Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Veltibúr í bíla
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgeir Bjarnason 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.02.2006 at 18:53 #197367
AnonymousLangaði að forvitnast hvort margir væru með veltibúr í sínum bílum. Væntanlega eru þeir með veltibúr sem nota sína jeppa nær eingöngu til fjallaferða en er þá ekki tilvalið að nota veltibúrið í það að gegna hlutverki loftkúts??? Hefur einhver pælt í þessari hugmynd?? Þetta hlýtur að vera upplagt í bílum sem ekki hafa alltof mikið pláss eins og t.d. willys og wrangler.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.02.2006 at 23:06 #543762
Hlutverk veltibúrs er að hindra yfirbyggingu bílsins frá því að falla saman. Því hlítur búrið allaf að virka best ef það er innaní bílnum. Yfirbygging bílsins verðu þá svona skel utanyfir búrið.
Fræðilega séð getur yfirbygging fallið saman þó að utanum hana sé veltibúr. Dæmi, veltibúrið getur bara grafið sig ofaní snjóinn en yfirbyggingin fallið saman af þrýstingnum.
Þannig að þetta er kannski ekki besta lausnin þó svo hún sé óneitanlega alls ekkert slæm.
kv
Rúnar.
22.02.2006 at 23:11 #543764Svona utanáliggjandi veltigrindur er hægt að kaupa tilbúnar á Land Rover:
[img:1fldsdpc]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3742/28837.jpg[/img:1fldsdpc]
Það spilar kannski inn í að hugtakið loftmótstaða var ekki sérstakt áhyggjuefni við hönnun þessa glæsilega bíls og því verður vindgnauð kannski ekki svo mikið vandamál. Eins og sjá má á myndinni eykur þetta bara á glæsileikann. Það er samt örugglega rétt sem Rúnar segir að í vissum tilfellum sé vörnin meiri ef búrið er inni í bíl en oftast held ég að það myndi koma að gagni
Kv – Skúli
23.02.2006 at 00:07 #543766Hvernig er gengið frá festingum á þessu búri á Landrovernum á myndinni?
Þetta er vonandi ekki bara boltað í ál boddíið?
23.02.2006 at 00:21 #543768færið búrið inn í yfirbygginguna . Fjarlægið klæðningu, opnið innrabyrði og notið rör/prófil að af þeim þykktum og gerðum sem henta sjóðið í innrabyrði bílsins eins og hægt er. Aðalmálið er að toppur gengur oftast niður um framrúðufalsið og hurðastafir bogna um síls og aftur um miðjan staf. ef styrkur er aukin frá hvalbak upp í topp yfir frammrúðu og aftur að staf og niður í gólf þá dugar þetta í flestum tilfellum
ef bíllin er orðin of massífur þ.e. ekkert gefur eftir þá klippa beltinn mann bara í tvennt eða maður slítur þau úr boddíinu.
Svona búr hentar í japanska jeppa flesta þeir eru nógu sterkir að aftan ég setti svona í minn pajero
23.02.2006 at 07:16 #543770
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
endilega smelltu inn mynd af búrinu í pæjunni þannig að menn sjái hverni þú gerðir þetta. mjög gott er að klæða búrið af með þykkum svampi á þeim stöðum sem eru næst höfði og fótum þar sem það er. kv dóri hauks A-714
23.02.2006 at 09:24 #543772Mér er sagt að þessar grindur á Rovernum hafi stuðning alveg niður í grind og boddýbitana. Veit hins vegar ekki hvernig það er útfært en væntanlega einhverjar stoðir sem taka við að innan.
Kv – Skúli
23.02.2006 at 19:48 #543774
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
miðað við myndina hefur búrið stuðning frá hvalbaknum og bytanum fyrir aftan hurðina svo sjálfsagt aftast á einhvern góðan stað
23.02.2006 at 22:52 #543776Á link sem er hér ofar á þræðinum er bent á búr sem er selt tilbúið inní hilux/4runner.
Sé ég það rétt að það sé bara látið standa beint í gólfinu ?
Er það nóg, eða þarf að taka þetta niður í gegnum gólfið niður í grind ??Eða væri nóg að hafa einhverja platta undir teppinu til að dreifa álaginu á gólfið ??
…spyr sá sem ekkert veit….?
Arnór
23.02.2006 at 23:27 #543778Það er nú yfirleitt reynt að láta festingarnar vera yfir bodyfestingunum sjálfum, þannig að það er grindarfesting undir. Það má ekki festa veltibúrið beint í grindana, nema þú viljir hafa heyrnarskjól sem staðalbúnað í bílnum
kv
Rúnar.
24.02.2006 at 00:21 #543780Það á alltaf að setja platta undir veltibúr!
annars fer það bara í gegn
24.02.2006 at 01:26 #543782Veltibúrið á myndinni minnir á búrin frá Safety Devices í UK. en gæti einnig verið frá Tomcat Motorsports Ltd. Tomcat framleiðir búr í margar tegundir jeppa bæði utanáliggjandi og inní. Segja má að utanáliggjandi búr séu frekar hugsuð fyrir bíla til notkunnar í skóglendi en inni-búr fyrir meiri hraða t.d. mótorsport. Á utanáliggjandi búrin er oft sett grind fyrir búnað og farangur. Að smíða búr geta allir gert sem til þess hafa verkfæri, aðstöðu og ÞEKKINGU! Hvernig á að festa, hvar á að krossstífa og svo frv. Til eru reglur um þetta hjá LÍA sem menn gætu eflaust nálgast. En gott er að miða við ef búr er keypt hvort heldur er hér heima eða erlendis frá að það uppfylli skilyrði og standist reglur FIA/MSA/LÍA. Búr sem eru framleidd skv þessum stöðlum eru örugglega í lagi. Ákveðinn staðall er um fótastærð, samsetningar, festingar, efni, sverleika, þykt og fl. Þar sem ekki er um mjög marga mismunandi tegundir bíla að ræða gæti verið snjallt fyrir hóp manna að fá tilboð t.d. frá Tomcat í ákveðin fjölda ósamsettra búra í tiltekna bíla. Þannig mætti eflaust gera góð kaup.
Kveðja
Steini
E.S: Ef þetta er "alvöru" búr á myndinni þá eru fætur inni í brettunum sem ná niður í outriggerana á grind Defendersins.
24.02.2006 at 09:12 #543784Þegar veltibúr er fest í bíl á grind þarf als ekki að fara í grindina það er í raun verra því þá getur boddíð losnað frá grindinni en veltibúrið verið enn fast við grindina þá er kallin sem er í bílnum í raun óvarin því veltibúrið eltir grindina sem er ekki lengur föst við boddíið. Málið í þessu er að hafa allar festingarnar tryggar í boddíinu ekkí grindinni. en tengingar yfir í grindina eru í lagi á meðan þær eru ekki sterkari en festing veltibúrsins við boddíið.
Guðmundur
24.02.2006 at 13:18 #543786Ekki er hægt að gefa út eina alsherjarreglu um festingar á veltibúrum í jeppa. þetta er að sjálfsögðu mjög mismunandi milli bíla. Þeir eru grindarlausir, með sambyggðri/innbyggðri grind eða sjálfstæðri oftar en ekki mjög sveigjanlegri grind. Landrover Defender hefur t.d. mjög stífa grind og yfirbyggingin er byggð beint á hana þannig að engir boddýpúðar eru til staðar. Í því tilfelli er í góðu lagi að festa búrið beint í grindina eins og reyndar oftast er gert með LR Defender. Í því tilfelli heldur festingin einnig við yfirbygginguna á nokkrum stöðum. Annars eru fætur búrs oft settar á undirtöður festar við sílsa og aðra stífa og berandi hluta yfirbyggingar þannig að tryggt sé að fæturnir stingist ekki t.d. niður úr gólfi.
Talandi um sveigju á grindum þá er gamann að segja frá því að ég gerði tilraun með Defender 110 sem stóð í hægra framhjól og vinstra afturhjól en gagnstæð hjól á lofti. (þurfti litla tröppu til að komast upp í hann) Svignun grindarinnar var vart mælanleg þó mátti finna að framhurðir stífnuðu örlítið í lásum. þó ekki það mikið að vont væri að opna eða loka. Ég hef átt aðrar tegundir jeppa (látum liggja milli hluta hvaða tegundir) sem allir hafa sveigt grindurnar nánast eins og um hluta af fjöðruninni væri að ræða. Bitnar á akstureiginleikum. Þar sem stífleiki grindar er eitt af frumskilyrðum góðra aksturseiginleika. Þetta má reyndar oft laga en nú er umræðan komin út um víðan völl.Steini
24.02.2006 at 18:24 #543788Loksins var upplýst af hverju Land Rover hefur svona frábæra "aksturseiginleika".
Kveðja,
Klemmi Land Rover eigandi.
24.02.2006 at 19:33 #543790Klemmi hvað er það sem gerir landann svona góðann ? ég hef mist af einhverju!!!!!!!!!!!!!1
kv: Kalli skilurekki
04.07.2006 at 23:22 #543792Ég rakst á þennan þráð fyrir tilviljun og langar að endurvekja hann.
Þar sem ég er með extracap (Dodge Dakota) hef ég verið að hugsa um hvort það geri eitthvað gagn að setja einfaldan, óstífaðan boga fyrir aftan framsætin? Verður hann að vera stífaður yfir hurðirnar og niður í gólf?
Kveðja
Ásgeir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.