This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörleifur Helgi Stefánss 17 years ago.
-
Topic
-
Sæl öll. Sennilega er ég ekki sá fyrsti til að velta þessu fyrir mér en mig langar að vita hvað hentar í húddið. Um er að ræða ´95 á 33″ sem verður þannig áfram, fjölskyldu og sumarferðabíll. Okkur langar í fleiri hross en enga sleggju, viljum halda eyðslunni niðri. Við höfum velt upp amerískum tröllum, 4,2ja lítra og ýmsum bensínvélum en langar að hafa hann dísil, nota gírkassann (engin feimni við smíðar á þessum bænum..), og fá þýðgengan kraft. Ég hef svolítið velt fyrir mér dieselvélum úr Mercedes, einhver sem getur bent á góða slíka sem skilar og er fáanleg hér á landi?Land Cruiser vélarnar úr 90 bílnum væru ekki leiðinlegar í þennan bíl en andsk, þvílík verð! Svona nú, skjótiði félagar!
Hjörleifur.
You must be logged in to reply to this topic.