Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Veltibúr í bíla
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgeir Bjarnason 19 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.02.2006 at 18:53 #197367
AnonymousLangaði að forvitnast hvort margir væru með veltibúr í sínum bílum. Væntanlega eru þeir með veltibúr sem nota sína jeppa nær eingöngu til fjallaferða en er þá ekki tilvalið að nota veltibúrið í það að gegna hlutverki loftkúts??? Hefur einhver pælt í þessari hugmynd?? Þetta hlýtur að vera upplagt í bílum sem ekki hafa alltof mikið pláss eins og t.d. willys og wrangler.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.02.2006 at 19:40 #543722
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvað ætli að gerist undir 100psi þrýstingi ef að það kemur sprunga í grindina í veltu…held að það sé álíka hættulegt og að sleppa grindinni :S
20.02.2006 at 19:55 #543724
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með búr enda á Wrangler svo þegar þörfin kemur á að stækka verður næsti bíll líka með búr.
enda búinn að velta einu sinni enn það slapp vel þá kv dóri hauks A-714
20.02.2006 at 20:02 #543726ég var að fá mér cherokee xj boddýið. Eitt af þvífyrsta sem ég geri verður að smíðaboga í það. Þar er frekar einfalt að koma þeim fyrir í þessa bíla ogþeirfara ekkert allt of vel í veltum. Svo hef ég prufað að endastynga wyllis, það þurfti ekki mikiðtil þess og hvetur þaðmig til að hafa búr í mínum bíl.
20.02.2006 at 20:58 #543728Ef að það kemur sprunga í grindina í veltu með 100psi í henni þá verður eitthvað lítið eftir af toppnum þegar hvellurinn er búinn. Hef heyrt að menn hafi verið senda afturhlerana á sporbraut um jörðu þegar fullpumpaðir rörastuðarar skullu harkalega í grjót.
20.02.2006 at 21:02 #543730ég er að pæla í veltibúri enda druslan eingöngu notuð til fjallaferða, en hver gerir veltigrindur í bíla og hvað kosta þær, er þetta allt soðið saman eða boltað saman að hluta ??? hlýtur að vera erfitt að sjóða inní bíl ….
ég veit… fáránleg pæling… sjóða saman inní bíl….
kveðja Axel Sig…
R-3099
20.02.2006 at 21:22 #543732Það er hægt að fá svo margt í henni ameríkunni. hjá Marlincrawler, http://www.marlincrawler.com/htm/armor.htm#cage er hægt að fá veltibúr. En er ekki einhver hér heima að smiða þetta í bílana fyrir minni pening eða svipaðan pening kaninn er að bjóða ? Veit einhver hvert ég get leitað með smíða búr inní drusluna mína ?
20.02.2006 at 21:28 #543734Ég fór í smá leit á spjallinu fyrir nokkru og fann a.m.k. þrjá aðila sem hafði verið bent á sem gætu tekið að sér svona. Þeir voru Tryggvi hjá [url=styri.is]Stýrisvélaþjónustunni[/url], [url=http://www.ke.is/:3d3ezujc]KE málmsmíði[/url:3d3ezujc] og Prófílstál (Smiðshöfða, 5878999).
20.02.2006 at 21:36 #543736í frændagenginu við kaupum okkur 38mm heildregið rör, skellum því í rörabeygivél og smíðum búriðeftir hentugleika fyrir hvern bíl fyrir sig. Ekki gott að hafa samsetningu á miðju röri svo þau eru heil hjá okkur.
20.02.2006 at 21:59 #543738Prófílstál smíðar þetta og mér skilst að þetta sé alls ekki dýrt – innan við 50 þ. í bíl eins og minn. Þá er verið að tala um tvo boga og tengingu á milli.
Ég er búinn að vera að teikna svona upp undanfarið og pæla hvernig þetta kæmi best út… Núna verður svo drifið í þessu – Óhappið hjá Gísla ýtir allavega duglega við mér og vonandi mörgum öðrum….
Benni
20.02.2006 at 23:41 #543740Hvernig er með Hilux er möguleiki að koma
veltibúri fyrir í svoleiðis græju þeir eru nú ekkert
svakalega rúmgóðir
kv Hilmar
21.02.2006 at 00:07 #543742ég hafði hugsað mér að smíða eitthvað svipað þessu; [url=http://www.allprooffroad.com/index.php?option=content&task=view&id=30:3llnxauv]http://www.allprooffroad.com/index.php?option=content&task=view&id=30[/url:3llnxauv]
reyndar hef ég verið að spá hvort maður gæti ekki útfært þetta betur þarna fremst, svo maður hafi meira pláss fyrir fæturnar. Svona stuttir menn eins og ég eru jú með sætið svo framarlega

En það eina sem stoppar mig í þessu er að hafa ekki aðgang að beygjuvél
21.02.2006 at 11:32 #543744
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
En hafa búrið utaná ? Er það ekki möguleiki á svona þröngum bílum eins og t.d. HiLux? Þá er líka komin þessi fína kastaragrind á toppinn

Annars er bara fínt að vera á Wrangler með orginal veltibúr
21.02.2006 at 12:27 #543746
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það hefur svo sem sést í ameríska kletta klifrinu búr sem eru utan við húsið enn þá spyr maður sig hvort það eigi þá til að safna á sig snjó og klaka ????
kv dóri hauks A-714
21.02.2006 at 12:30 #543748
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
.. jú auðvitað gæti það verið… eins er það náttúrulega ekki mikið fyrir augað…
21.02.2006 at 12:51 #543750ef menn eru í vandræðum með að fá beygjuvél
á ég einna svoleiðis sem ég skal lána mönnum frítt ef það verður til þess að þeir seti veltibúr í jeppana hjá séróskar ABBA
21.02.2006 at 13:05 #543752
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
flott framtak skari, bara að bjóða þetta til láns og þessu á örugglega eftir að fjölga í bílum, ég á pottþétt eftir að fá mér búr ef/þegar ég fæ mér jeppa…
21.02.2006 at 13:17 #543754Menn verða líka að passa sig á að hafa búrin þannig að þau slasi mann ekki þegar bíllinn veltur. Þ.e. til lítils að vera með flott búr ef búrið mölvar á þér hausinn við veltu.
Utanáliggjandi búr valda væntanlega leiðinda vindgnauði á þróaðri bifreiðum sem og enn meiri loftmótstöðu (eyðslu).
það eru nú til einhverjar reglugerðir um svona búr, ef ég man rétt. Óþarfi að fara að finna upp hjólið enn einu sinni

kv
Rúnar.
22.02.2006 at 16:33 #543756….framtak hjá skara, ferfallt húrra fyrir honum.
Freyr
22.02.2006 at 20:21 #543758Ég var að "velta" fyrir mér hvort ekki væri betra að setja búrið utan á bílinn og losna við þrengslin sem búrin valda,? ég veit reyndar að sumum þætti það "ljótt" en mér er nokk sama um lúkkið ef þetta er framkvæmanlegt, fróðlegt væri að heyra í einhverjum sem þekkir málið tala nú ekki um ef einhver veit um verð á framhvæmdinni.
kv:kalli valti
ps: Er með patta 98
22.02.2006 at 21:55 #543760Eða bara pakka bílnum inn í bómul
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
