FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Vél í Patrol ’93

by Arnþór Þórðarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Vél í Patrol ’93

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Baldur Gunnarsson Baldur Gunnarsson 19 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.10.2005 at 10:07 #196438
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant

    Sælir félagar, 2,8 l ´díselvélin mín var að gefa upp öndina. Mig vantar því aðra vél í annars ágætan og vel breyttan 38″ bíl. Hvað er helst til ráða? Allar hugmyndir og tilboð vel þegin.
    kveðja, Arnþór

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 12.10.2005 at 10:13 #529130
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Værir þú nokkuð til í að deila með okkur sögunni af vélinni. Þetta gæti haft forvarnagildi fyrir aðra. (t.d. mig :)

    -haffi





    12.10.2005 at 11:07 #529132
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    er ekki bara málið að gera þetta að alvöru bíl og henda í hann 350 eða sambærilegum V8…veit um einn sem að er að fara að setja svona rokk í bílinn sinn, þá verður bara gaman hjá honum 😀





    12.10.2005 at 13:01 #529134
    Profile photo of Valur Freyr Hansson
    Valur Freyr Hansson
    Member
    • Umræður: 12
    • Svör: 42

    Hvernig hefur komið út að setja 6,5 Gm ofaní. er það ekki bara draumur, og nóg til af svoleiðis vélum. ?





    12.10.2005 at 13:57 #529136
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 83

    Sagan er þessi: vélin er keyrð hátt í 200 þús km og hefur lekið smurolíu sl. 3-4 ár og fór lekinn vaxandi. Kom hann fram á ýmsum stöðum og erfitt að greina upprunann. Undir það síðasta var olía farin að smita út undan ventaloki. Fræðingar sögðu að vélin væri farin að "blása" þ.e. úr strokkum væri farið að blása inn í rýmið sem smurolían ferðast um. Í fyrri viku var heddið tekið af. Þá kom í ljós að strokkar voru orðnir slitnir og loftaði greinilega niður með hringjunum. Hedd, ventar og heddpakkning annars í lagi. Ráðgert var að rýma út strokkana og setja yfirstærð af hringjum. En við frekari skoðun kom í ljós að sveifarás er boginn og stangalegur orðnar slitnar. Auk þess óvíst að dugi að setja yfirstærð af hringjum. Áætlaður viðgerðakostnaður er nú orðinn mjög hár. Þess vegna er ég að huga að því að setja nýja/aðra vél í bílinn.

    Þætti gott að heyra fleiri ábendingar um hvað væri vit að gera í stöðunni.

    Arnþór





    12.10.2005 at 14:07 #529138
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    sælir
    Bendi á þann möguleika að setja 2.8 l vél úr nýrra bóddý, eina sem þarf að gera er að nýta gamla olíuverkið.
    GM 6.5 eru fínar vélar og hafa reynst þrusuvel í Pattann held ég en þær eru þó væntanlega með sínum göllum eins og aðrar vélar. Hef heyrt að startarinn sé slappur og menn virðast eiga í vandræðum með að kæla þær. Þær eru líka töluvert þyngri en 2.8 l. vélin og verður bíllinn því svolítið framþungur.
    Hef heyrt að GM 6.2 sé slöpp og ekki þess virði en hef ekki beina reynslu af henni.
    Annars er best að menn með persónulega reynslu segi hug sinn.
    Ég hef mikið áhuga á að vita hversu mikið mál er koma 6.5 GM ofan í. T.d.
    – Eru menn að nota GM lúm eða orginal að hluta?
    – Er erfitt að koma henni fyrir (mótorfestingar)?
    – Hvaða vatnskassa eru menn að nota, orginal?
    – Þarf að kæla skiptinguna sérstaklega?
    – Túrbínur, orginal eða aðrar stærri?
    Þið með reysnlu endilega látið heyra í ykkur !
    kv
    Agnar





    12.10.2005 at 14:19 #529140
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Hvað með 4.2l Nissan vélina. Það er til eitthvað af bílum með slíkum vélum hér, hafa menn ekki eitthvað verið að skoða það að flytja þær inn, t.d. frá Ástralíu?

    -Einar





    12.10.2005 at 14:22 #529142
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    þær hafa verið fluttar inn frá UK en mér sýnist það kosta um 600-750 þús kr. með kasssa.





    12.10.2005 at 20:32 #529144
    Profile photo of Sigurþór Þórsson
    Sigurþór Þórsson
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 557

    4.2 frá Bretlandi koma líka túrbínulausar, kittið með millikæli skilst mér að sé á nálægt 200.000 kall. Þetta er ekta vél í svona bíl, alveg hörku tog á lágsnúning.
    Pétur, komdu nú með reynslusögurnar!! :)





    13.10.2005 at 08:42 #529146
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Mig vantar gírkassa úr 4,2 Patrol (bensín eða diesel). Getur einhver bent mér á aðila í Bretlandi (eða annarstaðar í Evrópu) sem gæti hugsanlega átt slíkt.

    ÓE





    13.10.2005 at 11:07 #529148
    Profile photo of Ólafur A. Hallgrímsson
    Ólafur A. Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 385

    …. á gírkassa frá 4,2, líka vél og millikassa.
    En aðili með bensín bíl hefur áhuga á vélinni, svo líklega verður gírkassi afgangs hjá okkur.

    Varðandi innflutning talaðu við Pétur Gíslason í Hvammsvík.
    kveðja





    13.10.2005 at 14:09 #529150
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    svo hafa menn líka sett 4.2 toyotu í patrol með góðum árangri. Enda er 24 ventla vélin með túrbínu og cooler ekkert mjög slæm.





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.