This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 11 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður miðvikudagskvöldið 8. maí. eftir um 7 vikur. Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins eins og kemur fram í 3. grein laga félagsins.
Á dagskrá aðalfundar skulu vera venjuleg aðalfundarstörf, þ.e:
1. Setning fundar og dagskrá kynnt.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnarinnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
4. Umræða um skýrslu stjórnar.
5. Skoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir.
6. Umræða um reikninga og þeir bornir upp til samþykktar.
7. Skýrslur nefnda, ef kjörnar hafa verið.
8. Tillögur/lagabreytingar frá stjórn, nefndum eða félagsmönnum.
9. Kjör stjórnar, varamanna og fastanefnda.
10. Kjör Skoðunarmanna.
11. Önnur mál.
12. Fundarslit.Frestur til að skila inn lagabreytingatillögum til stjórnar er 15. apríl.
Ég hvet alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi klúbbsins að hafa samband við stjórnar- og/eða nefndarmenn og bjóða sig fram.
Staðan hjá stjórn:
– Formaður gefur ekki kost á sér áfram.
– Óskar hefur óskað eftir því að hætta og kjörtímabil Árna Bergs og Arnþórs Þórðarsonar rennur út í vor. Bæði Árni og Arnþór gefa kost á sér áfram. Gunnar Ingi Arnarson gefur kost á sér í stjórn.
– Samúel Þór Guðjónsson var kosinn í fyrra til tveggja ára og situr áfram.
– Kjörtímabil Ásgeirs Sigurðarsonar, varamaður í stjórn, rennur út í vor, hann er hugsa málið.Staðan hjá nefndum verður birt síðar.
You must be logged in to reply to this topic.