This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Daníel Steinarr Jökulsson 18 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Í kjölfar umræðunnar um
shell afslátt þá skelli ég þessu fram. Ég hef nú eitthvað fylgst með verðlagningunni á eldsneyti undanfarin ár og skráð það hjá mér.Það sem kemur skemmtilega á óvart er a Shell er hætt að birta ‘sjálfsafgreiðsluverð’ á heimasíðu sinni (amk finn ég það ekki).
Og, og haldið ykkur fast.. óskabarn bifreiðaeigenda er gjörsamlega að skíta í buxurnar. Þar á ég við Atlandsolíu. Og ég var einn af þeim sem beið í biðröð nánast tímunum saman í upphafi, því ég hafði trú á þeim og ætlaði heldur betur að snúa öllum mínum viðskiptum þangað, en var fljótur að sjá hvert leiðin lá þar á bæ.
Tölurnar eru svona:
Dags 26.3.2006 27.3.2006 28.3.2006 20.1.2007
Esso (Skógarsel)
95 Okt 117,4 117,2 117,2 110,7
Dísel 114,5 114,3 114,3 112,2Olís (álfheimar)
95 Okt 117,3 110,5
Dísel 114,5 112,0ÓB (akranes)
95 Okt 115,8 109,4
Dísel 112,7 110,9Orkan (skemmuvegur)
95 Okt 115,7 115,7 115,7 109,3
Dísel 112,7 112,7 112,7 110,9Shell
95 Okt 116,7 116,7 116,7 116,0*
Dísel 114 113,7 113,7 117,5*Atlantsolía
95 Okt 115,8 115,8 115,8 109,4
Dísel 112,7 112,7 112,7 111,0KB banki
Gengi USD 73,51 72,6 71,45 69,46
Gengi Eur 88,3581 87,37 86,27 90,05OPEC Basket Price
verð pr barrel í $ 58,02 59,05 48,23***Shell sýnir nú verð á heimasíðu sinni með þjónustu, en áður var verð birt eins og hjá öðrum eða í sjálfsafgreiðslu. Því á eftir að mínusa þarna c.a. 4 krónur af lítra ef miðað er við það sem ég held að gangi almennt í sjálfsafgreiðslu.
** OPEC Basket Price miðast við 18.1.2007 en ekki 20.1.2007.
Þann 29.12.06 var ‘Bascet Price’ 55,97.
Miðað við þetta, þá eru allir í bullandi samkeppni, Atlantsolía komin sterk inná markaðinn og er farin að haga sér eins og Bónus, býður ódýrt bensín og er með engan óþarfa yfirbyggingu/kostnað …… eða hvað?
Hjá hinum olíufélögunum vantar bara ljósabekki, þá er hægt að fá dýrt bensín, kaupa í matinn og skella sér í ljós, allt í sömu ferðinni. En svo þarf maður að fara í sérverslun til að kaupa olíu, góð þróun þetta.
Þið spáið í þetta.
kv,
– Bjarnip.s. næ ekki að breyta þessu þannig að taflan sé lesileg hérna á vefnum þó ég hafi sett hana þannig inn
You must be logged in to reply to this topic.