Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Veltibúr
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
18.01.2006 at 15:45 #197095
Jæja þá er enn ein umræðan um veltigrindur í jeppa, þetta er nú bara komið út af því að nú hefur einn af okkar bestu alþingismönnum prófað að rúlla nokkra hringi án veltibúrs í 6m kr jeppa í ónefndri bíltegund.
Svona lítur svo bíllinn út eftir nokkrar veltur og þykir mildi að ekki fór verr. En svo var það annað sem mér fannst áhugavert var það að loftpúðarnir sprungu ekki við velturnar! Er það ekki frekar skrýtið í svona fínum jeppa? Og að þakið skuli ekki vera sterkara en þetta að það leggst gjörsamlega saman við nokkra hringi?En ég vill óska Steingrími hröðum og góðum bata. Þú ert flottastur 😉
kv, Ásgeir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.01.2006 at 15:55 #539454
"NFS, 18. Janúar 2006 14:15
Almenningur illa upplýstur um virkni loftpúða
Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að almenningur sé illa upplýstur um virkni loftpúða í bifreiðum. Vegna slyssins þar sem Steingrímur J. Sigfússon ók útaf í fyrrakvöld, kom fram að loftbúðar bifreiðarinnar, sem er jeppabifreið, hafi ekki virkað sem skildi.Við rannsókn nokkurra bílslysa á undanförnum árum hefur það komið í ljós að loftpúðar bifreiða hafi ekki sprungið út við árekstur. Hluti af hönnun nýrra bifreiða snýr að öryggi ökumanna og farþega en þegar öryggisbúnaðurinn virkar ekki spyr maður sig, eru loftpúðar falskt öryggi?
Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, segir að almenningur haldi að loftpúðar eigi að springa út út við öll umferðaróhöpp, en öryggisbúnaðurinn sem er í bifreiðum er hannaður fyrir ákveðið högg og ákveðnar ákomur og þar af leiðandi getur verið að loftpúðar bifreiða springi ekki út til dæmis við bílveltu.
Ágúst vill koma því á framfæri við söluaðila bifreiða að kynna það vel fyrir kaupendum um hvernig virkni öryggisbúnaðar bifreiðarinnar er. Jafnframt eru bifreiðaeigendur beðnir um að lesa sér til um öryggibúnað bifreiða sinna í handbók sem fylgir öllum bifreiðum"
Það hefði ekki verið til bóta að fá loftpúðann í andlitið þegar þakið er komið niður undir axlir.
Kveðja
Smári
18.01.2006 at 16:36 #539456Mér þykir oft hafa verið mikil yfirlýsingargleði í fjölmiðlum eftir slys. Fjölmiðlar bera þar á borð yfirlýsingar frá ýmsum aðilum sem einfaldlega vita ekki betur.
Dæmi er loftpúðayfirlýsingin. Önnur dæmi eru yfirlýsingar um hraða á ökuritaskyldum bílum við ákrekstur. Í a.m.k. tvígang (rútuslys á norðurlandi, Strætóslysið við Laugarveg) hefur ökuritinn verið lesinn og menn séð að bíllinn var á X km hraða "þegar slysið átti sér stað". Þetta er náttúrulega bara kjaftæði. Rétt er að bíllinn var á X km rétt áður en slysið átti sér stað. Hvort bíllinn var búinn að (neyð)hemla niður í x/10 km hraða áður slysið varð eða ekki, er einfaldlega ekki hægt að lesa út úr ökurita. Upplausnin í þeim er einfaldlega ekki nægjanleg.kv
Rúnar.
18.01.2006 at 16:41 #539458Maður er nú eiginlega alvarlega farinn að spá í veltibúr…
Af þeim veltum sem ég hef séð flökin eftir virðast þjóðvegaveltur vera verstar, enda harðara undirlag en þegar velt er í snjó. T.d. var Hiluxinn sem keyrði fram af Grímsfjallinu ekki svona samanfallinn.
kv
Rúnar.
18.01.2006 at 16:42 #539460
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jeppar eiga það til að fara í tætlur við veltur sbr Patrol 89-97 og land rover defender og fl. veitir ekki af veltibúri í mikið af þessu dóti.
18.01.2006 at 17:15 #539462jámm, maður ætti að smíða sér búr. mér finnst einmitt mjög sniðugt búrin sem bretarnir nota mikið á landrover og súkkur, en þau eru utan á boddýinu, ekki inn í því. Kannski frekar ljótt, en mjög sniðug þar sem þau verja boddýið líka, hef sé myndir af þessum ‘grasaksturs’ bílum þeirra tjalla fara nokkra hringi, og þeir máluðu veltibúrið eftir veltuna… allt og sumt sem þurfti að gera.
En þetta myndir nú örugglega ekki koma mjög vel út á straumlínulögunum bílum.
18.01.2006 at 20:39 #539464Mokaði hann upp og dró hann í bæinn….
Póstarnir milli hurða og aftasti pósturinn stóðu nánast uppréttir. Fremsti parturinn af þakinu var hinsvegar alveg niðri.
Svakalegur mokstur að ná kvikindinu upp, var kominn alveg á kaf (fyrir utan einn spegil).
Og Þórir, ef þú hefur "labbað þig" niður að flakinu, þá ert þú meiri fjallamaður en mig grunaði. Brekkan þarna hefur nefnilega aldrei verið talin sérstaklega "þægileg" til göngu Ertu viss um að þú hafir ekki frekar labbað "upp" að flakinu?
kv
Rúnar.
18.01.2006 at 21:14 #539466Sælir
Þða er erfitt að átta sig á rýminu sem þingmaðurinn hefur átt fyrir sig inni í flakinu eftir veltuna en mér finnst oft að bílar sem hafa verið klipptir í sundur líta verr út en aðrir óklipptir, þetta blekkir augað aðeins.
Hinsvegar hefur karlinn verið heppinn að sleppa svona vel út úr þessu, hvort svo sem loftpúðarnir hafi svikið eða ekki. Ég er sannfærður um að Rúv hefði ekki getað tekið við hann viðtal ef hann hefði ekki verið í bílbelti nema með hjálp miðils.
Annað fannst mér athyglisvert og það voru orð hanns um símann. Gemmsinn floginn út í veður og vind og það eina sem stóla mátti á var gamli trausti NMT síminn. Tækið sem verður ónýtt eftir nokkur ár og fjandinn einn veit hvað tekur við þó að menn lofi einhverju.
Þetta er gott dæmi sem mætti nota til að minna á mikilvægi þess að gott aðgengi sé að fjarskiptatækjum sem draga um allt land og að þau verði ekki svo dýr að mönnum standi uggur af því að eignast þau og nota.
Kv Izan
18.01.2006 at 21:23 #539468Dekkin og felgurnar undan Hiluxinum sem fór framaf voru sett beint undir annan rauðan Hilux sem keyptur var í staðinn fyrir þann sem hrapaði.Þetta sögðu mér Páll Einarsson og menn sem voru hér við rannsóknir nokkru síðar Kveðja Olgeir
18.01.2006 at 21:28 #539470Held að hann hafi nú verið gerður upp. Sett á hann nýtt hús og er blár að lit í dag.
kv
Rúnar.
18.01.2006 at 23:24 #539472Raunin er sú að fæstir bílar eru framleiddir til að keyra á toppnum. Maður sér hvað eftir annað bíla gjörsamlega í köku eftir veltur og búinn að koma að slysum, verða vitni að veltum og vera í bíl sem veltur og vera tæpur í brekkum. Ég smíða mér búr í minn eðal Cherokee, notastvið 38mm heildregið rör og ágæta rörabeygjuvél og sýð draslið saman. Ódýrt og fer aldrei. Getur bjargaðmanni seinna meir.
18.01.2006 at 23:45 #539474ég var nú að enda við að velta mínum fólksbíl nokkrar veltur og fékk ekki neina loftpúða æðandi í andlitið… þeir hjá tryggingarfélugunum segja að það verði að vera árekstur beint framan, á hlið eða aftan á bílinn til þess að þetta virki…. mér finnst það hálf asnalegt þar sem að bílar velta í mörgum tilfellum bílslysna.
(nú veit ég afhverju scoutinn hans geira er grænn)
Stefán Dal
19.01.2006 at 00:01 #539476Ég keyri um á wrangler sem er orginal með velti búri og hef séð þessar myndir af öllum veltu fínu jeppum. Jeppar og fólksbílar fara eins þeir verða að samlokum.
Veltu búr er bara sjálfsagt öryggistæki þegar við notum jeppana eins og við gerum. Brattar brekkur, hliðarhalli, og svo framvegis.
Kveðja Fastur
19.01.2006 at 00:19 #539478Loftpúðar fyrir framan ökumann eða farþega gera bara gagn þegar höggið kemur úr þeirri átt, svo einfalt er það, hann er jú ekkert að draga úr neinu höggi þannig lagað þegar bíllinn rúllar. Hver veit síðan hvað gerist þegar bíllinn hefur rúllað nokkra hringi, hann gæti þess vegna fengið högg framan á sig og þá væri slæmt að hafa blásið út loftpúðana að óþörfu!
Margir bílar eru síðan með hliðarloftpúða fyrir högg frá hliðum og síðan eru Volvo og einhverjir fleiri (Honda minnir mig a.m.k.) með einhvers konar loftpúðagardínu fyrir veltur.
19.01.2006 at 00:27 #539480Ætli púðarnir gagnist nokkuð í svona veltu – hvað eru þeir lengi fulluppbásnir – 1 sek. og svo lekur loftið úr þeim nokkuð hratt.
Ef hann blæs út í fyrstu snertingu bílsins í veltunni, þá kannski virkar hann akkúrat þá – en ekki í hinum 2-x veltum þar á eftir….eða hvað ??Fyrir utan að ef hann blæs út um leið og þakið er að leggjast saman þá verður hausinn klemmdur þarna á milli – það getur ekki verið gott ?
Þannig að ég er ekkert viss um að stýrisloftpúðar gagnist í svona veltu – en það er svo spurning með hliðarloftpúða – þeir "gætu" gagnast betur…en eins og áður sagði, bara í fyrstu snertingu bílsins ?
Arnór
P.S. hvaða gerðar er/var þessi bíll hans Steingríms – ég á í vandræðum með að þekkja hann af þessum myndum ?
19.01.2006 at 02:46 #539482Ég hélt að allir Toyota frelstir Íslendingar þekktu þessi goðatæki hvernig sem ástandi þeirra væri farið. En þetta mun vera Toyota Land Cruiser 100 að mér sýnist á 35" dekkjum.
19.01.2006 at 09:33 #539484Ég hef í töluverðan tíma verið að spá í veltigrind í Pajeróinn hjá mér – en sé ekki hvernig best sé að koma henni við þannig að hún gagnist sem best og á sama tíma taki ekki of mikið pláss.
Hefur einhver smíðað svona í einhvern af þessum 7 manna bílum – það væri gaman að sjá myndir af slíku eða fá að skoða. Eins er með efnisþykktir – hvað er nægjanlega svert í þetta til að grindin sé nógu sterk ?
En svona í tilefni af þessari LC100 veltu þá hef ég heyrt það frá mönnum sem þekkja alla þessa jeppa vel og þá sérstaklega eftir svona tjón og þeir eru allir sammála um að yfirbyggingin á Toyotu LC 90 , 100 og 120 sé sérlega veikbyggð og ekki sambærileg við t.d. Patrol eða Pajeró – Ég er ekki að setja þetta fram til að fá af stað einhver rifrildi um tegundir. Heldur bara að koma þessu á framfæri því þetta kemur frá mönnum sem þekkja þessi mál mjög vel og er frekar sett fram til að hvetja eigendur svona bíla til að drífa í að setja í þá veltibúr – þó ekki væri nema einn bogi aftan við framsætin.
Benni
19.01.2006 at 10:19 #539486
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
HSSK fékk Bridde til að smíða veltibúr í LC80 bílana sína.
[img:3jatk1iq]http://www.heimska.com/Myndir/2004/taekjamot_27-28.mars/images/IMG_7020.jpg[/img:3jatk1iq]
Það á að vera hægt að greina fremri boga veltibúrsins á myndinni.
kv
Maggi
19.01.2006 at 10:43 #539488Hvernig er með grindarlausa eins og t.d. cherokee og pajero, eru þeir ekki eitthvað sterkari í veltu?
19.01.2006 at 11:00 #539490Eins og fram kemur í greinunum sem vísað er í [url=http://science.slashdot.org/article.pl?sid=06/01/05/0114254&tid=99&tid=14:vte363tj]hér,[/url:vte363tj]þá eru bílar sem byggðir eru á grind almennt hættulegri en grindarlausir. Því þyngri sem bíllinn er, því meira reynir á toppinn ef bíllin veltur. Á toyota corolla er toppurinn og gluggapóstarnir hluti af burðarvirki bílsins, gegna sem sagt hluta af því hlutverki sem grindin gerir í grindarbíl. Því er óvíst að gluggapóstarnir á TLC100 séu neitt sterkari en á Corollu, þó bíllinn sé meira en tvöfalt þyngri.
Eftir [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1179897:vte363tj]þessu viðtali við Steingrím.[/url:vte363tj]að dæma, þá virðist hann vera í hópi þeirra sem [url=http://www.gladwell.com/2004/2004_01_12_a_suv.html:vte363tj]finnst hann vera öruggari[/url:vte363tj] i stórum bíl.-Einar
19.01.2006 at 11:20 #539492Varðandi loftpúðana þá eru þeir með mjög nákvæmlega skilgreint "reponse". Það þarf að vera að lágmarki ákveðinn kraftur af ákveðinni stefnu til að þeir fari út. Þegar bíll hreyfist svona þá veit érg ekki hvort þessi búnaður sé að mæla rétt. Í einhverjum nýjum bílum er gyroscope sem ætti að hjálpa til svona aðstæður.
Fram- og hliðarpúðar hefðu (by design) líklega ekki átt að springa við högg af þessari gerð (högg sem kemur niður á bílinn). Þær loftpúðar sem kannski hefðu átt að springa eru loftpúðagardínur (IC). Ég veit ekki hvort að svoleiðis sé í LC100. Annars efast ég um að nokkur loftpúði hefði gert gagn við þessar aðstæður, þeir eiga að taka mikið högg í stuttan tíma.Hvort lofpúðar séu falskt öryggi veit ég ekki, þeir hafa sannað gildi sig við þær aðstæður þar sem þeir eiga að virka. Hitt er svo hvort bílaframleiðendur séu frekar að bæta hönnun (m.t.t. til öryggis) og öryggisbúnað bara til að fá fleiri stjörnur í árekstrarprófum?
Ég hef lent í mjög hefðbundnum fram-árekstri án þess að loftpúði færi af stað. Í mínu tilfelli hefði það verið óþarfi því höggið sem ég fékk á mig var absorberað í yfirbygginguna og meira að segja taskan í farþegasætinu hjá mér fór ekki niður á gólf.
Það er ekki eina lausnin að vera [url=http://www.bridger.us/2002/12/16/CrashTestingMINICooperVsFordF150:3cedz6jy]stór og sterkur[/url:3cedz6jy] og svo verður maður líta að [url=http://www.leftlanenews.com/2006/01/11/todays-drivers-suffer-without-high-tech-systems/:3cedz6jy]vita hvernig dótið virkar[/url:3cedz6jy].
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.