Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vélar í Cherokee???
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.02.2004 at 16:18 #193706
AnonymousÉg nýt þess að fylgjast með spjalli ykkar spekinganna af hliðarlínunni og hef oft haft gagn af.
Nú langar mig til að spyrja ykkur um mismunandi vélarstærðir í Grand Cherokee, en ég gæti hugsað mér að leita uppi gott eintak af ca. 10 ára gömlum „Tékka“.
Ég spyr: Er mikill munur á eyðslu og afli á 5,2 áttunum og svo gömlu góðu 4,0 lítra sexunum. Ennfremur, er annað kram í þessum bílum hið sama þó vélarnar séu ólíkar eða eru sterkari drif og skiptingar í átta gata bílnum? Hafa menn eitthvað að segja um kosti annarrar týpunnar fram yfir hina?
Með kærri þökk.Haukur Gunnarsson
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.02.2004 at 17:11 #493221
Sæll Haukur.
Ég færi hiklaust í V8 fram yfir línu 6´una. Þú nærð eyðslunni neðar ef þú vilt en átt meira afl inni ef svo ber undir. Svo ekki sé meðtalið unaðslega hljóðið úr 8´unni.
Ég er ekki nógu og fróður hvernig kramið er í þessum bílum. Ég er með línu sexuna 93 árgerð og skilst að ég þurfi að fá mér aðra framhásingu til að hafa þetta gott á 38".Kveðja
Izeman
09.02.2004 at 17:11 #488118Sæll Haukur.
Ég færi hiklaust í V8 fram yfir línu 6´una. Þú nærð eyðslunni neðar ef þú vilt en átt meira afl inni ef svo ber undir. Svo ekki sé meðtalið unaðslega hljóðið úr 8´unni.
Ég er ekki nógu og fróður hvernig kramið er í þessum bílum. Ég er með línu sexuna 93 árgerð og skilst að ég þurfi að fá mér aðra framhásingu til að hafa þetta gott á 38".Kveðja
Izeman
10.02.2004 at 10:35 #488120
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir þetta Izeman. Held þú hafir sitthvað til þíns máls í þessu. Vildi samt gjarna heyra álit fleiri. Mátt láta mig vita ef þú heyrir eyðslutölur frá einhverjum. Hvað er þinn að fara með mikinn safa?
Kveðja
Haukur
10.02.2004 at 10:35 #493225
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir þetta Izeman. Held þú hafir sitthvað til þíns máls í þessu. Vildi samt gjarna heyra álit fleiri. Mátt láta mig vita ef þú heyrir eyðslutölur frá einhverjum. Hvað er þinn að fara með mikinn safa?
Kveðja
Haukur
10.02.2004 at 11:17 #488122
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Ég er búinn að vera með tvo Cherokee 4.0L í um ár.
Annar bíllinn var með í sumar um 16,5 til 16,8 l/100 í blönduðum akstri var á 31" dekkjum sem pössuðu hlutföllunum vel.Hinn bíllinn samskonar nema með 0,75 í drive og á 31" dekkjum og því með heldur óhagstæðari hlutföll hann hefur aldrei farið undir 17 l/100 og í ófærðinni innanbæjar í vetur hafa sést óprenthæfar eyðslutölur.
Er að fara að lækka hlutföllin og fara betur yfir vélina og vonast þá til að geta haldið honum í kringum 16 til 18 l/100 í blönduðum akstri.
kveðja
Lýður Skúlason
R-3174
10.02.2004 at 11:17 #493229
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Ég er búinn að vera með tvo Cherokee 4.0L í um ár.
Annar bíllinn var með í sumar um 16,5 til 16,8 l/100 í blönduðum akstri var á 31" dekkjum sem pössuðu hlutföllunum vel.Hinn bíllinn samskonar nema með 0,75 í drive og á 31" dekkjum og því með heldur óhagstæðari hlutföll hann hefur aldrei farið undir 17 l/100 og í ófærðinni innanbæjar í vetur hafa sést óprenthæfar eyðslutölur.
Er að fara að lækka hlutföllin og fara betur yfir vélina og vonast þá til að geta haldið honum í kringum 16 til 18 l/100 í blönduðum akstri.
kveðja
Lýður Skúlason
R-3174
10.02.2004 at 16:09 #488124Sæll Haukur
Ég næ mínum ansi neðarlega ef að maður reynir og startar sjaldan kalt.
Í langkeyrslu fer hann niður í um 12lítra á 100 og hef náð honum niður í 11 innanbæjar (hélt eðlilegum umferðarhraða en var smá tíma að ná upp ferð). Taktu eftir að þetta eru ekki raunhæfar tölur. Sjaldan kaldstart og aldrei þanið upp fyrir 1800 snúninga.
Í langkeyrsluni nær hann seinna "lock up"´inu á 1400 snúningum og er þá á 80 km/h. Ég er með hann á 35" og original hlutföll.En við venjulegar aðstæður þá fer hann innanbæjar með 15-20L/100 sem er þó fremur rólegur akstur.
Svo ef að maður er eitthvað stressaður í nokkra daga þá er hann ekki lengi uppfyrir 30L/100.Í langkeyrsluni fer hann í svona 15L/100 til að halda hraða upp allar brekkur og annað eins.
Ég verð nú að segja að eyðslan á þessum bíl kom mér á óvart, því ég get haldið mig í þessari lágmarkseyðslu (11 og 12) ef maður er eitthvað tæpur á lífsvökvanum.
Svo hafa v8 menn verið að segja mér að þeir komist örlítið neðar en eru samt fljótari upp á aksturshraða.Kveðja
Izeman
10.02.2004 at 16:09 #493234Sæll Haukur
Ég næ mínum ansi neðarlega ef að maður reynir og startar sjaldan kalt.
Í langkeyrslu fer hann niður í um 12lítra á 100 og hef náð honum niður í 11 innanbæjar (hélt eðlilegum umferðarhraða en var smá tíma að ná upp ferð). Taktu eftir að þetta eru ekki raunhæfar tölur. Sjaldan kaldstart og aldrei þanið upp fyrir 1800 snúninga.
Í langkeyrsluni nær hann seinna "lock up"´inu á 1400 snúningum og er þá á 80 km/h. Ég er með hann á 35" og original hlutföll.En við venjulegar aðstæður þá fer hann innanbæjar með 15-20L/100 sem er þó fremur rólegur akstur.
Svo ef að maður er eitthvað stressaður í nokkra daga þá er hann ekki lengi uppfyrir 30L/100.Í langkeyrsluni fer hann í svona 15L/100 til að halda hraða upp allar brekkur og annað eins.
Ég verð nú að segja að eyðslan á þessum bíl kom mér á óvart, því ég get haldið mig í þessari lágmarkseyðslu (11 og 12) ef maður er eitthvað tæpur á lífsvökvanum.
Svo hafa v8 menn verið að segja mér að þeir komist örlítið neðar en eru samt fljótari upp á aksturshraða.Kveðja
Izeman
10.02.2004 at 20:14 #488126
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
samkvæmt [url=http://www.fueleconomy.gov:2t8169bw]fueleconomy.com[/url:2t8169bw]
þá er [b:2t8169bw]4.0L I6[/b:2t8169bw] að eyða 15.7 innanbæjar 11.8 í langkeyrslu og 13.8 í blönduðum akstri.
hinsvegar á [b:2t8169bw]5.2L V8[/b:2t8169bw] að eyða 16.8 innanbæjar 13.1 í langkeyrslu og 15.7 í blönduðum akstri.
Ekki veit ég hvað á að taka þessar tölur hátíðlegar og væri gaman að vita hvort þessar tölur standist eithvað.
10.02.2004 at 20:14 #493238
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
samkvæmt [url=http://www.fueleconomy.gov:2t8169bw]fueleconomy.com[/url:2t8169bw]
þá er [b:2t8169bw]4.0L I6[/b:2t8169bw] að eyða 15.7 innanbæjar 11.8 í langkeyrslu og 13.8 í blönduðum akstri.
hinsvegar á [b:2t8169bw]5.2L V8[/b:2t8169bw] að eyða 16.8 innanbæjar 13.1 í langkeyrslu og 15.7 í blönduðum akstri.
Ekki veit ég hvað á að taka þessar tölur hátíðlegar og væri gaman að vita hvort þessar tölur standist eithvað.
10.02.2004 at 22:16 #488128
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar.
Ég þakka góð viðbrögð.
Þetta eru athyglisverðar tölur frá fueleconomy. Ég kíkti á þennan vef. Þetta er mjög skemmtilegur vefur, þó auðvitað geri maður sér grein fyrir takmörkunum svona samanburðar.
Tölurnar eru ekki svo galnar miðað við þær sem Izeman og Lýður gefa upp.
Mér finnst athyglisvert að munurinn á eyðslu vélanna tveggja er tiltölulega lítill miðað við muninn á kraftinum.Þá er hitt: Hafa þessar vélatýpur aðra kosti hvor fyrir sig. Þar á ég við endingu og slíkt. Vitið þið hvort annað kram, svo sem drifbúnaður og skiptingar er það sama í 5,2 v8 og 4,0 l6 ?
Kveðja
Haukur Gunnarsson
10.02.2004 at 22:16 #493242
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar.
Ég þakka góð viðbrögð.
Þetta eru athyglisverðar tölur frá fueleconomy. Ég kíkti á þennan vef. Þetta er mjög skemmtilegur vefur, þó auðvitað geri maður sér grein fyrir takmörkunum svona samanburðar.
Tölurnar eru ekki svo galnar miðað við þær sem Izeman og Lýður gefa upp.
Mér finnst athyglisvert að munurinn á eyðslu vélanna tveggja er tiltölulega lítill miðað við muninn á kraftinum.Þá er hitt: Hafa þessar vélatýpur aðra kosti hvor fyrir sig. Þar á ég við endingu og slíkt. Vitið þið hvort annað kram, svo sem drifbúnaður og skiptingar er það sama í 5,2 v8 og 4,0 l6 ?
Kveðja
Haukur Gunnarsson
11.02.2004 at 01:37 #488130Ég held að allir Grand Cherokee séu með Dana 30 framdrifi og
Dana 35 eða Dana 44 afturdrifi. Framdrifið er "normal rotation", ekki "reverse" eins og í Jeep XJ og YJ. Dana 44 er oft notað í Jeep bílum sem er búnir sérstaklega fyrir drátt.-Einar
11.02.2004 at 01:37 #493246Ég held að allir Grand Cherokee séu með Dana 30 framdrifi og
Dana 35 eða Dana 44 afturdrifi. Framdrifið er "normal rotation", ekki "reverse" eins og í Jeep XJ og YJ. Dana 44 er oft notað í Jeep bílum sem er búnir sérstaklega fyrir drátt.-Einar
12.02.2004 at 14:59 #493249
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvernig er það, vita menn ekkert hvað þetta er að endast? Er ráðlegt að kaupa grand sem er keyrður kanski um 180.þús
og ef maður ætlar að breyta fyrir 38" þarf maður þá að fara að skipta um hásingar.
Er eini munurinn á laredo og limited leðursætin og hátalara kerfið? Hvernig sér maður hvort hann er með Dana 35 eða Dana 44 hásingu?
12.02.2004 at 14:59 #488132
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvernig er það, vita menn ekkert hvað þetta er að endast? Er ráðlegt að kaupa grand sem er keyrður kanski um 180.þús
og ef maður ætlar að breyta fyrir 38" þarf maður þá að fara að skipta um hásingar.
Er eini munurinn á laredo og limited leðursætin og hátalara kerfið? Hvernig sér maður hvort hann er með Dana 35 eða Dana 44 hásingu?
12.02.2004 at 15:12 #493254Svna lítur Dana 44 úr:
[img:3u6kpybo]http://www.offroaders.com/info/tech-corner/facts/axles/dana-44.jpg[/img:3u6kpybo] og Dana 35 lítur svona út:
[img:3u6kpybo]http://www.offroaders.com/info/tech-corner/facts/axles/dana-35.jpg[/img:3u6kpybo]Stal þessum myndur af [url=http://www.offroaders.com/info/tech-corner/facts/axles/axlefacts.htm:3u6kpybo]þessari síðu[/url:3u6kpybo]
Ég held að það eigi að vera málmplata sem er fest með einum á boltunum sem halda lokinu, af henni á að vera hægt að lesa um tegund af drifi, hlutföll og hvort það hafi verið orginal læsing í drifinu.-Einar
12.02.2004 at 15:12 #488134Svna lítur Dana 44 úr:
[img:3u6kpybo]http://www.offroaders.com/info/tech-corner/facts/axles/dana-44.jpg[/img:3u6kpybo] og Dana 35 lítur svona út:
[img:3u6kpybo]http://www.offroaders.com/info/tech-corner/facts/axles/dana-35.jpg[/img:3u6kpybo]Stal þessum myndur af [url=http://www.offroaders.com/info/tech-corner/facts/axles/axlefacts.htm:3u6kpybo]þessari síðu[/url:3u6kpybo]
Ég held að það eigi að vera málmplata sem er fest með einum á boltunum sem halda lokinu, af henni á að vera hægt að lesa um tegund af drifi, hlutföll og hvort það hafi verið orginal læsing í drifinu.-Einar
13.02.2004 at 12:20 #493258
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Á vefnum fueleconomy sem vitnað er til hérna að ofan er hægt að bera saman eyðslu bíla. Kom mér á óvart að sjá að eyðslan fyrir 4.o l (l-6)Grand Cherokee er nákvæmlega sú sama og fyrir Ford Explorer með sömu vélarstærð (v6). Ég miðaði við 94 módelið. Ég hélt að Fordinn væri þyngri og átti von á meiri eyðslu í honum.
Kveðja
Haukur Gunnarsson
13.02.2004 at 12:20 #488136
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Á vefnum fueleconomy sem vitnað er til hérna að ofan er hægt að bera saman eyðslu bíla. Kom mér á óvart að sjá að eyðslan fyrir 4.o l (l-6)Grand Cherokee er nákvæmlega sú sama og fyrir Ford Explorer með sömu vélarstærð (v6). Ég miðaði við 94 módelið. Ég hélt að Fordinn væri þyngri og átti von á meiri eyðslu í honum.
Kveðja
Haukur Gunnarsson
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.