Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Veiðivötn.
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Jóhannsson 17 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.08.2007 at 17:04 #200643
Veitt einhver hvernig vegurinn er í veiðivötn. Eru margar ár sem þarf að fara yfir til að komast þangað. Er að hugsa um að fara þetta á hjóli en hef ekki komið þarna að sumri til áður. Hvaða leiðir eru í boði að fara þangað.
Kv Jón -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.08.2007 at 20:27 #594584
Frá Vatnsfellsvirkjun eru 21 km. inn í Vötn. Vegurinn er yfirleitt grófur og víða rifflaður inn fyrir Þóristind en þaðan er oftast mjúkur og fínn vegur. Tvær kvíslar eru á leiðinni eins og flestir fara, Vatnakvíslin og Fossvatnakvískin . Þangað til fyrir fáum árum var hægt að sleppa við Vatnakvíslina með því að fara Jökulheimaleiðina og þá var krækt uppfyrir upptök hennar. Þá kom mikill vöxtur í Vatnakvíslina einn veturinn og bar hún fram milljónir rúmmetra af sandi og var ófær djúpur farvegur inn undir Drekavatn lengi á eftir. Vaðið er ekki slæmt og mundi ég líkja því við Laugalækinn við Landmannalaugar. Fossvatnakvíslin er aðeins dýpri en það er hægt að losna við hana með því að fara inn að Hraunvötnum og niður með Litlasjó. Kv. Olgeir
14.08.2007 at 20:39 #594586Allir alvöru jeppakallar fara Hófsvað eða Línuvað í Veiðivötn. Ef menn eru ríðandi má líka skella sér yfir á Bjallavaði.
Góðar stundir
14.08.2007 at 20:54 #594588Þar sem ég ætla á sumardekkinu þar að segja nöðrunni þá flokkast það kannski ekki sem alvöru jeppa kall og það að hjólið kann ekki að synda þá er ég ekkert að spá í að fara bjallavað. Það er alveg lýgilegt hvað er hægt að böðlast á þessum hjólum í ám svo lengi sem það er ekki stórgrýti eða sandbleyta.
Kv Jón.
14.08.2007 at 20:56 #594590Það er mikill munur þar á milli, sérstaklega fyrir þessa leið. Vegurinn er mjög gljúpur á nokkurra kílómetra kafla og það er nær ómögulegt að hjóla á reiðhjóli sirka 5 km kafla. Vegurinn er semsagt bara gljúpur sandur, og för sem marka veginn.
Það eru 2 vöð á leiðinni, sirka 40 cm djúp, geta verið aðeins dýpri núna útaf rigningum en það er enginn straumur sem vert er að minnast á.
Annars bara góða ferð.
Passaðu þig að fara ekki þarna uppeftir ef spáð er meira ein 20 m á sekúndu í vind… hættulegt sandfok. Sem meðal annars sandblés mótorhjólið mitt þarna uppfrá fyrir nokkrum árum síðan.kv
Gunnar
14.08.2007 at 21:43 #594592Er ekki betra að ég fari með þér svo þú farir þér ekki að voða og álpist út í einhverja vitleisu, jafnvel drukknir í Bjallavaðinu?????
14.08.2007 at 22:20 #594594Var að koma úr veiðivötnum í kvöld.
Vatnakvíslin er frekar lítil í sér og lítill straumur í henni,farðu bara við grjótin sem er nánast í beinni línu,en þar er botninn hvað sléttastur.
Fossvatnskvíslin eru stikuð með böndum en það er aðeins meiri straumur í henni,dýptin á henni er ca 40 cm.
Það var frekar mikið sandfok við fellsendavatn,einnig á milli Þóristind og afleggjarann að skyggnisvatni.
Þessi kafli sem Gunnar nefnir var frekar laus í sér,en þar fyllti sandfokið nánast strax í förin.
14.08.2007 at 22:22 #594596Hvernig væri það. Ertu ekki búinn að selja ?. Væri ég ekki drukknaður þegar þú loksins mundir ná mér ? Er að hugsa um að fara núna í vikunni ertu laus ?
Kv Jón
14.08.2007 at 22:38 #594598Jú reyndar búinn að selja, er að verða jafn skrítinn og frændi, langar í meira ferðahjól jafnvel XT660, fór fjallabak, Hrafntinnusker og fl á ktm-inu og var að drepast í rassgatinu eftir það brölt:o)
14.08.2007 at 22:50 #594600Þegar þú verður stór og ert búinn að læra að hjóla á karlmanns hjóli þá veistu það að það er ekki hægt að hjóla sitjandi. Ef maður ætlar að ferðast úti sitjandi þá fær maður sér bara hest.
14.08.2007 at 23:08 #594602HaHa… já endar maður ekki á byrjuninni, á hesti:o)
15.08.2007 at 10:06 #594604Ef þú færð þér ekki hest þá færðu þér KTM 950 Super Enduro R ekki neitt XT eitthvað og ef það er ekki nógu gott ferða hjól handa þér með nógu bólstruðu sæti þá er líka í boði KTM 990 Adventure.Annars eiga vælukjóar ekki að eiga leiktæki fyrir karlmenn.
Kv Pig farmer
15.08.2007 at 13:42 #594606Ég vil bara fá alminilegt sæti á þetta dót, þessi KTM 525 hjól eru bara rétt til að sprauta upp og nyður fjall og svo 1 kls pása til að jafna sig í rassgatinu, var mikið að spá í að setja á mig bleiju áður en ég fór í 5 tíma ferðalagið á þessu dóti svo maður fengi ekki rasssæri og gillinægð.
15.08.2007 at 14:16 #594608Maður á að standa þegar maður keyrir mótorhjól á fjöllum. Það eru bara ke… sem keyra sitjandi og þá oftast á XT660 með gelpúða undir ra….
Og Mr. Pig farmer.
950 og 990 eru ekki réttu verkfærin. Ég er búinn að fá mér 990 og það er full þungt í slóðaakstur. Maður er út úr öllum beygjum ef maður snýr upp á rörið. Það hentar best á sveitavegi og Dómadal.
Ég bíð hinsvegar spenntur eftir nýja 690 sem kemur í vetur. Það verður græjan fyrir Fjallabak held ég. Þetta supermotohjól sem er komið með þessum nýja LC4 mótor er allavega frábært.
Þú hefur annars ekkert sést á fjöllum í sumar, hvar elur þú manninn ?
15.08.2007 at 17:37 #594610Ég hef nú aðallega verið í bleyju skiftum samt ekki á Robba.Ég hugsa að Robbi sé nú að hugsa um hjól til að hjóla kjöl og sprengisand. Er nú ekki KTM 950 eða 990 skárri kostur en XT660. Ekki langar mig til að vera að þvælast XT á þessum slóðum sem við höfum verið að hjóla. Annars ætla ég út að hjóla á morgunn, það á fara veiðivatna hring. Aron því ert þú ekki í lang ferð með kalla á stóru hjólinu.
Kv Pigfarmer
15.08.2007 at 18:56 #594612Þegar maður er búnn að standa í ca 2 tíma er voða gott að sita í 1 tíma og standa svo aftur í 1/2 tíma og svo sita í ??? og þá fær maður íllt í rass, annars ætti maður að kórona þetta alveg og fá sér hvorki götu né endoru hjól, fá sér Versus:o)
15.08.2007 at 19:53 #594614Síðan færðu þér kassa aftan á hann það og gerist pissa sendill. En svo að við snúm okkur að því sem þráðurinn snérist um. Þá er ætlunin að fara í veiðivötn á morgunn. Hvaða leið mæla menn með og er hægt að fara einhvern hring þarna svo að maður sé ekki að keyra sömuleið fram og til baka.
Kv Pigfarmer.
15.08.2007 at 20:47 #594616Ég vil benda fyrirspyrjanda og reyndar fleirum á að skoða heimasíðu na veiðivötn.is . Þar er afar mikill fróðleikur um svæðið samantekinn af Erni Óskarssyni kennara á Selfossi. Frá skálasvæðinu eru um 12 km. suður að Snjóölduós og hringleið framhjá Nýjavatni og fleiri vötnum. Síðan er gaman að fara austur að Tröllinu austur undir Tungnaá en þá verður að fara yfir smákvísl. Svo má ekki sleppa því að fara innmeð Litlasjó og þaðan að Hraunvötnum sem eru ásamt mörgu öðru á svæðinu mynduð í Veiðivatnagosinu 1477. Til baka er sléttur sandur að Fossvatnakvíslinni. Frá Hraunvötnunum er eitthvað milli 20 og 30 km. inn í Jökulheima. Góða ferð . Olgeir
15.08.2007 at 22:10 #594618Nú, kominn krói. Til hamingju með það.
Komst ekki með Katoom á vestfirði vegna þess að ég var á fjöllum á 525. Gerði út frá Róneyjum ók samtals 500 km að Fjallabaki á mánudag og þriðjudag.
Þú klárar Veiðivatnahringinn á korteri. Það er ágætt að taka hann sem bónus eftir að hafa farið fyrst í Jökulheima. Á leiðinni úr Jökulheimum er ekki úr vegi að skoða Skessubollagjá og enda niður í Hraunvötnum. Athugaðu að slóðinn í gjánna hverfur alltaf undir foksand og er óstikaður. Þú ferð inn á hann rétt fyrir ofan gatnamótin út í Þórisvatn.
Mér persónulega finnst efri hluti svæðisins í Veiðivötnum skemmtilegri. Bara að passa að vera ekki á þeim tíma sem veiðimenn eru að koma sér til og frá skála. Þá eru bílar á veginum og það er nóg af blindhæðum þarna.
Blindhæð og beygja….!!!
15.08.2007 at 22:24 #594620Það komu króar. Það var happy hours svo að þau fóru úr 2 í 4 svo að það hefur verið nóg að gera í sumar. Aðal málið er að vinnu félagarnir eru í veiðiferð þarna inn frá ætla ég að kíkja á þá. Voruð þið margir að hjóla maður fréttir ekkert þegar maður er fastur í barna uppeldi. Maður vonar að næsta sumar verði betra.
Kv Pigfarmer
15.08.2007 at 23:07 #594622Það skýrir ýmislegt… t.d. nýja fjölskyldubílinn 😉
Ekki sleppa gjánni. Þig munar ekki um að renna þangað. Magnað náttúruundur. Ýmyndaðu þér Almannagjá fulla af foksandi og þá ertu með myndina. Ef þig vantar betri leiðarlýsingu þá getur þú hringt í mig. s 6643515
Við vorum 5 á hjólum og einn í trússi með bensín og nesti handa okkur. Bara gaman.
Skemmtu þér á morgun.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.