Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Verð á dekkjum
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 23 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
24.08.2002 at 10:05 #191655
Verð á dekkjum hefur hækkað gífurlega síðast liðin 2-3ár og var orsökin sú að dollarinn hækkaði í ca 110 kr , en eftir að hann lækkaði aftur(er 85 kr)hefur verðið haldist í sömu krónutölu. Ég hef verið að kynna mér verð í Bandaríkjunum á 38″-44″ og er verðið í „smásölu“ ca 300-350 dollarar per stk og örugglega mun lægra ef keypt er mikið magn. Er kanski spurning um að menn tækju sig saman og pöntuðu einn gám af fyrsta flokks dekkjum. Það mætti allavega skoða málið ekki satt.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.08.2002 at 11:52 #462824
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Þetta er rétt. Og ég veit að það eru menn að rotta sig saman um að kaupa dekk í gáma vís. 38" og 44". Ég hef trú á að þessa náunga.Þeir eru komnir með sambönd í Ameríkuni um magn innkaup.
24.08.2002 at 11:55 #462826
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Þetta er rétt. Og ég veit að það eru menn að rotta sig saman um að kaupa dekk í gáma vís. 38" og 44". Ég hef trú á þessa náunga.Þeir eru komnir með sambönd í Ameríkuni um magn innkaup.Smá leiðrétting eftir prenntvillu púkann!

24.08.2002 at 19:24 #462828Það er komin tími til að við jeppakallar kaupum þetta sjálfir og getaum farið 2-3 ferðir fyrir mismuninn.
24.08.2002 at 22:47 #462830Sælir allir! ER þetta ekki undarlegt? Dollarahækkun er kennt um allar hækkannir en lækka ekki aftur með lækkandi dollar. Hvað með vörur sem keyptar eru í Evrópu? Evran er á mjög svipuðu gengi og dollarinn.
Eru þetta samantekin ráð eða eru heildsalar og smásalar alltaf að selja birgðir sem keyptar voru á háa verðinu.
Verðlag á öllu sem viðkemur okkar sporti sem og öðrum er þvílíkt sprengt upp úr öllu að manni óar. Auðvitað eigum við að standa upp og mótmæla þessu fáránlega verðlagi.
Einn ekki hagfræðingu
Kv.
magnum R-2136
24.08.2002 at 22:57 #462832Sælir strákar,
já er þetta ekki málið, við vorum að tala um ákkúrat þetta félagarnir þannig að ég veit um allavegana þrjá 44" ganga og kannski álfelgur líka, og svo kannski eitthvað af litlum dekkjum líka (38"). Látið mig vita ef einhverja aðstoð vanntar því ég vill endilega vera með.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
25.08.2002 at 09:16 #462834Þegar dollarinn tók flugið þá vann ég hjá fyrirtæki sem seldi dekk og gerir enn .Þá hækkaði verðið næstum daglega á 44" og skýringin var sú að þeir væru ekki búnir að borga dekkin og allar ábyrgðir væru í dollurum.En hvað er að gerast núna dollarinn komin í 85 kall (var 110 kr)en verðið ennþá það sama . Mín tillaga er sú að við gefum skít í okrarana og kaupum þetta sjálfir
25.08.2002 at 23:03 #462836
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það fá allir hér að vita meira um dekkja innflutning um eða uppúr sept. Þessi dekk eru í dag komin undir með skatti, gúmígjaldi og tollum Þriðjungi ódýrari á 38" og fjórðungi á 44" og þá erum við að tala um dýrari dekkin.
26.08.2002 at 11:26 #462838
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það fer að koma að dekkja kaupum hjá mér (gangur af 38") þ.a. ég hef hugsanlega áhuga á að vera með.
26.08.2002 at 18:32 #462840Sælir félagar. Þetta líst mér vel á. ef munurinn á verði er töluverður þá er ég líklegur til að vera með.
26.08.2002 at 18:34 #462842ég aftur. þá er ég að spá í 38"
26.08.2002 at 21:42 #462844
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ALLTAF GOTT AÐ FÁ GLEÐI GÚMMÍ Á GÓÐU VERÐI ÉG ER MAÐUR Í EINN GANG AF 38"
27.08.2002 at 02:32 #462846Sælir félagar mér langaði að vita fyrir forvitni hvort þið séuð að tala um að panta þá eina tegund eða hitt og þetta???
En ég væri nú alveg maður í einn gang af 38" mudder ef það stendur til boða.Kveðja: Davíð R-2856
27.08.2002 at 12:59 #462848Ef þetta er rétt hjá ykkur að dekkið kostar um $350 úti, þá er þetta kannski ekki svo sniðugt. Það eru 10% tollur 25% virðisaukaskattur. Svo kostar að flytja þetta. Tryggingar á fluttning. Og svo eru alltaf einvher dekk sem eru gölluð. Þannig að það þurfa örugglega að vera 8 auka dekk til að skipta út. Er þetta þá ekki komið í svipað verð og hér heima?
27.08.2002 at 13:32 #462850Auðvitað er ekki hagstætt að kaupa á 350 dollara þetta snýst hins vegar um að fá heildsöluprís og hagstæðan flutning t.d. í nafni einhvers fyrirtækis sem hefur hagstæð kjör.
27.08.2002 at 17:34 #462852
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir, ég var að fletta 4-Wheeler fyrir nokkrum dögum og kíkti eftir verði. Þar sýndist mér 38" vera á ca. 250-280$ eftir tegundum, DC-Kevlar á ca 300$. Þetta gerir miðað við 87 kr fyrir dollar u.þ.b. 22-25 þús pr. stykki út úr búð(blaði). Ca. 30-34 þús með gjöldum + flutningur. Ekki getur flutningurinn kostað 20 þús pr dekk??
Svo má örugglega þrúkka verðið niður ef keypt eru mörg, tala nú ekki um í heildsölu.
Kveðja
Siggi_F
28.08.2002 at 14:50 #462854Ok, hver vill vera svo vænn að fjármagna þetta. Þetta er þá ekki nema svona 20 miljónir.
28.08.2002 at 17:11 #462856Væri til í að vera með í innkaupum á 38" Mudder
Sverrir Kr. R-155
28.08.2002 at 18:12 #462858Hvaða voða svartsýnistal er þetta heijo ef það fást menn til að kaupa 15 ganga þá eru bara keyptir 15 gangar það þarf ekki endilega að kaupa inn marga 60 feta gáma til að þetta gangi upp. Ef menn vilja slá saman og kaupa þá verður að greiða þetta að öllum líkindum fyrirfram en ef þér viljið kaupa ganginn á 240-300 þús óundirkominn þá ætla ég ekki að stoppa þig síður en svo. Fyrir ykkur hina sem eruð ekki á forstjóralaunum því fleiri því betra.
29.08.2002 at 01:44 #462860Sælir mér langaði að spurja að einu segjum sem svo að það séu keyptir 15 gangar af dekkjum 4 stk á mann og svo lenda segjum 4 í því að í þeirra gang er eitt dekk með hoppi í þá er auðvitað ekkert hægt að skipta því einfaldlega hvernig mundu menn þá snúa sér í því???
Kveðja: Davíð R:2856
29.08.2002 at 08:27 #462862
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Hraðfari,
Það má leysa það með því að panta aukagang, það kosta ekki svo mikið á mann, og svo ef heppnin er með er hægt að selja hann á fullu verði ef ekkert er hoppið annars með afslætti sem varadekk.
Ef reiknað er með að dekkin kosti 34 þús pr. stk. fyrir utan flutning sem ég veit ekki hvað kostar en ég ímynda mér að tekinn yrði sér gámur svo einn gangur til eða frá breytir ekki miklu. Ef 15 manns væru saman um þetta hver með sinn gang, þá hækkaði verðið á dekkinu í rúmlega 36 þús við að panta aukagang, sem jafnvel fengist til baka að öllu eða að amk að stórum hluta þar sem dekkjaverkstæðin eru að selja hoppdekkin á 70-80% verði.Kveðja
Siggi_F
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
