This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Sveinsson 18 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Vegna skrifa félagsmanna.
Ég er nú hlynntur því að menn geti skrifað frjálslega hérna á spjallinu. En það er þó ekki sama hvernig það er gert. Stjórn klúbbsins hefur orðið fyrir því oftar en einu sinni, að þurfa að hlusta á kvartanir vegna skrifa manna hérna á vefnum og einnig vegna sms og meila.
Nýjasta dæmið er, þegar Skúli H Skúlason og Benedikt Magnússon heimsóttu sýslumann á Selfossi. Hluti fundarins fór í það að ræða dónalegar sendinga til sýslumanns, áður en komið var að merg málsins. Þ.a.s hagsmunarmálum jeppamanna. Það liggur í hlutarins eðli að það eru ekki gott að hefja fund á þeim nótunum.
Ég er að hefja máls á þessu núna vega þess að þetta virðist hafa færst í vöxt, eða allavega verðum við meira vör við slíka hluti í dag.
Ég vona að þeir taki til sín sem eiga.
You must be logged in to reply to this topic.