Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vélar í Patról
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 23 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.07.2002 at 10:37 #191584
AnonymousSaelir bræður í jeppafíkn.
Mig langar mikið til að finna einhverja „patent“ leið í patról vélamálum. Ég held að menn viti hvað ég á við.
2.8 aumingin mun drepast þegar hann kemur í 200þúskm og það kostar brálaðan pen að gera hann upp. Mig langar í vél sem að er ódýr og aflmikil? Var að heira að hægt sé að fá 3,9lítra 8cyl dísil vél úr nýjum BMW 540 tjónabílum frá Evrópu á góðan pen. Er einhvað til í þessu. Ath ef menn ættla að skrifa til baka að ég ætta að fá mér Duramax, þá langar mig til að láta straks að peningar eru vandamál t.a.s mig langar til að geta ferðast, en ekki geimt flotta jeppan minn í hlaði heima.
Kveðja. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.07.2002 at 14:37 #462186
Ef þú ætlar að fá nýja diesel vél úr BMW tjónabíl þá erum við að tala um mikla peninga. Vél úr gömlum 540 bensínbíl ekinn ca 160.000 þ.km. kostar ekki undir 300 þ. þannig að það er alveg ljóst að diesel vél er miklu dýrari. Það er heldur ekki nóg að fá bara vélina. Þú þarft skiptinguna líka og allt rafkerfið sem tengist vélinni ásamt öllum nemum t.d á pústi og þessháttar. Ekki má síðan gleyma að fá tölvuna með. Hún kostar nú örugglega ekki undir 100 þ. Þá áttu eftir að láta smíða á þetta millikassa sem þarf að vera frístandandi því að þú hefur ekki flans aftan á BMW skiptingunni. Til að tengja þetta allt þarftu svo allar bækur sem ekki liggja á lausu og eru dýrar ef þær eru yfir höfðu til sölu. Fáðu þér 6,5 GM með breittri tölvu ásamt skiptingu og millikassa (verð ca.700-800) og vertu svo bara glaður maður. Mundu að það kostar ca 400 til 500 þ. að laga ónýta Patrol vél þannig að það er ekki svo mikið sem þarf að bæta við. Þú færð ca. 235 hestöfl í stað 100 og ca. 520 lbft í tog í stað ekki neins togs sem er fyrir í Patrol 2,8.
05.07.2002 at 17:43 #462188
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eru drif og öxlar í Patrol nógu sterk fyrir allt þetta tog?
Hvað er svona vélbúnaður mikið þyngri en 2,8 með tilheyrandi kössum?
05.07.2002 at 22:54 #462190
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Drifbúnaður í 2,8 og4,2 patrol er sá sami, og þyngdar aukning er ekki nema ca 150 kg. miðað við 6,5l GM diesel þannig að það er góður kostur að færa fara út í þá breytingu, gallinn er að það er meira diesel glamur í þessari vél en 2,8 patrol en set það ekki fyrir mig.
06.07.2002 at 01:40 #462192Var að stúta 2,8 í annað sinn….rosa glaður. Setti nún 4,2 Nissan undir húddið og fékk túrbó kitt frá bretlandi við hana. Þetta er að virka ekkert smá vel. Vélin passar eins beint oní og eitthvað mix getur gert á annað borð. Eina vandamálið er að þessar vélar vaxa ekkert á trjánum hérlendis. Ég held að þessi vél sé að toga meira en 4,2 Land Cruiser.
Mæli með þessu
06.07.2002 at 08:06 #462194
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bara að selja Patrolinn og kaupa Land cruser, þá eru öll vandamál úr sögunni. Hann dugar örugglega meira en 200 þús km
06.07.2002 at 10:27 #462196Það hafa verið settar 6,5 vélarnar í Patról, að því er ég veit best með góðum árangri og á vandamála.
06.07.2002 at 10:28 #462198Átti að vera án vandamála
07.07.2002 at 16:56 #462200Hvað er hægt að kaupa mikið bensín fyrir 7-800 þús. er ekki allt í lagi, ???? Fáðu þér 350 bensín og hættu þessu bulli. Þungagjalaldið á hvort sem er eftir að fara út í olíunna… !! bensín rules…
08.07.2002 at 00:37 #462202
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
tel þig verða að kaupa allan bílinn til að fá rafmagnsdrasl og heila með og gildir einu hvort um sé að ræða BMW eða GM dísel ekki spurning.Betra en að vera á Glitnis bíl tel þó að 1,5 miljón sé raunsætt lámark
með dísel kveðju Gunnar frændi
08.07.2002 at 11:09 #462204
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mig langar mikið til að geta ferðast líka, ekki bara borga vél sem ég hef ekki efni á. Kanski 307 bensín vélin úr fái að fara í húddið? Er það nokkuð vittlaust kostnaðarlega séð?
08.07.2002 at 12:28 #462206
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég tel að 307 hreyfi bílinn ekki nema í lágadrifinu því hún er svo lítil kostnaðurinn liggur ekki í vélinni heldur niðursetningunni
08.07.2002 at 13:42 #462208Þá held ég að þú værir betur komin að nota bara 2,8 vélina.
Bíll eins og Patrol er allt of þungur til að gera út með 8 cyl bensínvél "að mínu mati". Þá værir þú komin á bíl sem stæði alltaf heima í hlaði. Ef þú ætlar að setja 8 cyl bensínvél er alveg eins gott að setja þá eitthvað aðeins stærra en þrjá þreytta sjö. Þá er 350 vélinn miklu skemmtilegri kostur. Þú mátt ekki gleyma að góð 350 vél kostar nú líka peninga því það er ekki nóg að versla eldgamla vél úr Impala og troða ofan í. Það þarf nú aðeins að eiga við þær þannig að þær fari nú að vera skemmtilegar og það kostar peninga. Fljótlegt að eyða 400 til 600 þ. kallinum þar. Góð hedd, rúlluás, bein innspýting, góð kveikja og koll af kolli. Ég mæli eindregið með því að þú gleymir öllum áformum um 307.Kveðja Theodor.
08.07.2002 at 14:17 #462210Sæll félagi.
Ég held að 4.2 Landcruiser sé sniðug lausn ofan í Patrolinn.
Þetta er vél sem vinnur vel og togar alveg niður í 200 snúninga sem er 1600 snúningum neðar en Patrolinn.
Og hennar stæsti kostur er að hún eyðir mjög litlu.
Það er oft hægt að fá mikið skemmda Landcruisera hjá tryggingunum fyrir 5-700 þús. og þá getur maður hirt vél og kassa og selt eitthvað uppí kostnað.
08.07.2002 at 15:22 #462212
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér líst vel á þessa hugmynd 4.2 Landcruiser. Er einhver patról til með svona græju? Ég hugsa að rökin fyrir að nota ekki 307 sé nokkuð góð hjá ykkur, sleppum því.
08.07.2002 at 16:01 #462214Væri þá ekki betra að nota 4.0 (4.2) Patrolvél frekar en 4,2 Landcruiser.
08.07.2002 at 19:03 #462216Eflaust er Patrol vélin ekkert lakari en ég bara þekki hana ekkert.
Einnig held ég að það sé auðveldara að ná í hana þar sem ekki voru fluttir inn margi Patrolar með 4.2 og svo ætti það að vera ódýrara þar sem Landcruiserinn er með túrbínu original.
Ég hef keyrt Landcruiser mikið og hef ekki prófað skemmtilegri alhliða vél.
Landcruiserinn sem ég hef verið á er með 24 ventla vélinni og á 38" með 3.58 hlutföllum og virkar vel þannig að Patrolinn sem er með 4.62 hlutföll ætti aldrei að vanta afl.
09.07.2002 at 16:23 #462218Ég tók gamla miðstöðvarhitarann (a.k.a. 2,8 lítra vélin) úr og setti 4,2 lítra Patrol með túrbínu og intercooler. Þetta tók mig 1 dag og 3 kvöld í mestu rólegheitum og ég held að það sé ekki hægt að framkvæma einfaldari vélaskipti, þannig að ef þú vilt ekki missa bílinn í einhverjar vikur, þó trúlegar mánuði, þá er þetta best. Breytingin á afli og togi á eftir að sjást greinilega á brosinu sem kemur í staðinn fyrir skeifuna. Og þú getur farið að ferðast á þeim hraða sem þig langar, ekki sem bíllinn skammtar þér.
Þannig að þú þarft að gera þér grein fyrir heildarkostnaðnum, þú getur fundið einhverja æðislega vél fyrir lítinn pening en svo þegar allt draslið er farið að virka ertu kominn á aðra milljón. Mundu bara að þú verður að skipta um gírkassann líka ef þú skiptir um vélina.
12.07.2002 at 08:25 #462220
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Strákar þið sem eruð búnir að setja svona 4.2 í Patrol.
Eru einhverjir að flytja inn svona vélar og ef svo er hver er þá prísinn á þeim og við að ganga frá öllu ofan í húddið á þessum elskum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
