Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vélarvesen
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn V. Björnsson 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.06.2005 at 16:26 #196003
AnonymousEr með Troober 2,8 turbo dísel. sem er ný upptekinn en hún ælir út smurolíunni um olíukvarðann. Nú er allt nýtt í vélinni, stimplar, hringir ofl.ofl ofl öndunn í lagi. Hvað gæti mönnum dottið í hug að gæti verið í ólagi.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.06.2005 at 16:32 #523784
Er ekki líklegast að þetta stafi af því að vélin blási fram hjá stimplum, t.d. vegna þess að stimpilhringir séu slitnir eða fastir?
-Einar
03.06.2005 at 16:39 #523786Það er greinlegt að vélin blæs niður með hringjum og myndar yfirþrýsing í pönnu
Klakinn
03.06.2005 at 16:42 #523788Nýjir Hringir strimplar slífar. Eða einfaldlega hver einasti hlutur vélarinnar er nýr frá kjallara upp í ventlalok. Og ver vélinn tví upptekinn og eru menn farnir að klóra sér verulega í hausnum vegna þessa vandamáls
03.06.2005 at 17:03 #523790
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Olían leitar þarna út vegna yfirþrýsings í sveifarhúsi. Ástæðan fyrir því gæti verið sú sem bennt er á hér fyrir ofan, en vélin er nýupptekinn og ætti því að þjappa fínt.
Stífluð sveifarhús öndun gæti líka orsakað þetta. Öndunar slangan lyggur venjulega frá ventlaloki að soghlið túrbínu í gegnum ventil (sem getur stíflast).
Ef öndunin er í lagi, þá væri kannski rétt að þjöppumæla vélina, stimpilhringur getur brotnað í nýupptekinni vél.
ÓE
03.06.2005 at 17:07 #523792Að kanna öndun og hún er í lagi og þjappan að sama skapi fín
03.06.2005 at 20:11 #523794Ég veit að ég á ekki að þurfa að segja þér þetta en ég geri það samt.
Fáðu þér Toyotu og málið er dautt.
Þinn vinur gundur
03.06.2005 at 20:54 #523796Kannski langsótt, en er kannski bara allt of mikil olía á vélinni?
-haffi
03.06.2005 at 21:56 #523798Ef sett væri of mikil olía á vélina þá er hún ekki lengi að losa sig við umframmagnið, Já Gummi minn í minni rennireið bila aðeins aðskotahlutir sem troðið hefur verið upp á Toyið
04.06.2005 at 11:37 #523800Æ, elsku kallinn. Er Troopervélin að stríða þér? Velkominn í hópinn! Við höfum svo sem fengið að vera í friði fyrir vélarvandamálum í góðan tíma, sem betur fer, en samt sem áður ljóstra ég því upp hér að ég sá draumabílinn í gær. Hjá Toyota. Og það er fólksbíll. En dísel þó enda er ég svo umhverfisvæn. Það var engan annan alvörubíl að sjá, ekki eru þeir að selja jeppa. Þetta LC lítur út eins og sendibíll.
04.06.2005 at 11:58 #523802ertu nú ekki að kasta stein úr glerhúsi, akandi um á Tropeer, maður spyr sig?
kveðja, Guðni
04.06.2005 at 15:22 #523804þyrfti að fá meiri upplýsingar hvenær þetta byrjaði að haga sér svona, skeði þetta strax eftir upptekt, skeður þetta í hægagangi eða undir álagi. Ef þetta byrjaði strax eftir upptekt og innvolsið er í lagi og þetta er undir álagi er líklega einhver slanga frá soggrein inná blokkina vitlaust tengd (blásturs megin við túrbínu). Ef þetta er í hægagangi er mögulegt að blási niður með stimplum, stimpilhringir eru settir eins, einnig gæti headpakning verið skemmd.
Kveðja Magnús.
04.06.2005 at 15:36 #523806Vélin er tví upptekinn á síðastliðnum mánuðum ekinn 7000 km frá síðustu upptekningu, ælir út olíu um olíukvarða og í gegnum sveifaráspakkningu.
Vélin hefur blásið út olíu eftir báðar upptekningarnar
Allar pakkningar eru nýar og búið er að prófa að skipta um stimpilhringi í tvígang og einnig er búið að skipta um túrbínu. ekkert gamalt er í vélinna þ.a.s Planað hedd, Renndir ventlar, Rnnd ventlasæti,Tímareim,Stengalegur,Plönuð blokk,Vatnslás,borað fyrir slífum,boruð blokk,ventilstíringar,slífar,stimplar,höruðlegur,alsett,heddpakning,endaslagsskinnur. Þetta er búið að gera fyrir vélina, reyndar er búið að rífa hana tvisvar og enn er sama niðurstað. Nú er spurningin hvða er til ráða rífa einu sinni en og skipta um stimpla og hringi. eða hreinlega að henda draslinu.
04.06.2005 at 16:40 #523808Hvað er bínan að blása mikið?
-haffi
04.06.2005 at 16:45 #523810Það á að tengja mæli við hana á mánudaginn. En fyrir upptekningu var ekki þetta yfirþrýstingsvandamál, en til öryggis var samt skipt um túrbínu og það breytti ekki neinu.
Mínar hugmyndir eru þær að það sé, gat á stimpli,vitlausir hringir,rifinn slíf. Er eitthvað vit í þessu hjá mér
04.06.2005 at 16:50 #523812Sælir félagar
Ef vélin er að blása niður ætti hún líka að blása upp og það ætti að koma í ljós með þvi að taka olíulokið af þá ætti að blása upp um það og aukast ef gefið er inn,möguleiki er að það sé sprunga inn í smurgang í heddi (hefði átt að koma í ljós við plönun)ólíklegt að þetta sé frá turbínu gæti verið gat í stimpli eða sprunga eru þá oftast í raufini við efsta hring og sjást ekki svo glatt nema leitað sé sérstaklega eftir því (hef 2 lent í því toy d og peguot)
kv Klakinn
04.06.2005 at 17:01 #523814Getur ekki verið bara að eitthvað sé einfaldlega laust í vélinni? Það kom t.d. fyrir í vinnunni um daginn að spíssar í olíuverki á Scaniu voru lausir eftir upptekkt og þá fór að blása út í olíutank.
04.06.2005 at 19:30 #523816Jón hringdu í mig
kveðja Gísli
04.06.2005 at 22:14 #523818Ástæður fyrir yfirþrýstinig í sveifarhúsi.
1. Blæs niður með stimplum, ath. þjappþrýsting.
2. Öndun á heddi stífluð, skoða.
3. Óþéttar ventlastýringar á túrbínuvél, loka pústi og blása í soggrein og sjá hvort þrýstingur myndast í sveifarhúsi.
4. biluð túrbína, sama og 3.Kveðja Dagur
05.06.2005 at 04:27 #523820Hvað með EGR ventil (ef hann er til staðar)? Prófa að blinda hann.
-haffi
05.06.2005 at 11:26 #523822þú skrúfar olíkvarðan frá vélinni og þú finnur blástur þá eru hringir annað hvort fastir eða brottnir, það er ekki hægt að taka mark á þjöppumælingu ef hringir eru farnir því að hún þjappar vel á smurolíu, einnig ef turbínan er of stór þá getur þetta líka gerst.
Kv
Snorri Freyr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.