This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Snæbjörnsson 19 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Þegar veðrið er búið að vera svona gott, eins og verið hefur,
verður manni oft hugsað að þetta sé engu líkara en að vera staddur
sunnar í álfunni, jafnvel á Skosku heiðunum, en þar gerðist það
einmitt að þeir félagar Shrlock Holmes og dr. Watson voru í tjaldferð.
Þar sem þeir lágu og horfðu upp í strörnubjarann himininn segir Holmes:
„Watson, líttu upp í himininn og segðu mér hvað þú sérð“.
Og Watson svaraði:
„Ég sé milljónir og aftur milljónir af stjörnum.“
„Og kæri Watson, hvað segir þetta þér“, spurði Helmes.
„Út frá stjörnufræðinnni, – svaraði Watson, segir þetta mér að þarna
úti í geimnum eru milljónir af vetrarbrautum og sennilega billjónir
af plánetum. Út frá Guðfræðinni segir þetta mér að Guð er mikill,
en við erum örsmá og auðvirðileg. Og út frá veðurfræðilegu sjónarmiði
segir þetta mér að við munum fá mjög gott verður á morgun.
En hvað segir þetta þér minn ágæti Sherlock Holmes.“
„Kæri Watson, – svaraði Holmes, – þegar ég ligg hér og horfi upp í
stjörnubjartann himininn segir það mér, að einhver hefur stolið
tjaldinu okkar.“hafið góðan dag
kv Jon
You must be logged in to reply to this topic.