This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Ég rakst á auglýsingu hér á vefnum undir „Talstöðvar og símar“ þar sem verið er að auglýsa VHF talstöðvar af nokkru gáleysi, að því er mér finnst. Það virðist því miður nokkuð skeytingarleysi ríkja um hvða menn eru að selja af stöðvum þar sem tíðni er „stillanleg af notanda“.
Í slíkum stöðvum er ekkert sem hindrar að menn fari inn á lokaðar rásir viðbragðsaðila, og í auglýsingunni er kemur ekki fram að stöðvarnar seljist bara til fagmanna eða skráðra radíóamatöra. Það sem verra er, að ef einhver félagi í klúbbnum kaupir þessar stöðvar á hann litla möguleika á að fá þær skráðar löglegar og er þar með kominn í hóp „útlaga á öldum ljósvakans“.
Einhverjir myndu bara yppta öxlum og segja að þeim komi slíkt ekki við, þetta séu bara talstöðvar. En menn veða líka að átta sig á að með því að borga gjöldin þá eru þeir líka að borga fyrir það að við höldum okkar rásum og endurvörpum við, enda einsýnt að Fjarskiptastofnun mun ekki úthluta klúbbnum fleiri rásum, eða styðja við bakið á klúbbnum í uppbyggingu fjarskiptakerfisins ef útlagar hópast inn á öll tíðnisvið. Og þá skiptir engu máli hvort þar sé um að ræða vélsleðamenn, ferðaþjónustuaðlila eða jeppamenn, hvort sem þeir eru í ferðaklúbbnum 4×4 eða ekki.
You must be logged in to reply to this topic.