………………
29.10.2006 at 01:02 #565640hahahaha Já það er nú bara ansi góður díll að fá hunter á vhs með! (hefði samt mátt fylgja popp og kók meððí)
En annars finnst mér þetta hljóma eins eitthvað bull gjald, geri ráð fyrir að þetta sé bara prufuakstur sem er búið að finna nýtt nafn (og verð) fyrir.Haa? er ekki búið að hunter testa jeppann þinn?! issss.
29.10.2006 at 01:05 #565642
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Umfelgun hjá GVS með jafnvægisstillingu, límingu, borun fyrir úrhleypingarventli og 8 nýjum ventlum var e-ð um 21 þúsund hjá mér fyrir um mánuði síðan. Þetta voru 38" dekk á 14" felgum.
Vona að þetta hjálpi e-ð..
Kv Þorsteinn Snæland
29.10.2006 at 01:09 #565644Huntertest er einfaldlega balanceringarvél sem framleidd er af Hunter Engineering og hefur víst einhverja multi fídusa í að greina titring….
Spurning hvort hún mæli svalleika eigandanna líka !
kv
AB
29.10.2006 at 01:14 #565646Nei án gríns,Hunter er bara sköllótt Lögga í mínum huga og Hunter er eitthvað mjög mikilvægt, kem bara ekki fyrir mig hvað það er, en það er samt mjög mikilvægt það veit ég:)
Ég treysti þeim AT mönnum fullkomnlega fyrir öllu sem sem þeir gefa sig út fyrir,enda bara átt góð viðskipti við þá.
KV.
Glanni.
29.10.2006 at 01:24 #565648Ég hefði átt að vera á undan agnariben því hann virðist hafa svarið á reiðum höndum og því alveg ljóst að ég myndi tapa fyrir Agnari í vélritunarkeppni.
Kv.
Glanni
29.10.2006 at 01:35 #565650Það er ljóst að þú skíttapaðir Glanni, ekki nóg með að ég hafi unnið þig í vélrituninni þá googlaði ég líka í millitíðinni hverjir framleiða þessa blessuðu maskínu (eins og öllum sé ekki sama)….. 😉
Speedway Ben
29.10.2006 at 01:47 #565652Skora þig á hólm á næsta mánudagsfundi hvor getur skrifað: svarturRam-tekur Tacomu í ……… tíu sinnum fljótari.:D
29.10.2006 at 01:55 #565654menn bara að færa sig upp á skaftið, ég held þú verðir að taka Valgeir Halbergs RAM aðdáanda með sem dómara til að þú hefðir sigur í þeirri keppni ….. verst það yrðu engin vitni þar sem fundirnir eru komnir á miðvikudaga
29.10.2006 at 02:02 #565656Djö… ertu skarpur að að fatta það:) ég sem hélt að ég væri alveg safe…. hver er þessi Hallberg Ram?
29.10.2006 at 02:09 #565658Hönter er vél sem velur saman dekk og felgu og segir nákvæmlega til hvar dekkið á að vera á felgunni, þetta getur m.a minkað hopp til muna.
Dóri! hvað ertu búinn með marga kalda?Kv.
Jón Spæjó
29.10.2006 at 02:15 #565660ErttÚú enn vakandi
29.10.2006 at 03:01 #565662ok Benni ég kaupi þessa útskýringu, hef samt ekki séð né heyrt af svona græju.
En það er ekkert að marka enda ég lengst útí sveit!
29.10.2006 at 22:44 #565664Það er svo seinn í mér fattarinn, ég er fyrst að fatta það núna hver Valgeir Halberg ram aðdáandi er:)
Alveg kjörið að fá hann í verkið:)
29.10.2006 at 23:02 #565666Valgeir er algerlega óhæfur! Enda fyrrverandi RAM eigandi, búinn að sjá "ljósið" og kominn á Búbarú!
29.10.2006 at 23:39 #565668góðir hlutir gerast hægt Glanni
Valgeir vildi náttúrlega fá sér bíl sem dreif eitthvað skilurðu og fékk sér því Subaru ….
kv
ABen
30.10.2006 at 11:22 #565670Er vél sem mælir hopp (kast) í dekkjum, þ.e.a.s. mælir það hversu sporeskjulaga dekkið er. Mælir einnig hversu mikið kast er í felgunni og segir þér hvernig á að setja dekk og felgu saman til að lámarka heildar kastið, hoppið.
Snilldargræja, en flestar eru (eða allavega voru) haldnar þeim leiðinda ágalla að ráða ekki við 14" breiðar felgur og þar yfir.
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.