Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vél í Súkku
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Birgir Þór Guðbrandsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.03.2008 at 16:42 #202046
Mig langar að fá álit ykkar á hvaða vél henti best ofaní Súkku. Þetta er langi bíllinn á 38″ með 5.38 hlutföll og er í dag með Volvo vél sem gerir lítið nema eyða bensíni. Veit einhver hvað svona Volvo B21 vél er að vikta?. Ég hef nokkrar hugmyndir að vélum en gaman væri að fá að vita hvað ykkur dettur í hug. Vélin þarf helst að vera létt, bensín eða dísil skiptir ekki öllu máli og svo þarf hún að komast sæmilega fyrir í bílnum. Ekki segja mér bara að gleyma þessu og fá mér bara „alvöru bíl“
eins og einn sagði við mig, það kemur ekki til greina, Súkka skal það vera.Súkkukall
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.03.2008 at 16:49 #616896
Jess minn maður heheh
07.03.2008 at 17:44 #616898ég myndi nú bara fá mér orginal 1300 😉 skila öllum þessum 69 hö.
Annars held ég að menn hafi bara verið að setja volvo í þetta virðist henta ágætlega svo er altaf hægt að setja 1600 súkku en hún gerir sjálfsagt lítið annað en að eyða bara bensíni
07.03.2008 at 18:24 #616900Það væri gaman að sjá 1600 toyotu tvin cam ofaní svona grip og ekki láta neinn segja þér að fá þér (jeppa) því ég þekki það sjálfur þegar 38-44" tröllin eru að blóta súkkunum sem bara fara í kringum þá þegar færðin fer að þyngjast!!!
07.03.2008 at 18:31 #616902V6 Buick toga vel,ekkert tölvu dót,160 hö og hægt að turbo væða,ekki svo þungar.Og sánda flott En þær liggja kannski ekki á lausu í dag hehe. B.G
07.03.2008 at 18:46 #616904Ég átti Subaru Impreza 2.0 og var mjög hrifinn af því hvað hægt var að pína hann lengst niður í snúning en alltaf hélt hann áfram að vinna! Auðvitað bara 115 hestöfl samt, en mjög léttur og stuttur mótor! Spurning hvernig það er að mixa svona á súkkugírkassa, menn hafa nú alveg gert annað eins…
2.5 boxer held ég að væri algjör snilld, svo maður tali nú ekki um 2.0 turbo!
Þessir mótorar eru allavega nógu léttir til að 2 menn fara létt með að bera þó það hangi sjálfskipting aftaná!
kv. Kiddi
07.03.2008 at 18:46 #616906Það má líka athuga laufléttu 2.9 V6 ford úr Taunus.
ef þú ert algeðveikur geturðu líka athugað með EFI vélarnar úr Explorer og Ranger, fisléttar, 4-lítra og eyða litlu.
En þú þarft að nota alla galdrabókina til að redda EFI kerfinu réttu.
07.03.2008 at 20:16 #616908Nokkrar góðar hugmyndir strákar, en Subaru boxer í Súkku hefur held ég verið prófað ef ég man rétt.
Sá bíll fór aldrei á götuna, var bara leiktæki. V6 Ford er kannski eitthvað sem maður ætti að skoða. Var reyndar á tímabili að spá í V8 3,5 vél úr gömlum Range Rover en veit ekki hvernig hún myndi passa ofaní Súkkuna. Helst vildi ég vera laus við vélar með tölvu vegna þess að það er bæði meira mál að koma þeim til að virka og það er líka fleira sem getur bilað. Hafa það einfalt og geta gert við með skiptilykli,skrúfjárni og sleggjuSúkkukall
07.03.2008 at 21:00 #616910Sæll, ég mundi mæla með 289 eða 302 ford, ef þú villt koma þessu eitthvað áfram, en það er nú bara ég ;). En ertu hættur við að nota toyotu vélina?
07.03.2008 at 21:18 #616912Nei Siggi ekki endilega hættur heldur bara að skoða aðra kosti og sjá kannski eitthvað betra.
Veit ekki hvað ég græði mikið á Toyotuvélinni umfram þá sem ég er með í dag. Þetta verður nú að skila einhverju ef maður er að basla við að skipta á annað borð.Súkkukall
07.03.2008 at 21:42 #616914En er útilokað að laga volvoinn? Mér skilst að [u:1tsxl88q][b:1tsxl88q][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Volvo_B21_engine:1tsxl88q]B21[/url:1tsxl88q][/b:1tsxl88q][/u:1tsxl88q] sé með álheddi þ.a. þú ert sennilega að þyngja bílinn með flestum þessum vélum sem nefndar hafa verið. En hún er ekkert sérstaklega kraftmikil…
-haffi
07.03.2008 at 21:44 #616916Ég hef bæði átt Suzuki og Range Rover og að því gefnu að hún komist fyrir er V8 Rover/Buick álvélin stórsniðugur kostur. Hún viktar svipað og 4 sílenda vél, er fyrirferðarlítil og skilar ágætu afli. Eldri vélarnar voru með tveimur Stromberg blöndungum sem var umdeildur búnaður en það fengust á þær millihedd fyrir fjögra hólfa blöndung. Ég myndi hins vegar taka EFI vélina eins og var í mínum 1988 Rover eða nýrri 3.9L vélina úr Discovery, og ef hægt væri að nota Borg&Warner sjálfskiptinguna sem var í þeim á þessum tíma þá hún er skemmtilegasta sjálfskipting sem ég hef komist í kynni við. Og millikassinn er með lægra lágadrifi heldur en í nokkurum öðrum orginal bíl.
Gallinn á þessum búnaði er að hann hefur tilhengingu til að leka.
Og svo er spurningin hvernig gengur að koma því fyrir en ég hef trú á að það sé minna mál heldur en hefðbundin V8 eins og Ford 289-302 eða jafnvel margar V6 vélar.
07.03.2008 at 22:37 #616918Ég veit um mótorin handa þér var að auglýsa hann hér um dagin 4.3 vortec með öllu tilheyrandi hafa verið notaðar í súkkur í Ameríkuhreppi og hilux ofl hér heima [url=http://www.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=varahlutir/25940:2bsns8ke]https://old.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=varahlutir/25940[/url:2bsns8ke] [url=http://www.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=varahlutir/25940:2bsns8ke][b:2bsns8ke]gm[/b:2bsns8ke][/url:2bsns8ke] [url=http://www.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=varahlutir/25940:2bsns8ke][b:2bsns8ke]sjá hér[/b:2bsns8ke][/url:2bsns8ke]
07.03.2008 at 22:51 #616920Ég átti svona bíl og setti í hann 3,8 V6 chevy mótor og 4ra gíra beinskiptan kassa, þar aftaná var svo millistykki og hilux millikassi, þetta var ekkert voðalegt mál að koma þessu í en þurfti aðeins að laga til í húddinu, áður var í þessum bíl 2,4 dísel túrbó úr hilux og þar áður 2,0 4 cyl mótor úr Celicu, ég reyndar held að ég viti hvar celicu mótorinn er niðurkominn, ég man ekki hvort gírkassin var á honum en minnir það samt, þetta var bíll með toyota hásingum og viktaði minnir mig um 1500 kg með dísel rellunni en hún skilaði súkkanum ótrúlega vel áfram enda fisléttur bíll, mig langaði samt mest til að fá mér 2,8 6 cyl línuvél úr Celicu, gefur 170 hö og mikið tog, ekkert svo stór um sig held ég.
Kv Snorri Fyrrverandi Súkkukall.
08.03.2008 at 00:06 #616922ánægjulegt að vita um menn sem vilja halda í súkkurnar sínar mig langar alltaf í svoleiðis aftur.en mín gamla var með Bmw mótor sem var fínn kraftur en skorti afl á lágum snúning en massa gaman á húrrandi snúning…………..
08.03.2008 at 12:33 #616924Það hafa greinilega ratað hinar ýmsu tegundir véla í hesthúsið á Súkku í gegnum tíðina.En hafa menn ekkert verið að setja dísilvélar að neinu ráði í þessa bíla.Snorri nefnir 2,4 Toyotu Hilux mótor sem er kannski heldur þungur án þess ég þó viti það með vissu.Dísilvél er kannski ekkert að verða skárri kostur í dag en bensín eins og verðlagið á olíu er núna.
09.03.2008 at 00:51 #616926Mér hefur dugað ágætlega að vera bara með original 1600 mótorinn í Vitörunni, tjúnaðan í 200 hestöfl eða svo. Vigtar sáralítið og vinnur svona þokkalega. Eyðslan á þjóðvegunum er í sirka 13 lítrum með full hlaðinn bíl á 38".
09.03.2008 at 01:12 #616928Ég var með B20B (120 hp orginal) sem ég túnaði eitthvað (annar knastás, blöndungur, elektrónísk kveikja ofl.) Þetta var í langri súkku með stálhúsi á 33" dekkjum.
.
Súkkan var að fara með í kringum 15 l/h og ég keyrði alltaf eins og bjáni (geri það reyndar ennþá en það er önnur saga……). Ég fékk nýjan Legacy lánaðann um tíma (2,0 l) og hann eyddi meiru en súkkan.
.
Ég var allavegana nokkuð ánægður með eyðsluna (verst hvað vélin fór illa með hitt dótið).
.
JHG
.
P.s. ótrúlegt hvað mann langar af og til í svona leikfang aftur þrátt fyrir að maður hafi alltaf verið ofaní húddinu og hún bilaði alltaf eitthvað smá í öllum ferðum
09.03.2008 at 02:05 #616930ef þú vilt vera laus við allt tölvu dót og hafa þetta bara einfalt er alveg spurning með gamla buick v6 held það sé nú ekkert erfitt að finna slíka en það getur verið að sá sem á mína gömlu vilji láta hana ef þú vilt að ég ath það en hún var nýupptekin eða fyrir um 1 ári síðan en það er spurning hvaða kassi er henntugur aftaná hana það er allavega hálf glatað að vera með gamla wyllis kassann 3ja gíra hehehe en persónulega myndi ég fara í tölvuvél þá helst 4.3 vortec
14.03.2008 at 18:53 #616932nokkuð ljóst hvaða vél verður fyrir valinu og til að gleðja Toyotumenn og konur er það Toyota 22R 2,4 bensín rokkur. Hvað er maðurinn orðin vitlaus hugsa kannski sumir en eftir þó nokkrar pælingar er þetta niðurstaðan. Þessar vélar eru nokkuð sterkar og má ná út úr þeim töluverðu afli og tölur eins og 300 hestar hafa sést en það er nú kannski ekki praktískt í bíl sem á að nota eitthvað. Vélin sem ég hef augastað á er nú þegar í Súkku og lítið mál að færa hana á milli bíla. Þetta er tiltölulega létt vél og eyðir örugglega minna en Volvóinn og það er ekkert tölvu dót svo einfaldleikinn ræður ríkjum á þeim bænum. Það er til hellingur af dóti í þessar vélar til að ná meira afli út úr þeim án þess að fara alveg með veskið.
Kveðja Súkkukall
14.03.2008 at 20:58 #616934Sælir
Best að halda uppi smá vörnum fyrir eyðslu á Volvo vélum
Ég er með Volvo 240 sem er með B230A mótor, blöndungur og skilar 110 hestöflum. Bíllinn er um 1400kg í egin þyngd.
Ég skrapp á honum til Finnlands um daginn, bý í Tromsö í norður Noregi. Þetta var 320km túr, í -12°c, lint í dekkjunum og væn ballest í skottinu, töluvert um brekkur og hann eyddi ekki nema 10,6 lítrum á hundraðið. Mér finnst það bara ansi gott. Gæti spilað inn í að hann er með ný upptekinn blöndung. Ég viðurkenni hinsvegar fúslega að hann getur auðveldlega farið með tvöfalda þessa tölu innanbæjar.
Svo er rétt að geta þess að það er ágætt úrval af túrbó kittum til á Volvo B21 og B230, ef leitað er á norðurlöndunum.
Kveðja Olgeir
Sem átti aldrei súkku.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.