Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Verð á spindlum Hilux?
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Óskar Andri Víðisson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.11.2007 at 22:28 #201243
Sælir félagi minn fékk athugasemd út á spindla í skoðun í dag (alveg satt) og við erum núna að sötra bjór og spá í hvað það kosti hann að kaupa nýja spindla í klafann. Bæði efri og neðri.
Væri magnað ef þið væruð með hugmyndir um verð og hvar væri ódýrast að kaupa þá.Kveðja úr snjónum á Akureyri
Endilega svara fljótlega áður en við verðum búnir með fleiri…

-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.11.2007 at 22:43 #604296
Varahlutaverslun Toyota 570 5070. Ekkert verra verð en annars staðar og betri hlutir.
Gangi ykkur vel í bjórnum, og veltið ykkur ekki uppúr smáatriðunum — Hilux kveðja!
23.11.2007 at 22:48 #604298Pétur, blessaður hentu þessu Tojótu drasli þínu. Þetta er ekkert nema kostnaður. Þig vantar örugglega eitthvað meira en spindla…
Kveðja:
Erlingur Harðar
23.11.2007 at 22:57 #604300Heyrðu Erlingur þú lifandi? Við Elmar vorum einmit að velta fyrir okkur að þú ert búin að selja Patrol. Strax og þú varst búin að selja Datsun þá þorðiru loks að skjóta á Toyota menn..
En það sem Elmar var að spá hvað þetta myndi kosta fyrir hann. Ef þið vitið það endilega látið okkur vita því þá tímir hann kanski að gefa mér meiri bjór…

Skál..
23.11.2007 at 23:35 #604302Já Pési minn, ekki bíða eftir bjórnum. Elmar er svo nískur að hann tímir ekki að gefa þér bjór né kaupa sér talstöð… og því síður að kaupa spindla.
Æi þetta var kanski fyrir neðan belti…
Nei hann er fínn skálamaðurinn sjálfur.Kveðja:
Erlingur Harðar
Sem hefur alltaf þorað að segja sannleikann um Toyotur!
23.11.2007 at 23:41 #604304Nei Elmar kallinn er nú sóma drengur. Már bara datt svona í hug að koma með eitthvað rugl eins og ég er núna!
Ættuð þið ekki að vera bláedrú að bíða eftir útkalli?
Kveðja:
Erlingur Harðar
23.11.2007 at 23:55 #604306Erlingur minn það er búið að fækka svo stórlega Patrol eigendum og þeir sem eiga slíka faraskjóta sitja nú yfirleitt heima í sófa svo að ekkert bili. Þannig að við fáum varla útköll lengur…
Já Elmar kallinn er góður, hann er hættur að hugsa út þetta spindla dót og farin að moka í mig bjórnum.
En já vorum að spá í að bjóða þér að vera cóara hjá okkur í vetur. Þú hefðir nú gaman að því að komast á fjöll með okkur strákunum í alvöru jeppa og alvöru fjallaleiðir…
Ekki ferðast í einhverju hvítflibba slyddujeppa með autopilot og geimgírum…
Gengur vel…. Skál..

24.11.2007 at 00:03 #604308Þú getur fengið ódýra spindla í N1 en þeir eru líka handónýtt rusl, ég notaði svoleiðis í minn og þeir voru orðnir verri en þeir sem ég skipti um innan 6 mánaða. Fékk mér þá spindla hjá Toyota og þeir hafa verið til friðs í eitt og hálft ár
24.11.2007 at 02:31 #604310Strákar ég vill minna ykkur á að Toyota er einn af okkar stæðsu stirktaraðilum og Þeir sem eiga í það minnsta Toyota versla þar! ekki bara að verðin séu heilt yfir mjög góð hjá þeim heldur líka að þá vitið þið að þið fáið eitthvað sem endist!
Einn sveittur heima í skúr að bóna og tjöruhreinsa án bjórs Grrr!
24.11.2007 at 11:49 #604312Ég myndi nú giska á svona 25-30 kall ef hann þarf að skipta um efri og neðri báðum megin.
Mátturinn og dýrðin.
Miðað við að kaupa almennilega hluti!
24.11.2007 at 14:21 #604314ég keifti spindil í 90 crúserinn um daginn…man ekki verðið á honum gæti hafa verið 12-15 þ.. en miðað við það sem ég fékk var ég sáttur.
best að kaupa þetta í toyota og hafa þetta í lagi…
mátturinn og dýrðinn… toy.
24.11.2007 at 15:13 #604316Þeir eiga spindla, kosta tæplega 4þús stykkið held ég.
Svo er fínn 4×4 afsláttur þar sem bætist oná…
Og annað en N1 spindlar þá endast þessir.kkv, Úlfr
24.11.2007 at 17:29 #604318Já Benni það er ágætt að versla við Toyota og ég er nú búin að eiga allavega 7 Toyotur og keyft varahluti hjá þeim. En maður verður líka að lýta í kringum sig svo að maður haldi nú samkeppni og verði á eðlilegum nótum. Svo er Toyota dýrkun ekki tengd blóðrásarkerfinu hjá mér þannig að ég treysti mér vel til að nota ýhluti ef þeir eru jafn góðir..
Farðu nú síðan að hætta að bóna og reyndu að sýna Erling um hvað þetta sport snýst, það er að sitja ekki bara heima og agnúast.Já og þið hinir takk fyrir svörin, gott að fá hugmyndir og reynslu annara..
Kveðja að norðan og það styttist í bjórinn..

24.11.2007 at 18:28 #604320Pétur minn eins og þú veist
þá hef ég ekkert blóðrásarkerfi þannig að þetta hefur ekkert með það að gera ég hef bara 4stórar æðar með u-beyju. Erlingur er glotuð sál sem verður ekki bjargað (þetta veist þú)
24.11.2007 at 19:12 #604322Já nei augnablik núna. Benni þarf ekki að sýna mér neitt enda hefur kallinn ekkert að sýna. Ég get þó sagt ykkur að í húddinu á mínum bíl eru 325 hestöfl.. sem munu knýja 46" dekkin sem ég er að fá hjá Tedda. Það er annað en þessir smáhestar hans Benna!
Kveðja:
Erlingur Harðar
24.11.2007 at 19:17 #604324Styrkja þá… styrkja þá. Er ekki verðið á bílunum þeirra nóg fyrir þessa kalla. Maður hefði haldið að allir varahlutir væru fríkeypis miðað við verðið á þessu dóti þeirra. Enda er verið að hætta framleiðslu á þessu, geta ekki einusinni beygt fámhjá elg. HEHEHEHEHEHEHE
Kveðja:
Erlingur harðar
24.11.2007 at 20:29 #604326Eg myndi skypta um sektors arm og styrisupphengju í leiðinni og láta síðan hjólastilla allt saman, á þar til gerðu verkstæði (c.a. 15.000kall). Slitið á þessum hlutum helst oftast í hendur. Þannig að við erum alltaf að tala um 50-60 kall.
24.11.2007 at 22:19 #604328Skipta bara um það sem er bilað, þarf ekkert að skipta um allar spindilkúlurnar ef það er ekki slit í þeim öllum, fara síðan bara með hann aftur í skoðun og halda áfram að keyra……. en það er náttúrulega bara ég…..
.
Kv.
Óskar Andri
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
