This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir.
Mig vantar ráðleggingar. Er með mikið keyrðan suzuki sidekick 33″ 1600cc örugglega 8 ventla ameríkutýpa… Svo er mál með vexti að ég lenti í því um daginn að eftir að hafa verið að busla í á, þá kom olíuljósið á og flökti mikið. Ég stoppaði að sjálfsögðu bílinn og gekk á bensínstöð og keypti olíu. Þegar hún var komin á flökti ljósið nú samt en ég hélt áfram að keyra. Svo daginn eftir komst ég að því að það vantaði enga olíu á hann, svo að ég hafði yfirfyllt hann og Þegar hann var settur í gang brenndi hann bara olíunni þangað til að ég fór með hann í smurningu. Svo er ég að lenda í þessu aftur ef ég sulla í vatni eða leðju, að olíuljósið flökti eða sé stöðugt á eftir það….. hvað er málið? olíudælan að fara? getur einhver hjálpað?
You must be logged in to reply to this topic.