This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Jóhannesson 13 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Ég er að velta fyrir mér hvort þið getið hjálpað mér með smá vandamál sem kom upp hjá mér um daginnÉg er með Nissan Patrol 95 2.8
Þannig er, að það var skipt um Túrbínu í honum um daginn, tekin sog og pústgrein frá og skipt um bínu á pústgreininni, og finnst búið var að taka greinarnar af þá var bolti losaður sem er á blokkinni til að hleypa frostleginum niður til að skipta honum út (svona í leiðinni)
Svo þegar því var lokið var nýupptekna túrbínan sett við vélina, soggreinin á, og boostmælir tengdur við soggreinina, og svo var settur notaður intercooler framan við vatnskassa og rörin fyrir hann smíðuð, svo var allt tengt, nýr frostlögur settur á og startað, en allt kom fyrir ekki, hann tók aðeins smá hökt en svo bara ekkert, og hann startaði og startaði en ekkert gerðist alveg eins og hann væri að svelta lofti, þannig að uppá grínið þá tók ég slönguna fyrir boostmælirinn af soggreininni (fljótlegt) og reyndi svo að starta, hann tók smá við sér eins og væri verið að starta honum án forhitunar, hann reykti skelfilega mikið, líka mikið miðað við patrol, næst var losað uppá hosunum sitthvoru megin við coolerinn, til að hleypa lofti meðfram, og viti menn hann fór í gang, þegar hann var búinn að ganga í smá stund var hosan þeim megin sem fer í soggreinina, sett aftur á, þar með var talið að það mundi deyja á vélinni, en það gerðist ekki, þá var hin hosan fest líka og enn gekk patrolinn eins og ekkert hefði í skorist, prófað var að drepa á honum og setja aftur í gang og reyndist það auðsótt, hann hefur gengið snurðulaust síðan.Þannig að ég er forvitinn, hvað var í gangi hversvegna tók bíllinn ekki startið??
Kv Kristján
You must be logged in to reply to this topic.