This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl Guðnason 18 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég er einn þeirra sem á jeppa til að ferðast á að sumri og vetri. Þetta er frekar gamall Chevrolet jeppi, 26 ára núna, en í mjög góðu standi, ekinn innan við 100.000 kn frá upphafi. Hann var tekinn í smá skveringu fyrir tæpum 2 árum, sem kostaði langleiðina í eina milljón. Málaður að innan og utan, o.fl o.fl. Þar við bætist breytingar og grunnverð. Eftir lagfæringarnar fór ég með hann til míns tryggingafélags (VÍS) til skoðunar þar sem að ég vildi kaskótryggja bílinn. Í stuttu máli varð niðurstaðan þessi: Ég gat keypt kaskótryggingu á bílinn EN, ef eitthvað kæmi fyrir og bíllinn væri dæmdur ónýtur þá myndu þeir borga gangverð fyrir hann.
Gangverð fyrir þennan bíl er ekki til. Mitt tjón væri hins vegar það sem að ég þyrfti að borga fyrir bíl sambærilegu ástandi sem leysti hinn af hólmi. Kannski á bilinu 2- 2,5 millj. Ekki gat ég fengið þá til að meta hann á ca. 2,5 millj, ég borgaði af honum í samræmi við það og bíllinn væri líka verðlagður á sama hátt kæmi til tjóns. Þeir sögðu reyndar að ég gæti prófað að láta meta hann á bílasölu og þá myndu þeir hugsanlega taka tillit til þess. Ef ég lendi í altjóni. verð ég þá að sætta mig við 3-400.000 greiðslu fyrir bílinn eða get ég krafist þess að tryggingafélagið geri við bílinn – kannski 2-3 milljóna viðgerð?
Þetta er reyndar sama staðan og ef ég lendi í umferðaróhappi í umferðinni og er í rétti, ég fengi ekki nema brot af raunvirði bílsins míns en vonandi mun aldrei reyna á þetta.
Ef ég fengi aðeins „gangverð“ fyrir bílinn þá væri tryggingafélagið í raun að ákveða að ég myndi hætta að ferðast um hálendið á þann hátt sem ég hef valið mér.Ég er ekki sá eini sem stend í þessum sporum, það er til fullt af gömlum glæsilegum jeppum sem erfitt er að verðmeta. Það er kannski frekar hægt að finna gangverð á 15 ára gömlum Patrol eða Toyota en á 26 ára gömlum Chevrolet. Hafa menn eithvað til málanna að leggja, standa í sömu sporum eða jafnvel lent í svona veseni ?
Kveðja
Hjalti R-14
You must be logged in to reply to this topic.