This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Þór Þorkelsson 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég ætla nú ekki að fara að spyrja um það hvernig maður kemst upp í Kvíslaveitur, bara svo það sé á hreinu. En svona í tilefninu af sumrinu og einhverjum veiði sögum hérna um daginn, varð ég einhvernvegin að koma þessu frá mér. Enda var um það að velja að skít kastast út í ömurlegt tjaldstæðið inn í miðbæ Akureyrar, þar sem barnalegir skátabullustampar ráða ríkjum einsog þeir hafi verið í námi hjá harðstjóra skólastjórum heimavistarskóla á vestfjörðum fyrir nokkrum áratugum eða skrifa bara um togaraöldina enda ná tengt málefni jeppamennskunnar, og ef einhver efast um það þá opinberar hann einungis heimsku sína. Svo gleymið því bara að fara að bulla um það að þetta efni eigi ekki heima hérna.
Þó svo að það fari lítið fyrir frægðarveiðisögum af manni í ferskvatni, þá hefur maður nú veitt einn og einn titt á sjónum. Mér finnst nú að þau tonn eigi nú að vega eitthvað á móti laxveiðinni. Allavega 100 tonn á móti hverri bleikju eða laxi. Svo við fáum að vera með í umræðunni..
Ég var svo heppinn að ná því að fara á síðutogara, en á þeim tíma voru þeir hratt að hverfa í brotajárn og voru fáeinir eftir. Þar sem ég áttaði mig á því að ég væri að tapa af síðutogaraöldinni, ákvað ég að stinga af úr áttunda bekk og skella mér á sjóinn. Enda hver að verða síðastur að verða torgarajaxl. Ég man nú ekki alveg hvernig fjölskyldan tók þessu uppátæki. En fyrir valinu varð glæsitogarinn Þorkell Máni RE 208, ef ég man töluna rétt. Þorkell var eitt besta sjóskip flotans og hafði meðal annars gert garðinn frægan í Nýfundnalands veðrinu fræga 1959. En þá fórst togarinn Júlí með manni og mús einhverjir 30 áhafnarmeðlimir að mig minnir. Þegar komið var niður á bryggju og átti að fara að sleppa. Vantaði nokkra áhafnarmeðlimi en hinir voru fullir og dóbaðir vítt og breytt um skipið. Ekki leið þó á löngu þar til restin kom í lögreglubíl niður á bryggju og hægt væri að halda á vit ævintýranna. Á útstíminu var mikið fjör um borð og þó sérstaklega í messanum. En þar var aðstoðarkokkurinn stein dauður á bekknum og höfðu menn skemmt sér við það að hella yfir hann mjólk og kornflexi úr stórum sekk. Einnig höfðu einhverjir ákveðið að losa skipið við leirtauið og var því hent út um næsta kýrauga. Því var þó reddað úti á Hala. En áhöfnin á Hallveigu Fróðadóttur sendi okkur nokkra diska í poka, sem bundnir höfðu verið neðan í belg. Og veiddu við þetta upp með haka. Voru diskarnir heldur fáir og skiptumst við því á að fara í mat. Þegar út á Hala var komið var lítil hreyfing á mannskapnum og var ég því að gera dekkið klárt með 2 stýrimanni. Einhverja hjálp fengum við þó hjá mannskapnum í brúnni við það að láta trollið fara. En þegar kom að hífoppi voru allir komnir á fætur nema tveir. Sem er nú nokkuð gott af 25 manna áhöfn. Þessir tveir voru reyndar sendir í land með Þormóði Goða, og var þeim skutlað yfir í gúmmíbát. Annar var víst með einhvern kynsjúkdóm og hinn með delirítremens. Túrinn tók einhverja 12-14 daga og fiskaðist ágætlega þó ekki meir en það að þetta var almennt leti líf og var þetta ein rólegasta vera mín á sjó og hentar togara sjómennska vel fyrir hreyfihamlað fólk og aðra sem minna mega sýn. Á landstíminu ákvað skipstjórinn Jói Belló, að renna fyrir lax. Og var því trollið látið fara fyrir utan ós einhverja laxveiðiárna, mig minnir að það hafi verið fyrir utan Mýrarnar, og nokkrir laxar veiddust.
Þar sem mynnið er nú gloppótt, man maður nú ekki mikið eftir nöfnum á áhafnarmeðlimum en ég man þó að Valdi Vettlingur var þarna og 1 stýrimaður var Maggi Gullkjaftur, jú og svo man ég eftir Palla Svarta en hann henti einmitt eggjum inn um brúargluggann, þegar Maggi gullkjaftur var á vakt. En Palli lét Magga hafa það fyrir að fiska bara grjót á sinni vakt. Og var ekkert gert í þessum dónaskap hans Palla, enda var hann orðin fyrsti for-hlera maður og því búinn að sanna sig sem sjómaður.
Finni 2 stýrimanni man ég þó eftir, hann var yfirmaður minn á vaktinni og var hörku sjómaður þegar hann var ekki dópaður. Ég fékk þó þau örlög hjá honum að lenda í nálakörfunni en þangað er viðvaninga sendir og þykir mikið amlóða starf og aðeins ætla aumingjum. En Finni fannst þetta góð uppeldisstöð og áttu menn í körfunni að taka starf sitt alvarlega. En starfið fólst í því að þræða trollgarn í nálar og skipti miklu máli að vera með góðan lager í körfunni ef bæta þurfti trollið. Því ekki fiskast mikið á meðan trollið liggur á dekkinu í henglum. Man ég að ég fylgdist vel með hvort mönnum vantaði nál og ef ég var ekki nógu snöggu að senda til þeirra nál. Þá var tómu nálinni ávalt skutlað í mann af alefli, og gat maður þá bara kennt sjálfum sé um að vera ekki nógu snöggur að afhenda nálar. Vann maður sig síðan upp úr körfunni og einhver annar sem talin var meiri aumingi fékk verkefnið.
You must be logged in to reply to this topic.