FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Veltu vangaveltur

by Þorvarður Hjalti Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Veltu vangaveltur

This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Karl Guðnason Karl Guðnason 19 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.02.2006 at 15:37 #197376
    Profile photo of Þorvarður Hjalti Magnússon
    Þorvarður Hjalti Magnússon
    Participant

    Ég er einn þeirra sem á jeppa til að ferðast á að sumri og vetri. Þetta er frekar gamall Chevrolet jeppi, 26 ára núna, en í mjög góðu standi, ekinn innan við 100.000 kn frá upphafi. Hann var tekinn í smá skveringu fyrir tæpum 2 árum, sem kostaði langleiðina í eina milljón. Málaður að innan og utan, o.fl o.fl. Þar við bætist breytingar og grunnverð. Eftir lagfæringarnar fór ég með hann til míns tryggingafélags (VÍS) til skoðunar þar sem að ég vildi kaskótryggja bílinn. Í stuttu máli varð niðurstaðan þessi: Ég gat keypt kaskótryggingu á bílinn EN, ef eitthvað kæmi fyrir og bíllinn væri dæmdur ónýtur þá myndu þeir borga gangverð fyrir hann.
    Gangverð fyrir þennan bíl er ekki til. Mitt tjón væri hins vegar það sem að ég þyrfti að borga fyrir bíl sambærilegu ástandi sem leysti hinn af hólmi. Kannski á bilinu 2- 2,5 millj. Ekki gat ég fengið þá til að meta hann á ca. 2,5 millj, ég borgaði af honum í samræmi við það og bíllinn væri líka verðlagður á sama hátt kæmi til tjóns. Þeir sögðu reyndar að ég gæti prófað að láta meta hann á bílasölu og þá myndu þeir hugsanlega taka tillit til þess. Ef ég lendi í altjóni. verð ég þá að sætta mig við 3-400.000 greiðslu fyrir bílinn eða get ég krafist þess að tryggingafélagið geri við bílinn – kannski 2-3 milljóna viðgerð?
    Þetta er reyndar sama staðan og ef ég lendi í umferðaróhappi í umferðinni og er í rétti, ég fengi ekki nema brot af raunvirði bílsins míns en vonandi mun aldrei reyna á þetta.
    Ef ég fengi aðeins „gangverð“ fyrir bílinn þá væri tryggingafélagið í raun að ákveða að ég myndi hætta að ferðast um hálendið á þann hátt sem ég hef valið mér.

    Ég er ekki sá eini sem stend í þessum sporum, það er til fullt af gömlum glæsilegum jeppum sem erfitt er að verðmeta. Það er kannski frekar hægt að finna gangverð á 15 ára gömlum Patrol eða Toyota en á 26 ára gömlum Chevrolet. Hafa menn eithvað til málanna að leggja, standa í sömu sporum eða jafnvel lent í svona veseni ?

    Kveðja
    Hjalti R-14

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 32 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 21.02.2006 at 15:50 #543822
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Ef tryggingafélögin vilja ekki borga ásættanlegt fyrir bílinn þá er bara að krefjast þess að það sé gert við hann.
    .
    Ég lenti í sambærilegu með 20 ára Pontiac, þó hann væri ekki mikið skemmdur þá var markaðsverð á þeim tíma mjög lágt.
    .
    Ég var viðbúinn að mitt tryggingafélag myndi reyna eitthvað svo ég ræddi málið við lögfræðing sem unnið hafði hjá trygginafélagi. Hann sagði mér að þeir reyndu oft að láta menn fallast á að fá borgað út "markaðsverð" en gætu ekki staðið á því ef í hart færi. Þú getur krafist þess að það sé gert við þinn bíl.
    .
    Hef grun um að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar verji okkur fyrir því.





    21.02.2006 at 17:11 #543824
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    "Þú færð það bætt ef þú ert tryggður"…..

    eða var það ekki annars :)

    kv
    Rúnar.





    21.02.2006 at 17:36 #543826
    Profile photo of Þengill Ólafsson
    Þengill Ólafsson
    Participant
    • Umræður: 48
    • Svör: 611

    Fáðu allt sem tryggingafélagið segir við þig skriflegt. Það hefur komið upp sú staða að þegar það er beðið um eitthvað skriflegt um það sem þeir hafa sagt. Þá draga þeir það til baka. Þeir reyna allt þessir andskotar.

    Hvernig er þetta með fornbíla? Það væri kannski ráð að tala við fornbílaklúbbinn. Ég trúi ekki öðru en að þeir séu með bílana sína kaskótryggða.
    Þinn er 26ára gamall og orðin löglegur fornbíll. Ekki satt?

    Kveðja
    Þengill





    21.02.2006 at 17:45 #543828
    Profile photo of Birgir Tryggvason
    Birgir Tryggvason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 189

    Frændi minn lenti í illa í svona trygginagrugli. Hann var með gamlan benz sem búið var að eyða 600-700 þús. í varahluti bara. Það var keyrt á hann en tryggingarfélagið neitaði að borga nema einvhern 200 þús. kall. Þótt hann veifaði nótum uppá mörg hundruð þúsund framan í þá, hefði mat frá 3 bílasölum og með mörg sýnishorn af því hvað svona bílar kosta erlendis var engu við þá komið. Svo þegar hann heimtaði að það yrði gert við hann sögðu þeir bara að það væri ekkert hægt að gera við gamlan bíl með nýjum varahlutum! Hann fór til lögfræðings sem sagði við hann að þetta gæti orðið dýrt og alls óvíst að hægt væri að vinna málið. Á endanum gafst hann upp.
    Ég held að slagorðið [b:1w075klm]"þú færð [u:1w075klm]það borgað[/u:1w075klm] ef þú ert tryggður"[/b:1w075klm]
    hafi átt að vera [b:1w075klm]"þú færð [u:1w075klm]að borga það[/u:1w075klm] ef þú ert tryggður"[/b:1w075klm]

    Kveðja
    Birgir





    21.02.2006 at 18:08 #543830
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 486

    ég var trygður hjá vís með hilux árg 89 og á 38" og var listaverð á honum ekki til en þeir mátu bílinn og ef ég hefði skemmt hann þá hefði ég fengið hann bætan á það sama og ég keypti hann á þ.e.a.s 550.000. Ég var með bílinn í utanvegakaskói.

    En svo var einnig talað um fórnbíla og tryggingar fyrir þá, samkvæmt uppl sem að ég fékk frá vís þá á ekki að vera hægt að tryggja jeppa sem fórnbíla.

    Kv
    Snorri Freyr





    21.02.2006 at 18:10 #543832
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Veltu vangaveltur

    Ég fór að kanna þessi mál aðeins hjá mínu tryggingarfélagi, reyndar í þriðjaskipti.
    Útkoman núna í dag var svosem einsog ég átti von á ( engin ). Ég spurði um kaskó og utanvegarkaskó og þá var mér sagt að utanvegarkaskó væri innifalið í venjulega kaskóinu. Ég spurði hvort einhver sér ákvæði væru um jeppa sem ekki væru á vegi, en fékk heldur loðin svör. Í stuttu máli er það þannig hjá mínu tryggingarfélagi að fátt er um svör og málinu yfirleitt vísað yfir á næsta starfsmann sem veit yfirleitt ekkert meira um málið. Síðan spurði ég um kaskó á gömlum breyttum jeppa og fékk þá en þá loðnari svör, jafnvel svo loðin svör að sá sem gaf mér þau skildi vart sjálfur hvað hann var að segja.
    En það sem ég gat veitt upp úr þeim að hægt væri að kaskótryggja og þeir greiddu gangverð í samræmi við óbreyttan jeppa. En þeir gætu líka skoðað jeppann og þá væri kannski hægt að meta hann ef hann yrði fyrir tjóni. En þá vildi ég vita hvort hægt væri að meta hann eftir gangverði + breytingarnar og raun söluvirði. Og þar með fá að vita hver upphæðin yrði sem ég fengi greidda ef jeppinn teldist ónýtur. Enn ???’ fátt um svör.
    Niðurstaðan eftir það að hafa tala við á annan tug starfsmanna í þrem heimsóknum er sá að ég veit ekkert meir um utanvegartryggingar hjá Sjóvá enda mun ég ekki trygga þar næsta tryggingarár.

    Þessi texti minn er kannski bölvað torf, en er þó í samræmi við svör starfsmanna Sjóvár





    21.02.2006 at 18:14 #543834
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Það væri ráð að fá fulltrúa þessara tryggingarfélaga til þess að mæta á fimmtudagsfund í opnu húsi, svo þeir gætu útskýrt þetta bölvaða torf sitt.





    21.02.2006 at 18:43 #543836
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þetta bæði þörf og brýn umræða. Óhappið um síðustu helgi hefur án efa átt sinn þátt í að vekja hana, líkt og umræðuna um veltibúrin en nóg um það. Ég tek undir með Ofsa að það sé vissulega ástæða til fyrir félagið að fá þessa fósa til að mæta á fundi hjá klúbbnum og skýra hverju þeir eru að lofa þegar þeir eru að bjóða utanvegakaskó, sem var mjög til umræðu þegar hún kom til sögunnar fyrir nokkrum misserum. Sú þrautaganga sem lýst er í pistlunum hér að ofan lýsa náttúrulega afstöðu tryggingafélaganna til viðskipta"vina" sinna, sem er ótrúlega neikvæð og ekki í takt við góðar viðskiptavenjur. Ég held að það sé allt í lagi að þeir sjái framan í klúbbinn sem slíkan og hversu stór hópur viðskiptamanna er þarna á ferðinni.





    21.02.2006 at 18:53 #543838
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 486

    Er að ekki ráð að klúbburinn beiti sér fyrir því að fá góða kjör á tryggingum fyrir félagsmenn sína t.d hja vís?

    Mín reynsla af sjóvá er ekki góð og ég mun aldrei tryggja neitt þar.

    Kv
    Snorri Freyr





    21.02.2006 at 18:55 #543840
    Profile photo of Karl Guðnason
    Karl Guðnason
    Member
    • Umræður: 28
    • Svör: 1154

    Þessi tryggingarfélög eru flokkuð undir lögverndaða glæpastarfsemi í mínum huga þeir troða á litla manninum í skjóli þekkingarleysis hans
    mér finnst að klúbburinn ætti ef möguleiki er á að fá þessi mál á hreint því mig grunar að margir séu að keyra á fjöllu með fölsku öryggi. því þessir skollar eru hálir sem álar og það þarf klóka menn til að eiga við þá.!!!!
    Kv: KAlli nærsýni.





    21.02.2006 at 19:00 #543842
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Í stíl við torfið hans Ofsa þá var ég búinn að klamra saman þessum texta annarsstaðar sem á að endurspegla skilning minn á afstöðu tryggingarfélagsins míns til svona mála:
    —-
    [klipp]
    Þar sem bíllinn er breyttur þurfti ég að fara í þjónustumiðstöð og láta taka myndir og þá spurði ég sérstaklega um hvaða verðmat væri notað ef bíllinn myndi t.d. gereyðileggjast (að þessu spurði ég merkilegt nokk á föstudaginn síðasta…) og þá var mér sagt að miðað væri við markaðsverð, þ.e. nokkrar bílasölur gæfu mat á bílnum (3-4 sem VÍS er með á sínum snærum varðandi svona mál). Ég double-checkaði þann skilning með að spyrja hvort þarna væri átt við viðmiðunarverð BGS og svo var sagt að væri ekki.
    [klipp]
    —-
    Kannski aðallega þetta með markaðsverð en ekki viðmiðunarverð. Heimildamenn mínir í þessu eru starfsmenn VÍS (Sirrý J. og Sigrún P. mér til minnis…) og voru þær báðar mér mjög liðlegar að ganga úr skugga um vafaatriði. Ég hef reyndar ekki reynt að sækja bætur til VÍS ennþá en vonandi verður það í stíl við þjónustuna hingað til (óskhyggja…).

    PS: Ég er ekki á neinn hátt tengdur VÍS fjárhagslega 😉





    21.02.2006 at 19:21 #543844
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Mig minnir endilega að Sniglarnir hafi á sínum tíma náð einhverskonar "sáttum" við tryggingafélög (TM a.m.k.) varðandi hvað er tryggt og hvenær og hvenær ekki o.s.frv., einmitt með því að fá fulltrúa frá þeim á fundi.
    Er svo ekki einhver góður lögfræðingur í klúbbnum sem gæti aðstoðað við að finna út úr þessu?





    21.02.2006 at 20:29 #543846
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Utanvegakaskó er að mínu mati peningaplokk á svæsnasta stigi. Ég renndi í gegnum skilmálana hjá VÍS fyrir ári þá botnaði ég ekki upp né niður í afhverju ég ætti að vera eyða pening í þetta, og nógu duglegir eru þeir að pranga þessu inná mann.

    Ef einhver hefur fengið bætt með utanvegakaskó eða þekkir einhvern sem hefur það, endilega segið frá.





    21.02.2006 at 20:37 #543848
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Ég er búinn að vera alsæll með að vera með bílinn í alkaskso hjá VÍS en samkv þessum umræðum þá er eins gott að fara og tékka betur á öllu þessu dæmi og sjá hvar maður stendur gagnvart þeim,hef því miður eins og fl fengið slæma reynslu á að sækja bætur í hendur tryggingarfélaga.
    Klakinn
    Ps mætti ekki setja saman spurningarlista á vegum klúbbsins og senda Tryggingarfélögunum og fá skrifleg svör,það er eitthvern vegin erfiðara fyrir þau að snúa út úr skrifuðum svörum.





    21.02.2006 at 21:12 #543850
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Flest tryggingafélög endurnýjuðu skilmála sína núna um áramótin vegna nýrra laga sem tóku gildi um starfssemi tryggingafélaga.

    Stebbi, ég tók svona utanvegaviðbót á al-kaskó hjá VÍS og það eina sem það gerir er að það afnemur skilyrði í skilmálunum (BK10) sem eru í kafla 3.3. Ég fékk svohlljóðandi blað: [i:g6loz1l7]"Þrátt fyrir ákvæði 3. gr skilamál Al-kaskó gildir vátryggingin í akstri yfir óbrúaðar ár og læki, fjörur, forvaða og aðrar vegleysur"[/i:g6loz1l7] Um tjón af þessu tagi gildir önnur eigin áhætta.

    Ég rakst líka á að í kafla 3.3 er sagt að tryggingin gildi þó (án utanvegabreytinganna) um akstur torfærutækja og dráttarvéla um fjörur, forvaða og aðrar vegleysur. Þetta hafði ekki vakið áhuga minn fyrr en ég sá að í skráningarskírteinu sem ég fékk í dag sent heim stendur "Torfærubifreið" er það sami hlutur og torfærutæki? Er maður þá í raun bara að græða tryggingu í óbrúuðum ám og lækjum?

    Ef þetta á að vera peningaplokk þá er þetta rosalega lélegt peningaplokk því upphæðin sem þeir eru að plokka af manni er frekar lítil á ári. Verðmatið og bætur fyrir lausa hluti er eitthvað sem mér finnst meiri óvissa um og væri gaman að heyra hvort tryggingafélögin séu að taka á mismunandi hætti á þessu, t.d. með GPS-tæki og þess háttar.





    21.02.2006 at 21:18 #543852
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Mér finnst mjög góð hugmynd að f4x4 útbúi spurningalista og reyni að kreista skrifleg svör út úr öllum tryggingafélögunum, bæði varðandi kaskótryggingar og áyrgðartrygginguna. Ég hef reynt að fá skýr svör um gildi kaskótryggingar við akstur utan vega, en svörin voru svo loðin að ég hætti við og keypti enga kaskótryggingu. Varðandi ábyrgðartryggar og bætur fyrir tjón sem aðrir valda manni er einnig mjög mikils vert að vita strax hvort von sé á sanngjörnum bótum frá viðkomandi tryggingafélagi án milligöngu lögfræðings.

    Ágúst





    21.02.2006 at 21:30 #543854
    Profile photo of Heiðar S. Engilbertsson
    Heiðar S. Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 414

    Bíllinn minn er skráður Scout árg. 78, en eina sem eftir er er grindin. Þar sem ég var nú búinn að svolitlu af peningum í þetta athugaði ég með kaskó hjá mínu tryggingafélagi. Það var ekki mikið mál að kaskótryggja hann og utanvegakaskó, ég var sendur til Ævars í Toyota í Njarðvík og mat bílinn og það voru teknar myndir og bíllinn tryggður. Það hefur nú sem betur fer ekkert komið fyrir, en ég lenti í veltu með félaga mínum fyrir 11 árum og hann var með utanvegakaskó og bíllinn var greiddur út og mig minnir að hann hafi verið þokkalega sáttur með þá afgreiðslu. HSE





    21.02.2006 at 22:04 #543856
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Það er satt að upphæðin er ekki neit neit núna en hún var hærri. Það sem fór mest í mig á þeim tíma sem ég skoðaði þetta var það að með vatnavesenið sem nú er búið að laga. Áður þá fékk maður ekkert og ef maður fékk eitthvað smá það náði það ekki yfir vélbúnað bílsins. Frábært að steikja vélina og fá nýtt teppi á gólfið. Annað sem ég sá áberandi var það að mikið var talað um gáleysi, sem segir mér það að þeir eru að negla smá varnagla með því að geta borið við gáleysi ef að upphæðin er orðin of há.
    Ég er ekki búin að lesa þetta eftir breytingar og er mjög forvitinn að vita hvort Gísli sem velti um helgina fái eitthvað frá tryggingum.





    21.02.2006 at 23:23 #543858
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Sælir

    Þetta er athyglisverð umræða og ég var einmitt að velta fyrir mér í tilfelli Gísla hvort hann hefði verið bættari með utanvegakaskó. Ef einhver fengi það staðfest að hann hefði fengið 44" patrol í bætur ef hann hefði haft utanvega kaskó væri gaman að heyra það. Sömuleiðis ef hann fengi ekki krónu, sem ég held að sé málið, þá hversvegna ekki.

    Hann ók bersýnilega ekki á vegi og ekki í óbrúaðri á, hvar stendur hann þá gagnvart utanvegakaskói.

    Ég held að þessi trygging nái bara til aksturs á slóðum og akstri yfir óbrúaðar brýr OG á ekki að bæta tjón á krami s.s. mótor, kössum eða hásingum.

    Kv Izan





    22.02.2006 at 08:18 #543860
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Ég fór vel í smáaletrið þegar ég var að skoða þessi blessuðu tryggingarmál og hjá mínu tryggingarfélagi dekkar utanvegakaskóið allt það sem komið getur fyrir utan vega, td ef þú lendir ofan í sprungu, því eins og nafnið segir gildir þessi trygging utan vegar. Hún gildir ekki þegar þú keyrir þar sem akstur er bannaður eða svæði lokað. Þessvegna skil ég ekki hvernig það komst í gegn í Snæfellsjökulsþjóðgarðinum og verður væntanlega eins í Vatnajökulsþjóðgarðinum, klausan þar sem allur akstur vélknúinna ökutækja er bannaður.
    En þar fyrir utan hef ég bara þá reynslu af tryggingunum að ég bara borga, veit svo sem ekki hvort þeir stæðu við stóru orðin ef á reyndi.
    Ég hef allavega ekki efni á öðru en borga allar þær tryggingar sem í boði eru og ég ÞOLI ekki þegar kemur í fjölmiðlum það brann ofan af fjölskyldunni og allt ónýtt og ekkert tryggt, söfnun er hafin og bla bla bla.
    Vona að þessar veltu-vanga veltur verði til þess að menn og konur skoði sín mál og helst að klúbburinn geri eitthvað í sambandi við þessi glæpafélög, td að hver breyttur jeppi yrði sér skoðaður af tryggingunum og tryggður samkvæmt því, fornbílamenn hljóta að gera þetta þannig.
    Kveðja Lella





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 32 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.