Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › verð á LAND ROVER !!
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.12.2006 at 21:30 #199142
ég er búin að langa lengi að fá mér land rover defender og þá nyjan ef fór á netið og kíkti á verð á einum svona því þeir eiga einn nyjan nuna uppí BogL hérna er verðlistin http://www.landrover.is/bilar/defender/verd/ semsagt 4.940.000
ég bara á ekki til orð yfir þessu þetta er bill með engu nema ju hásingar og fjöðrum:)hvernig er hægt að setja svona mikið verð á þessa bíla?
kveðja Ívar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.12.2006 at 21:41 #570976
nýr patrol með öllu semsagt dýrasta týpa kostar 4.990.000 þetta er ekki i lagi!!!!
11.12.2006 at 22:08 #570978[img:3tu9x6fp]http://bilasolur.is/bisImageServer.aspx?img=138623723&size=fullsize&watermark=bilasolur.is[/img:3tu9x6fp]
[url=http://bilasolur.is/Main.asp?show=CARIMAGE&BILASALA=66&BILAR_ID=130083&IMAGEID=699:3tu9x6fp][b:3tu9x6fp]Landrover til sölu[/b:3tu9x6fp][/url:3tu9x6fp]
Árgerð 2003 Ekinn 102 þ.km Nýskráður 5 / 2003 Næsta skoðun 2006
Verð 2.800.000
Dísel 9 manna
2495 cc. slagrými 5 dyra
5 strokkar Beinskipting, 5 gíra 4 heilsársdekk
122 hestöfl Fjórhjóladrif
2160 kg. 38" dekkAukahlutir & búnaður:
Brettakantar – Hiti í sætum – Höfuðpúðar aftan – Pluss áklæði – Upphækkaður – Útvarp – 38" breyttur, tölvukubbur
11.12.2006 at 22:14 #570980þú færð miklu fleiri kíló af bíl fyrir sama pening í patrolnum, þannig að í þeim samanburði lítur patrol alltaf betur út.
landroverinn er líka leiðinlegur í varahlutum, því það hefur eiginlega ekkert breyst síðan 1980, svo spennan úr þeim innkaupum er líka farin.
í varahlutunum er verð/kg hlutfallið líka patta í vil, en það slær landroverinn kaldann.
11.12.2006 at 22:22 #570982Hvað kostar Santana? Er þetta ekki allveg það sama? Svo held ég að BSA gætu verið góðir í að eiga varahluti á lager eða verið snöggir að útvega þá.
Kv.
Ásgeir[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/2224:3g6ju0h1][b:3g6ju0h1]Hér[/b:3g6ju0h1][/url:3g6ju0h1] eru myndir af Santana!
11.12.2006 at 23:45 #570984Ætli að það megi ekki skýra verðið á marga mismunandu vegu. Haustið 1997 stóð ég í sömu sporum og þú líklegast. Þá stóð valið í mínum huga á milli Defender Patrol. Munaði óverulega á verði. Á endanum keypti ég Land Rover Defender 110 CSW og sé ekki eftir því. Á þeim tíma kostaði Defender nánast uppá krónu það sama og staðalbúinn dísel Discovery. Í dag munar einhverjum milljónum á þessum tveimur bræðrum, enda ólíkir bílar orðið. LR Defenderinn er einn af fáum fjöldaframleiddum bílum sem er settur saman í höndunum. (handsmíðaður) það gerir hann ma. kostnaðasamari í framleiðslu. Þá þykir mér það hughreystandi að vita að maður fær eingöngu nauðsynlega hluti eins og kram og fjöðrun, þegar maður kaupir LR. Það fer engin hluti kaupverðsins í "nauðsynlegan" annan jeppabúnað eins og rafmagnsrúðuupphalara, og hvað þetta allt heitir. Heldur er hverri krónu varið í það sem skiptir máli. Etv. er þarna komin skýringin á endingu og styrk þessara jeppa. Berið td. saman grind og stýrisgang við annað sem í boði er. Etv. ætti spurningin að hljóða hvar er hægt að spara í hinum jeppunum þannig að þá má búa svona miklu betur þegar kemur að huggulegheitadeildinni. Eitthvað kostar leðrið, öll elektrónikin og dippedútarnir sem prýða plussjeppana. Ekki ætla ég að reyna að sannfæra þig um að LR Defender sé þægilegri, hljóðlátari eða hraðskreiðari en Asíu-jepparnir sem þeir oftast eru bornir saman við. En þeir verða örugglega eldri og eru sterkari en flest ef ekki allt sem hingað kemur og verða með þér á fjöllum löngu eftir að búið er að framleiða niðusuðudósir úr brotajárninu úr Asíujeppunum. (þetta ætti að koma af stað líflegri umræðu)
Santana jeppinn er reyndar einungis örlítið móderniseraður LR framleiddur á Spáni. Hann hefur etv. betur leyst boddý en hefur blaðfjaðrir og eldri útfærslu á hlutum eins og hjólalegum og fl.Kveðja
Steini
11.12.2006 at 23:56 #570986hvernig er það skefur ekki enn inn í þessa bíla af því að þeir eru svo óþéttir eitt enn hver er ekki orðinn leiður á bílnum sínum eftir 20ár
12.12.2006 at 00:05 #570988Hér eru ágætis umræður um málið https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … ingar/7520
Það eru nokkrar ástæður fyrir dýrleika Land Rover Defender.
M.a. sú að mikið af vinnu við samsetingu og annað fer fram í höndunum. Og það er dýrt ásamt því að hamla afköstum. Sem leiðir það af sér að verksmiðjurnar hafa ekki undan. T.d. var síðast er ég frétti rúmlega 6-8 mánaða bið eftir nýjum bíl í umboðinu. Þannig að þó dýr þá fá víst færri en vilja.
M.a. er 110 bíllinn viðurkenndur sem minivan í london þar sem hann tekur 9 manns, sem gefur honum víst einhver mengunarvarnarleg forréttindi. Sem aftu þýðir að Upparnir í UK hafa verið að kaupa þá í stórum stíl, þar sem sportbílar þeirra hafa ekki sama forgang.
Enda eru verksmiðjurnar búnar að reyna lengi að breyta bílnum og gera "nútímalegri" og ganga svolítið í áttina með 2007 módelinu sem væntanlegt er næsta vor hef ég heyrt. Þá m.a. með nýja FORD vél og aðrar misvinsælar nýjungar.Málið er að markaðurinn þar sem Defender er og hefur verið hvað sterkastur Ástralía/Afríka og aðrir álíka afskekktir útnárar. Vilja hafa bílin einfaldan áfram þannig að einfalt sé að gera við hann ekki síst þar sem langt er til siðmenningar oft á tíðum. Og tölvutengjanlegir verkstæðistölvunördar ekki beint á hverju strái.
Hérlendis virðast menn hanga lengi á sínum bílum og skipta þeim ekki gjarnan út, enda lítið framboð af þeim notuðum að því er virðist. Ein ástæða þess er sú að þetta eru einstaklega umhverfisvænir bilar þ.e. þeir eru með all "replaceable" og því sem skipt er út. Má fá varahliti á tiltölulega lágu verði ekki síst þegar miðað er við aðra jeppategundir, ég tala nú ekki um að það sé hægt að fá það yfir höfuð.
Að auki er ódýrara að breyta þessum bilum sökum þess hve einfaldir þeir eru. Og tiltölulega ódýrt að gera við, einfaldlega vegna þess hve einfaldir þeir eru.Hönnunin er "tímalaus" þannig að 10 ára gamall bill lítur ekki út eins og 10 ára gamall bíll. þannig að ekki þurfa menn að eltast við að fá sér þennan með nýja laginu á 3-4 ára fresti.
Sumir vilja meina að 70% allra Land Rover bíla sem framleiddir hafa verið séu enn í notkun, af hverju skyldi það nú vera. hlýtur að vera einhver góð ástæða.
En svo má ekki gleyma lykilatriðinu að mínu mati, og það er "Þrillið" sem er kannski ekki auðvelt að skýra út nema að upplifa. Á sama hátt og Harley Davidson og Ferrari, þ.e. hrátt lo-tech og hávaðasamt..en upplifunin er það sem málið snýst um.
Þegar upp er staðið verða menn bara að upplifa þetta. Og þegar á hólminn er komið þá vill maður einfaldlega ekki fara til baka í aðra bila, þrátt fyrir ýmsar kenjar og karaktereinkenni sem sumir vilja nefna galla.En ég viðurkenni að svona í fyrsta samanburði þér er þetta svolítið sjokkerandi verð þ.e. standard LR Defender í samanburði við Luxus Pajero.
En þegar upp er staðið er líklegra að endingin í LR verði mun lengri.En fyrir mig er þetta ekki einu sinni valkostur, mér dytti ekki í hug að skipta Defendernum út, hvað þá fyrir Patrol ;o)
Og af hverju að skipta einhverju út ef það virkar og það vel og á eftir að gera um ókomna framtíð.
12.12.2006 at 01:34 #570990"Ferrari, þ.e. hrátt lo-tech og hávaðasamt"
.
… þú ert væntanlega ekki að tala um mótorana?
Annars er ég einn þeirra sem skil ekki alveg verðlagninguna á robbunum. Er ekki bara málið að kaupa einn 20 ára gamlan, ná sér í nýtt grill á partasölu og þykjast vera breskur uppi?
.
Kv.
EE.
12.12.2006 at 07:30 #570992eg myndi aldrei fá mer land rover ég og bróðir minn eigum 7 stikki ap þessum gömlu sá nyasti er 87 módel hann er alveg eins og þessi nyi nema bara með aðrari vél en þetta er samt dyrt
12.12.2006 at 11:55 #570994Land Rover er ekki einn um að vera með verðið í skýjunum. Þegar framleiðandi er í þeirri aðstöðu að eftirspurn er meiri en framleiðslan þá er rökrétt að verðið fari upp. Svo eru sumir bílar líka þannig að þú ert að kaupa meira en bara bíl. Þú ert að kaupa ákveðna ímynd og pláss í sögunni. Sumir bílar eru einfaldlega "classic" og það kostar. Mercedes Benz er annað dæmi um slíkt, þó að hann sé vandaður og fullkomin er það ekki nóg til að réttlæta verðið heldur er ímyndin sem fylgir vörumerkinu líka inni í verðinu. Sama gildir um mörg önnur vörumerki t.d. í fötum og fleiru. Land Rover er bara búinn að skapa sér slíka ímynd að þeir geta verðlagt sig í samræmi við það.
Og eitt í lokin: Blaðafulltrúi Land Rover var spurður hvað kaupandi LR gæti átt von á að nýr landróver entist lengi? Svarið var: Við höfum því miður ekki svar við þessu, við erum bara búnir að framleiða hann í tæp 60 ár þannig að það er ekki komið í ljós ennþá!!
12.12.2006 at 17:14 #570996…hvernig getur maður endað uppi með 7 stk. af bíl sem maður "mundi aldrei fá sér"
12.12.2006 at 19:48 #570998Það var einusinni gerð könnun á því hvað bílar voru þéttir. Notaðir voru 3 bílar…. Landcruiser, Landrover og Pajero. Það var svo settur köttur inn í þá og látinn vera í einn sólarhring. Í Cruisernum var hann dauður, í pæjunni var hann bara í jollí fíling en þegar kom að landrovernum þá var hann horfinn…..
12.12.2006 at 19:54 #571000eg mun aldrei kaupa nyjan land rover eða nylega hann er bara of dyr það er mikið frekar að ná sér i eldri bil og setja aðra vél í hann við erum nuna að setja patrol 3.3 í land rover heima í sveitini notum land rover kassa smiðuðum milliplötur á mill það er gangsetnig um jólinn:)
en já þessi saga með köttin er helviti góð og eg held hún sé lika sönn.
þið vitið að götin á gólfinu hafa tilgang það er meiri hiti að pústinu en miðstöðinni:)kveðja ívar
12.12.2006 at 20:24 #571002Hva er þessi ágæti þráður að þróast út í bömmeringar á Landann!!! Mér fannst reyndar góður punktur hér að ofan að kílóverð af Landróver sé hátt miðað við Patrol. En svona til að fylgja þessum bömmeringum eftir þá er hér meira, tekið af Káravefnum:
Til að byrja með er rétt að leiðrétta þann útbreidda misskilning að Land Rover leki gjarnan olíu. Það er alrangt. Þeir eru bara að merkja sér svæði.
Þá er einnig staðreynd að öfugt við það sem margir halda, þá þjást Land Rover eigendur ekki af einhvers konar áráttu. Þvert á móti, þeir njóta hennar.
Eins er vert að geta um samanburðarpróf sem gert var á Land Rover og ónefndum japönskum jeppa. Teknir voru tveir kettir og lokaðir inni í sitthvorum bílnum og látnir vera í einn dag. Kötturinn í japanska jeppanum var dauður þegar farið var að tékka á þeim en kötturinn í Land Rovernum var farinn.
En Land Rover eigendur vita hverjir þeir eru og efast ekki um það. Þar þarf ekki sálfræðing til að skilgreina þetta því þú veist að þú ert Land Rover eigandi ef:
Þú stendur út í Krossá til að gá hvort hún er í lagi fyrir ferðafélagana.
Þú ferð út í búð að kaupa laugardags DV og kemur ekki aftur fyrr en á mánudag, án DV.
Þú getur notað háþrýstisprautu til að þrífa bílinn … að innan.
Heppilegasta leiðin frá A til B er þar sem sjóskaflinn er stærstur.
Dældin á bílstjórahurðinni og rispan á afturhleranum eru fegurðarblettir.
Þú færð nýjan Land Rover frá B&L og skilar honum því það vantar dældirnar á hliðina.
Þér finnst bíllinn þinn fallegri þegar hann er hæfilega skítugur.
Þú ferð á bílaþvottastöð með bílinn þinn og er neitað um aðgang.
Þegar þú loksins þværð bílinn óska vinnufélagarnir þér til hamingju með nýja bílinn.
Þú tekur bílaleigubíl í útlöndum og undrast hvað kemur vond lykt ef þú drepur í sígarettu á gólfinu.
Þú bölvar og ragnar meðan þú ert í viðgerðum, en ert samt alltaf með bros á vör.
Þú pantar nýjan Land Rover, en heimtar að liturinn á honum sé "Mud Brown".
Þú kennir í brjóst um þá sem aka um á 8 milljón króna Cruiser.
Þú átt stöðugt erfiðara með að fá konuna þína til að samþykkja að þið farið á þínum bíl í veislur.
Þú ert sá eini í götunni sem mokar ekki innkeyrsluna á veturnar.
Við vatnaakstur ertu búinn að koma þér upp ákveðinni viðmiðun um hvað vatnsyfirborðið má ná hátt … innan í bílnum.
Þú hefur svefnpoka og þurrmat að staðaldri í bílnum því það er aldrei að vita hvar þú endar eða hvenær það kemur sér vel.
Þú gleymir að skrúfa upp rúðuna kvöldið fyrir rigninganótt, en það kemur ekki að neinni sök.
Þú ferð með mömmu þína í bíltúr og hún lendir í því að þurfa að hjálpa þér að velta Land Rovernum aftur á hjólin.
Þú notar íssköfuna á framrúðuna að INNAN VERÐU.
Götin í gólfinu fyrir ofan pústið gefa meiri hita en miðstöðin.
Þú finnur ekkert almennilegt stæði að vetrarmorgni eftir rösklega snjókomu, því það er búið að moka þau öll.
30.01.2007 at 17:23 #571004
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú veist að þú ert stoltur landrover eigandi þegar:
Þú ert að keyra í mótvindi og Defenderinn á eitthvað erfitt með upptök.
Þú ert að keyra í meðvindi og Defenderinn tekur frammúr öllum.
Þú ert að keyra í hliðarvindi virkar miðstöðin eftir vindkviðum ekki stillingum.
Þú ert að keyra í myrkri og þú sérð aðeins bílinn fyrir framan þig í baksýnisspeglinum.
Ef að allt virkar og sýnist vera í lagi… þá er eitthvað að.
Ég er stoltur Land Rover eigandi og hef ég aldrei átt skemmtilegri bíl á ævinni, hann er með sál og lætur allveg vita af því að hann sé með hana.
Þegar þú eignast Land Rover veistu að hann er PRICELESS.
Ef það er kalt er honum kalt.
Ef það er rigning þá lekur allt nema pollagallinn.Síðasti ræðumaður fær aftur frá mér HEYR HEYR
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.