This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Ívar Örn Lárusson 19 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Hvernig væri að F4x4 og félagar auglýsi mótmæli út af alltof háu olíuverði. Auðvitað fá olíufélögin eitthvað fyrir sinn snúð en íslenska ríkið er græðir á tá og fingri.. og svo til þess að kóróna allt þá hefur þetta líka áhrif á verðbólguna.
Síðustu mótmæli voru um verslunarmannahelgina og skiluðu þau ENGU!
Ég sá frétt að í englandi mótmæltu vörubílstjórar á hraðbrautum og sama dag og þeir mótmæltu lækkuðu stóru olíufélögin verðið um 4 krónur! við fengum því miður ekki sömu lækkun hérna!
Það leið vika þangað til að hækkunin náði á Íslandsstrendur. Hvernig væri nú að jeppaeigendur mótmæli saman við alþingishúsið þegar alþingi kemur saman?
Ég er ekki að fara fram á að gamla kerfið verði tekið upp! heldur vill ég sjá díselinn svona eins og 10% ódýrari en olíuna.
Kannski að það verði fyrsta verk Dýralæknisins (Árna Matt) sem fjármálaráðherra að lækka skattinn á olíuna.
Ég vel íslenskt
You must be logged in to reply to this topic.