Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Vélhjólamenn utanvega
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 14 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.05.2010 at 18:18 #212792
Hvað eigum við að gera við svona fólk?
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/19/toku_myndir_af_utanvegaakstri/
//BP -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.05.2010 at 21:54 #694072
Fararstjórar sem hafa svona hópa er algjörlega ábyrgir fyrir sínum hóp,,,,,,,,
versta að þetta skemmir fyrir okkur sem eru að reyna að passa okkur,,,,,,,,,,,,,,,,,
Ath,,, hvað eru til margir slóðar sem eru merktir,,,,,,,,, nákvæmlega ,,, ekki margir.
Þetta er orðið ferlega þreytandi, hreinlega ekki hægt að hreyfa hjólið þá kemur einhver og segir mátt ekki vera þarna,,,,,,,ohhhhhh en félagar sýnum stillingu, göngum vel um landið okkar.kv: ASig /ö1235
20.05.2010 at 11:43 #694074persónulega finnst mér MBL vera ganga aðeins of langt í einelti á hjólafólki. Þeir eru markvíst að skanna veraldarvefinn í leit að myndum af hjólum sem eru ekki á vegi.
Hljómar eins og að hjóla og jeppamenn séu einu útivistahóparnir sem séu "skemma" náttúru ísland og hún mundi ALDREI jafna sig.
Er það virkilega vilji fjölmiðla að útvistarhópar þurfi að slást um aðgengi að hálendinu, að göngu og hestafólk sé æðri en aðrir ?Auðvita er ég sammála um að tæta utanvegi er alls ekki ásættanlegt en MBL er hreint og beint að tala niður á þennan ákveðna útivistarhóp. Hver er tilgangurinn með þessu endalausum fréttum ? , Er rétt að menn fari að senda inn myndir af skemmdum á hálendinu eftir aðra útivistahópa til að verja sinn ferðamáta og láta vita að vandmálið tilheyrir ekki eingöngum þessum útivistarhóp.
20.05.2010 at 12:47 #694076Held að það sé rétt að gera skýran greinarmun á hjólaumferð og jeppaumferð hvað þessa hluti varðar og eins og málin standa er full ástæða fyrir okkur á jeppunum til að skerpa sem mest á þeim mun og alls ekki tala um þetta tvennt í sömu andrá. Enda held ég að fyrir flestum sem fjalla um þessi mál eða velta þeim fyrir sér séu þetta tveir aðskidir hópar. Efa það ekki að það er fullt af hjólamönnum sem bera fulla virðingu fyrir náttúrunni og leggja sig fram um að ekki sjáist ummerki eftir þá, en það breytir því ekki að náttúruskemmdir af völdum hjólanna eru raunverulegt vandamál og ekki skrýtið að menn hafi áhyggjur af þeim.
Með þessu er ég ekki að halda fram að allir jeppamenn séu hinir fullkomnu englar, en það liggur alveg ljóst að vandamál vegna utanvegaaksturs jeppa er af allt öðru kaliberi en það sem verið er að horfa á varðandi hjólin.
Kv – Skúli
20.05.2010 at 13:22 #694078En ef þú átt grasmótor þá máttu fara hvaða leið sem er,hvort sem það er rollustýgur gaunguleið eða bara beint af augum…. Sé bara ekkert af því að keyra einhverja rollustýga…
21.05.2010 at 07:06 #694080„En ef þú átt grasmótor þá máttu fara hvaða leið sem er,hvort sem það er rollustýgur gaunguleið eða bara beint af augum…. Sé bara ekkert af því að keyra einhverja rollustýga…“
Er þetta ekki vandamálið í hnotskurn? Er líklegt að ástandið breytist á meðan svona sjónarmið eru algeng? Eða amk. þykja svo eðlileg að menn humma ekki við að setja þau fram opinberlega?
21.05.2010 at 07:35 #694082
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einhvernvegin efast ég stórlega að hestar séu mikið að spyrna upp brekkur með tilheyrandi ummerkjum……
21.05.2010 at 09:34 #694084það þarf nú ekki að leita lengi á netinu
[img:xhuuhvxv]http://img155.imageshack.us/img155/6467/hestaslmx1.jpg[/img:xhuuhvxv]
21.05.2010 at 23:43 #694086það er hægt að finna helling af ummerkjum eftir hesta og rollur líka á hálendinu
ég sá í svipaðri umræðu um þessi mál að þegar hestur stígur til jarðar á sæmilegri ferð er það um 700kg þungi sem er á bak við hvert hóf far…. en það afsakar samt fátt svona hegðun eins og sést á þessu myndbandi en sem betur fer er í gangi mykið átak og fræðsla þar sem er verið að reina að draga úr utanvega akstri á vegum slóðavina og flr
22.05.2010 at 11:52 #694088Tek undir með Gunna að þó svo skemmdir eftir hestaumferð sé víða vandamál er það engin réttlæting fyrir náttúruskemmdir af völdum hjóla eða jeppa ef því er að skipta. Ég held að allir viti innst inni að þetta er raunverulegt vandamál, óháð því hvort skipuleggjendur þessarar ferðar sem myndirnar eru af eigi sér málsbætur eða ekki.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.