This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Hörður Bjarnason 13 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Tekið af mbl.is
„Ég er búinn að fá óvenju margar ábendingar um gangtruflanir í bensínbílum síðan um áramót,“ segir Leó M. Jónsson véltæknifræðingur í samtali við Morgunblaðið í dag.Leó heldur því fram að olíufélögin flytji inn lélegra bensín en áður og gæðaeftirliti með innflutningi þess sé ábótavant. Hann segir þessar bilanir kosta bíleigendur stórfé. Samkvæmt sínum upplýsingum frá bílaumboðum séu þessar truflanir raktar til eldsneytisins.
Leó, sem skrifar reglulega um bílamál í aukablað Morgunblaðsins, Finnur.is, hefur komið ábendingu um þetta á framfæri við FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að þetta verði kannað nánar. Hann tekur undir með Leó að svo virðist sem brotalöm sé á eftirliti með innflutningi á eldsneyti.
Strangar gæðakröfur
Herbert Herbertsson, tæknisérfræðingur hjá N1, segir bensíninnflutning fara fram eftir ströngum gæðakröfum samkvæmt samevrópskum reglum, en bensínið er keypt inn beint frá Statoil í Noregi. Efast hann stórlega um að gangtruflanir í bílum megi rekja til eldsneytisins en öllum sé velkomið að láta kanna innihald þess nánar sem N1 flytur inn.Jóhann Þorsteinsson, verkstæðisformaður hjá Toyota, segist kannast við þessar bilanir og þær megi mögulega rekja til eldsneytisins. Hann geti þó ekki fullyrt um það. Jóhann segir umboðið ekki hafa fengið marga bíla til sín út af þessu, innan við tíu.
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/02/19/veldur_gallad_bensin_bilunum/
You must be logged in to reply to this topic.